Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1912, Síða 4

Sameiningin - 01.08.1912, Síða 4
164 Ecce Homo. ('Sjáiö manninn 1) Fyrirlestr fluttr á kirkjuþmgi 21. Júní 1912. Eftir séra Bj'órn B. Jónsson. Dómarinn leiddi bandingjann út og sagði;: „Sjáið manninn!“ I nítján aldir er nú heimrinn búinn aS horfa á hann, og þvi lengr sem á hann er horft, þeim mun stœrri Qg fegri verðr hann og — meiri ráSgáta mannkyninu. HvaS viröist yör um Krist? hvers son er hann?“ spyr einn maðr annan hvar sem hugsun og menning er á jörðinni. 1 sér- hverju kristnu mannfélagi er Jesús Kristr sá brennipunktr, sem allra augu horfa á. Andi mannsins fæst viS þaS meir en nokkuð annaS, aS gjöra sér fullnœgjandi grein fyrir þessarri persónu, sem svo einstaklega er stödd í sögu mannkynsins. Þannig hefir þetta ávallt veriS síSan Kristr birtist hér í mannheimi. Allar aldir hafa undrandi horft á hann. Óhætt er þó aS fullyrða, aS sjaldan eSa aldrei hafa menn virt hann fvrir sér meS jafn-mikiili alvöru og al- mennum áhuga einsog einmitt nú á vorum dögum. Hvar sem nú er alv.arlega hugsaS um guS og trúna á hann, veröa menn fyrst af öllu aS gjöra sér grein fyrir þvi, hver Jesús Kristr var. AS þeim punkt víkja allar hinar nýrri hreyfingar í heimi trúarinnar. Allar sögulegar rannsóknir, sem svo mjög einkenna vora daga, enda aS minnsta kosti á því, aS rannsaka söguna um Krist. Biblíu-rannsókn- irnar svo nefndu, hinar nýju og sérstöku í samtíS vörri, byrjuSu raunar á mörgu öSru, en nú eru þær komnar aS Kristi sjálfum. ÞatigaS hlutu þær auSvitaS aS fœrast, því a'ilt annaS í heilagri ritningu er vegir, sem liggja til höfuSstaSarins, og höfuðstaðrinn er Kristr. í rauninni hafa hinar nýju rannsóknir á guSspjöllum nýja testamentisins ekki leitt í ljós neitt nýtt viSvíkjandi Jesú Kristi. Og þær nýju kenningar um hann, sem ýmsir ný-guSfrœðingar nú aS- hyllast, hafa aSrir aShyllzt og kennt endr fyrir löngu. Þrennskonar skoSanir snertandi persónu Jesú Krists hafa veriS og eru enn ríkjandi: 1. AS hann sé aS öflu leyti maSr einsog aSrir menn og ekkert annaS. Hann hafi veriS óviSjafnanlega góSr maSr og réttlátr. Líka hafi hann verið öSrum mönnum þroskaðri að vizku og háleitri trúar-reynslu. Menn eigi því að hafa hann fyrir lærimeistara sinn og kappkosta aS breyta eftir honum, svo þeir einsog hann geti verið börn hins himneska föSur. Þessarri skoSan fylgja Únítarar. Ekki gjöra þeir sér þó allir nákvæmlega sömu grein fyrir persónu Jesú, enda krefjast þess ekki hverjir af öSrum. Sumir þeirra aS minnsta kosti álíta, að Jesús hafi haft guðs anda í fullkomnara mæli

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.