Nýi tíminn


Nýi tíminn - 20.09.1956, Page 10

Nýi tíminn - 20.09.1956, Page 10
Hannes Hafstein Framhald af 1. síðu. ærlegt regn Og íslenzkur stormur á Kaldadal. Hann fékk reyndar gjálfur að standa í etormum og sviptibylj- um, bæði á sviði þjóð- xnálanna og á persónu- legum vettvangi. Eitt af þeim stórmálum, sem hann barðist fyrir var að koma Islandi í sam- band við umheiminn með lagningu sæsímans milli Islands og megin- Hann náði sér niðri Wessel hafði orðið það á eitt sinn, er hann lenti í orðakasti við konu nokkra, að kalla hana gyltu. Konan stefndi honum fyrir þetta og varð hann að gjalda sekt fyrir. Þegar hann hafði borgað sektina, sneri hann sér að dómaranum og sagði: „Það er þá ekki leyfilegt að frú sé köll- uð gylta, en má ekki kalla gyltu frú?“ „Jú, auðvitað," svar- aði dómarinn. Wessel sneri sér þá að koniínni og sagði um leið og hann beygði sig mjög hæversklega: „í guðs friði, frú.“ Settu þetta í vísuorð Það er hægt að hafa yíir heilar bögur, án þess **rimið þekkist, þegar þær eru nógu alþýðlegar. lands Evrópu. Ýmsir vildu frekar loftskeyta- samband og risu af þeim málum deilur miklar. Hannes Haf- stein bar þó sigur af hólmi með sína hugsjón. Og í síðasta blaði minntumst við þess, að liðin voru 50 ár frá því að fyrsta skeytið var sent milli Islands og Danmerkur. Hannes var kvæntur Ragnheiði Stefánsdótt- ur, prestsdóttur frá Kálfholti í Rangárvalla- sýslu. Voru þau hjón stórglæsileg í sjón og raun. Eirstytta af Að þessu sinni skúlum við hafa svolítinn fræðsluþátt um útvarpið okkar. Þetta er ekki gömul stofnun. Hinn 20. des. 1930 hófst reglu- bundin útvarpsdagskrá, samkvæmt ákvörðunum útvarpsráðs. Það voru því 25 ár liðin frá þeim merkisatburði fyrir síð- ustu jól. Sumir þeir starfsmenn, sem fyrst réðust að útvarpinu, starfa þar enn. Má þar t. d. nefna Helga Hjörvar og Pál ísólfsson. Þeir eru kunnastir úr dagskránni. Auk þess hafa sumir tæknilegir starfsmenn verið við stofnunina frá byrjun til þessa dags. Fyrsti útvarpsstjóri var Hannesi Hafstein stend- ur á stjórnarráðstúninu í Reykjávík. Sá, sem stendur á Lækjartorgi og horfir til austurs sér þar mynd hins glæsi- lega skálds og stjórn- málamanns. Lét sér að kenningu verða Dómarinn: Hefurðu verið dæmdur áður. Óli: Já, fyrir 10 árum var ég sektaður um 20 krónur fyrir það, að ég fór í bað, sem ekki var leyfilegt. Dómarinn: En síðan? Óli: Nei, nei, — ég hcf alls ekki baðað mig síðan, indi okkar Jónas Þorbergsson. Var hann útvarpsstjóri i rúm- lega 20 ár, og hafði manna mest áhrif á-mót- un þess á mörgum svið- um þessa fyrstu áratugi. Fyrsti þulur var Sigrún Ógmundstóttir. Jónas Þorbergsson sagði um þetta: „Ég tók þá ákvörð- un þegar í upphafi að velja kvenþul. Það mátti víst telja, að þeir, sem útvarpsefni flyttu, myndu að miklum meirihluta til verða karlmenn, enda hefur sú orðið reyndin. Mátti því ætla, að þýð kvenrödd við tilkynning- ar um dagskrá og lestur frétta myndi verða kær- kcmin tilbreyting. Þessi ráðstöfun reyndist og harla vinsæl.“ Frá 16 barna afa á Selfossi Afi og Addý á Beru- fjarðarströnd hafa und- anfarið 'fengið hverja botnasendinguna eftir aðra, svo að þau mega vel við una. Við erum nú líka búin að skjóta því að afa á Berufjarð- arströnd að hann verði að láta okkur fá að heyra sína eigin botna. Og þau tilmæli verða nú send með aukinni á- herzlu við það, áð Frí- mann Einarsson, 16 barna afi á Selfossi, sendi hvorki meira né minna en 6 botna. Og nú skuluð þið sjá hvernig afarnir leika sér með hendingarnar. Afi á Berufjarðar- strönd: Veður batna, blómin vaxa, blærinn strýkur hlýtt um kihn. Botnar Frímanns: 1. Veiðimaður leitar laxa, lævís makar krókinn sinn. 2. Svita storknir bændur baksa, breiða skára fögrukinn. 3. Bíð ég þroska akuraxa. Ilminn brauðs að vitum finn. Afi á Berufjarðar- strönd: Anga víðir, brosa blóm, blær í laufi þýtur. Botnar Frímanns: 1. Syngja lindir unaðsóm, allt í gleði 'flýtur. 2. Þegar vors ég heyri hljóm, hjartað friðar nýtur. 3. Kvaka fuglar ástaróm. Afi gamli hrýtur. Þið kunnið sennilega flest útileikinn: Fram, fram fylking. Hér kemur leikur, sem er nokkuð líkur að öðru leyti en því að hér eru nokkur orðaskipti á milli þátt- takenda. Leikurinn er þannig. Tvö börn halda snæri milli sín. Snærið á að vera brú, en þau brúar- verðir. Hin börnin koma þar að í halarófu. Það fremsta segir við brúar- verðina: Flyttu mig yfir brú, brú, breiða. Brúarvörður: Ég þori ekki að flytja ykkur milli lands og eyja. Gáta Ráðning á gátu Ella í, síðasta blaði: Hlutur- inn er Skór. ! • Báðmullar- kindurnar Frú nokkur kom inn í vefnaðarvörubúð og vildi fá að skoða baðmullar- tau. „Ja, verðið á baðmull- inni hækkar því nær daglega núna,“ segir kaupmaðurinn. „Hvað skyldi korna til þess“, segir þá frúin. „Ætli pestin sé komin í baðmullarkindurnar". Hvað er að brúnni breiðu? Brúarvörður: Brotinn stöpull í miðju. Börnin: Hver kann bæta brú betur en sjálfur þú? Brúarvörður: Hvers menn eruð þér? Börnin: Konungsmenn erum vér, komnir af löndum, komnir af ströndum. Lyftum seglum, leyf oss að fara. Brúarvörður: Farið þið, farið þið, flýtið ykkur að ganga, en seinasta manninn mun ég þó fanga og hann skal hanga í bandinu langa. Síðan gengur öll hala- rófan undir bandið, en brúarverðir reyna að handsama þann seinasta. Þegar þeir hafa hand- samað alla með þessu nóti er leikurinn úti. Fiyttu mig yfir brú ... Börnin: Ný skoðanakönnun: Ilvaða lesgrein er skemmiilegust? Við höfum haft skoð- anakannanir af og til í blaðinu okkar. Þetta hef- ur átt vinsældum að fagna og þátttaka verið mikil. Við höfum látið lesendur telja fram kær- ustu ættjarðarljóðin, vin- sælustu dægurlögin og Skólavarðan Framhald af 1. síðu. lands til minningar um fund Vínlands hins góða, en íslendingurinn Leifur Eiríksson heppni fann Vinland hið góða eða Norður-Ameríku, svo sem frásagnir herma. Nú mun i ráði að flytja styttu Leifs heppna af Skóla- vorðuholtinu, sennilega í nálægð Sjómannaskól- ans. Verði styttan flutt er tímabært að hefja um- ræður um endurbyggingu skólavörðu á hinum fyrri stað. Sú varða þyrfti að vera hin myndarlegasta. Hún ætti að rísa þarna sem útsýnisturn yfir landnám Ingólfs og Hall- vpigar, höfuðstaðurinn þarf að eignast einhvern siíkan stað til þess að auka víðsýni augans, — og ef til vill víðsýni and- ans um leið. Hvað segið þið, skóla- nemendur og aðrir áhuga- menn, um að ræða þetta í haust og vetur. Orðið er frjálst. seinast var skoðanakönn- un um söngvarana. Nú hefjum við nýja skoðana- könnun, sem á að standa til 15. október. Um þetta leyti taka um 10 þúsund skólabörn saman bækur sínar og leggja af stað rneð töskuna sína í skól- ana, auk þess nokkur þús. unglingar í framhaldsskól- ana. Nú vitum við það og þekkjum af reynsl- unni, að hugðarefni nem- endanna eru misjöfn, og því miður gleyma kenn- ararnir og skólarnir því of oft. Sumir kennarar og sumir skólar líta svo á, að rétt sé að láta alla nemendur læra nákvæm- lega það sama óg ná- kvæmlega á sama hátt, og miða svo allt við próf, sem hripuð eru upp af handahófi á örskömm- um tíma. Þeir vilja gera alla að tölusettum ein- tökum, sem send eru . á markaðinn að skólanámi loknu. En til þess að öllu réttlæti sé fullnægt, viljum við geta þess að þetta á ekki við alla lærifeður, en við segjum hiklaust of marga. Nú viljum við spyrja þig, kæri lesandi: Hvaða lesgrein finnst þér skemmtilegust af skóla- fögunum? — Með les- greinum teljum við: Sögu (íslendingasögu og mann- kynssögu), landafræði, náttúrufræði (grasafræði og dýrafræði) og kristin- fræði (biblíusögur). Ef þið svarið þessu getur það orðið til ýmiskonar hugleiðinga, sem þið gæt- uð haft gagn og gaman af,_ í fyrra höfðum við svolítirm fræðsluþátt í sögu, sem vel var tekið. Eftir úrslit þessarar skoð- anakönnunar munum við reyna að hefja fræðslu- þætti ykkur til gagns. All- ir skólanemendur mega taka þátt í þessu. Skrif- ið nafn og aldur og skóla ykkar. Svar ykkar er: Skemmtilegasta lesgrein- in mín. — Skrifið sem fyrst, í seinasta lagi 15. október. Rökrétt spurning? Faðirinn við 5 ára son sinn: Aldrei skrökvaði ég, Villi minn, þegar ég var lítill. Villi: En hvenær byrj- aðirðu þá á því? Auðveldara að klippa Rakari nokkur hafði þann sið að segja ýmis- konar rosasögur meðan hann var að starfi. Einhverju sinni sagði einn viðskiptavinurinn við hann: Hvers vegna segirðu alltaf þessar \oðalegu ræningjasögur, þegar þú ert að klippa? Rakarinn svaraði: Það er miklu auðveldara að k'iippa menn, þegar hár- in fara að rísa á höfð- inu á þeim. Skip og siglingar Það er margt í bókunum í næst síðasta blaði birtum við bréf og mynd frá Páli Einarssyni, 9 ára. Bréfið var aðallega em skip og ýmislegt er að sjómennsku lýtur. Við ræddum svolitið efni bréfsins og birtum mynd af skipi með miklum seglabúnaði. Nú höfum við fengið tvö bréf við- víkjandi skipum. Annað er frá ,,áhugamanni“, hitt er frá Páli. Þar sem þetta er hið mesta fróð- leiksefni, birtum við nú meginkafla úr bréfunum. Áhugamaður segir: „Síðastliðinn miðviku- dag var beiðni frá 9 —10 ára dreng um mynd- ir og sögur af skipum ýmsra tíma. Datt mér þá í hug að koma þessari mynd til hans. (Það- er fremur ógreinilég mynd, sem við höldum að komi Stafaleikur Reynið að ráða eftir- farandi þraut. Tölustaf- irnir gilda bókstafi og ef þið komizt á sporið og finnið einhver orðin, mun hitt leysast smám saman: Inni í þessum 12345 sá ég 345 og 234 í 1234, sem var lík 512 í lögun, og var breitt 452 yfir. — 143 var fyrir hurðinni og 431 við og mátti 25445 vel um gengið og engin 232 smíði. ,, j . ; ;Á:. . >■ ;■ ekki vel út í blaði). Skip þetta er aðeins 15 smá- lestir og varð frægt er það sigldi suður fyrir Afríku (Góðarvonar- höfða), en það var fyr- ir þann tíma er Súes- skurðurinn var búinn til. ■ Það var þá minnsta skip, er hafði farið þá leið. Nafn skipsins var og er Gullna höndin, brezkt“. Það getur vel verið, að við birtum þessa mynd síðar. Við þökkum „á- hugamanni“ sendinguna. En nú skulum við heyra hvað Páll segir: „Kæra ÓSkastund, Ég þakka þér fyrir myndina af stóra segl- skipinu, sem þú birtir um daginn. En nú skal ég segja þér nokkuð. Ég fékk lánaða bók í Bæj- árbókasafninu. Hún heit- ir- Verkleg sjóvinna, og þar er margt um segl- skip og seglabúnað þeirra. Það er skemmti- leg bók, og þar gat ég séð að stóra seglskipið er kallað fullrikkari, af því að öll möstrin eru gerð úr þremur hlutum, sem heita: undirmastur, mersstöng og bramstöng. — Nú er skólinn byrjað- ur og við í 9 ára J erum farin að skrifa með bleki. Blessuð og sæl Páll Einarsson Ægissíðu 44.“ Það var gaman að fá þessar fregnir. Vinnu- 3 brögð Páls litla gefa til— efni til þess að benda ykkur á, að þegar ykkur vantar svör við spum- ingum, sem sífellt leita á hugann, um efni sem ti! fróðleiks má verða, þá er ein leið ágæt. Hún er sú að leita til bók- anna. Að vísu fást ekki svör við öllu í bókum, en það skaðar naumast að leita í bókum og oft gefur sú leit ágætan áiangur og arð. Páll fór í Bæjarbókasafnið og fékk svar við sínum á- hugamálum. Þið hafið sennilega flest eða öll aðgang að bókasöfnum eða lestrarfélögum. Not- ið þau vel og eftir föng- um. Þar pr margt að finna, — en þó aldrei allt. Nýtízkudama, XVI Nú tökum við eina tízkudömu fram, Það er alltaf öðru hverju feg- urðarsamkeppni hér í höfuðstaðnum, svo að við sendum ykkur nú mynd af einni úr Reykjavík, sem Kristín Halla hefur teiknað.

x

Nýi tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.