Sameiningin - 01.08.1912, Síða 2
nokknr persónulegr guð sé til. Ilinn aftr á móti telr
kristindóm eiga heima í öllum (eða flestum) trúarbrögð-
um heims; kallar það kristindóm, sem þeim öllum, undir-
niðri, ef ekki ofan-á, sé sameiginlegt; og vill þá sennilega
kalla það kristindóm, sem nýja guðfrœðin boðar almenn-
ingi, er liún liefir stungið undir stól gjörvöllu meginmáli
trúar vorrar einsog það er til vor komið frá Jesú Kristi
og postnlum hans í ritningurn nýja testamentisins.
Niðrstaða liins tvöfalda vitnisburðar verðr svo
hljóðandi: Nýja guðfrœðin er algjört fráfall frá trú
þeirri og kenning, sem ráðið hefir í öllum átturn krist-
innar kirkju frá því fyrst, er liún fyrir nítján öldum reis
upp í heiminum. Nýja guðfrœðin er andspænis kristin-
dóminum — hinum sögulega kristindómi lieilagrar ritn-
ingar — blátt áfram afneitan eða vantrú; „hrein heiðni4 ‘
— segir annar lækniiinn.
Frá því er nýja guðfrœðin fyrir rúmum ára-
tug fór fyrst að láta til sín heyra í kirkju-
sögu þjóðar vorrar, skildist víst flestum Islend-
ingum, sem þann boðskap lieyrðu, að þar væri að ein-
liverju leyti horfið frá kristindóms-kenningunni gömlu.
En að live miklu leyti þar var breytt til gat virzt vafa-
samt. Margir áttuðu sig ekki á því, livert nýmælin
stefndu; enda fóru nýmælamenn fyrst framan-af tiltölu-
lega hœgt í sakirnar í samanburði við það, er síðar
varð. Þeim var og naumast sjálfum í upphafi ljóst,
livert kenningar þeirra stefndu; en stefnubreytingin,
sem þeir höfðu aðhyllzt, varð brátt meiri en til var ætl-
azt. Nú er fvrir nokkru svo komið, að engum á lengr
að geta dulizt, að með nýju guðfrœðinni er verið að
prédika almenning lengra og lengra burt frá guðs orði,
ekki aðeins í þeirri mynd, er það hefir í gamla testa-
mentinu, lieldr og guðs orði einsog það liggr fyrir oss í
ritningum nýja testamentisins. tír þessu getr ekki
komið til mála að veita nýju stefnunni jafnrétti í
kirkjunni með gömlu stefnunni; því það væri sama sem
að ákveða, að kirkjan skuli vera með öllu stefnulaus.