Nýi tíminn


Nýi tíminn - 16.05.1957, Page 7

Nýi tíminn - 16.05.1957, Page 7
■Mémmk M5.RGUR mun nú e.t.v. spyrja, hvaða kjör fólkið búi við í þess- 'um löndum og væri það má- ske nokkuð að vonum, því margt hefur verið um þau skrafað og skrifað, og mikið gert til þess að telja okkur trú um, að þau væru hin allra bágustu. Er þess t.d. skemmst að minnast, að fyrir eina tíð sagði okkar virðulega dag- blað, Morgunblaðið, miklar .sögur af svo hroðalegum hungurdauða þar austur frá, að þegar allar þær tölur voru lagðar saman, kom út sam- tala, sem var allmiklu hærri en allur fólksfjöldinn átti að vera. En svo kom styrjöldin og þá fengu a.m.k. þýzku nazistarnir að finna það, að eitthvert fólk var þó þarna til. Enda kváðu það vera eitt- hvað á þriðja hundrað millj- ónir nú, þrátt fyrir blóðtöku styrjaldarinnar. En sleppum nú því. Ekki var annað sjáanlegt en að fólk það sem við sáum og hittum liti vel út og væri ánægt. En á götunum í Moskvu virtist meira bera á fólki sem vinnur líkamlega vintm, eða framleiðslustörf sem við köllum, heldur en hér í Reykjavík. Ef af því má draga ályktun, þá myndi hún verða sú, að þar væri hlut- fallslega fleira fólk í þeim störfum en hjá okkur, og þá því færri í öðrum, sem ekki snerta framleiðsluna nema þá óbeint. Mundi slíkt vera talið til kosta þjóðfélagsins af öll- um heilbrigt hugsandi mönn- um. Hins vegar leiðir annað af þessu, og það er, að sjálf götumyndin verður ekki eins glæsileg, a. m. k. ekki í aug- um þeirra, sem telja glæsileika mestan fólginn í fatnaði svo fínum, að hann megi ekki nálgast venjuleg erfiðis- og framleiðslustörf. Áður hef ég minnzt á ýmislegt, sem sýndi það, að vinnan væri í heiðri höfð, s. s. myndastyttur af vinnandi fólki, verðlaun fyrir mikil afköst, og síðast en ekki sízt sjálft ákvæðisvinnufyrir- komulagið. Enda þarf ekki annað, en að sjá þá uppbygg- ingu, sem gerð hefur verið, til að sannfærast um að víða hef- ur verið tekið til hendi á ó- svikinn hátt. Störí konunnar í þjóðíélaginu En í þessu sambandi verður að minnast á þátt konunnar í Sovétríkjunum í því starfi öllu, sem þar er unnið. Áreið- anlega myndi uppbyggingar- starfið eftir. styrjöldina hafa gengið miklum mun seinna ef kvenfólkið hefði ekki lagt sinn skerf fram s. s. það hefur gert. Auk þeirra kvenna, sem við sáum afgreiða í búðum, vinna á veitingahúsum og annað sem hér þykir sjálfsagt að konur vinni, þá sáum við þær einnig sópa göturnar, gera við járn- brautarteina, stjórna vélum í verksmiðju og starfa að málmsteypu, að ógleymdri vinnu á búunum. Heyrt hefi ég kastað hér fram þeim at- hugasemdum, þar sem þessi mál hefur borið á góma, að ekki myndi þurfa að bjóða ís- lenzkum stúlkum að vinna slíka vinnu. Má vera, þótt slikt sé algerlega ósannað, en bezt, gæti ég trúað, að sovét- konumar telji það sinn rétt að vinna. hvaða störf sem er, og fá fyrir þau sömu laun og karlmennimir fá, miðað við sömu afköst. Enda hefur það fyllilega komið fram, að margar konur setja sinn metnað í að setja met í af- köstum. Og ekki þykir mér óliklegt að sumar af þeim konum sem við sáum við vinnuna, höfum við aftur séð á götunum í frí- staddir, og meira að segja sáumvið gamía íslenzka dansa s. s. vals, polka og ræl dans- aða suður við Svartahaf af þvíliku fjöri og ánægju, að minningar um gömul sveita- böll á íslandi skutu upp koll- inum. En líka dansaði það fólk sína yndisfögru þjóð- dansa, sem komu íslendingn- um til að harma það, að okk- ar þjóð skuli hafa glatað sín- um. Það var líka gaman að at- huga þann mun sem maður sá ÁSMUNDUR SIGURÐSSON: Athwgasemd vio frásiga Þcrsteins SigurSssonar tímum þeirra, komnar í betri fötin. Húsnæði — félagslíf Um húsnæðið virðist nánast það að segja að í Moskvu var okkur sagt að væri húsnæðis- leysi vegna mjög mikils að- streymis til borgarinnar. Enn fremur dylst það ekki að a. m. k. mikið af því íbúðarhús- næði, sem almenningur býrvið er minna en við gerum kröfur til, (en munum þó verða. að sleppa bröggunura okkar úr þeim samanburði) og mun heldur ekki þurfa að nefna Sovétríkin ein sem dæmi iim slíkt. Á samyrkjubúunum var okkur sagt að algeng stærð íbúða væri 42—48 fermetrar. En hins vegar væri hverjum auðvitað heimilt að byggja stærra ef hann vildi. Þar var sá siður, að þegar ung hjón stofnuðu heimili lagði búið þeim til efni og vinnu til að koma upp íbúðarhúsi, and- virðið væri síðan greitt vaxta- laust á ákveðnum tíma. Ég fékk þá hugmynd að þetta fólk mundi leggja minna upp úr þeim þægindum Iieim- ilisins og sjálfu heimilisiífinu en við mundum gera, en því meira upp úr samverunni og félagslífinu utan þess. Sé þetta rétt ályktun, þá stafar það sennilega af því, að hér hefur fólkið frá fomum tim- um búið saman í þorpum og þéttbýli og því eðlilega mynd- azt og gróið aðrar erfða.venj- ur en í dreifbýlinu okkar. íslenzkir dansar — ljóshærðar stúlkur Eitt var þó það sem við áttum einna erfiðast með, af því sem fram við okkur kom, og það var hve mikið okkur var ætlað að borða, einlmm af kjötréttum ýmiskonar. Mætti eftir því ætla að Rúss- arnir væra matmenn miklir. Einu mátti gilda á hvaða veit- ingastað var. En líka sáum við fólkið dansa, þar sem við vorum í útliti og yfirbragði fólks, eftir þjóðerni, því margar þjóðir hyggja Sovétríkin sem kunnugt er. T. d. fannst mér að Ukraínumenn væru hæði hærri vexti og bjartari yfirlit- um en Rússar. Einkum kom okkur saman um að við hefð- um ekki átt von á að svo margt af kvenfólkinu þar væri jafn Ijóshært og yfirlitsbjart eins og það væri af hánorræn- um uppruna. En auðvitað höf- um við horft mest á stúlkurn- ar. • Fer þá að líða að lokum þessarar frásagnar. Heim héldum við sömu leið og við höfðum komið, og hika ég ekki við að fullyrða að allir hafi Iiaft óblandna ánægju af ferðaiaginu. Nokkrar athugasemdir við útvarpserindi Þor- steins Sigurðssonar um ferð okkar Eins og fyrr er getið eru greinar þessar erindi, sem áð- ur voru fluttar í félaginu MÍR, en næst landbúnaðarráðuneyti Sovétríkjanna áttum við því að þakka tækifæri til þessarar ferðar. Tilgangurinn var að láta hér staðar numið, þótt margt sé ósagt, sem ástæða væri til að segja frá. En stuttu eftir að erindi þessi voru flutt, flutti einn af ferðafélögum minum, Þor- steinn bóndi á Vatnsleysu, út- varpserindi á kvöldvöku Bún- aðarfélags íslands og ræddi þar einkum um samyrkjubú- skapinn. Var erindið síðan birt í Tímanum. Vegna kynningar þeirrar, sem ég hafði af Þor- steini í ferðalaginu, varð ég nokkuð undrandi við að hlusta á erindi hans, einkum vegna þeirrar rætni, sem mér virðist koma. þar fram, og einnig vissrar ónákvæmni í frásögn af mikilsverðum atriðum. Þyk- ir mér ástæða að minnast á þetta lítilsháttar, þótt leitt sé að beita því gagnvart ferða- félaga. Éímöitudagur 16. máí 1957 — ÍÍÝI TlMlNN — „Þykir það liin mesta virðing að komast á þessi spjöld, og sjálfsagt. það hæsta sem ÞETTA FÓLK getur átt von á að komast þessa Þegar Þorsteinn hefur lýst koniunni út á samyrkjubúið ukrainska, og lýst spjöld- um, sem hann sá þar með myndum af þeim körlum og konum, sem skarað höfðu fram úr í vinnuafköstum, gef- ur hann þessa einkunn. Ég varð undrandi yfir' þess- um ummælum, vegna þess fyrirlitningartóns sem í þeim felst, gagnvart því mati á vinnunni, sem þarna var um að ræða. Hann virðist. ekki telja það, að komast hátt „þessa heims“, að fá viður- kenningu fyrir dugnað og trú- mennsku í þeim störfum, sem faann hefur þó sjálfur valið sér að ævistarfi. Ef þetta hefði hevrzt frá einhverjum þeim, sem maður vissi að teldi það fyrir neðan sína virðingu að rnjólka kýr og hreinsa fjós, þá hefði ég ekki orðið undrandi. En hinu býst mað- ur ekki við, að heyra þetta frá íslenzkum bónda, sem maður veit að unnið hefur hörðum höndum til að sjá heimili sínu farborða og koma börnum sínum til manns og mennta. Ég tel þau störf engu óæðri heldur en t.d. formennsku í Búnaðarfélagi Islands og Ásmundur Sigurðsson stjórn á fundum Búnaðar- þings. En þetta er auðvitað skoðanamunur. En auk þessa vil ég minna á amiað lítið atvik. Þegar for- stjóri vélaverksmiðjunnar í Karkoff var að sýna okkur verksmiðjuna, þá fór .hajm með okkur. til. eins vei:ka- mannsins sem þar stjóraaði vél sinni og sagði okkur að þetta væri duglegasti verka- maðurinn í verksmiðjunni. Og þessi maður var einnig full- trúi í Æðsta ráðinu, sem er þeirra Alþingi. Á okkar máli var hann alþingismaður, sem sýnir að austur þar getur þetta hvorttveggja farið prýðilega saman ef hæfileikar eru til. lt¥erði Ijós og þá varð Jiós" Þá virðist félagi Þorsteinn hafa nokkra tilhneigingu til að gera tortryggilegar áætlan- ir um framkvæmdir sem gerð- ar eru þar, þar sem hann segir: „Allt gengur eftir á- ætlun. Áætlunin er samin og samþykkt og allt verður eins og ákveðið var, rétt eins og þegar guð sagði forðum daga: „Verði ljós og þá varð ljós . Þetta mun eiga að vera brand- ari og er meinlaus mjög I sjálfu sér. En bak við hann virðist vera lítill skilningur á gildi þess að gera áætlanir um rekstur sinn og framkvæmdir. Slíkt er þó aðeins hygginna manna háttur. Meira að segja eram við töluvert að reyna þetta hér, þótt misjafnlega gangi að fylgja þeim. Og ég ætla það að hver sem hefur séð landbúnaðarsýninguna, háskólann, neðanjarðarbraut- ina, heilsu- og hressingarhæl- in við Svartahafið, Karkoff- borg, sem hann sjálfur segir að hafi verið byggð upp að tveim þriðju hlutum eftir eyðileggingu styrjaldarinnar, hann muni nokkurn veginn skilja það, að það hefur meira verið gert en að búa til áætl- anir. Þær hafa líka verið framkvæmdar. Einkum þó, ef maðui’ lætur sér skiljast, hve afarlítið brot \úð höfðum aðstöðu til að sjá, af því sem gera þurfti og gert liefur verið að styrjöldinni lokinni. Hitt efast ég aftur á móti ekkert um, að það hafi líka komið fyrir, að ekki hafi tekizt að fylgja áætlunum. Man ekki hetur en að ég hafi lesið um það eftir leiðtoga Sovétríkjanna sjálfra, þar sem jafnframt var reynt að léjta hinna eðlilegu orsaka. Meinlegar mótsagnir . Þegar félagi Þorsteinn fer að ræða um launakjörin koma fyrir meinlegar mótsagnir, hvort sem þær stafa af at- hugunarleysi eða öðru. í fvrri hluta erindisins segir: „Em hver er hlutur meðalmanns- ins? Hann er 340 vinnueining- ar, sem gera 5780 rúblur, eða kr. 23.750,00, en meðalkonam skilar 250 vinnueiningum ,og fær hún þá 4250 rúblur, sem i Isl. kr. gera 17.467,00 kr.“ Þetta var auk hins, sem greitt var í afurðum. En síðar í erindinu segir; „Eftir því sem okkur var sagfc og ég hef drepið á áður eru meðallaun bænda 500 rúblur. Geti konan unnið líka, og það gerir hún nær undantekning- arlaust, þá eru meðallaun hennar 350 rúblur". Þessar tölur er ómögulegli að samræma. Til þess að bera í bætifláka fyrir ferðafélaga minn þá dettur mér í hug að með síðari tölunum sé átt við mánaðarkaup, en hinum fyrri við árskaup. Að visu pa: sar það ekki heldur, en er þó nær lagi. En með því að láta slíkt óframtekið ef við það er átt, er samt um svo mikla óvand- virkni að ræða, að það er ekkí hægt að komast hjá því að benda á þetta. Einkum vegna þess, að í síðari hluta erindis- ins sem hirt var í Tímanum 31. marz, voru þessar síðari og lægri tölur birtar einar. Og næst á eftir er birt verð» lag á dýrustu vörutegundun- um sem höfundur sá, og kem» ur þá auðvitað út hinn fárán- legasti samanburður. Og ekki kæmi mér á óvart, þótt eitthvað svipað hefði ieg- ið til grundvallar gönilu r,ög» umnn í Morgunblaðinu luii hungrið, sem átti að liaía gert út af við hvert nmnnsbani íí Sovétríkjunum á fáum árum. Framhald á 10. síðu

x

Nýi tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.