Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1928, Blaðsíða 24

Sameiningin - 01.06.1928, Blaðsíða 24
Skyldi nokkur hlutur vera jafn ajlgjör afneitun á Kristi eins og sá andi, sem býr í þjóÖernislegu ofstæki manna? Sá andi af- neitar jafnrétti, bræÖralagi og eining mannfélagsins. Jesús kendi ?jð mannkynið sé ein heild og allir menn sé bræður: “Einn er yðar faðir, og allir þér eruð ibræður.” Allskonar misskilningur á sér stað, af því vér höfum ekki gjört oss þetta ljóst. Þoka grúfir yfir aðstöðu þjóðflokkanna. Ferðamaður lágði leið yfir fjöllin í Wales að morgni dags, þá móða grúfði yfir öllu landi. Honum sýndist einhver ófreskja koma á móti sér i þokunni og hann varð dauðhræddur. Er hún kom nokkuru nær fór mesta hræðslan af honum, því hann sá að það var rnaður, en ekki ófreskja, og er það kom enn nær, komst hann að því, að maðurinn, sem honum hafði í þokunni sýnst vera ófreskja, var enginn annar en bróðir hans. Ef við nú gætum kom- ið nær mönnunum og séð þá betur, þá rnyndu ófreskjurnar verða að mönnum og mennirnir að bræðrum okkar. Á ráðstefnu þjóðanna lætur yfirdrotnunarstefnan ókristilega til sin taka á þrenskonar hátt: Stjórnarfarsleg yfirdrotnun, fjár- hagsleg yfirdrotnun og þjóðernisleg yfirdrotnun, og þessi stefna kæfir rödd fajgnaðarerindisins, sem kveða vill sér hljóðs í hjörtum þjóðanna. Hvað skal þá taka til bragðs? Ræðumaður nokkur talaði af brennandi andajgift á mann- fundi og sátbað áheyrendur sina að hreinsa hjörtu sín og menn- inguna af þjóðernisdrambi. Það var átakanleg áskorun. Tígu- legur biskup stóð upp og mælti: “Já, eg tel ræðumann hafa rétt fyrir sér ; við ætturn allir að sýna fólkinu meiri góðvild.” Meiri góðvild! Nei, þjóðirnar krefjast annars, sem ristir miklu dýpra og liggur til grundvallar. Þær sækjast ekki eftir góðvild af náð. Sá dagur er liðinn. Þær heimta réttlæti. Þær krefjast þess, að vera taldir menn og bræður. Það verður að leggja á meiri dýpi, ef vér eigum að vinna sálir þjóðanna með fagnaðarerindinu. Yfirdrotnunar-aðstaðan, hverrar tegundar sem er, verður að víkja. Ekkert rninna en sjálfsafneitun verður að koma í staðinn. Sú sjálfsafneitun veður að ná til einstaklinga, stofnana, þjóða og kyn- flokka. Ef sú sjálfsafneitun ætti sér stað, þá myndu einstaklingar, stofnanir, þjóðir og kynflokkar koma til sjálfra sín. Þetta er engin mannleg hugarsmíði. Það er stefnuskrá Jesú ,og það er eina stefnuskráin, sem lífið stendur á bak við, því vér verðum nauðugir-vi 1 jugir að kannast við, að yfirdrotn- unarstefnan er búin að lifa sinn dag. Vald hennar er þrotið. Hún kunngerir það hvarvetna sjálf, að hún sé gjaldþrota orðin.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.