Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.06.1928, Qupperneq 16

Sameiningin - 01.06.1928, Qupperneq 16
174 þessara móta og heimfærslu anda þeirra upp á ástæður og þarfir alls heimsins, ekki aðeins Indlands. Mætti nefna bókina á ís- lenzku, “Kristur á samfundi.” Fyrri ibók höfundarins, “Kristur á Indlands vegum,” seldist í hundraðþúsundatali og náði meiri útbreiðslu en nokkur önnur bók um kristilegt efni samtímis, að undantekinni ritningunni. Allar horfur eru á því, að þessi síðari bók verði ekki eftirbátur hinnar í vinsældum. Það eru engin dauðamerki á trúboðsstarfi kristninnar, meðan aðrar eins bæk- ur eru s'amdar af þeirn, sem starfandi eru á því sviði. Verður birtur hér í þýðingu partur af niunda kafla bókar- innar, sem hefir þá fyrirsögn, sem tilgreind er yfir þessu. Fjall- ar hann um mjög tímabært efni. “I leitinni eftir vissu hafa í sögunni komið fram þrjú mik- ilvæg svör, er benda á hvar hana sé að finna: I. í óskeikulli kirkju. 2. I ós'keikulli biblíu. 3. í óskeikulli kristilegi'i trúar- vitund. “Menn hafa leitað sér athvarfs og vissu á þessum þremur stöðum. Fyrsta svarið þarf ekki að tefja oss lengi. Einungis ein deild kristninnar hefir gert kröfu til óskeikulleika, og það er ekki óvingjarnlegt, heldur blátt áfram sannleikur að segja, ‘að ekkert hafi verið óskeikult við þá kirkjn nema skeikulleiki hennar,’ rétt eins og fyrir okkur hinum. Þó vér getum ekki aðhylst þessa kenningu um óskeikulleik kirkjunnar, þá er eg þó þess fullvis's, að í þessu er fólginn sannleikui-, og að sá sannleikur mun eiga þátt í að efla úrslita vissu. Seinna mun vikið að hver sá sann- leikur er. “Annað svarið hefir valdið skörpustum ágreiningi. Ef haldið er við óskeikulleik bókstafsins, fer vissan að verða hæpin, því af þeim tólf hundruð handritum, sem vér höfum aðgang að. eru engin tvö bókstaflega eins og ólikar þýðingar árétta þetta. En vissu getum vér öðlast, ef óskeikulleikinn er í lífsgildi en ekki orði, í anda en ekki í ibókstaf. Þetta einnig leggur sinn þátt til úrslita vissunnar, eins og vér munurn sjá. “Til hins þriðja hafa þeir leitað, sem finna að þeir geta ekki öðlast algerða vissu í hinum tveimur. Þeir byggja alt á kristilegri trúarvitund, á reynslu. Hér erum vér, segja þeir, á föstum grundvelli, því “sá er nefnir vitund nefnir vísindi, og það, sem finst í meðvitundinni verður ekki hrakið.’ Eg er ekki viss um að þetta, tekið út af fyrir sig, geti fært oss þá vissu, sem vér þrá- um. Hætta er að það, sem byggist á reynslu, verði aðskilið frá hinu sögulega. Verði sambandið slitið eða of laust, leiðir það undantekningarlaust til þess að visnun setur að í því er snertir reynsluna. Einhver hefir útskýrt þetta með dæmi: Það er eins

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.