Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1928, Síða 6

Sameiningin - 01.06.1928, Síða 6
164 legur félagsskapur er ómissandi. En verÖi félagsskapurinn um of margbrotinn, dregur hann mesta athygli manna og krafta þeirra ac5 sér. í stærri kirkjum i borgum þessa lands eru svo mörg félög, að söfnuöurinn verður sem afar-stórt verkstæÖi í mörgum deildum, sem hefir gífurlegan kostnaÖ í för með sér og stjórna þarf meÖ mestu ráðdeild. Eftir þessu líkja oft smærri söfnuöir og litil kirkjufélög, þaÖ sem þau orka. Félag hleðst á félag ofan. Kirkjulegt starf gengur a8 miklu leyti út á það, að halda í þeim lífinu. FélagsumstangiÖ verÖur í vitund fólks sama sem kristindómurinn. Þegar félagsskapurinn gengur of-langt fer hann aÖ skyggja á Krist, eins og bikararnir á myndinni. Glögg- skygnir menn í öllum áttum benda nú kirkjunni á þessa hættu. Ljósastur vottur þess að Guð er með mönnunum, er sá mátt- ur, sem kristninni hefir gefinn verið til þess sífelt að yngjast upp. Þegar kirkjan lendir í ógöngur fyrir stefnur sínar, eður stefnu- leysi, hjálpar GuÖ henni til þess, að snúa við og stefna aftur þangað, sem hún var í fyrstu, þ. e. til Krists. Á því afturhvarfi er farið að bera all-mikið og all-víða í samtíð vorri. Um margar æöar kristninnar fer um þessar mundir heitur straumur þeirrar vitundar að Kristur sé alt. Ekki svo að slcilja að þá viðurkenn- ingu hafi vantað liingað til. Því fer fjarri. Allir hinir miklu Guðs-menn, þeir menn, sem kirkjan má með sanni nefna sina helgu menn, hafa verið það, er þeir voru, fyrir það, að Kristur var þeim alt. En fyrir því tel eg þetta með nýrri stefnu, að mér virðist, að það sé farið að leggja nýja áherzlu nú á þennan æðsta sannleika, bæði í trúarvitund manna og í kenningum kirkjunnar. Og áreiðanlega bæri að fagna því yfir alla hluti fram, ef svo væri, að kristnir menn, sem dauðþreyttir eru orðnir á þrætum um gamla guðfræði og nýja guðfræði, væri farnir að leita sálum sínum hvíldar í því að rannsaka sjálfs sín aðstöðu við Krist og láta sér skiljast, að annað varðar ekki en það, að Jesús fái drott- invaldið yfir lífi mannanna,—að Kristur sé alt. Eg er sannfærður um það, að margir menn eru fúsir til þess, að gera þetta orð, “Kristur alt,” aS kjörorði sínu og lifa eftir því. En þeim fúsleik samfara hlýtur að vera sterk löngun til þess að þekkja Meistarann vel. En nú veit eg ekkert ráð til þess að þekkja Krist, annað en það, að vera sjálfur kristinn maður. Þekkingin verður að koma af reynslunni. Legst þá sú spurning fyrir oss sjálfkrafa: Hvað er það að vera kristinn maður? Eg vil svara þeirri spurningu á þá leið, að það, að vera kristinn maður, sé í því falið að lifa Krist — má eg segja að lifa Krist upp afturf Maður er kristinn maður að því leyti sem maður lifir eins og Kristur, tekur sér til daglegrar fyrir-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.