Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1912, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.08.1912, Blaðsíða 8
i68 eitt ár e8a svo—, aS guS var í sannleika á jörSu.“ Og enn fremr: „Fyrst hann gat orðið fyrir þvílíkri tilbeiöslu, hefir hann hlotið aö vera hennar veröugr.--------Trú, guömóör og staöfesta hinna fyrstu kynslóða kristninnar verðr útskýrt einungis á þann hátt, aö þaö eigi uppruna sinn aö rekja til m,anns með yfirskiMtlegum yfirburöum. Þessa tignarlegu persónu, sem enn í dag ræör örlögum veraldarinn- ar, má sannarlega guðlega kalla.“l). Renan lendir allsst^aðar í mótsögn við sjálfan sig. Hann segist alls ekki trúa á guðdóm Krists, en samt sem áðr getr hann ekki um hann talað nema sem guðlega veru, þegar hann segir frá orðum hans og gjöröum. Sömu mótsagnirnar koma fram, þarsem hann segir frá vitnisburði Jesú um sjálfan sig: „Jesús lét sér aldrei það guðlast um munn fara, að hann sjálfr sé guð.---------- Enginn flugu- fótr er fyrir því, að Jesús hafi látið sér detta í hug, að hann væri sjannr guð holdi klæddr. —• — Samhljóða guðspjöliin bera þess engin merki.“ En eigi að síðr segir hann um frelsarannj: „^Skoðun hans á sjálfum sér er það, að hann sé yfirmannleg vera, og hann vill, að aðrir kannist við, að sambandi hans við guð sé öðruvísi farið en allra manna.-------Guð talar ekki við hann sem þann, er honum sé aðskilinn; guð er í honum.---------Hann er faöirinn; fað- irinn er hann.-------Vér hljótum aö viðrkenna, að þessar yfirlýs- ingar Jesú fela í sér frækorn þeirrar kenningar, sem síðar gjörði hann að guðlegri veru.“ 2J Engum hefir tekizt betr en Renan að rita æfisögu Jesú frá sjónarmiði þeirra, sem telja hann mann og ekki meira. En jafnvel þeim ritsnilling hefir reynzt það ofrefli að gjöra skynsamlega grein fyrir persónu Jesú Krists á þann hátt. Svo fer öllum öðrum. Hver mótsögnin rekr aðra, er1 2 menn reyna að tileinka orð og iat- hafnir frelsarans einum af sonum mannanna. Ósjáífrátt eru menn farnir að veita honum guðlega lotningu áðr en þá varir. Menn hafna trúarjátningunni um guðdóm Jesú, finnst það ósamrímanlegt allri skynsemi, að guð hafi tekið á sig gervi mannsins. Og víst er það skynsemi mannsins ofvaxið. En þegar menn svo virða hann fyrir sér, kenning hans og líf, verðr það ennþá óskynsamlegra að álykta, að hiann hafi ekkert annað verið en maðr. Sögulegu rannsóknirnar á svæði trúarbragðanna í samtíð vorri hafa knúið menn til að rannsaka vandlegast af öllu æfisögu Jesú. Og eg hygg, iað því verði ekki mótmæ't, að sú rannsókn hefir ekki leitt að þeirri niðrstöðu, að hafna verði guðdómi Krists, heldr miklu fremr knúið menn til þess að leggjast ennþá dýpra og leita að úr- lausn ráðgátunnar um Jesúm frá sjónarmiði þess einhvers, sem sé vfirmannlegt. Únítarismusinn hefir tapað, en ekki grœtt á síðustu tið. 1) Renan, op. cit., bls. 136, 395, 412, 420, 421. 2) Renan, op. cit., bls. 132, 257, 258, 260.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.