Nýi tíminn - 16.05.1957, Blaðsíða 2
2)\— NÝI TÍMINN—- Fimnitudagur 10; œaí 1957
[ / ið íslendingar hræktum á
** eftir hverjum dönskum
manni, þangað til Bodii B>-
rup kom, því þá skildist okk-
ur, að til eru góðir menn með-
al þeirra“. Það var gamall
maður, sem sagði þetta. Lák-
lega er ekki fullt mark tak-
andi á þessu, en þó er það
ekki alveg út í bláinn. Hafa
þá allir sendiherrarnir, sem
eendir hafa verið þangað frá
Danmörku, verið illa valdir?
Eða er nú fyrst farið að fyrn-
ast yfir fornar væringar? ís-
land er nú orðið frjálst, og
það hefur tekið fólkið dálítinn
tíma að skynja það til fulls,
svo þá fyrst, er Bodil Begtrup
kom, kann að hafa verið nógu
langt um liðið til þess að slík-
ur aufúsugestur að mannviti
og þokka gæti notið sín. Eft-
irmaður frúarinnar, Eggert
Knuth greifi, nýtur mikilla
vinsælda, enda er hann henni
ekki síðri.
ísland er í vexti, og það svo
örum, að furðu gegnir og
jafnvel ótta. Höfuðborgin er
hætt að hafa á sér svip hjá-
lendunnar, Torgið í. borginni
miðri, þar sem alþingishúsið
og dómkirkjan standa, hefur
góð hlutföll, það er fallegt
torg, og hið myndarlega hús
Hótel Borg setur heimsborg-
aralegan svip á staðinn, bæði
hið ytra og innra, en þetta
virðist vera keppikefli hvert
sem litið er.
Það er minn gamli vinur,
Jóhannes Jósefsson, sem
stjómar Borginni. Langt var
orðið síðan við sáumst sein-
ast. Þá var hann ráðinn hjá
hringleikaflokki, ferðaðist. viða
og skoraði á menn að keppa
við sig.
Jósefsson kom til Evrópu
þegar verið var að halda Ól-
ympíuleikana, og hann varð
heimsmeistari í glímu. Það var
reyndar lítill vandi, því eng-
inn maður annar kunni þessa-
íþrótt, en Jósefsson var sterk-
ur, og hann komst á græna
grein. Svo græna, að hann
varð atvinnuíþróttamaður,
ferðaðist um öll lönd í heimi
og felldi marga sterka menn í
glímu. En honum fórst öðru-
vísi en flestnm öðrum miklum
íþróttaraönnum í því að gæta
fjárins sem aflaðist. Ilann
sneri heim vel efnaður og lét
reisa þetta ágæta hótel. Nú
heitir liann aðeins Jóhannes á
Borg, og enginn man leng-
ur eftir íþróttaferli lians út í
löndum. Jóhannes á Borg
á hið bezta safn af etoppuð-
um fuglstú'mum, sem til er í
landinu. Hann hefur skotið þá
sjáífur. Til þess hefur liann
úrvals hunda. En hann verður
að hafa þá uppi í sveit, það
má okki hafa hunda í Reykja-
vík. Fólk er hreinlátt þar, og
sá sem vill hafa hund, verður
að hafa hann annarsstaðar.
Eigandi Hótel Borgar þarf
ekki að mæta þar daglega.
Hann fer í rnargar veiðiferðir
og les ósköjjin öll. Það er
langt frá því að hann sé af
baki dottinn!
Reykjavík kallast „borgin
reykiausa", þvi þar sést varla
reyfeháfur, enginn reykur spill-
ir loftinu né óhreinkar húsin.
Heita vatnið úr heitu Iaugun-
um annast hitun húsanna, og
göturnar skolast og húsin lika,
Allt er svo fínt og hreint
fólkið er vel til fara og þesa*
vegna ligerur vel á því. -
Peter Freuchen ritarþessa grein í Politiken 6. maí og
ræðir þar m.a. handritamálið og ýmislegt sem hann
kynntist í Islandsförinni. Dvöl hans var því miður
svo stutt að tími vannst vart til annars en fyrirlestrahalds
og veizluhalda með háttsettu fólki, og ber greinin þess
nokkur merki. Freuchen hefði þurft að eiga hér
lengri dvöl til kynna af íslenzkri alþýðu.
Sögueyjan próttuga
Nýi, fallegi háskólinn stend-
ur einn sér, og það gerir raun-
ar hvert hús, því engin eru
trén til að liylja þau og út-
sýnið.
Við erum stödd þarna í boði
stúdentafélagsins, og stjórn
þess tók á móti okkur, þegar
við komum, og urðu þeir að
fara á fætúr klukkan fimm að
nóttu, en þá var raunar orðið
bjart (í apríl), því við erum
stödd norðarlega á hnettinum,
þó hitastigið hendi ekki til
þess.
Næsta dag ökum við í bíl
bæjarstjórnarinnar, með leið-
sögumanni, sem sýnir okkur
borgina. Ekki vantar að hugs-
að hafði verið fyrir stækkun
hennar. Ilundrað ferkílómetra
hefur bærinn tryggt sér, og
með þvi að kaupa nokkur
bændabýli í nágrenninu að
auki, er yfrið nóg rúm fyrir
margfalda núverandi íbúatölu
landsins.
Það eru byggð hús af því-
líku kappi og dugnaði, að ann-
að eins hef ég aldrei séð. Fal-
leg og fín hús. Það eru svo
margir góðir og sérkennilegir
arkitektar á íslandi, og allir
fá þeir að fara sínu fram. En
það er öllum húsunum sam-
eiginlegt, að þau eru traust,
þeim er ætlað að þola jarð-
skjálfta og veita skjól gegn
kuldanum. Og íbúðirnar eru
stórar, stofurnar rúmgóðar og
margar. Þetta gizka ég á að
komi af því, að íslendingar
eru því vanir að hafa rúmt
um sig, og hitaveitan sér vel
fyrir því, að aldrei sé kalt
innanhúss.
Svo mikið er byggt, að
gatnagerðiu dregst aftur úr.
Við ökum í stórum, storkleg-
um bíl frá Sovétríkjunum og
á honum eru rússneskir bók-
stafir, sem tákna nafn verk-
smiðjunnar. Þessir bílar eru
g()ðir á ósléttum vegi, og þeir
rúma vel. Við lieyrum á tal
um byggingarfyrirætlanir og
lcomumst að því, að húsnæðis-
vandræðin eru mikil. í Reykja-
vík eru 65.000 íbúar, en það
er ekki ýkja langt síðan jæir
voru aðeins 6000—7000.
Nú er verið að byggja sem-
entsverksmiðju til að koma í
veg fyrir skort á þessu bygg-
ingarefni. Ég rejmi að malda
í móinn, og segja, að sam-
kvæmt jarðfræði íslands eigi
hér ekki að finnast neitt kalk,
og hvemig farið þið þá að því
að framleiða kalk? Mér var
sem sé farið að detta í hug,
hvort ekki gæti orðið hér
markaður fyrir danskt kalk.
En ekki varð mér kápan úr
því felæðinu. íslendingar geta
allt. Þeir settu sandsugu í sjó
út, og htm dró upp þvilík
ókjör af skeljasandi, að það
dugir um ófyrira jáanlegan
tíma. Skeljarnar eru bretmdar
áður en þær eru leskjaðar.
Svona fóru víkingarnir að til
forna, og F. L. Smidth hefur
viðurkennt kalkið sem not-
hæft, og nú er hann að byggja
sementsverksmiðju, sem á að
spara íslandi gjaldeyri.
En vegir eru dýrir. Verk-
kaupið er hátt, það hækkaði
auðvitað á stríðsárunum, því
þá þurftu Bandaríkjamenn allt
það vinnuafl, sem kostur var
á, og þeir guldu gott kaup. En
vinnuaflið var takmarkað.
mikilli smekkvisi, og þarna er
nóg pláss fyrir ágætan veit-
ingastað.
Þessi fíni veitingastaður
varð reyndar til fyrir mis-
gáning. Yfir honum er hið
myndarlega leikhús, sem þekkt
er fyrir leiklist, sern íslend-
ingar eni með réttu hreyknir
af. Og arkitektarnir og bygg-
ingameistararnir tóku tillit til
allra þæginda, sem hafa þarf í
nýtízku húsi. Þess vegna var
gert ráð fyrir kolakjallara, og
PETER FREUCHEN
Fólkið í þessu stóra landi er
svo fátt, að það veldur ekki
verkefnunum, og þetta seink-
ar mörgu. Þó eni vélarnar til
mikillar hjálpar, og hvert sem
litið er, gefur að líta nýtízku
skurðgröfur og veghefla, og
allt sem unnt er að gera til að
láta vélar koma í staðinn fyr-
ir handafl, er gert, en það
dugir ekki til.
Allt er hér sérkennilegt. Eld-
gosin hafa valdið Islendingum
miklum búsifjum, en nú er
reynt að gera sér að góöu,
það sem þetta hefur leift. T.d.
er vikurinn til mikilla nota.
Hann er hið bezta einangrun-
arefni, sem Jækkist. Það er
mikið af honum einhvers-
staðar uppi í fjöllum. Þar er
honum mokað upp með vélum.
síðan er honum fleygt út í á,
sém ber hann t.il hafnar, og
þar er hahn hirtur.
Okkur er ekið til veizlu, sem
borgarstjóri Reykjavikur og
bæjarstjómin halda okkur.
Þessi veizila er haldin i Þjóð-
leikhúskjallaramun, • aölum,
sem hafa vewð skreyttir af
honum ekki litlum, því mikils
var búizt við að þyrfti til. En
það fór öðru vísi. Hitaveitan
kom, og engin Jiörf var fram-
ar fyrii' kolakjallara. Þá var
lionum breytt í veitingahús.
Hinn tígulegi borgarstjóri,
Gunnar Thoroddsen, heldur
fallega ræðu um Daumörk og
vináttusamband milli land-
anna, og hann talar meðal
annarra. um hinn stórfræga
borgarstjóra Kaupmannahafn-
ar, H. P. Sörensen, —- honum
glejanir enginn. Hann segir
okkur sitt af hverju um þróun
Reykjavíkur. Það er aðstrejTni
að borginni, og liún stækkar
og stækkar. Það á að stækka
höfnina. Sú höfn hefur það
fram yfir mai-gar aðrar, að
ekki þarf að hreinsa úr henni
aur og dýpka hana. En þó
fara allar tekjur hafnarinnar
t.il umbóta og stækkana, svo
mikils J>ai,f að kosta til.
Hin eina af stofnunum,
segja fróðir menn mér, sem
ekki þrífst sériega vel, er bál-
stofan. Það var hafður í
fpfunmi mikili ^róöur fyrir
henni í . nokkur, ár, og þá
gengu margir í hálfarafélagið.
Nú ganga menn- úr því. Fólk
vill láta grafa sig, og bálför-
um fækkar.
Það er talað um bann við
að hafa hunda. Það er ó-
þrifnaður að J>eim, og auk
þess er ekkert gaman fyrir
hund að liggja inni í stáss-
stofu og láta leiða sig í bandi.
Þess vegna er báðum, mannl
og hundi, greiði gerður með
þessu banni!
tslendingar hafa líka bann-
að minkabú. Æ, það var of
seint. Minkurinn herjar land-
ið. Fyrir nokkmm árum var
byrjað á refa- og minkarækt,
og það virtist sem þetta væri
tilvalinn atvinnuvegur, slík
ókjör sem til voru af fiskúr-
gangi. Fáeinir minkar sluppu,
og þeir hafa tímgazt vel.
Og nú er allt fullt af þeim.
Rjúpurnar hafa fengið skar-
þefinn af þeim, og æðurin.
Æðarfuglar eru friðaðir, dúnn-
inn er mikil tekjulind, ef
varpinu er vel sinnt, en nú er
draumurinn búinn, eftir að
minkurinn kom. ísland líkist
engum löndum. Þar er ekki
eitt einasta af villidýrum
nema refurinn.
Og þeir eru styggir og
halda sig langt frá manna-
byggðum, þeir hafa aldrei gert
mikinn skaða. Svo kom mink-
urinn. Það á vel við hann að
vera nærri sjó. Hann ræðst á
liænsn og endur landsmanna.
Hann getur falizt í gjótum og
hraunum. Já, hann kinokar
sér jafnvel ekki við að ráðast
inn í borgina, ef hann veit af
hænsnabúi. Nú er verið að
ræða, hvort rétt. muni að
leggja út í bakteríuhemað
gegn þessu loðdýri, sem öðr-
um þjóðum J>ykir ekkert fyrir
að hafa.
Hvergi í heimi er útvarp
jafn útbreitt og á Islandi. Það
er útvarp á hverju heimili, og
það er farið fram á að ég láti
i Ijós álit mitt á handritamál-
inu.- Ummæli mín vekja á-
nægju og umtal í hverju blaði.
Það er furðulegt að Danir
skuli elcki taka tillit til þess
sem heil þjóð, vinsamleg þjóð,
óskar sér svo ákaft. Hverju
skiptir lagalegur réttur, sé
hann þá til, það eru tilfinn-
ingarnar sem máli skipta. Vís-
indin mundu ekki bíða skarð-
an hlut þó að handritin kæmu
heim. Aðeins söfnunarfýsnin.
Og hve margir mundu Jæir
vera í Danmörku, sem láta sig
Jœtta nokkm skipta? Þeir eru
varla í mjög náinni snertingu
við almenning, þessir stein-
runnu pi’ófessorar við Kaup-
mannahafnarháskóla. Minn-
umst þess, hve fegnir við vor-
um, þegar við fengum Tsted-
ljónið aftur! íslendinga, eldri
og yngri, konur sem karla,
skiptir þetta miklu meira en
við getum gert. okkur í hug-
arlund.
Saml er danahatrið elcki
með öllu útdautt. Þó held ég
sé lítil alvara i því nú orðið
Gamall maður sagði mér, að
ætt sín hefði nærri því dáið út
í Móðuharðindunum, þegar
dalirnir fylltust af hrauni, svt>
að bæimir eyddust. Þá sem
flýðu drap askan, sem settist
á allt, svo skepnurnar náðu
ekki. að bíta gras og dóu úr
hungri, og svo dó fólkið úr
hungri. ...
Ég royndi að malda í in.6
. . v ..jrwroþajd & 11. sJCu.