Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.06.1928, Qupperneq 22

Sameiningin - 01.06.1928, Qupperneq 22
i8o Þjóðirnar á ráðstefnu. (Úr bókinni “Christ at the Round Table ” eftir Stanley Jones.) (Niðurl.) Innflutningslögin hafa haft geysimikil áhrif á Austurlanda þjóðirnar. Japanskur rnaður, að nafni Kagawa, hafði stundað nám við ameríska háskóla og horfið aftur heim til ættjarðar sinn- ar. Var hann þá svo bilaður á heilsu, að auðséð vajr hann fengi ekki lifað nerna skamma stund. Hann ásetti sér að verja þeirn tími til þess- að íbæta hag aumstaddra landa sinna og fékk sér því vist í ljótustu skuggahverfum í Kobe, til þess hann gæti sjálfur átt hlut í lífi þeirra, sem aumastir eru allra. Með því fólki bjó hann, bar á hjarta sínu sorgir þess og synd- ir og svo fór, að allur verkalýðurinn í Japan hneig að þessum unga kennimanni. Hann varð frægur verkamannaforingi, en eigi að síður ákveðinn prédikari fajgnaðarerindisins. Er hann flutti erindi sín um kristindóm, fyltust stærstu salir landsins, eins fyrir því, þó seldur væri aðgangur. Þá tíð, er hann boðaði trúna í Tokio, sótti þrjú hundruð þúsund manns fundi hans og sex þúsundir snerust til kristni. En þá kom útilokunairlöggjöfin i Ameriku eins og þruma úr lofti og á augabragði varð alt að engu. H'eilan rnánuð fékk hann ekki að prédika og lá við sjálft að hann yrði fyrir meiðslum. Lýðurinn hrópaði: “Kristindómurinn kemur frá Ameríku og vér gefum honum engan gaum.” Og öll þessi vandræði voru tilefnislaus. Þó Asíumenn hefðu fengið að njóta sömu hlutfajlla og aðrar þjóðir, þá hefðu ekki flutst inn nema aðeins tvö hundruð og fimtíu manns úr allri Asíu. Ameríka hefir fulla heimild til að útiloka fólk, en hún hefir enga heimild til a)ð rnóðga sérstakar þjóðir. Væri það ekki vegna þessarar undiröldu gremjunnar, hefði Gandhi aldrei birt þessa frásögu í blaði sínu Unga Indland (4. okt. 192Ó): “Kristnir klerkar tóku sér ferð á hendur til landsins helgSy. Negra-prestur frá Suðurríkjunum átti að verða þeim samferða. En þeir hvítu klerkar þvertóku að hafa hann með í förinni. Dökka manninum var skilað aftur fargjajdinu og honum veittar nokkrar sárabætur í skildingum. Þann veg losuðust þeir við blámanninn.” ■— Þjónar Krists ferðast yfir lönd og höf til þess 4ð feta fótspor Mannssonarins og skoða staðinn þar sem hann íbar krossinn vor vegna, og þeir linna ekki látum fyr en þeir hafa losað sig við mann og prest, fyrir þá sök eina að andlit hans var dökt! Og þó var það Afríkumaður, Símon frá Kýrene, sem bar krossinn með Jesú, þegar hann var svo örmagna orðinn, að hann

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.