Sameiningin - 01.06.1928, Síða 17
i75
og flugdrekinn, sem legst í strenginn til aS losa sig og fá svig-
rúm til að fljúga hærra, slítur strenginn, en í stað þess að fá
flogið hærra, hlunkast hann niður. Eg hygg að reynslan muni
sýna, að kristileg reynsla verður að standa i nánu sambandi við
hinn sögulega Krist, eða tapa eðli sinu. Þó er hér mikilsverður
sannleikur, sem einnig mun leggja skerf til úrslita vissu. Hvar
er þá vissu og fullgildi að finna?
“Einhver hefir talað um veruleikann, sem annaðhvort hlut-
lægan (objective) eða tilheyrandi reynslu. Hlutdrægan veru-
leika má sanna, svo vissan kornist á mjög hátt stig. Vér érum
þess fullviss að Plató hafi lifað og bardaginn við Waterloo átt
sér stað. Söguleg rannsókn veitir þessa vissu. Ekki þannig að
vér getum á eigin vitund fengið vissuna staðfesta, en þó er viss-
an á rnjög háu stigi. Til eru hins vegar þau efni, sem færa okkur
sönnun fyrir sér í okkar eigin meðvitund. Einnig þetta færir
okkur vissu á mjög háui stigi, en ekki á hæðsta stigi. Á hæsta
stig kernst vissan, þegar þessar tvær tegundir veruleikans styðja
og staðfesta hvor aðra, þannig aS sagan og reynslan bera vitni
s'ömu staðreyndinni. Þetta er hæsta stig vissunnar, sðm vér get-
urn öðlast.
“Nú höfum vér þessar tvær hliðar á fagnaðarerindinu:
Krist sögunnar og Krist reynslunnar. Sé hvorttveggja veruleiki,
þá höfurn vér hér þá tvo flokka veruleikans, sem að ofan eru
nefndir. Eg þarf ekki að dvelja við það hér að ræða hvort Jesús
hafi verið söguleg persóna. Leitað hefir veriö á himni og jörð
eftir rökurn með eða móti því að Jesús hafi verið söguleg per-
sóna, ein hugmyndin hefir reldð aðra, sem viljað hefir gera grein
fyrir honurn þannig að hann ekki væri söguleg persóna. Þær
hafa alíar .fallið af eigin þunga eða farist á skeri veruleikans —
því að Kristur er staðreynd. Eftir hundraS ára stríðan bardaga,
hefir dreifst úr reykjarmóðunni, og við sjóndeildarhring hugsun-
ar vorrar stendur persóna hans enn í öllu verulegu eins og nýja
testamentið gerir grein fyrir honum.
“Dýpri eru mótmæli Lessings, að enginn viðburður í tíma,
geti sannað eilífan sannleik. Fagnaðarerindi kristindómsins kom
fram í tírna, er þessvegna takmarkað og staðbundið, og þessvegna
ekki sannleikur. Einnig hefir Svarni Vivelíananda, hinn mikli
Aredanta spekingur, sagt, að “kristindómurinn hlyti aö farast á
kletti sannsöguleikans.”
“En fyrir það getur maður ekki verið of djúpt snortinn af
þakklæti, að i Kristi hafa hugsjónir íklæðst því sögulega. Eins
og bent hefir verið á af einhverjum, ‘hlýtur signrinn í hverri
hugsjóna-baráttu að véra þeirri hlið í vil, sem hefir hugsjónirnar