Nýi tíminn - 17.11.1955, Side 9
.4
Laugardagttr 12. nóvember 1955 — 1. árgangur — 36. tölublaS
Bókin um ísland
Framhald af 3. síðu.
algerlega ykkar mynd af
íslandi í bókinni. — Þar
með er ekki sagt, að þið
megið ekki fá leiðbein-
jingar um vandamál í
sambandi við ritgerðirn-
ar; — það þurfa flestir
þó iað komnir séu á
fullorðinsár að leita
styrks og leiðbeininga
hjá öðrum.
Eldspýtnaþrautin í
asta blaði.
síð-
Ráðning.
Nú er búið að taka átta
eldspýtut burt og tveir
ferhymingar eru eftir.
Pósthólíið
Óskum eftir að komast
t bréfasamband við pilta
og stúlkur:
Hulda Heiðdal Hjartar-
dóttir (við pilta 16—19
ára),
Haraldur Bjarni Hjartar-
son (við stúlku 10—12
ára) bæði til heimilis í
Vífilsdal, Hörðudal
Dalasýslu.
Mig langar að komast
bréfasamband við pilt á
aldrinum 11—13 ára.
Æskilegt að mynd fylgi.
Þóranna Þórarinsdóttir
Vesturveg 11 A
Vestmannaeyjum.
I
íslenzkt vöggulfóð
eftir Halldór Kiljan Ltaxness. —• Tónskáldin Jón
Þórarinsson og Sigurður Þórðarson
hafa samið lög við þetta Ijóð.
Ég skal vaka og vera góð
vininum núnum smáa,
meðan óttan rennur rjóð,
roðar kambinn bláa,
og Harpa sýngur hörpuljóð
á hörpulaufið gráa.
Stundum var í vetur Ieið
veðrasamt á glugga;
var ekki eins og væri um skeið
vofa í hverjum skugga?
Fáir vissu að vorið beið
og vorið kemur að hugga.
Sumir fóru fyrir jól,
— fluttust burt úr Iandi,
heillum snauðir heims xun ból
hús þeir byggja á sandi.
1 útlöndum er ekkert skjól,
— eilífur stormbeljandi.
I»ar er auðsýnt þurradramb
þeim sem út er borinn,
eingin sól rís yfir kamb
yfir döggvuð sporin.
Þar sést hvorki lítið lamb
né lambagras á vorin.
I>á er börnum betra liér
við bæjarlækinn smáa,
í túninu þar sem trippið er.
Tvævetluna gráa
Skal ég góði gefa þér
og gimbillnn hennar fráa.
Og ef þig dreymir ástin mín
Oslóborg og Róma,
vængjaðan hest sem lileypur og skín,
hleypur og skín með sóma,
eg skal gefa þér uppá grín
allt með sykri og rjóma.
Eins og hún gaf þér íslenzkt blóð,
tingi draumsnillingur,
megi loks hin litla þjóð
leggja á hvarm þér fíngur
— á meðan Ilarpa hörpuljóð
á hörpulaufið sýngur.
v(uncm
Ritstj.: Gunnar M. Magnúss. Útgefandi: Þjóðviljinn.
SKÁLDAÞÁTTUR
HAlMór mjm
LAxness
Nóbelsverðaunaskáld
.wwv%t._jwu*w
Hann heitir Halldór
Guðjónsson og kennir sig
við Laxnes í Mosfells-
sveit. Og nú er hann
kurmur um víða veröld
undir nafninu Halldór
Kiljan Laxness. Fyrir
hálfum mánuði var hann
sæmdur hinum mesta
heiðri, sem nútímaskáldi
getur hlotnazt, þegar hon-
um voru veitt bók-
menntaverðlaun Nóbels.
En Nóbelsverðlaunin eru
þannig til orðin: — Á
19. öldinni var uppi í
Svíþjóð vísindamaður,
Alfred Nóbel að nafni.
Hann fann upp sprengi-
efni, m.a. dynamit, mynd-
aði stórrekstur, stofnsetti
verksmiðjur í mörgum
löndum og græddi of
fjár. Þegar stundir liðu
sá hann að jarðarbúum
stafaði mikil hætta af
misnotkun á uppfinning-
um hans. Hann ákvað
þvi að mynda sjóð
af eignum sínum
og skyldi veita úr
honum árlega
verðlaun til vel-
g e r ða rm a n n a
mannkynsins.
Verðlaunin eru
veitt fyrir afrek
í bókmenntum,
iæknisfræði, efna-
fræði, eðlisfræði
og fyrir mikilvæg
störf í þágu friðarins.
Bókmenntaverðlaunin
voru í fyrsta sinn veitt
árið 1901. Hafa þau síð-
an fallið í skaut margra
mestu andans manna
þessarar aldar, en það
er í fyrsta sinn nú, sem
íslendingur hlýtúr þau.
En það er engin slembi-
lukka samfara því að
Halldór Kiljan Laxness
hlýtur slík verðlaun.
Hann hefur frá æskuár-
um helgað sig list orðs-
ins og agað sig strangt,
kafað djúpt í sögu, bók-
menntir og menningar-
arfleifð þjóðarinnar og
sótt auk þess til fanga
vítt um lönd. Hann er
einn hinn víðförlasti ís-
lendingur, heimsborgari
og rammur íslend-
ingur í senn. Fyrsta bók
H. K. L. kom út, er höf-
undur var 17 ára. Það
var skáldsagan Barn
náttúrunnar. Síðan hafa
komið frá hans hendi
milli 30 og 40 bækur,
Framhald á 3. síðu.
Fimmtudagur 17. nóvember 1955 — NÝI TlMINN — (9
• r
Komnnyriisfar hjarga sfjórn
Faure frá faili í annað sinn
NeSri deild þingsins samfaykkti aftur
frumvarp hennar um kosningar
Neðri deild franska þingsins samþykkti nýlega í fimmta
sinn á fimm vikum traust á stjórn Edgars Faure og í ann-
aö skipti á hálfum mánuði voru það þingmenn komm-
únista sem björguðu henni frá falli.
Faure hafði gert atkvæða-
greiðslu um frumvarp stjórnar-
innar um þingrof og kosningar
að fráfararatriði. Það var sam-
þykkt með 285 atkvæðum gegn
247. Samkvæmt frumvarpinu á
að rjúfa þing við endanlega
samþykkt þess og efna til kosn-
inga. Jafnframt er svo kveðið á,
að kosið skuli eftir hlutfalls-
reglu, en um leið lagt bann við
kosningabandalögum flokka.
I annað skipti.
Þetta var í annað skipti sem
deildin greiddi atkvæði urn
frumvarpið. Eftir fyrri at-
kvæðagreiðsluna var það sent
til efri deildar sem gerði á því
þá breytingu að kosið skyldi í
einmenningskjördæmum. Fengi
enginn frambjóðandi hreinan
meirihluta í kjördæmi, skyldi
kosið aftur og nægja einfaldur
meirihluti. Þannig breytt var
frumvarpið samþykkt með mikl-
um meirihluta atkvæða, en
vegna breytingarinnar varð
neðri deildin að fjalla um það
aftur.
Ekki kosningar í desember.
Nú fer frumvarpið aftur til
efri deildar og geri hún enn á
því breytingar, verður neðri
deildin enn einu sinni að fjalla
um það. Efri deildin getur tafið
framgang mála sem neðri deild-
in hefur samþykkt í 100 daga,
hafi ekki náðst samkomulag
milli deildanna fyrir þann tíma,
ræður vilji neðri deildar.
Nú þegar er fyrirsjáanlegt,
að enda þótt frekari tafir verði
ekki á afgreiðslu kosningafrum-
varpsins, muni ekki unnt að
efna til kosninga í desember.
Líkur eru á að kosningarnar
verði í janúar.
Kommúnistar styðja frum-
varp stjórnariimar.
Nær allir 100 þingmenn
kommúnista greiddu í gær at-
kvæði með frumvarpi stjórnar-
innar. Jacques Duclos, leiðtogi
þeirra á þingi, gerði þá grein
fyrir afstöðu þeirra, að þeir
væru fylgjandi að efnt yrði til
kosninga sem fyrst og styddu
einnig tillögur stjórnarinnar
úm tilhögun kosninganna.
Ankin áhrif kommúnista
á þingi.
Nái frumvarp stjórnarinnar
endanlega fram að ganga, eins
og telja má líklegt, er fyrir-
sjáanlegt að kommúnistar muni
verða mun öflugri á þingi eftir
kosningar en fyrir. Bæði er það
að talið er víst að þeim hafi
aukizt kjörfylgi og svo hitt að
þessi kosningatilhögun stjórn-
arinnar er réttlátari í þeirra
garð en sú sem höfð var í síð-
ustu kosningum 1951.
I þeim kosningum voru leyfð
kosningabandalög flokka. Þeim
var þannig háttað, að flokkarn-
ir buðu fram hver í sínu lagi,
en atkvæði þeirra sem gengið
höfðu í bandalag voru talin
saman. Hefðu þeir samanlagt
fengið meira en helming at-
kvæða var öllum þingmönnum
kjördæmisins skipt á milli
þeirra, en hinir flokkamir fengu
engan mann kjörinn.
Þessi lög vora sett til að
hindra framgang kommúnista,
enda tókst það. Kommúnistar
fengu rúmlega 5 milljón at-
kvæði, 26,5%, en aðeins 103
þingmenn, eða rúmlega 15%
þingmanna. Hins vegar fengu
sósíaldemókratar 105 þing-
menn, enda þótt þeir hefðu að-
eins 2,8 millj. atkvæði, eða
14,5%.
Stórminnkuð áhrif
sósíaldemókrata.
Það er einnig fyrirsjáanlegt
að áhrif sósíaldemókrata á
þingi munu stórminnka ef
frumvarp stjórnarinnar nær
fram að ganga, og hugmyndir
Mendes-France um bandalag
Róttæka flokksins og sósíal-
demókrata væri þá úr sögunni.
Og þar mun falin skýringin á
því hvers vegna Edgur Faure
og íhaldsflokkarnir frönsku
vilja fella niður ákvæðin sem
heimiluðu kosningabandalög.
^AAAAA»VUWVVUVUlVUWWVIAAAMAnWWA%W.VVVVWVV
i í
Hráolía og benzín hækkar um
3 aura lítrínn
Hinn 10. nóvember s.l. hækkaði verð á benzíni
og hráolíu um 3 aura lítrinn. Hækkar benzíniö úr
kr. 1.75 í kr 1.78 og hráolían úr kr. 0.76 í kr. 0.79.
Hráolíuverðið miðast við kaup af lager en sé olían
keyi-ð heim leggst enn IVz eyrír á lítra og er þá
verðið 80 Vi eyrir. Verður allur almenningur
sem olíuna notar til upphitunar húsa sinna aö
sæta því verði því fæstir hafa aðstöðu til heim-
flutninga sjálfir.
Þessa nýju veröhækkun á benzíni og olíu af-
saka «olíufélögin með hækkuðum flutningskostn-
aði. Má nærri geta aö fátæk og aöþrengd fyrirtæki
eins og olíufélögin hafa ekki getað tekið þá hækk-
un á eigin heröar enda stóð ekki á stjómarvöldun-
um að samþykkja að henni skyldi velt yfir á al-
menning.
VUWVAAAVWUV^AMWVVVWhAniWVVWWVSMUVWUVWUVWV