Sameiningin - 01.06.1928, Page 15
173
“Konunga konungur!
viljanum þínum skal hjarta mitt hlýÖa
hneigja þér einum og fyrir þig stríða,
konungur eilífur!”
Kristur alt.
Vissa og fullgildi.
Alveg nýlega er komin á bókamarkaÖinn mjög merkileg bók
eftir dr. E. Stanley Jones, trúboðann ameríska, sem ritaði “Krist-
ur á Indlands vegum,” sem mjög rækilega hefir verið getið um i
“Sam.” Það var beðið eftir þessari nýju bók með óþreyju, og er
ekki nokkurt vafamál að þeir, sem lesa hana, verða ekki fyrir
neinum vonbrigðum. Bókin er nefnd “Christ at the Round
Table.” Dregur hún nafn af mótum á Indlandi, sem höf. hefir
tekið þátt í, þar sem komið hafa saman áhangendur hinna ýmsu
trúarstefna landsins, til að segja hver öðrum frá því hvað trú
þeirra hafi fært inn i líf þeirra. Enginn deilir á annan, heldur
segir frá gildi trúar sinnar fyrir líf sitt. HVer leggur fram það,
sem honum er hjartfólgnast í þessu efni. Andrúmsloftið er laust
við allan metning. Menn eru ekki aS slást til að sýna hvað þeir
eru fimir. Þei'r eru að s'egja frá verðmæti þess, sem þeir eiga.
Þeir eru að bera saman i bróðerni það, sem þeir eiga.
Til þessara móta var stofnað eflaust með þeirri tilfinningu,
að trúmálin græði sjaldnast á deilum. Þær skapi afstöðu, sem
sé þeim andvíg. Mun alment vera fundið til þess nú af mönnum,
sem trúarbrögðin eru alvörumál. Þetta er því tilraun í aðra átt.
Að þessi mót hafi gefist vel, ber það vott, að allir flokkar virðast
vilja halda þeim áfram. í stað þess að nálgast trúarbrögðin frá
hlið ágreinings eða kenningar, er þetta tilraun til að nálgast þau
írá hlið reynslunnar. Áherzla er lögð á það að segja frá lífs-
gildi trúarinnar. Hvað trúin hafi lagt til lífsins í gleði þess og
sorgum, í vandkvæðum og sársauka, í þvi að rækja skyldur og
striða gegn synd og ranglæti, í þvi að sinna köllun til æðra lífs, í
því að koma meðbræðrum vorum til hjálpar og vera til liðs alment,
í því að fullnægja þránni eftir Guði og hjálpræði hans. Áherzla
er lögð á það einnig, að-þó andi þessara móta sé vingjarnlegur, sé
það ekki látið hafa þau áhrif að tnenn leitist við að þurka út
allan mismun, heldur segja hispurslaust frá. VirSist þetta hafa
tekist fram yfir allar vonir.
Bók þessi skýrir fyrst og fremst frá því sem komið hefir
fram á þessum samfundum, en er miklu víðtækari en það. Krist-
indómsboðskapurinn hefir allur verið skoðaður á ný af höf. í ljósi