Nýi tíminn - 28.07.1955, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 28. júlí 1955 — NÝI TÍMINN — (7
Þjóðinni leiðist
„Frakklandi leiðist!“ Með
svofelldum orðum lýsti fræg-
ur stjómmálamaður föður-
landi sinu og pólitisku sálar-
ástandi frönsku þjóðarinnar
nokkru fyrir júlíbyltinguna
1830. Og til þess að gera sér
dagamun hrundu Frakkar af
stað byltingu með svo mikl-
um hávaða, að undir tók um
alla Evrópu, og jafnvel hér
í fásinninu norður á íslandi
brugðu menn blundi — og
hafa raunar ekki sofnað síð-
an. Á þessari löngu pólitísku
vöku hefur Islandi einnig
leiðzt á stundum, þótt ekki
hafi byltingar orðið, enda er
þjóðin seinþreytt til vandræða
og rasar sjaldan um ráð fram.
Þó hefur mátt marka það af
mörgu undanfarna mánuði,
að nokkurs óyndis ha.fi kennt
með þjóðinni. En hitt fer ekki
á milli mála, að ríkisstjórn
landsins leiðist í meira lagi,
og svo þeim stjórnmálaflokk-
um, sem að henui standá. Það
er í almæli, að í herbúðum
ríkisstjórnarinnar geti ,,bylt-
ing“ brostið á þegar minnst
varir, og væri raunar illt til
afspurnar um svo góðborg-
aralega og ábyrga flokka.
Já, það er ekki um að vill-
ast: ríkisstjórn Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknar leið-
ist. Enn hafa stjórnarflokk-
arnir að vísu sameiginlega
sæng, dúk og disk, en þeir
horfast á í geispandi lífsleiða,
sem nálgast hatur, líkt og
hjón, sem eru orðin slitin og
þreytt eftir langa og stirða
sambúð. Hjónin reyna þó í
lengstu lög að gæta kaldrar
kurteisi út á við, en þeim
verður æði oft sundurorða,
einkum á' máltíðum, og þá
verður eiginmanninum stund-
um laus höndin, og þá fer
eiginkonan ekki varlega með
krystalinn, og hjúin á heim-
ilinu heyra hjónin deila og
gangandi fólk götunnar
glottir illgirnislega, því að
stundum hefur glejnnzt að
loka gluggunum.
Einu sinni var hús, sem
var svo gamalt, að það var
komið að niðurfalli. En það
vissi ekki til hvorrar hliðar-
innar það átti að falla, og
þess vegna hékk það uppi.
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks-
ins og Framsóknar er slíkt
hús. Því hefur mörgum flogið
í hug, að í rauninni væri það
miskunnarverk að hjálpa því
til að falla í frumefni sín. Það
stendur nefnilega uppi, ekki
aðeins sjálfu sér til leiðinda,
heldur öðrum til óþurftar.
Það er orðið meinlegur far-
artálimi á pólitiskri framfara-
braut islenzku þjóðarinnar.
Það er ekki til neins nýtilegt
nema niðurrifs.
Stjórnmálaflokkum hættir
oft við að stirðna í stein-
runnum mótum, barátta
þeirra, starfsemi og athafnir
allar verða háttbundnar end-
urtekningar. Þegar svo hefur
gengið um stund tekur póli-
tískur lífsleiði að sækja á fólk-
ið. Já, fólkið er að vísu ekki
mikils metið milli kosninga,
þegar stjórnmálaflokkarnir
brýna upp bátum sínum
og njóta hins léttúðar-
fulla lífs landlegunnar á sælu-
dögunum milli gamalla kosn-
ingaloforða og nýrra. En
jafnvel þeir dagar eiga sér
líka kvöld, og rykaðir land-
krabbarnir verða enn á ný að
Sverrir Kristjánsson:
ýta bátum úr vör og Ieggja
út á sollið og viðsjált haf.
En þetta haf er fólkið sjálft.
Sú saga er sögð af einum
steigurlátum konungi Persa,
að hann hafi látið strýkja
öidur Hellusunds vegna þess
að þær gerðust svo djarfar
a.ð brjóta brúarsmíði hans. ís-
lenzkir stjórnmálaleiðtogar
hafa þrásinnis fetað i fótspor
þdssa ágæta austurlenzka ein-
valda: í landlegunni hafa þeir
staðið hnakkakertir í fjörunni
og strýkt hvítfyssandi öld-
umar, hrækt á þær, rekið út
úr sér tunguna framan í þær.
Þeim var það alveg óhætt.
Þeir höfðu þurrt land und-
ir fótum. En þeir sigla ekki
neinn sjó með því að strýkja
öldurnar að persneskum sið.
Á hafinu sigla þeir einir und-
an feigð sinni, sem þekkja
háttu lofts og lagar og kunna
þá íþrótt sjómennsku að sigla
upp í vindinn, en láta ekki
reka stjórnlaust út í voðann.
Fólkið er eins og hafið,
svipult, mislynt, breytilegt,
lýtur lífslögmálum hinna ,ei-
lífu umskipta. Það færir sum
skip í kaf, öðrum fleytir það
í höfn. Fólkið á íslandi er
engin undantekning i þessu
efni. íslenzka þjóðin liefur
vottað það á ýmsan hátt, að
hun muni ekki gleyma húð-
strokunum, sem henni hafa
verið veittar milli kosninga
Þegar Einar Olgeirsson
flutti hina miklu ræðu sína
í almennum stjórnmálaum-
ræðum á Alþingi hinn 9. maí
síðastliðinn, máttu íslending-
ar heyra liinn nýja lagboða
íslenzkra stjórnmála. Raunar
var það ekki þá í fyrsta
skipti, að Einar Olgeirsson
þingmenn og hæstvirtir ráð-
herrar, að það er ekki aðeins
ILLT verk að vera að strita
við að stjórna þessu landi á
móti verkalýðnum, það er líka
VONLAUST verk“.________
Álþýða íslands, sem var
komin vígmóð út úr mesta
verkfalli sögu sinnar, skildi
Einar Olgeirsson
Straumhvörf eða stöðupoll-
ur í stjórnmálum íslands?
Nokkrar hugleiðingar um leið
Islendinga til þjóðfrelsis og
sósíalisma. Einar Olgeirsson
hefur í ritgerð þessari rann-
sakað ýms mikilvægustu
vandamál Sósíalistaflokksins,.
Þessi vandamál eru í sama
mund pólitísk viðfangsefni,.
sem varða alla þjóðina, og
þess vegna er skylt að þau
séu rædd af einurð og hrein-
skilni frammi fyrir alþjóð.
Einar Olgeirsson ræðir í
stjórnmálaritgerð sinni ekki
aðeins dagskrármál flokksins.
heldur einnig, og ekki síður.
þau viðfangsefni flokksins..
sem meira framhorf hafa.,
Sósíalistaflokknum er brýa
nauðsyn á að kryfja þessi
mál öll til mergjar, gera sér
ijósa grein fyrir því, hver
staða hans er í dag og hvern-
ig hann hugsar sér að ráða
fram úr þeim úrlausnarefnum,.
sem berast honum í hendur
dag hvern og í náinni framtíð.
'fc Stéttarflokkur
verkalýðsins —
flokkur hins ís-
lenzka málstaðar
Sósíalistaflokkurinn er
verkalýðsflokkur, sem hefur
það hlutverk að skapa þjóð-
félag sósíalismans á íslandi
Samkvæmt stefnuskrá sinnt
og starfsemi frá upphafi tii
þessa dags hefur Sósíalista-
flokkurinn hlítt pólitískurr,
leikreglum þess lýðræðis, es
sjálft kennir sig við vestur-
áttina. Flokkurinn hefur hald-
ið þessar leikreglur út í yztv,
æsar, en því miður skort afl tii
þess að afstýra stjórnarskrár-
brotum og þingskapa, er hinir
ábyrgu flokkar vestræns lýð-
ræðis á Islandi hafa gerzfr
sekir um, svo sem þingsaga
vor ber ólygnust vitni.
Verkalýður nútímans getur
undanfarin ár. Hún hefur
þegar látið í ljós megna ó-
beit á þeirri pólitísku síbylju,
sem yfir henni hefur verið
kveðin af hinum svokölluðu á-
byrgu flokkum. Henni líkar
ekki sigling þessara flokka.
Henni leiðist. Hún vill ný
markmið, nýja stefnu og nýja
stjórn.
t
Sósíalistaflokkurinn
markar stefnuna
Sósíalistaflokkurinn hefur
fyrstur orðið við hinni ósjálf-
ráðu og óljósu kröfu fólksins
um pólitíska nýsköpun. Hann
hefur fyrstur orðið til að gera
sér grein fyrir þeim viðfangs-
efnum, sem risið hafa i sögu
Islands á síðasta áratug, at-
vinnulegum, félagslegum og
pólitískum vandamálum þess,
og boðizt til að leggja sinn
hlut fram til að leysa þau með
þeim hætti, að hagsmunum
verðalýðsins og íslenzku þjóð-
arinnar allrar væri borgið. En
enn hafa aðrir íslenzkir
stjómmálaflokkar ekki mynd-
að sig til að svara þeim spurn-
ingum og ráðgátum, sem saga
íslands hefur lagt fram til
úrlausnar. Þeir láta sem ekk-
ert hafi skeð. Árið 1955 troða
þeir marvaðann með sama
fótaburðinum og á þeim ár-
um, sem nú eru liðin og aldrei
koma aftur. Þeir skilja ekki,
að nú verður að raddsetja
lagboða íslenzks stjómmála—
lífs að nýjum hætti.
gerði Alþingi vort að Lög-
bergi Islendinga, að vettvangi,
þar sem brennandi vandamál
líðandi stundar vora hafin
upp úr fuglagargi dægurþrass-
ins og túlkuð í því ljósi, sem
eitt ætti að ljóma yfir við-
fangsefnum þjóðarinnar, ljósi
sögunnar, ljósi þess, sem var,
er og verður. Af sama toga
var ræða hans sú hin mikla,
er hann flutti fyrir ellefu ár-
um á Alþingi, nýsköpunar-
ræðan, er hratt af stað hinni
hröðu atvinnuþróun til sjávar
og sveita og markað hefur
efnahag þjóðarinnar fram til
þessa ' dags. BoSskapurííífiI'
sem hann 'flutíí þjóðinnr 9.
maí síðasflÍSírin, vari í^fÉtu’n-
inni framhklá1 ‘þfelrf-ár ^fræ'éfi
nýsköpunarræðu.
Ræða Einars Olgeirssonar í
hinum almennu stjórnmála-
umræðum 9. maí, mun án efa
verða talin meðal merk-
ustu pólitísku skilríkja lög-
gjafarþings okkar á síðustu
árum. Engum duldist heldur,
að ræðan hitti í mark: Morg-
unblaðið veinaði eins og
stunginn grís. Það var góðs
viti. Morgunblaðið er að vísu
alla jafna dálítið treggáfað,
en stéttvis eðlisgreind hefur
oft dugað því vel þegar það
hefur komizt í hann krapp-
an, enda má það vera æði
smátt, sem hundstungan ekki
finnur. Morgunblaðið skildi
vel þessi orð Einars Olgeirs-
sonar: „Ég segi ykkur það,
einnig strax þessi orð Einars
Olgeirssonar: „Án þess sið-
gæðismáttar, sem gerði alla
íslenzka alþýðu eina þjóðar-
sál í afstöðnum átökum, án
þess máttuga valds, sem 27
þús. meðiimir Alþýðusam-
bands íslands eru, án þess
stórhuga og þeirra framtíðar-
hugsjóna, sem Sósíaiistaflokk-
urinn mótar sögu þjóðarinn-
ar með á úrslitastundum
hennar, án verkalýðshreyfing-
arinnar — verður ríkisstjórn
á Isíandi þegar bezt lætur
hrossamarkaður, þegar ver
laetur ræningjabæii og þegar
áýpst' ér sókkið Ié'ppstjórn ér-
íends ; hervalds á Fróni“.
Og 'fyrr en várir muli ís-
íénzifá' þjó^iri' VeriSá a einu
máli um, að þessi orð Einars
Olgeirssonar vildu allir kveðið
hafa: „Myndun ríkisstjórnar,
sem styðst við samtök verka-
manna, bænda, fiskimanna,
menntamanna og miliistétta,
ails hins vinnandi lýðs, er
mikilvægasta hlutverkið, sem
nú þarf að vinna í íslenzkum
stjórnmálum“.
Orð Einars Olgeirssonar í
síðustu útvarpsumræðum al-
þingis bárust inn á hvert ein-
asta heimili, sem útvarpstæki
hefur. En fræðilegan rök-
stuðning þessarar ræðu hafði
hann áður birt á öðrum vett-
vangi. I 38. árgang Réttar,
1.—4. hefti, 1954, skrifaði
Einar Olgeirsson stjórnmála-
ritgerð, er hann nefnir;
ekki brotizt út úr ánauð auð-
valdsskipulagsins án þess ac
ieysa um leið fjötur af öll-
um öðrum stéttum, er verða
að bera ok þess. Sósíalista-
flokki íslands var þetta auð-
vitað ljóst frá upphafi. Fvra
eða síðar hljóta sannir verka-
lýðsflokkar að verða mál-
svarar meirihlutans hjá
hverri þjóð, leiðtogar allrs
vinnandi manna, sem bera
skarðan hlut frá borði auð-
valdsins. Þeir verða að taka
að sér meira hlutverk en for-
ustu Verkalýðsins í þrengri
merkingu. En sérstakar á-
stæður ollu því, að Sósíalista-
flokkurinn á Islandi varð fyrr
en ætla mætti að gæta heild-
arhagsmuna íslenzku þjóðar-
innar. Tjífið sjálft lagði hon-
um þá skyldu á herðar. Þvf
að borgarastéttin íslenzka
kiknaði undir þeirri byrð':,
sem var þó ekki annað en ó-
breytt þegnleg skylda henn-
ar: að varðveita sjálfstæði ís-
lands. Borgarastéttin ofur-
seldi nýfengið sjálfstæði þjóð-
arinnar erlendu stórveHi„
seldi landið undir herstöð..
Fyrir þetta tók hún stóríé
og þótti sómi að sölunni.
Sósialismi verður aldres
skapaður á seldu landL
Verkalýðurinn getur aldrev.
reist þjóðfélag sitt í ianrii,
sem er ánauðugt öðra ríki,
Þótt sleppt sé öllum tilfinn-
ingum, sem tengja íslenzka
sósíalista þjóðerni þeirra,
Framhald á 8. síðu.