Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.01.1911, Page 25

Sameiningin - 01.01.1911, Page 25
34' nefnd General Council’s sent oss bréf um starfiö og horfurnar austr þar. Þaö birtist væntanlega — þýtt á íslenzku — í næsta blaði. Séra ODDR V. GISLASON andaöist í Winnipeg io. Jan. án nokkurrar undangenginnar banalegu. Dauöameiniö var hjarta- bilan, sem hann haföi kennt nokkur næstliðin ár. Var fœddr í Reykjavík 8. Apríl 1836, útskrifaðr úr lærða skólanum þar 1858 og úr prestaskólanum 1860. Prestvígslu tók hann ekki fyrr en 1875, og þjónaöi svo Lundi í Borgarfiröi til 1878; síðan var hann prestr á Stað í Grindavík í Gullbringusýslu til 1894. Þ;á kom hann hingað vestr meö konu sinni og sjö af börnum þeirra; þrjú urðu eftir á íslandi, en eitt kom þó seinna; settist hann að í Nýja fslandli (hjá Brœörasöfnuöi við íslendingafljótj. en veitti fyrst framan af prestsþjónustu öörum pörtum þess byggöarlags. Kirkjufélagi voru heyröi hann til frá því hann kom' til þessa lands iþangað til hann sagöi sig úr því í Ágústmánuði 1903. Á tímanum, sem síðan er liðinn, hefir hann helzt verið farandprestr algjörlega á eigin býti, og all-lengi hafðist kona hans við í Duluth, Minn., ásamt nokkrum börnum þeirra; dvaldi hann þar stundum hjá þeim. Séra Oddr var mesti fjörmaðr, með fádœma-viljakrafti og hugrekki til að brjótast áfram í erviðum lífskjörum, en talsvert einrœnn. Viljakraftr hans birtist meðal annars í hinu ötula bind- indisstarfi hans á íslandi; eins í því,, sem hann !þar með ferðum sínum kringum landið og öðru vann að bjargráðum sjómanna, og hélt hann eitt ár því máli til stuðnings úti tímariti, sem „Sæbjörg" nefndist. Naumast hefði hann, nálega sextugr, með stórri fjöl- skyldu árætt að taka sig upp frá íslandi og byrja nýja lífsbaráttu hér í landi, ef hugrekki hans hefði ekki verið frábært. Svo gat virzt sem hann hefði það einkenni hinnar forn-norrœnu víkingslundar að treysta eigin mætti nálega takmarkalaust; sú var þar þó bót í máli, að í dýpstu alvöru treysti hann föðurforsjón guðs, en sú trú hans stafaði af því og studdist við það, að hann hélt allt fram í dauðaim 'fast við meginmál kristindómsins—endrlausnina í Jesú Kristi. Útför séra Odds V. Gíslasonar fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju 13. Jan., og talaði ritstjóri „Sam.“ þar yfir líkkistunni. Látnar eru íyrir skemmstu tvær konur ungar og göfugar, sem heyrðu til Fyrsta lúterska söfnuði í Winnipeg og ólust þar upp: Vigdís Jakobína Johnston, húsfreyja Páls Johnstons, dóttir Halldórs S. Bardals (fœdd á Islandi 21. Sept. 1884J, og Þorsteina Júlía Sigurðsson, ekkja Þórðar Sigurðsonar ('sem lézt hér í bœ fyrir rúmum þrem árumj, dóttir Þorsteins heitins Andersons (fœdd í Nýja ísl. 18. Júlí 1884J. Brjósttæring var banamein þeirra beggja. Sú, ,er fyrr var nefnd, andaðist 18. Des., en hin 10. Jan. Þ^er voru fermdar undireins i F. lút. kirkju á hvítasunnu 1898.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.