Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1928, Page 21

Sameiningin - 01.06.1928, Page 21
179 skeikulleiki er ekki til þess að rökræða hann,, heldur til þess aS reyna hann. Eg sagt5i ekki aÖ ef hann fylgdi þeirri leiÖ, sem Jesús bendir, mundi hann komast til himna, því fyrir því væri ekki hægt að fá sönnun hér, en um hitt er hægt að fá fullvissu hér og nú. Um þetta er eg vissari en að sjö og þrír séu tíu, því kenn- ing Einsteins setur það nokkuð í efa, en við erum ekki að fást við efnisheiminn, sem er háður slíku lögmáli, heldur viS óbreyt- anlegan Krist, sem er hinn sami í gær, í dag og að eilífu, og við mannlegar sálir, er finna frið, er þær hvíla í Kristi. “Bucken sagði að það væru f jögur stig trúarlífsins : (i) trú, (2) gagnrýni, (3) reynsla, (4) og að lokum stefna, sem fær ráðið i lífinu. í'yrsta stigiÖ er þegar vér aðhyllumst án efasemda það, sem vér höfum tekið í arf. Annað stigið er þegar vér grannskoð- um trúaratriðin og jafnvel véfengjum þau. Á þriðja stiginu hverfum við frá þessari neikvæðu afstöðu og eignumst jákvæða. reynslu, og svo er úrslita niðurstaðan, sem manninum finst hann hljóta að fylgja. Hún hefir náð tökum djúpt í sál hans, hefir orðið þáttur af honum og fellur inn í staðreyndir lífsins. Ef þetta. er rétt, þá verður Kristur úrslita stefnan. “Meðan á styrjöldinni stóð var komið með hættulega særðan pilt á sjúkrahúsið. Móður hans var gert aðvart að hann væri að deyja. Hún kom og þrábað að fá að sjá hann, en læknarnir sögðu að hann væri að flögra milli lífs og dauða, og að minsta æsing gæti orðið honum að bana. Auk þess væri hann meðvitundar- laus og mundi ekki þekkja hana. Hún lofaði að tala ekki til hans eða láta hið minsta til sín heyra, en bað að fá að sitja við rúm hans og vera hjá honum. Læknirinn lét undan og gaf henni leyfi að sitja hjá honum þegjandi. Hún sat hjá drengnum sín- um og hjarta hennar ætlaði að bresta. Augu hans voru lokuð. Hægt lagði hún hendina á enni hans. An þess að opna augun, hvíslaði pilturinn, ‘mamma, þú ert komin.’ Hönd móður hans færði með sér þá vissu, að það væri hún, sem snerti hann. Hann. viss'i það. Þegar Kristur leggur hönd sína á órólegar sálir vorar, þá þekkjum vér merkingu þess, og segjum frá djúpi sálar vorrar, 'Frelsari minn, þú ert kominn.’ “Hvernig Kristur færir oss heim sönnun fyrir sjálfum sér í reyns'lunni, veitir vissu á háu stigi. En ekki á hæsta stigi, því til er sá möguleiki að eg sem einstaklingur fari vilt, sé að blekkja sjálfan mig. Það væri dýrðleg sjálfsblekking, er leiddi til friðar og samræmis í lífinu, en þó væri hugsanlegt að maður væri blektur og að ekki væri hægt að staðfesta þessa reynslu al- ment. Mér fanst Gandhiji reyna að draga úr krafti persónulegs vitnisburðar síns, er hann benti á þennan möguleika. — Eramh.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.