Nýi tíminn - 17.11.1955, Side 10
2
Oveðnð
eífir Lótus, 11 ára
5>að var nístandi kuldi
úti. Regnið lciindi rúð-
urnar. Og kuldinn reyndi
af öllum mætti að troða
£ér inn i litla hrörlega
húsið. Hræðilegar hugs-
anir læddust um huga
Yiö Mðjiim
hellsa
Fjarska er fallegt upp
með læknum. Og litlu síl-
úngarnir leika sér í sól-
skininu, og þeir eru svo
fallegir á litinn, Og það
er allt öðruvísi hljóðið í
læknum uppí holti en
niðrá túni. Og á ég að
segja þér hvað lækur-
inu.er.að segja í sólskin-
inu rrieðan hann renn-
ur? Hann er að segja:
Ég er á leiðinni oní
sveit til þess að tala við
börnin hreppstjórans. Ég
ætla að tala við hann
Seina og hana Tobbu
litlu og hana Imbu litlu
og segja þeim onúr fjalli.
Huldufólkið er á bláum
íreyjum og dansar í
hvamminum, en í gilinu
held ég búi útilegumað-
isr.
Kæri lækurinn minn,
við biðjum að heilsa hon-
um Steina og henni
Tobbu litlu og henni
Imbu litlu!
Halldór Kiljan Lax-
ness í Vefarinn mikli.
Önnu. Að hugsa sér, —
pabbi og Bjössi bróðir
hennar úti á sjó. Henni
fannst sem hún heyrði öld-
urnar skella á bátnum.
Ekki leið móður Önnu
betur, en hún reyndi að
láta á engu bera og hélt
áfram að rugga Sistu
litlu, systur Önnu, þó
hún væri löngu sofnuð.
Anna reyndi að hrista af
sér þá hugsun að fara
niður á klettana með
lukt og lýsa feðgunum
í land, því mamma henn-
ar sagði, að sjórinn og
vindurinn gætu hrifsað
hana með sér. Anna vissi,
að mömmu langaði niður
eftir. Allt í einu stóð
Anna upp og sagði: „Þú
verður að fara, mamma,
annars fer ég“. Loks lét
mamma undan, þótt treg
væri. Anna lagðist upp
í rúm til þess að eyða
tímanum. Það lét óþægi-
lega í eyrum að heyra
marrið í húsinu. Loks
eftir um tvo tíma, sem
ætluðu aldrei að líða hjá
Önnu, kom mamma —
og pabbi og Bjössi voru
með henni. Mikið varð
Anna fegin. Pabbi sagði,
að þeir hefðu alveg verið
að fara í klettana, þeg-
ar þeir sáu luktarljósið,
því að þeir hefðu átta-
villzt, þegar óveðrið skall
á.
Hið undursamlegaævintýr
Ljóðið er eftir Loft Guðmundsson. — Haukur
Mortþens hefur sungið það inn á hljómplötu
við lag, sem á ensku nefnist „To morrow".
Allt mun ganga greitt, — á morgun
gleðihnoss þér veitt, — á morgun.
Lát því aldrei hryggðarliag
hugann buga um sólarlag.
Lífið hefur breytt um brag, — á morgun.
Sólin gyllir sund, — á morgun.
Söngvar ylja iund — á morgun.
Ekkert varir ár og síð,
já, ekki lieldur sorg og stríð,
þín mun híða betri tíð, — á morgun.
Svo reifast rökkurhjúpi,
þá rós hver og ský.
Af dökkvans þögla djúpi
rís dagur á ný . . .
Þér ieikur allt í iyndi, — á morgun
þín bíður ást og yndi, — á morgun.
Aldrei stund neln aftur snýr,
en yfir vonatöfrum býr
hið undursamlega ævintýr . . .
á morgiui.
3
Spjall um bókina umísland
Ásdís Hulda. Beztu þökk
fyrir bréfið með tilkynn-
ingunni um þátttöku í
bókinni um ísland. Þú
H. K. Laxness
Framhald af 1. síðu
skáldsögur, ljóð, leikxút
og ritgerðasöfn. Bækur
hans hafa komið út í
18—20 löndum og fólk
um víða veröld dáist nú
að skáldsnilli hans.
Hér er ekki rúm til
þess að segja frá verk-
um hans, en nefnd skulu
nokkur þau skáldrit, þar
sem list hans ber hæst
og er þó vandi að taka
svo til orða. Það eru
skáldsögurnar Salka
Valka, Sjálfstætt fólk,
Ljósvíkingurinn, Islands-
klukkan og Gerpla.
H. K. L. fæddist í
...^eykjavík 23. , 4., .1902,
en fluttist barn að aldri
með foreldrum sínum
Sigríði Halldórsdóttur og
Guðjóni Helgasyni að
Laxnesi og ólst þar upp.
Nú hefur skáldið byggt
sér hús við Þingvalla-
veginn, skammt frá æsku-
heimili sínu, og á þar
þeimili að Gljúfrasteini
með Auði konu sinni og
tveimur dætrum, korn-
ungum.
Fyrir hönd ykkar,
kæru ungu lesendur, sem
munuð njóta verka þessa
mikla töframanns, sendir
Óskastundin fyrsta Nó-
belsverðlaunaskáldi ís-
lands þakklæti fyrir unn-
in afrek og beztu ámað-
aróskir.
minnist á mál, sem við
þurfum einmitt að ræða
saman, allir höfundarnir
að bókinni um ísland. Þú
segir: . . „Er nokkuð á
móti því, að ég láti pabba
minn lesa yfir það, sem
ég kynni að skrifa í
bókina um ísland, og lag-
færa það, sem honum.
finnst að ætti að vera
öðruvísi, og einnig að
hjálpa mér, ef ég verð
í vandræðum. Ég vil
spyrja að þessu af því
að mér fyndist leiðinlegt
að láta hann hjálpa mér
og láta svo ykkur halda
að ég hefði gert það ein,
— en jafnframt, ef það
verður gott, þá er það
ekki jmér ednlni að
þakka“.
Svar: — Þetta er rétti-
lega athugað. Um jóla-
leytið verður öllum höf-
undum að bókinni um
ísland sent bréf með
reglum um fyrirkomulag.
En um leið og Ásdísi
Huldu er svarað nú, nær
það vitanlega til ykkar
allra. Það er vafalaust
nauðsynlegt fyrir ykkur
að biðja foreldra ykk-
ar og aðra vini um fróð-
leik og upplýsingar, en
þið verðið að skrifa allt
sjálf, með ykkar eigin
orðalagi. Það ei mynd
ykkar af sveitinni ykkar,
bæjunum, landinu ykk-
ar, sem þið lýsið og því
aðeins verður bókin veru-
lega skemmtileg, að þið
fáið að njóta ykkar í
algeru frelsi og sjálfs*
trausti. Ykkur dettur svo
margt fallegt í hug, þið
sjáið svo margt í dásam-
legu ljósi, þið eruð oft
svo hnittin í framsetn-
ingu. Það verður að vera
Framhald á 4. gíðu.
Mefaskrá
fþróttabandalags drengja 15. júlí 1955.
B-fiokkur — 13-15 ára
60m hlaup: Kristinn Ketilsson ÍF
80m — Kristinn Ketilsson 1F
lOOm —• Kristinn Ketilsson IF
200m — Kristinn Ketilsson IF
400m — Kristinn Keti!sson.,IF
800m — Kristinn Ketilsson IF
80m grindahl: Karl Magnússon IF
Hástökk: Björn Jóhannsson IDK
— án atrennu: Bragi Þorbergss. IF
Langstökk: Björn Jóhannsson IDK
— án atr: Hergeir Kristgeirsson IÞ
Þrístökk: Björn Jóhannsson IDK
— án 'atr: Hergeir Kristgeirsson ÍÞ
Stangarst: Ingvar Hallsteinsson IF
Kúluvarp: Þórir Sæmundsson 1F
— beggja handa: Júlíus Guðj.ss. 1G
Kringlukast: Þórir Guðmundss. ID
— b. handa: Þórir Guðmundss. 1D
Spjótkas't: Kristinn Ketilsson IF
— b. handa: Ólafur Jónsson IDK
Steggjukast: Karl Magnússon 1F
7,3 sek. 1949
9,9 — 1949
11,8 — 1949
24,3 — 1949
57,1 — 1949
2:07 4 mín 1949
12,5 sek. 1950
1,56 m 1951
1,28 m 1950
5,84 m 1951
2,52 m 1949
12,00 m 1951
7,58 m 1949
2,80 m 1950
14,05 m 1950
22,48 m 1951
40,12 m 1951
66,31 m 1951
39 77 m 1949
55,25 m 1952
28,26 m 1950
0LO> — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 17. nóvember 1955
Viðskiptamálaráðherra íhaldsins mælir
í^rir um harðvítug in nilutningshöit
Með g'ialdþroti sfjórnarstefnunnar reynir ihaldið oð
hrifsa til sln öll völd i efnahagslifinu
Ríkisstjórnin hefur nú gefið embættismönnum sínum^
í Innflutningsskrifstofunni og bönkunum fyrirmæli um
mjög harðvítug innflutningshöft sem bæði eiga aö ná til
vörutegunda þeirra sem háðar eru leyfisveitingum og eins
þeirra sem „frjáls innflutningur" er á! Sérstaklega er
bannaö að flytja inn vörur til byggingarframkvæmda,
miðstöðvarofna, vélar, verkfæri o. fl.
Þessi höft eru enn eitt dæmi
• um hið fullkomna gjaldþrot rík-
isstjórnarinnar í efnahagsmálum,
hvernig hún hamast nú við að
éta ofan i sig allar fyrri kenn-
ingar. En það er einnig sérstak-
iega athyglisvert að íhaldið er að
reyna að fá öll völd yfir hinum
nýju innflutningshömlum í sín-
ar hendur. Það var Ingólfur
Jónsson sem kallaði embættis-
mennina á sinn fund, mælti
sjálfur fyrir um það hvemig
höftunum skyldi háttað og krafð-
íst þess að hafa stöðugt persónu-
legt eftirlit með gerðum þeirra.
Fulltrúar íhaldsins í Innflutn-
ingsskrifstofunni og bönkunum
hafa einnig neitunarvald, þannig
að raunverulega eru yfirráð í-
jbaldsins alger.
Leggur undir sig
bankana
Þetta skref er hliðstæTF þvi
sem gerzt hefur í tveimur
stærstu bönkum þjóðarinnar, en
þar hefur íhaldið hrifsað til sín
öll völd. Útvegsbankinn er orðinn
algert heimilisfyrirtæki thorsr
aranna og Sjálfstæðisflokksins
og nú hefur verið tilkynnt að
tengdasonur Ólafs Thors verði
bankastjóri Landsbankans, en
Sjálfstæðisflokkurinn hafði þar
fyrir algeran meirihluta í banka-
ráði. Miðar þetta að því sama,
að tryggja einræðisvald íhaldsins
í efnahagsmálunum.
t
íhaldið hækkaði
bátagjaldeyrinn
Það var einnig einhliða íhalds-
aðgerð þegar útgerðarmenn á-
kváðu fyrir skemmstu að hækka
bátagjaldeyrisálagið um allt að
40%, lækka þannig raunveru-
lega gengi krónunnar og magna
dýrtíðina. Sjálfstæðisflokkurinn
hefur alger yfirráð yfir Lands-
sambandi íslenzkra útvegsmanna
sem tók þessa ákvörðun upp á
sitt eindæmi.
Helmingaskiptareglan
fallin úr gildi
Það er þannig ekki lengur Al-
þingi sem stjórnar landinu, ekki
einu sinni ríkisstjórnin, heldur
ýmsar stofnanir sem íhaldið hef-
ur öll tök á. Undrast ýmsir
Framsóknarmenn að vonum hina
algeru uppgjöf Framsóknar-
flokksins; hægri klíkan undir
forustu Eysteins Jónssonar virð-
ist fyllilega hafa sætt sig við
það að afhenda Sjálfstæðis-
flokknum einum öll völd í efna-
hagskerfi þjóðarinnar þegjandi
og hljóðalaust. Jafnvel hin sí-
gilda helmingaskiptaregla virðist
ekki gilda lengur!
TeSja þá niðurlægjandi lynr stéttina
Þýzkir bændur neita að sætta sig við það aö fá hækk-
aö afurðaverð í mynd framleiðslustyrkja úr ríkissjóði.
Þetta er nýjasta herbragðið
í mjólkurstríðinu, sem framleið-
endur og neytendur í Vestur-
Þýzkalapdi hafa háð undanfarna
mánuði.
MJÓLKURVERKFÖLL
Bændur hafa lengi krafizt
þes að verð á mjólk hækki úr
40 pfennig Htrinn í 45. f sumar
fékkst verðhækkun leyfð, en
henni var svarað með mótað-
gerðum neytenda. Húsmæður
takmörkuðu mjólkurkaup við
það minnsta sem þær gátu komizt
af með. í mörgum borgum skipu-
lögðu verkalýðsfélögin þessi
m j ólkur verkf öll.
Gráturinn
lengir HfiS
Nokkrir franskir læknar hafa
komizt að þeirri niðurstöðu að
karlmenn gætu lengt ævi sína
verulega með því að skæla há-
stöfum öðru hvoru. Það á að
gefa tárunum lausan tauminn
en ekki bæla niður grátinn eins
og flestir karlmenn gera, segja
læknarnir. Bælingin kemur ó-
reiðu á allt kirtlakerfið og á
oft þátt í hjartasjúkdómum og
kvillum í nýrum og maga. Kon-
urnar eru grátmildari en karlar
og það á að dómi læknanna þátt
í að þær ná hærri meðalaldri en
karlar.
Þessar mótaðgerðir neytenda
urðu til þess að ríkisstjórnin á-
kvað að greiða bændum fjóra
fimmtu hluta verðhækkunarinn-
ar í framleiðslustyrk.
Nú hafa formenn bændasam-
bandsins hafnað því boði. Segja
þeir að bændur muni neita að
taka á móti styrkjum, því að
þeir telji það niðrandi fyrir
stéttina að veita henni hækkað
afurðaverð í mynd greiðslna úr
ríkissjóði.
SkatÉsvtkarar
Samtök franskra kaupsýslu-
manna sem neita að greiða
skatta og kennd eru við foringja
sinn Poujade hafa ákveðið að
bjóða fram við væntanlegar
þingkosningar í Frakklandi.