Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.06.1928, Qupperneq 7

Sameiningin - 01.06.1928, Qupperneq 7
myndar lífið, sem Kristur lifði hér á jörðu og hefir hugann allan við það að líkjast Jesú bæði að hugarfari og hegðun. Synir Sebedeusar, Jakob og Jóhannes, komu til Meistarans og báðu um að fá að vera honum sinn til hvorrar hliðar í dýrð- inni. Jesús svaraði: “Getið þið drukkið ibikarinn, sem eg drekk og skírst þeirri skírn, er eg skírist ?’’ Þeir sögðu : “Það geturn við.” Þetta er próf Meistarans á lærisveinunum: drekka bikarinn, sem hann drekkur, skírast skírninni, sem hann skírist,—ganga undir jarðarmen með honum, reyna að verða eins og hann. Kristinn er sá maður, sem er likur Kristi að skapgerð og manngildi. En sú eftirlíking er ómöguleg nema fyrir daglega umgengni við Krist og undirgefni undir vilja hans. Kúter segir, að enginn maður sé kristinn, en þeir, sem lengst eru komnir, séu að verða það. Kristinn maður er maður, sem dag frá degi er að veröa líkari Kristi, fyrir trú á Krist og samfélag við hann í hvers- dagslegu lífi. Áhrif Krists á líf einstaklingsins eru svo mikil, að fái þau að njóta sín til fulls, þá er sem sá, er fyrir þeim verður, verði nýr maður. Það er engu minna kraftaverk heldur en þegar Jesús vakti upp Lazarus frá dauðum. Þér segið, ef til vill, að tak- markið sé sett heimskulega hátt. En minnist þess þá og, að hann var óheimskur, sem takmarkið setti. Jesús sagði: “Verið þér þar fyrir fullkomnir, eins og Faðir yðar á himnum er fuilkominn.” Nú veit eg ekki til að kirkjulegur félagsskapur hafi tilveru- rétt nema að því leyti sem hann er mönnunum, sem hann mynda, hjálparmeðal til þess að verða líkir Kristi. í því einu augnamiði má mynda kristinn söfnuð, að þeir sem í söfnuðinn ganga. geri það til þess þeir geti átt samvinnu um það að líkjast Kristi og breyta eftir honum. Samband safnaöa verður þá og í því augna- miði einu, að söfnuðirnir fái aðstoðað hver annan við Krists-lífið, sem meðlimir safnaðanna leitast við að lifa. Kirkjufundir, eður kirkjuþing, eiga tilkall til þess nafns einungis að því leyti sem menn koma þar saman til þess að styrkja hver annan í samfélag- inu við Krist og safna kröftum til þess að fara þaðan aftur út í lífið hæfari til þess að leiða aðra menn með eftirdæmi sínu til Krists. Sá kirkjufundur hefir til ver en einkis haldinn verið, þegar nienn fara af fundinum engu líkari Kristi en þeir komu. Eg er farinn að sjá það, að í Kirkjufélagi voru hefir oss farið líkt og málaranum, sem eg mintist hér á í upphafi máls. Á kvöldmáltíðarborði kirkjumála vorra er margt, sem skyggir á Krist, eður sem vér gefum meiri gaum en Kristi. Til safnaðar- Hfs er oft stofnað fremur af félagslegum en kristilegum hvötum. Vér höfum gengið í söfnuði fremur til þess að efla góðan félags- ikap, heldur en til þess eins að færast Krists-lífið í fang og

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.