Nýi tíminn


Nýi tíminn - 28.07.1955, Blaðsíða 12

Nýi tíminn - 28.07.1955, Blaðsíða 12
* • nyja sToroyggmgu ryrsr sTarrss Á 25 árum hefur mjólkurhúiS fekiS á mófi 244 milljónum kg af mjólk Hinn 5. desember 1929 var fyrst tekið móti mjólk í hinu 'staðan til þess að sjá neytend- laýreista Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi. í vetur voru J»% í liðin 25 ár frá því starfsræksia þess hófst. Var þess afmælis minnzt með mjög niyndarlegri hátíð sem mjólkurbúið efndi til um síðustu helgi austur á Selfossi. Síðastliðinn þriðjudag var' Fyrst nú, eftir 25 ára starf, er biaðamönnum boðið austur á ráðizt í allsherjar endurbygg- Selfoss til að skoða mjólkur- j ingu liúsa og endurnýjun véla. búið og fá nokkrar upplýsingar Framkvæmdum þessum er ætl- um sögu þess og starf þennan að að svara til hinnar öru þró- aldarfjórðung. Eftir að Flóaáveitan hafði tekið til starfa og gefið góða raun komu fram ýmsar tillögur um framkvæmdir á Flóaáveitu- svæðinu, og 1926 skipaði rikis- stjórnin 3ja manna nefnd ,,til þess að gera tillögur um, hver1 mannvirki skuli gera á Flóa- áveitusvæðinu". Nefnd þessi skilaði áliti 8. nóvember 1927 og lagði til ,,að landsstjórnin noti heimild viðaukalaga frá 1926 um áveitu á Flóann frá 1917 til þess: 1. að gangast fyr- ir stofnun mjólkurbús ........“ Nefndin gerði lauslega áætlun um rekstur mjólkurbúsins, er ynni úr 3 miiljónum mjólkur- iítra á ári. Stofnfundur búsins var hald- inn 10. desember þá um vetur- inn, og „skuldbundu sig þá þeg- ar 52 menn, og áttu 324 kýr‘“. Formaður bússtjórnar var kos- inn Eiríkur Einarsson, en aðrir . í stjórn þeir Dagur Brynjólfs- son og Eggert Benediktsson. Egill Thorarensen hefur verið formaður félagsstjórnar síðan 1931, en með honum eru nú í stjórn: Sveinbjörn Högnason, Eggert Ölafsson, Dagur Bryn- jólfsson og Sigurgrímur Jóns- son. Haustið 1928 voru hafnar byggingaframkvæmdir, og kost- aði mjólkurbúið fuligert, með öllum útbúnaði, 333.324,25 kr. og var þá reiknað með að búið gæti tekið við 3 milljónum kg. mjólkur á ári. Fyrsta heila; starfsárið, sem raunar var 13 mánuðir, var innvegið mjólkur- magn rúmlega 1,2 milíjónir kg. En þróunin hefur orðið örari en nokkurn mátti óra fyrir. Ár-1 ið 1954 var innvegið mjólkur- i magn 23.7 milljónir kg, 8 sinn- j um meira en upphaflega var miðað við er áætlanir voru gerðar og stöðvarhús reist. Þá hafði félagsmönnum einnig fjölgað úr 201 árið 1930 í 1145. Árið 1930 voru framieiddar um 92 smálestir af skyri, en í fyrra 869 smál. Smjörframleiðslan hafði aukizt á sarna tíma úr 20 smál. í 161 smál. og ostur úr 28 í 240 smál. Að sjálfsögðu hefur oft orðið að endurnýja véiakostinn og bæta við húsakynni, sem þó hef- ur, vegna hinnar öru þróunar, aðeins orðið til bráðabirgða. unar í héraðinu um allmörg komandi ár. Er það von stjórn- ar mjólkurbúsins, að með þess- um fyrir fjölbreyttum fyrsta flokks mjólkurvörum. Jafnframt á hlutur framleið- andans að batna við það að teknar vei'ða í notkun nýtízku vélar og tæki, er hvort tveggja spara vinnuafl og gera kleift að fullnýta hráefni, sem áður voru lítt nýtt, svo sem mjöl- vinnsla og mysuostagerð, sem þegar eru tekin til starfa og j önnur, er siðar munu koma. Eitt mesta vandamál alls Mjólkurbú Flóamanna hefur nú látið íullgera teikningu af fyrirhugaðri byggingu sinni. Líkan þetta af frani- hlið byggingarinnar hefur Sverrir Haraldsson gert eft- ir teikningu Skarphéðius Jóliannssonar arkitekts. arnir að og frá mjólkurbúinu, sökum þess, hve svæðið er orðið stórt, það er að segja allt suð- urlandsundirlendið frá Selvogi og austur fyrir Vík í Mýrdal. Mjólkurbúið á sjálft flesta bílana, sem flytja að búinu og eru það rúmlega 30 bilar. sem hjá búinu. bera frá 3 og upp í 10 toun. Aka þeir samanlagt um 4000 kni daglega. Aðal markaðsstaðirnir eru Reykjavík og aðrir bæir við Faxaflóa svo og Vestmannaeyj- ar. Til Reykjavíkur flytja tank- bílar búsins frá 25 þús. til 55 I þús. iítra af mjólk daglega. Þá eru flutt frá búinu 5 til 10 tonn af mjólkurafurðum á dag, mun láta nærri að þessi bílar aki j samtals um 12 til 15 hundruð km á dag, þegar farin er Hell- isheiði. Frá 5. des. 1929 til ársloka 1954 hefur búið tekið á móti samtals 244 millj. kg. af mjólk, Á sama tíma hefur búið selt 126 millj. lítra af neyzlumjólk og 6,7 millj. Itr. af rjóma. Fram- leidd hafa verið á tímabilinu 10,3 millj. kg af skyri, 1.7 millj. kg af smjöri og 2,7 millj. kg af osti. Rúmlega 100 manns starfa nú um framkvæmdum batni að- 1 tímabilsins liafa verið flutning- NÝI TÍMINN Fimmtudagur 28. júlí 1955 — 15. árgangur — 22. tölublað Sfjórnarflokkarnir lofuSu 100 milljónum i lánsfé, en hafa afrekaÓ þaS eiff aS leggja niÓur lánadeild smáíbúSa! Kornið er langt fram á sumar, bezta bygginga- tíma ársins. Samt heyrist enn ekkert til einræðis- stjórnar þeirrar sem Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sókn settu með lögum á þingi í vetur. Eafa fjölmarg- ir orðið fyrir miklum erfiðleikum vegna þeirrar ó- trúlegu sviksemi í framkvæmd loforðanna um að- gang að lánum til íbúðabygginga og íbúðakaupa. Svikizt lil þessa um framkvæmdir. Helmingaskiptamenn Sjálf- stæðisflokksins og Framsókn- ar í húsnæðismálastjórninni, eru: Hannes Pálsson, Jóhannes Elíasson (Framsókn), Ragnar Lárusson og Þorvaldur Garðar Kristjánsson (Sjálfstæðisflokk- num) og frá Landsbankanum Gunnar Viðar, Síór orð, mikil loforð. Enn eru í fersku minni æsi- skrif stjórnarblaðanna í þing- lokin um hina varanlegu lausn á lánamálum til íbúðabygginga, sem þeir þóttust hafa fundið upp. 1 reyndinni voru þetta allt of lítil og óhentug lán, sem löggjöfin ákvað, og með svo háum vöxtum að það fer jafn- vel yfir okurmarkið. Og hin varanlega lausn á lánamálun- um til íbúðarhúsabygginga var ekki varanlegri en svo, að þetta óhentuga lánakerfi var ákveðið til tveggja ára. En þrátt fyrir þessa hráka- smiðsiöggjöf stjórnarflokkanna er neyðin svo mikil og þörfin svo brýn, að meira ,að segja þetta lánakerfi hefði verið tals- verð bót frá því hallærisástandi á lánamarkaðinum sem ríkt hefur, og munu menn hafa tal- ið víst, enda stór orð um það höfð, að þetta lánakerfi kæmi tafarlaust til framkvæmda, og menn gætu reynt að nota sér þau til bygginga í sumar. Staðreyndirnar hafa orðið allt aðrar. Nú er kominn 28. júlí og húsnæðismálastjórnin, skipuð eftir helmingaskipta- reglu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar, er enn ekki farin1 ins hafi nú farið forgörðum. að veita nein lán svo \ifað sé. Hefur þessi dráttúr komið mörgum ákaflega illa, ekki sízt þar sem lánadeild smá- íbúða var lokað í vor vegna þessarar lagasetningar. Bank- arnir loka einnig með öllu fyr- ir lán til íbúðarbygginga, og vísa óspart til hinnar nýju og voldugu liúsnæðismála- stjórnar, sem heldur að sér höndum og hefst . ekki einu sinni til þess að framkvæma lagaskyldu sína um úthlutun byggingalána samkvæmt lög- unum frá í vetur, þó mikill hluti bezta byggingatíma árs- Venjuleg lánastoln- un átti að annast lánin. Þannig eru efndirnar á hin- um stóru orðum Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknar um byggingarmálin, og einmitt um íbúðarbyggingarnar spöruðu þessir flokkar ekki stærstu orð- in. Það er krafa almennings að húsnæðismálastjórnin taki taf- arlaust til starfa að úthlutun lánanna. Þessi óskiljanlegi dráttur er orðinn óþolandi Á sumiim bæjum er konan ein — og sumstaðar er bóndinn jafnvel einn Þrjú hundruð tuttugu og átta bændur hafa leitað til Ráðningarstofu landbúnaðarins í vor og sumar og óskað eftir samtals 369 manns. Á sama tíma í fyrra höfðu 366 bændur óskað eftir 409 manns. Framboð fólks var heldur meira nú en í fyrra, en ráðningar svipaðar. Mjög tilfinnanleg kvenfólksekla er nú í sveitunum. Ráðningarstofa landbúnaðar- meira en nú, svo fljótt á litið ins tók til starfa um mánaða- J virðist framboðið fullnægja eft- mótin apr.—maí en tölur um irspurninni, en þannig er samt beiðnir og ráðningar eru mið- aðar við síðustu mánaðamót. Bændur vildu fá 54 karla, 192 konur, 77 drengi og 45 stúlkur. Framboð verkafólks er nú allg 422, sem skiptist þamiig: 63 karlar, 135 konur, 133 drengir og 91 telpur. — Á sama tíma í fyrra var framboðið alls 397 eða heldur ekki í reynd, því margt fólk lætur skrá sig, en er svo ekki alvara með að ráða sig þegar til kemur. Þannig verður oft mikil rýrnun á framboðstölun- um. Ráðningar til bænda á þessu vori hafa tekizt sem hér segir: ráðnir hafa verið 27 karlar, 73 konur, 60 dreng- ir og 50 stúlkur, eða alls 210. Þetta er nokkum veginn sama tala og var s.l. vor á sama tíma. Eitt höfuðvandamál sveit- anna nú er kvenfólksskort- urinn, bæði til útivinnu, og einnig ekki síður til inni- vinnu, þar sem húsmóðirin er eini kvenmaðurinn á heimilinu án allrar aðstoðar hvað sem fyrir kemur. Einnig er þannig ástatt á sumum heimilum að þar er enginn kvenmaður og bónd- inn sumstaðar eini karlmað- urinn á heimilinu. Ennþá vantar nokkuð af kvenfólki í kaupavinnu, bæði til úti- og inniverka. Ráðning- arstofa landbúnaðarins er í Ingólfsstræti 8 og síminn 82202.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.