Nýi tíminn - 17.11.1955, Blaðsíða 12
Hægri klíkur Framsóknar og Alþýðufl. reyna
mynda bandalas gegn vinstri samvinnu
Aiger glundroBi á flokksstjórnarfundi ÁlþýSuflokksins - Heykzf á
að reka Hannihal — Tvær gagnstœSar samþykktir um A.S.I.
Á flokksstjórnarfundi Alþýðufiokksins var birt samsæri hægri mannanna í
Alþýðuflokknum og Framsóknarfokknum til að koma í veg fyrir myndun vinstri
stiórnar og til að reyna að torvelda vinstri samvinnu 1 landinu. Haía þeir gert
áform um kosningabandalag, þar sem vinstri mönnum fiokkanna sé stjakað til
hliðar. Fái slíkt kosningabandalag hins vegar ekki meirihluta í kosningum
lýsa hægri mennirnir yfir því að ekkert úrræði sé^ til nema samvinna við
íhaldið!
Flokksstjórnarfunduiinn var annars mótaöur af al-
gerri upplausn og ringulreið flokksins. Hægri klíkan
heyktist á áformum sínum um að reka Hannibal og af-
létti meira að segja af honum bannfæringunni að nokkru
leyti. Og ályktanir fundarins stönguðust hver við aðra;
þannig voru samþykktar tvær tillögur um Alþýðusam-
bandið; önnur vítur, hin hrós!
Flokksstjórn Alþýðuflokksins
var sem kunnugt er kosin á
síðasta flokksþingi, þar sem
liægri klíkan hafði öll völd, og
hún á því að vera skipuð sér-
stöku einvalaliði. Einnig átti
aðstaða hægri klíkunnar að
stvrkjast af því að fulltrúarn-
ir utan af landi mættu mjög
drærnt á fundinum vegna þess
að hann var haldinn á óhent-
ugum tíma fyrir þá. Engu að
síður kom í ljós að þarna var
hver höndin upp á móti ann-
arri, og mátti þó greina fjórar
aðalfylkingar: Óðu hægri klík-!
una undir forustu Stefáns Jó-
hanns, huglausu hægri klíkuna
undir forustu Haralds, stefnu-
leysingja og málamiðlunarmenn
undir forustu Gylfa og loks
sátu fundinn nokkrir stuðn-
ingsmenn Hannibals Valde-
marssonar og vinstri samvinnu.
hluta er ástandið óbreytt —
og áframhaldandi samvinna
við íhaldið þar með sjálf-
sögð að mati hægri klíkunn-
ar í Alþýðuflokknum!
^ Stuðningur við
íhaldið
Með þessari furðulegu stjórn-
málaályktun sýknar Alþýðu-
flokkurinn Framsókn af allri
ábyrgð á stjórnarfarinu í land-
inu, flokkurinn á ekki annarra
kosta völ! í annan stað er lýst
yfir því að vinstri stjórn komi
ekki til mála. I þriðja lagi
hafnar flokkurinn allsherjar-
samstarfi andstöðuflokka í-
haldsins í næstu kosningum og
reynir þannig að stuðla að því
að draumur íhaldsins um þing-
meirihluta hafi rneiri mögu-
leika á að rætast. Og í fjórða
lagi lýsir flokkurinn yfir því
að samvinna við íhaldið eftir
næstu kosningar sé óhjákvæmi-
leg (því engum manni dettur
í hug að hægri klíkurnar í
Framhald á 11. síðu.
Bréíin eru skattfrjáls, undanþegin fram-
talsskyldu og vísitölutryggð
Síðastliðinn mánudag liófLandsbanki Islands sölu á nýj-
um bankavaxtabréfum, sem gefin eru út af veðdeild bank-
ans skv. Iögum um húsnæðismálastjórn, veðlán til íbúðabygg-
inga o.fl. Gefnir verða út tveir flokkar bankavaxtabréfa, vísi-
tölubréf og íbúðalánabréf, en fénu, sem aflast með sölu þeirra,
\ erður varið til lánveitinga til íbúðabygginga samkvæmt lögunum
Hinir nýju flokkar banka-
vaxtabréfa eru með mun betri
kjörum en nokkur ríkistryggð
verðbréf, sem gefin hafa verið
út liingað til. Bréfin eru skatt-
frjáls og undanþegin framtals-
skyldu, og eru þetta fyrstu
verðbréfin hér á landi sem slík
fríðindi fylgja. Auk þess verð-
ur upphæð vísitölubréfanna
bundin vísitölu framfærslu-
kostnaðar, en A-bréfin, sem eru
venjuleg bankavaxtabréf, verða
með háum vöxtum eða 7%.
Vísitölubréf.
Vísitölubréfin eru með 5x/2%
vöxtum og verða dregin út á
15 árum. Á hvert bréfanna er
skráð sú vísitala framfærslu-
kostnaðar, sem í gildi er, þegar
viðkomandi flokkur er opnað-
ur, en við útdrátt verða bréfin
endurgreidd eiganda með þeirri
hælckun framfærsluvísitöiunn-
ar, sem orðið hefur frá útgáfu
þeirra. Fyrsti flokkurinn, sem
nefnist B-flokkur 1 og nú verð-
ur gefinn út, verður með grunn-
vísitölunni 173, sem er fram-
færsluvísitala fyrir nóvember
mánuð. Er ekki gert ráð fyrir,
að þessi flokkur verði opinn
nema 1-2 mánuði, og er ólíklegd.
að til sölu verði af honum
meira en 8-10 millj. kr.
íbúðalánabréf.
íbúðalánabréf veðdeildarinn-
ar verða svipuð hinum fyrri
bankavaxtabréfum hennar, en
þau eru flestum vel kunnug.
Lánstíminn verður þó lengri,
þar eð þau verða dregin út á
25 árum, og vextir hærri eða
7%. Loks verða bréfin algjör-
lega skattfrjáls, eins og að of-
an getur.
Má búast við, að þau henti
vel ýmsum sjóðum og stofnun-
um, sem ávaxta fé sitt í verð-
bréfum.
Sala bréfanna.
Sala hinna nýju bankavaxta-
bréfa hófst sl. mánudag og eru
Framhald á 3. síðu.
NÝI TÍMINN
Hægri klíkan heyktist á
að reka hann
Þessi kjarnaklofningur olli því
að öll störf fundarins urðu
hreinn óskapnaður.
^ Öheimilt að vinna
með sósíalistum
Fyrsta umræðuefni fundarins
var stjórnmálaályktun. Er þar
fyrst birt mjög harðorð og al-
varleg lýsing á óstjórninni í
landinu, sukkinu, spillingunni
og árásunum á alþýðuna og
lýst yfir þeirri höfuðnauðsyn
að einangra Sjálfstæðisflokk-
inn.
Að lokinni þessari lýsingu
er hins vegar sagt að þetta
ástand sé óhjákvæmilegt þar
Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að um 12 millj. króna skuli
varið til lánveitinga til þeirra bænda á óþurrkasvæðinu, scm
brýnasta þörf hafa fyrir aðstoð til fóðurbætiskaupa.
Barst blaðinu nýlega til-
kynning um þetta frá landbún-
aðarráðuneytinu og er þar jafn-
framt skýrt frá því, að umboðs-
menn ríkisstjórnarinnar hafi rit-
að öllum hreppsnefndaroddvitum
á óþurrkasvæðinu bréf um fram-
kvæmd þessara lánveitinga.
Ráðuneytið bendir á að það er
áríðandi, að oddvitar hefjist þeg-
ar handa um öflun þeirra gagna,
sem þessir umboðsmenn óska
Flugsamgöngur
engarí Frakklandi
í gær breiddist verkfall flug-
vallastarfsmanna út um allt
sem óheimilt sé að vinna Frakldand. Verkfallið er búið
með sósíalistum og þess að standa í viku á flugvöllunum
vegna ekki hægt að mynda v*ð París. í gær lögðu flug-
vinstri stjórn nú. Ráðið út. vallastarfsmenn í Marseilles,
úr ógöngunum á að vera Bordeaux, Lyon og víðar niður
það að fara í kosningar taf- vinnu. í dag hefst verkfall á
arlaust, og býður Alþýðu- flugvöllunum í frönsku Vestur-
flokkurinn Framsóknar-
flokknum og Þjóðvörn upp
Afríku.
Allt flug franska flugfélags-
á kosningabandalag. Fái ins Air France hefur lagzt nið-
kosningabandalag þetta ur. Flugfélög annarra þjóða
meirihluta á það að mynda skila farþegum til Frakklands í
stjórn, en fái það ekki meiri- Brussel.
eftir, til þess að lánveitingarn-
ar geti hafizt hið allra fyrsta.
Vegabréfaskylda
á Norðurlöndum
niðurfelld 1. des.
Með erindaskiptum milli ríkis-
stjórna íslands, Danmerkur,
Finnlands, Noregs og Svíþjóðar
hefur nú verið gengið frá að-
ild íslands að samkomulagi Norð-
urlandanna frá 22. maí 1954 um
að fella niður skyldu ríkisborg-
ara nefndra landa til þess að
hafa í höndum vegabréf eða
önnur ferðaskilríki við ferðalög
milli landanna.
Jafnframt er felld niður skylda
ríkisborgara hvers landsins til
að hafa dvalarleyfi við dvöl í
einhverju hinna landanna.
ísland hefur einnig um leið
gerzt aðili að Norðurlandasamn-
ingi frá 14. júlí 1952 um skyldu
til að veita aftur viðtöku ólög-
lega innfluttum útlendingum.
Gildistaka aðildar íslands að
framangreindum Norðurlanda-
samningum miðast við 1. desem-
ber 1955.
(Frá utanríkisráðuneytinu.)
Foringjar Klakksvíkinga
fengu langa fangelsisdóma
Ðanskur dómari dæmir31 Færeying til fangelsisvistar
Dómur hefur verið kveðinn upp í Þórshöfn yfir 31 Fær-
eyingi vegna átakanna útaf læknamálinu í Klakksvík.
Dómarinn, Dyrtborg að nafni, til óeirða“ í þau tvö skipti,
var sendur frá Danmörku til þegar aðsúgur var gerður að
að dæma í þessu máli.
Heinesen 18 mámiði
Fimmtudagur 17. nóvember 1955 — 15. árgangur
Fischer Heinesen, hafnarstj.
í Klakksvík, fékk þyngsta dóm-
33. tölublað i *nn- ^ar ^ann dæmdur í 18
mánaða fangelsi fyrir að „æsa
landstjórnarmönnum og emb-
ættismönnum sem komnir voru
til Klakksvíkur vegna lækna-
málsins.
Viggo Joensen, varaforseti
bæjarstjómarinnar í Klakks-
vík, var dæmdur í sex mán-
aða fangelsi fyrir sömu sakir.
Af öðrum sakborningum voru
15 dæmdir í þriggja mánaða
fangelsi hver fyrir „þátttöku
í óeirðum“. Aðrir 13 fengu
skemmri fangelsisdóma og eru
þeir skilorðsbundnir.
Fischer Heinesen var sýkn-
aður af þeim ákærum að hafa
skipulagt aðför að embættis-
mönnum og lokun hafnarinnar
í Klakksvík í vor.