Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.06.1928, Qupperneq 19

Sameiningin - 01.06.1928, Qupperneq 19
i77 hún er. Vér lifum einungis á því, sem er oss veruleiki. En Jesús verður oss þa'Ö. Hann sagði lærisveinum sínum að það væri þeim til góðs að hann yfirgæfi þá. Þess vegna fór hann. En hann breytti nálægð sinni í alstaðar nálægð.’ Hann kom til þeirra aftur með rneira lifandi áhrifum. Huglitlir lærisveinar urðu að hugdjörfum postulum, því Kristur hafði fengið inni i hjörtum þeirra. Lif þeirra hafði runnið saman við líf hans. ‘Eg er krossfestur með Kristi. Sjálfur lifi eg ekki framar, heldur lifir Kristur í mér,’ hrópar hinn gjörhreytti Páll. Archimedes, er hann hafði hugsað reikningsdæmið og fengið úrlausnina alt i einu, þaut í ákafa sínum út á götuna og hrópaði: ‘Eureka, eg hefi fundið úrlausn.’ Þessir menn hugleiddu dýpri viðfangsefni, öðl- uðust djúpsæjari úrlausn, og hrópuðu frá meira dýpi sálar sinnar: ‘Vér höfum fundið úrlausn.’ Kris'tur vitnar urn sjálfan sig. Hið sögulega færist yfir í reynsluna. Þeir verða vottar. “Það er oft bent á það sem galla, að nýja testamentið kenni ekki íhugun og því haldið fram að Hindúismus bæti úr þessari vöntun. Það kann að vera að kristni nútímans skorti þá dýpt, sem fæst fyrir íhugun og ró. En það er rnjög auðvelt að sjá hversvegna lítið ber á íhugun eða hugleiðingum í nýja testament- inu. Þessir menn höfðu fundið og eignast. Þeir voru gagntekn- ir af því, sem þeir höfðu fundið og eignast, að þeir höfðu lítið tóm eða tilfinningu til þes's að sökkva sér í hugleiðingar einir út af fyrir sig — hugleiðingar, sem aðallega snertu þá sjálfa. Þeir hröðuðu sér að rétta bikar gleðinnar að þurrum vörum þjóðanna. Þeir báðu stundum langa tírna, ekki um það, sem þeir sjálfir mættu öðlast, heldur urn hugrekki til að vitna og fyrir þeim, er þeir voru að starfa meðal. Seinna, þegar kirkjan tapaði ljóma sínum, reyndu menn að ná honum aftur með íhugun og einveru um lengri tíma. Ihugun tilheyrir því tímabili þegar rnenn eru að striða við að ná eða ná á ný andlegri vis'su og veruleika. í nýja testatnentinu snerist íhugun þeirra í hluttöku, sem þeir með gleði veittu öðrum hlutdeild i. “Hvernig vitum vér að það er frelsandi kraftur í þessari frá- sögu? Frelsandi kraftur streymir frá henni. Eini mælikvarð- inn á ljósi, er að það lýsi; eini mælikvarðinn á opinberun, að hún opinberi; eini mælikvarðinn á frelsara, að hann frelsi. Hvernig á eg að vita hvort Guð hefir komið til vor í þessum sögulega at- burði ? Eftir þeim mælikvarða, hvort hann birtist þar. Það gerir hann. Hann kemur til móts við mig þar — til rnóts við mig með frelsandi krafti. “Eg skora á hvern, sem er að komast í samfélag við Krist reynslunnar fyrir iðrun, framsal á sjálfum sér og hlýðni, og

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.