Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.06.1928, Side 25

Sameiningin - 01.06.1928, Side 25
Hún kemst ekki lengra. Ef þjóðflokkarnir hvítu fengjust til að láta aí yfirdrotnunar- hégómanum og gefa s'ig við bróðurlegri og óeigingjarnri þjónustu, þá myndi þeim verða af nýju falin andleg og siðferðisleg leið- sögn mannkynsins. Nýr kraftur myndi veitast þeirn, það drott- invald, sem þjónustan hefir i för með sér. Framtíð mannkyns- ins er i höndum þeirra, sem takast þjónustuna á hendur. Mannfélags-fræðingurinn Benjamín Kidd hefir í bók sinni Science of Power útskýrt helztu tegundir aflsins, eins og það hef- ir komið fram í sögu rnargra alda, og hann fullyrðir, að aflið æðsta sé sjálfsafneitun. Hann málar mynd af Kristi, þar sem hann stendur frammi fyrir Pílatusi með íbundnar hendur og þyrni- krýndur. Pílatus er írnynd hervaldsins mesta á þeirri tið—keis- aradæmisins rómverska. Hann er ímynd eigingirninnar. Kristur, sem stendur frammi fyrir honum, er ímynd sjálfsafneitunarinnar. Öflin þau tvö horfast í augu. Benjamin Kidd segir, að aflið dragi af Pílatusi, en máttur Krists vaxi æ meir, þvi hann tákni hið efsta vald, vald sjálfsufneitunarinnar. Brennum þann sannleik í sálir vorar, að orka vor í framtíð- inni fer eftir þvi, hve vel oss heppnast að gleymaj afli sjálfra vor, eftir því hve algjörlega vér snúum baki viö mynd Pílatusar, en setjum oss fyrir sjónir mynd liins líðandi, gefandi aflsins. Þeir, sem það afl tileinká sér, hafa framtíð veraldarinnar i höndum sér. Heppnist þjóðunum, þar sem þær sitja á ráðstefnunni og tala saman um trúrnál, að varpa eigingirninni burtu frá sér, þá munu þjóðir þær, sem fylgja Kristi, ta,la með nýrri tungu og nýju valdi, takmarkalausu valdi Meistara síns, sem talaði með valdi veruleikans, valdi þjónustuseminnar, valdi sjálfsafneitunarinnar, valdi bróðurkærleikans. Munu þjóðirnar láta sér þetta heppnast? Annað hvort það. ellegar þeirra bíður hægfara glötun. —B. B. J. Arsskýrsla Um leið og eg nú legg fyrir þingiS skýrslu um starf og fram- kvæmdir í félagi voru á liSnu ári, ætla eg aS gefa stutt yfirlit yfir ástæður þess eftir skýrslum aS dæma hinn síSasta áratug, og í sum- um tilfellum tvo síSustu áratugina. Er þetta sniSiS eftir því yfirliti, sem stjórn Bandaríkjanna gefur á hverjum tíu árum, yfir ástæSur kirkjunnar þar alment. Hefir þaS nú undanfarandi veriS aS birtast fyrir árin 1916—1926. Er slíkt yfirlit fróSlegt til athugunar, þó m.aö- ur geri sér fulla grein fyrir því, aS engar tölur eru fullnægjandi til

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.