Nýi tíminn


Nýi tíminn - 28.07.1955, Blaðsíða 6

Nýi tíminn - 28.07.1955, Blaðsíða 6
Fmuntudagur 28. júlí 1955 — NÝI TÍMINN — (9 NYI TÍMINN Útgefandi: Sameinlngarflokkur alþýðu — SósíaliBtaflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ásmundur Sigurðsson Greinar í blaðið sendist til ritstjórana. Aur.: Afgreiðsla Nýja tímans, Skólavörðustíg 19, Reykjavík Afgreiðsla og auglýsingaskrifstofa Skólav.st. 19. Sími 7500. Áskriftargja'.d er 30 krónur á ári. Frcntsmlðja Þjóðviljans h.f. HðrmangshneyksH Lesendur Tímans verða dá- lítið undrandi margir hverjir er þeir lesa það í blaði sínu dag eftir dag, að Framsóknar- stjórn á hernámsmálunum hafi kippt í lng öllu sem aflaga fór í framkVæmd þeirra mála, og hafi það þó ekki verið fátt sem aflaga fór áður. Þeir lesa það í Timanum, að nú sé engin hætta á því að hernámsfram- kvæmdir dragi íslenzkt vinnu- afl frá atvinnuvegunum. Samt halda bændtirnir áfram að horfa á eftir ungu fólki úr sveitunum í hringiðuna á Suð- urnesjum, sumstaðar er bónd- inn einn eftir á bænum og sum- staðar konan ein. Og vélbát- arnir fá ekki menn til að kom- ast á síld, togaraplássin á ný- skö mnartogurunum fást ekki mönnuð, en ungir • menn sem þar hefðu átt að standa í starfi hverfa að hinum ógeðslegu kjötkötlum hermangaralýðsins. Reykvíkingar sjá bæinn mor- andi af bandarískum herskríl, brennivínsveizlur með ástands- gærum undir berum himni á Arnarhóli um helgar, og sífellt ósvifnari „gistingar" banda- rískra í einkahúsnæði. Ásókn herliðsins úti um land fer sí- vaxandi. Ekki er því ólíklegt að lesendur Tímans verði dálítið hissa að lesa í því góða blaði að Framsóknarstjórn í her- námsmálunum hafi haft þær blessunarríkar afleiðingar, að engin hætta sé framar á of náinni sambúð hins erlenda herskríls og íslendinga. Það er líka orðið æði langt síðan þeir lesendur, sem taka Tímann trúanlegan, byrjuðu að trúa því, að búið væri að reka hið illræmda bandaríska verk- takafélag Hamilton af landi brott. En svo herjar þetta herj- ans félag mánuð eftir mánuð á trúartraust saklausra Fram- sóknarmanna með því að kom- ast í fréttirnar, sem ennverandi afturganga á Islandi! Og ný- sköpunin er m.a. sú, að við nokkrum verkum þess ,hafa tek- ið tvö önnur bandarísk , verk-. takafélög. i En hitt hefur Fram- sóknarstjórnin á hernámsmál- unum afrekað, svo ekki verður um villzt, að tengja sívaxandi hluta íslenzks auðvalds við hernaðarframkvæmdirnar, og dreifa blóðpeningum landsöl- unnar samkvæmt reglu helm- ingaskipta stjómarflokkanna. Síðasta fréttin um Hamilton sýnir inn í reginhneyksli, sem er jafnframt eitt aðalatriði Framsóknarstjómar hemáms- málanna: Samfléttun hins bandaríska og íslenzka her- mangaraauðvalds, hinn erlendi verktaki skýtur fyrir sig Vinnuveitendasambandi Is- lands, þegar verkalýðsfélög heimta samningsbundinn rétt Binn. Hér gengur ósvífnin svo ár hófi, að upp hlýtur að blossa almenn krafa um opinbera rannsókn á samskiptum Vinnu- veitendasambandsins og ís- lenzku hermangaranna yfirleitt við bandarísku verktakana og bandaríska herinn. Lánleysi Ýmsir menn kannast við Framkvæmdabankann, en það er skilgetið afkvæmi banda- rískra húsbænda og auðsveipr- ar þjónustu, afturhaldsins í Sjálfstæðisflokknum og Fram- sókn. Var stofnun þessari þrengt upp á Islendinga með á- föstum sendimanni ,er bera skyldi bankastjóranafnbót. En bankastjóri þessi, Benjamín Ei- ríksson, fór að sögn annars að- alblaðs ríkisstjórnarinnar sex eða sjö ferðir til Vestur-Evrópu og Ameríku árið sem leið, í því skyni að afla lána fyrir íslenzka ríkið og til margvíslegra at- vinnuframkvæmda á Islandi. Hafa þetta efalaust verið hin þægilegustu ferðalög fyrir bankastjórann, þvi illa sæmir að svo háttsettur embættis- maður ferðist öðru vísi en með ríkmannlegum hætti. Má því teljast nokkur ónærgætni, er einn starfsbróðir hans, Jón Árnason bankastjóri, segir í Timanum að allar þessar við- hafnarferðir dr. Benjamíns bankastjóra hafi reynzt árang- arslausar. Þegar bandaríska frumvarp- inu um Framkvæmdabankann var þröngvað gegnum Alþingi, sýndu þingmenn Sósíalista- flokksins fram á hvað hér var að gerast og tókst jafnvel að neyða afturhaldið til þess að breyta einstökum atriðum hins bandaríska frumvaros. Það var fulltrúi Sósíalistaflokksins í fjárhagsnefnd efri deildar, Brynjólfur Bjarnason, sem birti í nefndaráliti sínu álitsskjal Jóng Árnasonar bankastjóra, harðorð mótmæli hans og varn- aðarorð vegna þess sem var að gerast með stofnun Fram- kvæmdabankans. Með Framkvæmdabankanum og hinum áfasta og meðfylgj- andi bankastjóra var verið að leiða í lög alræði bandarískra banka og stjómarvalda yfir efnahagslífi Islendinga. Hefur reynslan sýnt, að ekk- ert gott hefur leitt af starfi bankans en margt illt. Jón Ámason víkur að því í lok greinar sinnar í fyrradag er hann segir að „lánstraust þjóð- greinar sinnar í Tímanum er til að gera það að leiksoppi við- vaninga". Það mun þegar hafa fundizt, að ekki muni hollt lánstrausti þjóðarinnar erlend- is, a.m.k. ekki í Evrópu, að að- albanka landsins sé vikið til hliðar í þeim málum, en í stað hennar sett stofnun eins og Framkvæmdabankiim, með á- föstum bankastjóra af banda- rískri náð. Til þess gætu bent hinar sex eða sjö lánleysisferð- Framhald á 11. eiðu. Er Grænland sumarbústaður „íslenzka" snj ó tlttlingsins? Dr. Finnur Guðmundsson segir frá störfum íslenzka vísindaleiðangursins á ísöldinni í Meistaravík Það hefur lengi verið haft fyrir satt hér á Islandi að fugl sá, sem við nefnum sól- skríkju á sumrin og snjótitt- ling á vetrum, væri íslenzkur staðfugl. Vísindamenn hafa þó um skeið efazt um þennan sannleik: hver veit nema sól- hér Var eitt sinn merkt að sumarlagi kæmi fram í Noregi næsta vetur. Ilinsvegar er snjótittlingurinn farfugl í Norður-Grænlandi, og hefur enginn vitað til þessa hvar hann héldi sig á vetrum. Við höfum vitað að hægt er að Við andholu sela í ísnum. skríkjan haldi jól í Noregi, og hver nema það séu grænlenzk- ir snjótittlingar sem við gef- um grjón á þorra? Náttúrugripasafnið efndi til Grænlandsleiðangurs í vor. I leiðangrinum voru þrír menn: dr. Finnur Guðmundsson fuglafræðingur, forstöðumað- ur dýrafræðideildar Náttúru- gripasafnsins; Hálfdán Björnsson í Kviskerjum, en hann er mikill skordýrafræð- ingur; og Kristján Geirmunds- son á Akureyri, sjálflærður meistari í hamflettingu og uppstoppun fugla. Þeir félag- ar fóru héðan 8. maí og komu heim aðfaranótt fimmtudags- ins. Eg gékk á fund dr. Finns í gærmorgun og spurði frétta. — Við fórum, segir dr. Finnur, til að safna í Græn- landi dýrum og gróðri. Við dvöldumst allan tímann í Meistaravík, en þar vinna Danir blý úr jörðu. Greiddi námufélagið gotu okkar á aíl- an hátt, og bjuggum yið þar í húsi sem dr. Lauge Koch hafði látið reisa á sínum tíma. Við komum heim með 10 stóra kassa, fulla af dýrum og plöntum: þar eru t.d. hátt á annað hundrað fuglar, sauð- nautshausar, skordýr. Við teljum að árangurinn af leið- angrinum hafi verið góður. ^ Er sólskríkjan þá faríugl? — Hvert er hagnýtt gildi þessa leiðangurs? — Því er bezt að svara með dæmi. Snjótittlingar eru al- gengir bæði hér og á Græn- landi. Flestir hafa hingað til gengið út frá því að snjótitt- lingurinn væri staðfugl hér á landi, enda þótt sólskríkja er þekkja sundur íslenzkan sum- arsnjótittling (sólskríkju) og grænlenzkan. Þetta eitt höf- um við vitað, en nákvæmar rannsóknir á þessum deiiitcg- undum ekki farið frarn. Nú yrði hægt að gánga úr skugga um það í vetur, hvort snjó- tittlingurinn er hér dvelst þá er sömu tegundar og sá sem við tókum á Grænlandi í vor, þrælinn. Fróðlegt er einnig að bera saman hvernig jurtir sömu tegundar hafa lagað sig að hinum mismunandi lífsskil- yrðum á Islandi og Grænlandi.® Og eitt enn: á Norðaustur- Grænlandi ríkir enn ísöld. Við athugun á gróðri þess nú væri unnt að gera sér einhverja hugmynd um gróður á íslandi þegar ísöld ríkti hér. ^ Dauði í flæðar- málinu. — Hvernig höguðuð þið starfi ykkar? — Er við komum til Meist- aravíkur var snjór yfir öllu, og byrjuðum við á því að veiða fugla, síðan spendýr: læm- ingja, snæhéra o.s.frv. Það kom í hlut Kristjáns að ham- fletta fuglana og stoppa síðan haminn með bómull eða hálmi. Slík verk verða að vinnast jafnóðum. Síðan tókum við að safna skordýrum og öðrum lægri dýrum, og var Hálfdán þar drýgstnr. Ýms þessara dýra þekkjum við ekki, og verða sérfræðingar að fjalla um þau. Að lokum söfnuðum við plöntum og þurrkuðum þær og pressuðum á staðnum. Gróður er tiltölulega fjöl- breyttur þar nyrðra, og all- mikið um falleg blóm og skrautleg. Mestur er gróður unpi í hlíðum, því kuldinn af ísnum við ströndina lætur ekki að sér hæða. Á sama hátt er ekki dýralíf í norðurgræn- lenzkum fjörum: ísruðningur- inn drepur allan gróður í flæð- armálinu, og þessvegna engin lífsskilyrði fyrir dýr. Vor í Meistaravík. hvort Island sé vetrarland hans. Og um leið mundi þá koma á daginn hvort sól- skríkjan okkar fer burt á haustin, og væri þá fróðlegt að finna vetrarlönd hennar — hvort hún færi öll til Noregs eða eitthvað víðar. Það sem ég hef nú sagt um snjótittling- inn gildir t.d. einnig um lóu- — Þetta er fyrsti íslenzki vísindaleiðangurinn til a:in- arra landa? — Já, en verður vonandi ekki sá síðasti. Gaman væri t. d. að fara til Jan Mayen, Fær- eyja og Lapplands; og mætti verða margs vísari af slíkum leiðöngrum. Hinsvegar hafa

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.