Sameiningin - 01.08.1912, Síða 10
og leitast við að skilja hann, sem gaf þau, getr fœrzt undan þeirri
játningu, að hér hafi hið guðlega birzt í eins hreinni mynd og það
getr birzt í á jörðu.“ Vísa má einnig til þessarra orða hana:
„Þ-essi Jesús, sem kenndi auðmýkt og sjálfs-þekkingu, nefndi samt
sem áðr sjálfian sig, og sjálfan sig einan, Son Guðs. Hann er þess
fullvís, að hann þekkir föðurinn, og þá þekkingu á hann að fœra
öllum mönnum og með því vinna guðs verk. Þetta er aðal-verk
guðs; það er tilgangr og markmið sköpunarinnar. Verkið er hon-
um falið, og með guðs hjálp skal hann leysa það af hendi. Það
var með fullri meðvitund þessa kraftar og með sigr fyrir augum,
að hann mælti þessi orð: „Faðirinn hefir gefið alla hluti á mitt
vald’. Aftr og aftr hafa komið fram í mannkynssögunni guðs-menn
með fullkominni meðvitund um það, að þeir kœmi með guðlegan
boðskap, og að þeir yrði, fúsir eða tregir, að flytja hann. En boð-
skaprinn hefir ávallt reynzt ófullkominn. I þetta sinn var boð-
sl^apr sá, er fluttr var, efnisríkari og yfirgripsmeiri en allt annað;
hann stefndi beint að hjartarótum mannkynsins; svo þótt hann
væri settr í umgjörð gyðinglegs þjóðernis, átti hann þó jafnt erindi
til allra þjóða, — boðskaprinn frá guði föður. — — Hann, sem
boðskapinn flutti, hefir enn ekki vikið fyrir nokkrum manni, og
enn í dag setr hann lífi mannanna tilgang og markmið; hann er
sonr guðs.“l)
Aðrir þýzkir ný-guðfrœðingar gjöra minna úr guðlegu etíli
Jesú. Á þeim er að skilja, að það, sem guðlegt er við hann, komi
fremr til af einkaréttindum, sem hann hafi notið hjá guði, en því, að
hann sé að uppruna og eðli guðdómlegr. Weiss segir, að sonar-
samband Jesú við guð komi til af elsku þeirri, sem guð hafi hann
elskað. Hvort sú elska guðs til Jesú hafi verið frá alda-öðli er
leyndardómr, sem jafnvel Jesús sjálfr var ekki bær að vitna um.
Það var trúfrœði postulanna, sem fyrst' knúði menn til að gefa
slíkum spurningum gaum. Weiss segir: „Allar tilraunir til þess
að fela í heitinu — guðs sonr — trúfrœða-hugtakið um guðlegt
ætterni hans, eða andlega eðlis-einingu við guð, h/afa blátt áfram
við engin söguleg rök að styðjast.“ij
H. Wendt kannast við, að á stöku stað, en mjög sjaldan þó,
nefni Jesús sig guðs son í þeirri merkingu, sem aðgreini hann frá
öðrum mönnum. „Ekki heimilar það oss síimt" — segír hann —
„að tileinka Jesú nokkra þá sonar-afstöðu við föðurinn, sem í eðli
sínu sé ólík þeirri sonar-afstöðu, sem allir lærisveinar hans eiga
eftir hans eigin kenningu að komast í við guð. —* 1 — Orð hans
sjálfs benda til þess, að mennirnir eigi að kappkosta að eignast
i) Harnack: Das Wesen des Christentums, enska þýðingin
eftir T. B. Saunders, bls. 156-157, 139-140.
1) Weiss: Bibl. Theol. N. T„ vol. I, p. 81.