Nýi tíminn


Nýi tíminn - 17.11.1955, Síða 2

Nýi tíminn - 17.11.1955, Síða 2
ÍJ) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 17. nóvember'1955 Hafin endurbygging Lagari Lengsta brú á íslands, hm 315 m langa Lagar- fl]ótsbrú, hefur sfað/S / réttaháífa öld Rahbað við Þorvald Gnðiónsson brúazsmið \ nm hina nýju stórbm, þá gömlu, sem nú verður leyst af hólmi — og sitt af hverju f frá 23 ára starfi við brúarsmíði Frá fréttaritara Þjóðviljans. Héraði í október. I>að er eitt hvað á seyði við Lagarfljótsbrú. Maöur er staddur á Egilsstöðum eitt septemberkvöld og tekur þá eftir því, aö þaö er komin fjögur skær ljós úti viö brú. Einhver þorpsbúi segir manni, að brúarsmiðir séu komn- ir þangaö. Þetta eru ljós á tjöldum þeirra. — Á hverju byrjið þið? Gamla Lagarfljótsbrúin er lengsta brú á fslandi og nú eru 50 ár frá því hún var reist. Það eru vissulega nokkur tíðindi, þegar á að fara -að endurbyggja hana. Fréttaritara Þjóðviljans þótti ástæða til að segja lesend- um blaðsins eitthvað frá þessari framkvæmd og brá sér því að Lagarfljótsbrú hér um kvöldið og spurði uppi yfirsmiðinn, Þor- vald Guðjónsson, til þess að fræðast af honum um ýmsa leyndardóma nútíma brúarsmíða. Þorvaldur er mörgum héraðs- búum kunnur frá fyrri árum. Nýlega var hann hér í 2 sumur í röð og stjórnaði brúarsmíði við Jökulsá og Keldá í Fljótsdal og Geitdalsá í Skriðdal. Ekki hafði hann lengi dvalizt hér eystra er orð fór að fara af dugn- aði. hans og vinsældum meðal allra, sem nokkur skipti höfðu við . hann. Það talar kannski skýrustu máli, að þegar hann hafði iokið brúarsmíðum í Fljóts- dal og Skriðdal, voru honum og mönnum hans haldin vegleg kveðjusamsæti í báðum byggðar- löguml Ég hitti Þorvald við brúna að loknum vinnudegi á björtu haustkvpldi. og bar upp við hann erindi mltt, hvort hann vildi segja mér eitthvað um brúar- gerðina og lofa mér að hripa niður handa Þjóðviljanum þann fróðleik, sem hann miðlaði. Með því yfirlætisleysi, sem virðist eitt einkenni Þorvaldar, sagði hann, að svo heppilega vildi nú til, að Árni Pálsson verkfræðingur, sem teiknað hefði nýju brúna, væri staddur á Egilsstöðum, og myndi vera miklu betra fyrir mig að tala við hann. En ég sat við minn keip og kvaðst vilja tala. við hann. Féllst Þorvaldur nú á það og bauð mér í skála sinn, þar sem við settumst sinn á hvort rúm og hófum brúartal okkar. — Telur þú ekki, að mikíl, þörf hafi verið á að leysa gömlu brúna af hólmi? spyr ég fyrst. — Jú, svarar Þorvaldur, ég held að það hafi verið síðustu forvöð. Eins og þú veizt, munaði minnstu, að gamla brúin færi í vor, þegar jakaruðningur lagð- ist að henni og braut 4 ísbrjóta framan við hana. Þá varð það til bjargar, að ekki hvessti af suðvestri. — Hvernig finnst þér gamla brúin hafa enzt? — Hún hefUr dugað svo vel, að þrátt fyrir aldurinn má segja, að hún hafi fullnægt þörfinni allt fram á síðustu ár. — Verður ekki mikið verk að gera hina nýju brú? — Jú, það verður mikið verk. — Að ganga frá „grunni" und- ir stöpla og steypa stöplana sjálfa. — Er ekki einmitt „grunnur- inn“ talsvert vandamál hér í Lagarfljóti? — Jú, það má segja það, þvi að grunnur í venjulegri merk- ingu fæst hér alls ekki! Við verð- um að býg h$nn til. Undir brú- Þorvaldur Guðjónsson Hann stjórnar endurbygglngu lengstu brúar á íslandi arstæðinu er leir, sem við verð- um að telja botnlausan. Þar sem hver stólpi kemur, verða reknir þétí niður langir stólpar af svip- aðri gerð og raflínustólpar. Lík- ur eru til, að sumsstaðar verði að reka niður tvær stólpalengdbr. Þar eð bilið milli stöpla verður sama og á gömlu brúnni, get- um við notað í þessa undirstöðu þá stólpa, sem fyrir eru, og þurf- um því aðeins að reka niður til viðbótar. Á þessa undirstöðu verða svo stöplarnir steyptir. — Svona brúarstöplar þurfa líklega að vera mikil bákn? — Nei, þeir verða einmitt mjög þunnir og á allan hátt sem léttastir. Þykktin verður ekki meiri en svo, að vatnsop nýju brúarinnar verður jafn stórt og á hinni gömlu ofan venjulegs vatnsborðs í Fljótinu. 50 ára reynsla hefur sýnt, að það er nógu stórt fyrir, og annarsstað- ar höfum við ekki lengri reynslu hér á landi í því efni. — Nýja brúin að öðru leyti? — Breidd hennar verður 6,80 m. Ófan á stöplana verða lagðir 5 stálbitar hlið við hlið, á þá ofan þverbitar og loks trédekk efst. — Trédekk? — Já, trédekk. Það gefur brúnni sveigjanleika, sem getur reynzt mikilvægt, ef stöplar skyldu missíga, auk þess er það létt. Ef steinsteypt plata hefði verið gerð á stöplana, hefði hún orðið um 900 tonnum þyngri en á þeirri gerð, sem valin hefur verið. — Hvernig er farið að því að steypa svona brúarstöpla? Þarf ekki vatnsþétt mót, sem vatninu er dælt úr, áður en steypt er? — Nei, vatnið fær að vera í friði í mótunuwi, en það er stumgi e ið langri trekt niðrí þau og nær hún alveg til botns. Síðan er steypunni rennt í mótin gegnum . v þessa trekt og sezt hún þá alveg í rólega á botninn án þess að j þvost nokkuð út. — Verður unnið mikið i haust? — Ef tíðin verður sæmileg, vonumst við til að geta steypt eina 5—8 stöpla. — Er ekki bygging þessarar brúar erfitt verkefni? — Nei, ekki held ég það. Ég held það sé ekki erfiðara en margt annað. Það verður verst að eiga við niðurrekstur stólp- anna, einkum ef hvassviðri verð- ur og öldugangur, því að fail- hamarinn er festur á fleka, sem færður er meðfram brúnni. ' > — Svo að við vendum nú okkar kvæði í kross, hvað hef- ur þú lengi fengizt við brúar- srhíði? — Síðan 1932. — ... og í mörgum lands- hlutum? - Mig vantar partinn frá Reyðarfiðri suður um til Mos- fellssveitar. í öllum öðrum lands- hlutum hef ég unnið lengur eða skemur, t. d. 3 sumur hér eystra. — Skemmtilegasta verkefni þitt í brúarsmíðum? — Brúin yfir Blöndu í Böndu- dal. — Hvers vegna? — Það er hengibrú og það eru ekki reistar fleiri hengibrýr hér á landi en svo, að gott má heita, ef sami verkstjóri lendir einu sinni á slíku. Flestar brýr, s.em hér eru reistar eru annars með líku sniði, og fyrir því finnst manni mikið til um ný- breytnina. — Helzta lán þitt í starfinu? — Það er tvímælalaust, að mér hefur tekizt að halda sömu mönnum lengi í flokki mínum. Það hafa unnið hjá mér sömu menn allt upp í 9 sumur sam- fleytt. Ég tel mesta lán hvers verkstjóra að geta haft sömu mennina sem lengst. — Það er kannski bamalegt að spyrja svö, en hvers vegna hefur þú dvalið svona lengi við þetta starf? — Mér þykir starfið skemmti- legt og kýs það öðrum störfum fremur á sumrin. — En á veturnar? — Á veturna vinn ég við skipasmíðar á Akureyri, — Ertu ekkert orðinn þreyttur á flækingnum á sumrin? — Nei, þetta hefur komizt upp í vana, svo að á vorin fer mann að langa til að komast Starfsmannafélag útvarpsins vítir útvarpsstjóra Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins hefur samþykkt með samhljóða atkvæðum, á fjölmennum fundi, vítur á útvarpsstjóra, Vilhjálm Þ. Gíslason. Munu víturnar fyrst og fremst hafa beinzt að framkomu útvarpsstjóra við einn af starfsmönnum stofnunarinnar, sem ieiddi til þess að hann sagði starfi sínu lausu; hefur hann starfað við útvarpið flestum mönnum lengur og gegnt ábyrgðarstöðu. Samþykkt af þessu tagi mun vera nær einstæð hér á iandi, og er ekki ótrúlegt að hún dragi nokkurn dilk á eftir sér. Það er á almannavitorði að allmikils ósam- komulags hefur gætt innan Ríkisútvarpsins að undan- förnu, einkum milli útvarpsstjóra og annarra starfs- marna; og hefur það stundúin birzt í næsta spaugilegu gervi. --------------------------------------t Full ökuleyfissvipting strax við fyrsta brot í gær kom. til 1. umr. frumvarp Skúla Guðmundsson- ar um breytingu á bifreiðalögunum. Ganga breytingar þessar í þá átt, að herða á ákvæðum laganna varðandi ölvun við akstur og gáleysi. Þar er m. a. kveðið svo á: „Bifreiðarstjóri, sem ekur bif- reið undir áhrifum áfengis eða neytir áfengis við bifreiðarakst- ur, skal sviptur ökuleyfi sínu að fullu.“ Kvað flutningsmaður tilgang sinn vera, að draga með þessu úr þeim tíðu bifreiðarslysum, sem jiú ættu sér stað og væru orðin alvarlegt vandamál. Bjarni Benediktsson, dóms- málaráðh. skýrði frá því í um- ræðunum, að farið væri nú að taka harðar á þessum málum. Hæstiréttur væri hættur að dæma til styttri ökuleyfissvipt- ingar en 6 mánaða og nú um margra ára bil hefðu engar náð- anir átt sér stað vegna leyfis- sviptingar um skemmri tíma en 3 ár. Hinsvegar hefði lagaheim- ild verið notuð til að stytta niður i 3 ár ævilanga sviptingu, en þó aldrei fyrr en viðkoínandi hefði verið leyfislaus í 3 ár. Áleit hann eitt áhrifaríkasta ráðið vera að birta nöfn og dóma allra, sem dæmdir væru fyrir ölvun við akstur. Þá sagði hann, að hér á landi myndi vera strang- ara eftirlit með bifreiðaakstri í þessu tilliti en í flestum löndum öðrum. Efni í blóðinn ©r vöni gegn sýkingia Própeidíii einangrað úr blóði manaia Vísindamönrmm befur tekizt að einangra úr blóði manna efni sem veitir vörn gegn hverskonar sýkingu. Lengi hefur verið ljóst að Reserve háskólans í Bandaríkj- slíkt efni hlyti að vera th, því að menn og dýr eru í svo stöð- ugri snertingu við sýkla að þeim væri ekki líft ef likam- inn réði ekki yfir varnarvopni sem vinnur á flestum sýklainn- rásum áður en þeim hefur tek- izt að vinna tjón. Nýtt undralyf ? Þetta efni hefur nú fundizt í blóðinu og hefur hlotið nafnið próperdín. Vísindamönnum sem starfa við læknadeild Westem af stað í brúarvinnuna. — Að lokum vildi ég spyrja, hvort þú ættir nokkra sérstaka ósk í sambandi við starfið? — Ég mundi óska þess, að all- ir ungir menn úr bæjunum mættu einhvern tíma eiga þess kost að vera úti um landið í vinnu undir berum himni við arðbæra þjóðþrifavinnu, segir Þorvaldur Guðjónsson að lokum. sibl. unum tókst að einangra það. Von vísindamanna er su að hægt verði að beizla próperdín svo að hægt verði að beita því gegn hverskonar sjúkdómum Qg sýkingum. Það sem vísindamönnunum þykir merkilegast við próperd- ín er virðist jafn órugt gegn öllum sýklum. Að þvi leyti er það frábrugðið móteinum, sem myndast í blóðinu við sýk- ingu eða bólusetningu en vinna ekki nema á einni tegund sýkla. Rottur bezt varðar. Próperdín fannst fyrst i blóði dýra og komið hefur í ljós að næmi tegundanna við sýkingum fer eftir því, hve mikið er af próperdín í blóði þeirra. Rottur hafa allra dýra mest próperdín 1 blóðinu og þær eru líka ónæmastar fyrir sýkingu. Geislaverkun eyðileggur pró- perdínið í blóðinu og af því Framhald á 11. síðu.

x

Nýi tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.