Nýi tíminn


Nýi tíminn - 17.11.1955, Side 1

Nýi tíminn - 17.11.1955, Side 1
Kaupið Nýja tímaim \ LESENDUR! Útvegið blaðinu nýja kaupendur og tilkynn* ið þá til aígreiðslunnar Fimmtudagiiir 17. nóveniber 1955 — 15. árgangxir — 33. tölublað KomiB verSi á kosningabandaíagi Sósialistaflokksins, AlþýSuflokksins og ÞJóSvarnarflokksins, þannig að þeir b]áði fram sem einn kosningaflokkur Eining alþýðunnar og vinstri samvinna voru þungamiðjan í öllum umræð-- unum á tíunda þingi Sósíalistaílokksins, og íulltrúarnir vora sammála um það! að það þyrfti að tryggja vinstri samvinnu í landinu eins fljótt og þess væri nokkur kostur — efndir en ekki loforð. Einar Olgeirsson orðaði það þannig: Sá sem ekki vill mynda vinstzi stjózn fyziz kosnmgaz, ætlaz að mynda kægri sfjóm eftir kosnmgaz. í stjórnmálaályktun þingsins sem hér fer á eftir eru dregnir lærdómarnir af þróun síðustu ára og færð fram rökin fyrir nauðsyn vinstri samvinnu: i. «>- Þýðingarmesta staðreynd í þróun stjórnmála á síðustu tveim árum er að pólitík hins kalda stríðs erlendis og á íslandi hefur beðið algert skipbrot og að hinir raunsæjari stjórnmálamenn borgara- legu ríkjanna gera sér þetta meir og meir ljóst. Um leið og íslenzka þjóðin gerir sér grein fyrir skipbroti þeirrar stjórnmálastefnu, sem einkennt hefur síðustu 8 árin, er nauðsynlegt, að hún átti sig á því, hvað þessi stjórnmálastefna hefur kost- að þjóðina. í 8 ára köldu stríði ameríska og íslenzka auð- valdsins gegn alþyðu landsins, hefur amerísk yfir- drottnun stöðugt færzt í aukana. Þjóðin hefur verið gerð að leiksoppi arðráns- og spillingarafla einok- unarauðvaldsins, og þjóðarbúskapurinn að tilrauna- svæði amerískra hagfræðikenninga, sem ósamrým- anlegar eru íslenzkum þjóðháttum. Afleiðingarnar blasa nú við á öllum sviðum þjóðlífsins. Launakjör verkalýðsins eru lélegri en 1947 (des.), kaupmáttur tímakaupsins minni. Verkamenn suð- vestanlands verða að vinna mikla eftirvinnu ti/ þess að lífsafkoman verði sæmileg, en verkamenn í öðrum fjórðungum eiga við atvinnuleysi að stríða. Fjögur stórverkfö/1 síðan 1947 hafa elcki megnað að halda í horfinu, þótt í hvert sinn hafi náðst nokkuð af því sem auðvaldið hefur rænt af verka- lýðnum með tilstyrk ríkisvaldsins. Þjóðarbúskapurinn er í öngþveiti eftir 8 ára vaxandi óstjórn. í 7 ár hefur enginn nýr togari verið keypt- ur til landsins og bátasmíðar innanlands og bygg- ing fiskiðjuvera að mestu stöðvaðar. í mótsetn- ingu við þá stórvirku stefnu nýsköpunarstjórnar- innar 1944—1947 að efla hina innlendu atvinnu- vegi, er væri grundvöllur sjálfstæðs efnahagslífs, hafa stjórnir hins kalda stríðs valdið stöðnun í sjávarútveginum, en gert betl og hermang að einkenni efnahagsstefnu sinnar. En slíkt hefur ver- ið fyrirhyggjuleysi og óstjórn þessi ár hins kalda stríðs, að þrátt fyrir Marshall-gjafir og aukatekjur af hernámi alls um 1100 milljónir króna, — þá eru áburðarverksmiðjan og Sogs- og Laxárvirkj- unin einu stóru framkvæmdir þessara 8 ára og kosta samanlagt um 300 milljónir króna (ef tollar og vextir til ríkisins eru dregnir frá stofnkostnaði þeirra). En erlendar fastaskuldir eru í árslok 1954 orðnar 294 milljónir kx-óna, en 1947 voru fasta- skuldir ríkisins eingöngu 5 milljónir króna. Taum- laus eyðsla yfirstéttarinnar og algert ábyrgðar- leysi valdhafanna um þjóðarhag einkennir stjóm- ina á þjóðarbúskapnum. — Enn byggir þjóðin því afkomu sína fyrst og fremst á þeim ráð- stöfunum, sem nýsköpunarstjórnin gerði fyrir 10 árum um öflun togara, vélbáta og byggingu fisk- iðjuvera og efling annars innlends iðnaðar. Þrátt fyrir hjartnæmar yfirlýsingar um verzlun- arfrelsi, hefur útflutningsverzlunin vei'ið einokuð. En í innflutningsmálum hefur verið veittur taumlaus innflutningur á ákveðnum vörum, að svo miklu leyti sem það er í þágu amerískra og bi'ezkra stór- Framhald á 7. síðu Eins og auglýst liefur verið kom vinn- ingurinn í bílaliappdrætti Þjóðviljans er dregið var 12. þ.m. á nr. 133669. Bílinn hreppti 16 ára piltur Pálmi Kristjánsson, og er myndin tekin þegar honum var af- hentur bíllinn. Nýi tíminn óskar Pálma hjartanlega til hsraingju. — Jafnfarmt vill liann minna þá, sem þegar hafa keypt miða á það, að enn þá eru vinningsmögu leikar fyrir hendi, þegar dregið verður í annað sinn 23. des. n.k. því þá verður dregið um t\o bíla. — Þegar Pálmi kom með vinnings- miðann sinn færði hann Þjóðviljanum 1000 kr. að gjöf, i í Ðabsýslu ©llu !é Ségað í Ivammssveit eg Laxázdal Fundizt hafa mceðiveikieinkenni í 350 kindum, sem slátrað var í haust í Hvammssveit og Laxárdal í Dalasýslu, frá nœr 30 bœjum. Fjárskipti voru í Dalasýslu 1947, en síðustu árin hefur orðið vart mœðiveiki þar, einkum í fé á nokkrum bœjum í Hvammssveit og Laxárdal. Var gripiö til þess ráðs í haust að lóga. öllu fé í þessum sveitum, og hafa fundizt mœðiveikieinkenni í 350 kindum eins og áður er sagt. Rannsókn er þó ekki | lokið enn. vrrs#sr^rsT<»\rs#'r\rsrsrsrsrsrsrsrrs#srsrsrsrNrsrsrsrrsrsrvrsrsrrsrsrsr\r\rsrsrrsrsrvrs^rsr\rs#\rsrsrsrsrvr>r^ SendiráS Bandarikjanna á íslandi hefur haft 28/6 milljónir ftrdifft til ráðstöfunar innanlamAs ssf Marshailgjöfunu Er Bandaríkjaþfiig farlé a«$ setja llig á f slandi? fslenzka ríkisstjómin hefur á s.l. þremur árum greitt sendiráð'i verið hækkað í io% þá væri það Bandaríkjanna milljónir króna samkvæmt bandarískri lagasetningu — og þvert ofan í ákvæði íslenzkra laga! Nýlega svaraði Ingólfur Jónsson, viðskipta- málaráðherra, í sameinuðu þingi fyrirspurn Einars Olgeirssonar um hluta sendiráðs Banda- ríkjanna af Marshallfénu. Gerði Einar grein fyrir fyrirspurn sinni og benti á, að upplýsingar hefðu komið um það í riti Framkvæmdabankans, að hluti sendi- ráðsins hefði verið hækkaður úr 5% í 10%. Kvað hann það ólöglegt ef rétt væri og las upp 3. gr, laga frá 25. maí 1949, einu laganna, sem fjalla um fé þetta og heimild ríkisstjórnarinnar til að taka við því. Þar segir svo: „Jafnvii'ði framlags án endur- gjalds í íslenzkum gjaldeyri, AÐ FRÁDREGNUM 5% má ekkj ráðstafa nema með samþykki AI- þingis“. Ef svo væri að þetta hefði skýlaust lagabrot. í svari sínu viðurkenndi við- skiptamálaráðherrann, að þetta hefði verið hækkað. Á árinu 19::2 hefi'. i'andaríkjaþing bund- ið aðstoðina bvi skiiyrðl, að sendiráðin fengju 10% af fénu til ráðstöfunar. Ríkisstjórnin hefði samþykkt þetta skilyrði og frá 20. júlí 1952 hefðu 10% Framhald á 11. síðu.

x

Nýi tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.