Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1912, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.08.1912, Blaðsíða 15
i75 3. Nöfnin „Messías“ og „sonr gu3s“. Ýmsir hinna nýrri guðfrœðinga hafa haldiö því fram, að nöfn- in „Messías“ og „sonr guðs“ merki í guðspjöllrmum eitt og hið sama, og hvorttveggja merki einungis þann útvalda þjóðar-höfð- ingja, sem guð hafi heitiS aS senda GySingum og þeir ávallt þráSu. Tvö dœmi úr sögu guöspjallanna nœgja til aö skýra þaS mál. Annað er játning Pétrs, sem öll samhljóöa guSspjöllin skýra frá; en hitt er spurning sú, er œösti prestrinn lagöi fyrir Jesúm viö rannsóknina fyrir ráöinu. Hjá Markúsi hljóSar játning Pétrs þannig: „Þú ert Kristr“; hjá Matteusi: „Þú ert Kristr, sonr guSs hins lifanda"; og hjá Lúkasi: „Þú ert Kristr guSs.“ Hjá Markúsi spyr œSsti prestrinn Jesúm: „Ertu Kristr, sonr hins blessaða?“ Hjá Matteusi spyr hann: „Eg sœri þig við guö hinn lifanda, aS þú segir oss, hvort þú ert Kristr, sonr guSs.“ Lúkas segir svo frá, aö œösti prestrinn spyrji fyrst Jesúm, hvort hann sé Kristr; þeim finnst Jesús ekki svara nógu greinilega, og spyrja hann þá allir: „Ert þú þá sonr guös?“, og svarar Jesús þá játandi einsog öllum þeim spurningum. Ekki er um það aö deila, að í textum þeim, er tilfœrðir hafa veriS, eru nöfnin Messías og sonr guös viöhöfð jöfnum höndum og einsog þau merki eitt og hiö sama. Satt er þaö einnig, aö í gamla testamentinu er nafnið „sonr guðs“ gefið fyrst og fremst hinum út- valda guös þjóni, hinum smurSa, Kristi, Messíasi. En af því flýtr engan veginn þaS, aö Pétr hafi haft í huga einungis þann mannlega Messias, sem Gyöingar höföu hugsað sér, eöa aö Jesús hafi í þeirri gyöinglegu merkingu nefnt sig son guSs. Hin tvö fyrstu ár starfsemi sinnar hefir Jesús leitazt viö aö gjöra lýðnum, en þó einkum lærisveinum sínum, ljóst, hver hann sé. Með oröum og verkum hefir hann sýnt þaö, að hann sé yfirmann- leg vera, nátengd guöi og meö guðlegum eiginleikum. Lærisvein- arnir höfSu veitt því eftirtekt, aS hann tók sér v;ald til aö fyrirgefa syndir upp-á eigin ábyrgS. Þeir höföu marg-oft horft á lögmál náttúrunnar breyta sér eftir boði hans og vild. Þeir höföu heyrt illu andana votta þaS, að hann væri „hinn heilagi guös“. Ein- hverjir þeirra hafa aö líkindum heyrt vitnisburö föðursins sjálfs, er hann við skírn Jesú lýsti yfir því hátíðlega, að hann væri sonr sinn elskulegr*. Og litlu síðar áttu þeir aö fá aö heyra samskonar vitnisburö af himnum á fjalli ummyndunarinnar. Vét;' höfum Jyví fulla heimild til að álykta, að þegar Pétr í nafni lærisveinanna játar Jesúm verá Krist, þá eigi hann alls ekki viö Krist-manninn, sem Gyöingar áttu von á, einungis, heldr Krist, guös son, og hann hafi haft í huga, og þá hinir lærisveinarnir eins, guðs-eöli frelsarans og hið sérstaka sonar-samband hans viö guö fööur. Þá skilst oss þaö einnig, að viðbót Matteusar v'iö þaS, sem hinir guSspjallamennirnir skýra frá: „Þú ert Kristr, sonr guðs

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.