Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1928, Síða 14

Sameiningin - 01.06.1928, Síða 14
172 getiÖ, aÖ dauðum hafi verið boðað fagnaðarerindið, að þeir að vísu verði dæmdir eftir mönnum í holdi, en lifi eftir Guði i anda (l. Pét. 4,6). Nú, þegar þurkaðir hafa veriö af borðinu nokkurir “bikarar” þeir, sem á miðöldum voru málaðir á “kvöldmáltíð Drottins,” skýrist það fyrir kristilegri trúarvitund, sem postularnir sjálfir höfðu í huga um undursamlega dýrð Drottins síns, er þeir vissu hann kominn til hjálpræðis öllum þeim, sem eymdinni eru haldnir, hvar í heimum sem er. Þeir fengu í heilögum anda dásamlegt hugboð um það, að Meistarinn, sem lifað hafði um stund hjá þeim jarðnes'ku lífi og veriö “geisli Guðs dýrðar” hér á jörð, hann, sem og úthelti sálu sinni í guðdómlegri ást til manna og dó líkam- legum dauða í fæðingarhríðum kærleikans á krossinum, væri og Guð og frelsar-i alheimsins, svo hvar sem í tilverunni er dimmur dalur eður dauðans skuggi, þá sé Kristur þangað sendur með ljós og lif. Að þessari yndislegu hugsjón Krists-elskendanna fornu hníg- ur trúarvitund margra manna nú með fögnuði og tilbeiðslu. Þeim sem Kristur er alt, skilst, aö engin takmörk geti verið sett kær- leika hans, og að yndi hans og lif um eilífð alla, sé að leita hins glataða og hertaka með guðdómlegum bróðurkærleika sinum þá fanga alla, sem fjötraðir eru hlekkjum eigingirni sinnar og synd- ar, og færa þá föðurnum frelsaða. Að tæma helvítin og fylla himn- ana er frelsarans hvíldarlausa starf. Og fyrir því ljóma áf hon- um þeir geislar heilagrar dýrðar, að fyrir honum verða sig öll kné að beygja. Er eg sé i anda hægri hönd Guðs sonarins, Krists', teygja s'ig í mætti kærleikans út um gjörvalla og eilífa tilveruna til þess að strjúka burt tárin af öllu, sem í eymd sinni grætur, þá fell eg fram á ásjónu mína og bið: “Þú ert mikilþ hrópa eg hátt, himna Guð, eg sé þinn mátt! Fyrir þinni hægri hönd hnigur auðmjúk í duftið mín önd.” Kristur alt! Vort eina og alt að líkjast honum! Kristur, fyrirmyndin fullkomna að breyta eftir í lífinu; frelsarinn ástríki að fela sig í dauðanuin. Kristur einka-von þjóðanna, eina líf mannanna. Andi hans umvefur allar veraldir tilverunnar og vermir alheiminn eins og golfstraumurinn hlýi vefur ættjörð vora í örmum sér. Kristur á hæsta tindi sólskins fjallanna himn- esku og í yztu myrkrum afdalanna ógurlegu. Kristur við hægri hönd Guðs föður almáttugs á himnurn og viö hlið síns minsta og vesælasta bróður á jörðunni.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.