Nýi tíminn - 17.11.1955, Qupperneq 11
Fimmtudagur 17. nóvember 1955 — NÝI TÍMINN — (11
Þingsályktunartillaga um flug-
völlinn í Vestmannaeyjum
Vestmannaeyjaþingmennirnir, Jóhann Jósefsson og
Karl GuÖ’jónsson, hafa flutt á Alþingi tillögu til þings-
ályktunar um endurbætur og stækkun flugvallarins í
Vestmannaeyj um.
Tillagan er þannig:
„Alþingi ályktar að fela rikis-
stjóminni að láta ekki lengur
Framhald af 1. síðu.
verið lögð á reikning sendiráðs-
ins. Framlagið síðan hefði num-
ið 95,7 millj. króna og þetta
næmi því 9,6 millj. Fram til þess
tíma hefði framlagið numið 380
millj. og 5% af því væru 19
millj. Alls nemur þvi bluti séndi-
ráðs Bandaríkjanna 28,6 millj.
króna.
„Ég vil upplýsa hæstv. ráð-
herra um það, að lög, sem sam-
þykkt eru á Bandaríkjaþingi,
gilda ekki hér á íslandi, jafnvel
þótt ríkisstjórnin hafi tjáð sig
samþykka,“ sagði Einar í svar-
ræðu sinni til viðskiptamólaráð-
herra. Eftir íslenzkum lögum
næði ráðstöfunarréttur Alþingis
til 95% gjafafjárins og það væri
algert lagabrot, að minnka þann
hluta í 90%. Það væri í hæsta
máta undarlegt, að koma 1955
í ræðustól Alþingis og segja,
að eitthvað sé öðruvísi en ís-
lenzk lög ákveði, vegna þess að
þing Bandaríkjanna hafi sett
lög um þetta 1952.
Ráðherranum vafðist tunga
um tönn við að svara þessu.
En málið er augljóst. Almenn-
ingur hlýtur þyí að spyrja hvort
svo sé komið, að ríkisstjórnin
telji sig hafa afsalað löggjafar-
valdinu í hendur Bandarikja-
þings. En þó að hún hafi gert
það, þá hefur þjóðin ekki gert
það.
Almenningur hlýtur einnig að
velta fyrir sér þeim upplýsing-
um, að sendiráð Bandaríkjanna
hér á landi hafi haft til sinnar
ráðstöfunar 28,6 milljónir króna.
Þetta er engin smáræðisfúlga og
það er opinbert
dragast, að hafizt verði handa
um nauðsynlegt viðhald og um-
bætur til öryggis á Vestmanna-
eyjaflugvelli, og að hraða svo
sem unnt er stækkun vallarins".
Á síðasta þingi fluttu þeir
sína till. hvor um þetta efni og
var þeim þá vísað til ríkisstjórn-
arinnar eftir till. fjárveitinga-
nefndar með svofelldum rök-
stuðningi: „Þess má vænta, að
flugmálastjómin verji af fjár-
veitingu til flugvallagerðar svo
miklu fé til umbóta á Vest-
mannaeyjaflugvellí sem unnt er,
með hliðsjón af öðrum þörfum
á þessu sviði.“
Nú segja flutningsmenn, að
flugmálastjórnin hafi ekki ein-
asta látið undir höfuð leggjast
allar stækkunarframkvæmdir
heldur vanrækt nauðsynlegt við-
hald á slitlagi vallarins.
„Öllum Vestmannaeyingum og
mörgum þeim, sem skipti eiga
við Eyjar, er ástand Vestmanna-
eyjaflugvallar orðið mikið óí-
hyggjuefni og hinn furðulegi
dráttur á aðgerðum, er tryggja
hið fyllsta öryggi, fullkomið
hryggðarefni", segir í greinar—
gerðinni.
llægri klíka Alþýðuflokksins
Platína, gull og demantar
prýddu brúðarkjólinn sem Leila
Morheby, 19 ára stúlka frá
Líbanon, bar þegar hún giftist
Abdullah Assabah sheik i
Beirut í síðustu viku. Araba-
liöfðinginn á þrjár konur fyrir
og þær gáfu hinni nýju stöllu
sinni gjafir sem eru 700.000
króna virði. Sheikinn varð ást-
leyndarmál, jfanginn af fjórðu konu sinni
enda ákvæði um það í sjálfum ;þegar hann sá hana tilsýndar
marshallsamningum, að fé þetta jog hann greiddi hjúskaparmiðl-
er að mestu leyti notað í mútur 'ara 350.000 krónur fyrir rð ná
og áróður. Engan þarf því að fundi hennar. Brúðguminn gaf
furða þótt stjórnarflokkarnir séu brúðurinni i morgungjöf stór-
ekki í vandræðum með fé til á jhýsi sem kostaði sjö milijónir
róðurs síns, eftir þessar upplýs- ;króna. Brúðkaupsveizlan kost-
ingar. Það munar um minna en ;aði 575.000 krónur og skartáð
rúmar 28 milljónir í okkar litla sem brúðurin bar er 2.225.000
þjóðfélagi.
jkróna virði.
Framhald af 1. siðu.
Framsókn og Alþýðuflokknum
fái meirihluta í næstu kosn-
ingum, og að sjálfsögðu læt-
ur Þjóðvörn sér ekki til hugar
koma að fara í kosningabanda-
lag við þá aðila).
kr Próíessorar reikna
Aðalhöfundur þessarar furðu-
legu ályktunar er Gylfi Þ.
Gíslason prófessor. Hann hef-
ur að undanförnu setið við á-
samt Ölafi Jóhannessyni pró-
fessor að reikna út hvemig
bezt væri að ráðstafa atkvæð-
um Alþýðuflokksins og Fram-
sóknarflokksins, likt og þegar
heildsölur slá saman reytum
sínum. Ilelztu niðurstöður
þeirra-'eru þessar: *
Á Akureyri á Alþýðuflokk-
urinn að bjóða fram einn,
frambjóðandinn á að vera
hægri maðurinn Friðjón
Skarphéðinsson og Fram-
sókn á að kjósa hann. í
Eyjafirði á Alþýðuflokkur-
inn ekki að bjóða fram held-
ur kjósa Framsókn. Á Sigiu-
firði á Alþýðuflokkurinn að
bjóða fram hægri manninn
Erlend Þorsteinsson og
Framsókn að styðja hann. í
Barðastrandarsýslu eiga Al-
þýðuflokksmenn að styðja
dr. Kristin utanríldsráð-
herra, en Sigurvin Einarsson
og Gunnlaugur Þórðarson
sem báðir eru vinstri menn
eiga að víkja. Seyðisfjörð á
Framsókn að fá. í Reykja-
vík á Þórður Björnsson að
skipa þriðja sæti á Alþýðu-
flokkslistanum, það sæti sem
Alfreð Gíslason hafði áður.
í Hafnarfirði eiga Framsókn-
armenn að styðja Emil Jóns-
son. Þá á Alþýðuflokkurinn
ekki að bjóða fram í sveita-
kjördæmunum, heldur styðja
Framsókn, þar sem hann
liefur þá einhver atkvæði.
Eins og sjá má er áætlun
þessi öll miðuð við það að
hægri menn einir séu í framboð-
unum og komist á þáng —
að svo miklu leyti sem kjós-
endur vilja hlýða útreiknings-
vísindum prófessoranna!
Vinstri samvinna
felld
Á flokksstjórnarfundinum bar
Hannibal Valdimarsson, sem
þar var mættur sem þingmað-
ur með málfrelsi og tillögu-
rétti, fram breytingai’tillögu við
stjórnmálaályktunina þess efn-
is að allir andstöðuflokkar
íhaldsins tækju höndum sam-
an, mynduðu vinstri stjórn eins
fljótt og unnt væri samkvæmt
málefnagrundvelli þeim sem
Alþýðusambandið hefur mótað,
og gengju til kosninga á sín-
um tíma í samvinnu. Þessi til-
laga var felld með 31 atkvæði
gegn 6, og hin furðulega stjórn-
málaályktun síðan samþykkt.
Báðar tillögumar
samþykktar
Næsta mál á dagskrá flokks-
stjórnarfundarins var viðhorfið
til Alþýðusambandsins. Fengu
þá ýmsir æðiskast, þeirra á
meðal Magnús Ástmarsson sem
lýsti yfir því að þeir sex sem
fylgt hefðu breytingartillögu
Hannibals við stjómmálaálykt-
unina væru útsendarar komm-
únista og ætti að afgreiða þá
samkvæmt því. Einnig missti
Haraldur Guðmundsson stjórn
á sér og lét það bitna á ræðu-
stólnum með þungri barsmíð.
Annars lágu fyrir tvær gagn-
stæðar tillögur; önnur frá
Haraldi þar sem Alþýðusam-
bandsstjóm var vítt harðlega
fyrir að hafa afskipti af stjóm-
málum og seilast inn á verk-
svið flokkanna; hin frá Eggerti
Þorsteinssyni þar sem lýst var
stuðningi við Alþýðusambands-
stjór.n og henni þökkuð for-
ganga í kjarabaráttu verka-
lýðsins. Lauk þessum lið fund-
arins svo að tillögumar voru
samþykktar báðar!!
kr Má tala, ekki skriía!
Var nú komið að því atriði
sem hægri klíkan hafði bund-
ið mestar vonir við: brott-
rekstri Hannibals. Kom það
mál fyrir eftir kvöldmat á
mánudag og stóð til kl. 5 í
gærmorgun. Stefán Jóhann og
Jón Sigurðsson höfðu undir-
búið tillögu um brottrekstur
og gengu á milli manna til að
kanna stuðning við hana. Eft-
. ir könnunina fór svo að þeir
þorðu ekki að bera tillöguna
fram; þó kom Jón Sigurðsson
með nokkmr slitur en dró þau
aftur til baka. Því næst kom
fram tillaga frá fulltrúunum
utan af landi um að bannfær-
ingunni gegn Hannibal skyldi
aflétt og hann fá aftur full
réttindi í flokknum. Þessi til-
laga var felld með 20 atkv-
gegn 17. Stóðu menn nú uppi
ráðþrota um stund og virtust
allar leiðir lokaðar. En þá kom
fram tillaga frá Haraldi þar
sem taldar vom upp ávirðingar
Hannibals lið fyrir lið (en þó
var starf hans í Alþýðusam-
bandinu ekki með í ávirðingun-
um!), en síðan var lýst yfir því
að þrátt fyrir syndir þessar
skyldi Hannibal eftirleiðis hafa
heimild til að halda ræður í
nafni fiokksins; hins vegar
var honum harðbannað að
skrifa í Alþýðublaðið!! Var
tillaga þessi samþykkt að end-
ingu, en allmargir fulltrúanna
sátu hjá.
Á þessum fuhdi var einnig
tekið upp mál Alfreðs Gísla-
sonar bæjarfulltrúa, og kom
fram tillaga frá fulltrúum ut-
an af landi um að honum
skyldi boðin innganga í flokk-
inn aftur. Var hún felid, en
hins vegar var samþykkt til-
laga frá Emil Jónssyni þess
efnis að flokksstjómarfundur-
inn vísaði málinu aftur til Al-
þýðuflokksfélags Reykjavikur,
sem rak Alfreð upphaflega!
^ í berhögg við
alþýðusamtökin
Eins og sjá má var flokks-
stjórnarfundur Alþýðuflokksins
einkenndur af upplausn og al-
gerasta glundroða. Það eina
sem fundurinn hefur til mál-
anna að leggja er boðskapurinn
um samfylkingu hægri manna
í Framsókn og Alþýðuflokkn-
um. Þeirri samvinnu er ekki
beint gegn íhaldinu, heldur er
henni ætlað að torvelda vinstri
samvinnu og myndun vinstri
stjórnar. Með henni gengur
hægri klíkan í Alþýðuflokknum
í berhögg við alþýðusamtökin'
í landinu, frumkvæði Alþýðu-
sambands Islands og þær ein-
róma undirtektir sem það hef-
ur hlotið í verklýðsfélögunum
um land allt
og leggur
! flokksþingið sjálft álierzlu á
það með vítunum á Alþýðu-
sambandsstjórn. Haldi hægri
mennirnir í Alþýðuflokknum
þessari afstöðu sinni til streitru
munu þeir að vísu vinna íhald-
inu nokkurt gagn-en þeir munu
jafnframt einangra sig meir og
meir frá alþýðunni í landinu,
þar til þeir standa uppi rúnir
fylgi, einangraðir og áhrifa-
lausir.
Efni í blóðinu
I Framhald af 2. síðu.
jstafar það að geislunarsjúlding-
|um er langtum hættara við
hverskonar sýkingu en öðrum.
Tekizt hefur að varna geislun-
arveiki lijá tilraunadýrum með
því að gefa þeim inn próperdin
úr blóði stórgripa.
Myndun vinstri stjornar
Framhald af 7. síðu.
ir alhliða nýsköpun íslenzks þjóðlífs í anda alþýð-
unnar til þess að forða þjóðinni frá þeirri spill-
ingarhættu, er því nú stafar af rotnun auðvalds-
skipulagsins á hnignunarstigi þess.
Verkalýðshreyfingin verður að ganga með reisn
að þessu verkefni, í fullri vitund þess, að það hefir
verið hlutverk íslenzkrar alþýðu á undanförnum
öldum að varðveita hið dýrasta úr þjóðlífi íslend-
inga og að það verður hlutverk sósíalistiskrar al-
þýðu íslands að vemda og endurreisa allt það
bezta úr fornri þjóðmenningu vorri og reisa á þeim
trausta þjóðlega grunni þá alþýðumenningu fram-
tíðarinnar, sem um leið geri hið bezta í menningu
nútímans að sameign fjöldans.
J>að þarf nú þegar að gera sameiginlegt átak
verkalýðsfélaga, samvintnufélaga og .hverskyns
menningarfélaga um að endurreisa og fegra
skemmtana-og félagslíf þjóðarinnar, hnekkja áhrif-
um amerískrar ómenningar og kapitaliskrar gróða-
hyggju og spillingar. Það þarf að skapa samstarf
slíkra félaga um að reisa félagsheimili fyrir al-
þýðuna, gefa út heilbrigð og góð skemmtirit íhanda
henni og vinna í hvívetna að eflingu alþýðumenn-
ingar á öllum sviðum þjóðlífsins.
Flokkurinn þarf að efla stórum starf sitt að
því að ala alþýðuna upp í hugsunarhætti
félagshyggju og sósíalisma, bæði með því' að vinna
sjálfstætt úr verkefnum þeim, sem bíða á ýmsum
sviðum þjóðlífsins og með því að útbreiða betur
þekkinguna bæði á marxismanum almennt og því,
sem unnið er á íslandi í anda sósíalismans.
Flokkurinn, róttækir menntamenn og verkalýðs-
samtökin þurfa að taka höndum saman til þess
að vinna gegn siðspillingaráhrifum ameríska auð-
valdsins og aðdáenda þess, gegn vaxandi auð-
hyggju, valdsdýrkun og undirlægjuhætti, — en
leggjast á eitt um að skapa það hugarfar hjá þjóð-
inni, er setur vinnuna, andlega og líkamlega, í
öndvegi, metur manngildi ofar öllu öðru og breyt-
ir þjóðfélaginu í samræmi við það.
V.
þ>að er hlutverk verkalýðsins vegna gildis hans
og áhrifavalds í atvinnulífinu, í krafti forystuað-
stöðu hans í stjómmálalífinu og reisnar hinnar
sósíalistisku hreyfingar hans í menningarlífinu:
að leiða Islendinga fram til þjóðfrelsis og sósía!-
isma á næstu árum og áratugum.
Sigursæl framkvæmd sósíalismans í þriðja hluta
heims, vaxandi þjóðfrelsishreyfing undirokaðra ný-
lenduþjóða, efling verkalýðshreyfingarinnar i öll-
um auðvaldsheiminum og hinn mikli vöxtur friðar-
hreyfingarinnar í gervallri veröld — allt er þetta.
íslenzkri alþýðu hin mesta lyftistöng i baráttu.
hennar.
En frelsun íslenzkrar alþýðu undan oki erlends:
valds og innlends auðvalds getur aðeins verið verk
alþýðunnar sjálfrar. Og hún hefur í höndum sín-
um, öll ytri skilyrði til þess að vinna það>
mikla verk. Allt er þvi komið undir einingu henn-
ar og stefnufestu.
Á það vill 10. flokksþing Sameiningarflokks
alþýðu — Sósíalistaflokksins minna alla íslenzka
alþýðu.