Nýi tíminn


Nýi tíminn - 16.05.1957, Blaðsíða 6

Nýi tíminn - 16.05.1957, Blaðsíða 6
$) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 16, roaí 1957 Ntl TÍMINN Útsefandl: Sótfalittaflokkurinn. RltBtfön og aDyrgBannaBur: Ásmundur SigurSsson. — Áskrtftargjald kr. SO & &rl. FientsmlSta ÞjðSTiUans h.f. Sókn alþýðunnar , ¥vað er öllum kunnugt að það .*■ var ekki sizt fyrir til- stilli verkalýðshreyfingarinn- ar að unnt reyndist að mynda ■ jtó rikisstjórn sem nú situr að röldum i landinu. Verkalýðs- hreyfingin setti sér það tak- jnark í síðustu kosningum að auka svo áhrif sín á Alþingi að hægt væri að vema lífskjör- in án þess að standa æ ofan í æ í fórnfrekum verkföllum til Jtess að halda í horfinu þeg- ar ríkisvaldið var hvað eftir annað tekið í þjónustu auð- Htéttarinnar til þess að svifta verkalýðsstéttina ávinningum kjarabaráttunnar. Sú eining alþýðunnar í land- inu um Alþýðubandalag- ið sem tókst í Alþingiskosn- ingunum réði úrslitum um það að ekki var hægt að mynda aýja afturhaldsstjórn eins og fhaldið dreymdi um. I stað þess tóku vinnustéttirnar í eveit og við sjó höndum sam- an. Fulltrúar verkalýðs og bænda náðu samkomulagi um stjórnarstefnu og stjórnar- myndun. Flokkur auðstéttar- innar var einangraður og sviftur þeim áhrifum og völd- um sem reynzt höfðu vinnu- stéttunum þyngst í skauti og ! til mestra óheilla. ( Ahrif verkalýðshreyfingar- innar hafa óneitanlega 1 sett mjög svipmót sitt á stefnu og störf ríkisstjórnar- ! innar. Það er ekki einasta að i miklar vonir væru tengdar við myndun hennar og meiri j en við myndun nokkurrar annarrar ríkisstjórnar í land- ( inu. Verkalýðshreyfingin tók I. einnig á sínar herðar meiri á- j byrgð gagnvart sjálfri sér og jt allri þjóðinni en nokkru sinni j áður. I* I ¥%ótt ríkisstjórnin hafi setið ' * að völdum tiltölulega skamman tíma er ekki úr vegi að athuga stuttlega hvað henni hefur orðið ágengt og þá ekki sizt á þeim sviðum •aem varða verkalýðsstéttina j mestu. Slíkt mat er því nauð- synlegra sem auðstéttaröflin : hafa sig nú mjög í frammi ' til þess að rægja ríkisstjórn- ina og stefnu hennar og reyna að gera hana sem tor- tryggilegasta í augum al- mennings. /t, '■ 4 Imenn velmegun íslenzkrar alþýðu hefur jafnan 1 byggst á því að þjóðin eigi nægan og vaxandi fiskiskipa- stól, fiskíðjuver til að vinna úr aflanum og að markaðs- málin séu í sem beztu lagi. í þessum efnum tók ríkis- stjórnin við erfiðum arfi þar sem aukning skipastólsins hafði svo að segja verið i stöðvuð árum saman og mark ; aðsmálin voru i megnasta , öngþveiti. 4 f þessari óheillabraut var ** snúið með myndun nú- verðlagsmálunum að verðlag sumra vörutegunda eins og t. d. olíunnar er nú lægra hér á landi en í nokkru öðru landi Vestur-Evrópu. Þessum árangri hefur verið náð með því að stöðva gróða olíuhring- anna og myndi verðið þó vera enn lægra ef ekki hefði komið til afleiðingarnar af innrás Breta og Frakka í Egypta- land. ■Uíald einokunarhringsins S.í. * F. yfir fisksölunni hefur( verið afnumið og næstu daga : verður lagt fram á Alþingi frumvarp um breytta skipan \ bankamálanna sem tryggja á j eðlileg samskipti bankanna og: ríkisvaldsins og heilbrigðari og réttlátari fjármálastefnu, Ný löggjöf hefur verið sett um lán til íbúðabygginga þar sem ekki er aðeins séð fyrir helmingi meira fé til þeirrar starfsemi þegar á þessu ári en verið hefur, heldur er í-^ búðahúsabyggingunum tryggt stöðugt vaxandi fjármagn til framkvæmda á komandi tím- um með myndun öflugs bygg- ingarsjóðs og sparnaðarfram- lögum unga fólksins. í fyrsta skipti í sögunni getur nú ungt og dugandi fólk litið fram til þess að fá mikla aðstoð rík- isvaldsins til að mynda sér vistleg framtíðarheimkynni. Qkattar á lágtekjum hafa ^ verið lækkaðir um þriðj- ung, sjómönnum veitt aukin skattfríðindi, fiskverð til verandi ríkisstjórnar. Nú þeg- ar hafa verið gerðar ráðstaf- anir til að auka fiskiskipa- flotann um 15 nýtízku tog- ara, 9-12 stór fiskiskip og fyrirhugað að auka bátaflot- ann um marga tugi skipa á næstu árum. Þessi fyrirhug- aða aukning flotans mun nema um tíu af hundraði næstu árin og verður ásamt stórátaki í byggingu fiskiðju- vera og hafnarframkvæmdum til þess að skapa þjóðinni allri nýja og bætta möguleika til fullrar atvinnu og aukinn- ar velmegunar. ¥»á hefur rösklega verið að ■ því unnið að afla mark- aða fyrir framleiðsluna, koma í veg fyrir stöðvun atvinnu- veganna og taka fyrir óhóf- legan milliliðagróða. Verð- lagsmálunum hefur með lög- gjöf verið komið í fast form og álagning milliliða stórlega lækkuð. Hefur nú í fyrsta skipti verið tekið þannig á hlutasjómanna hefur verið hækkað um 8% og hlutasjó- mönnum tryggður fullur rétt- ur til orlofs. Áhrifavald verkalýðshreyfingarinnar yf- ir atvinnuleysistryggingunum hefur verið aukið frá því sem áður var. Fjárframlög ríkisins til félags- og menn- Æskctn og kfctrnorkiisprengjur Albert Schweitzer hefur taíað. Frédéric Joliot-Curie hefur talað Magnþrungin orð þeirra hafa farið um heiminn og var- að allt mannkyn við þeim ljóta leik sem nú er háður, undir- Projessor Joliot-Curie búningi að ragnarökum. Þau ragjnarök, sem þessir menn vara við, eru ægilegri en þau, ingarstarfsemi alþýðusamtak- anna hafa verið aukin mikið á aðra milljón á þessu ári og í sumar verður undirbúin lög- gjöf um lífeyrissjóð sjó- manna. Unnið er að því að færa út landhelgina en þar er um að ræða eitt stærsta hagsmunamál fslendinga í nú- tíð og framtíð og eimi mikil- vægasta þáttinn í sjálfstæð- isbaráttu þjóðarinnar. TPekizt hefur að tryggja fjár- magn til fjárfrekasta mannvirkis sem þjóðin hefur ráðist í til þessa, nýju Sogs- virkjunarinnar. Við hana eru nú fiamkvæmdir að hefjast af fullum krafti. Vitað er að rík- isstjómin vinnur einnig að út- vegun fjár til annarra nauð- synlegustu framkvæmda, eins og sementsverksmiðjunnar o. fl. ær ráðstafanir sem hér hef- ur stuttlega verið drepið á eru allar árangur af þeirri ákvörðun verkalýðshreyfing- arinnar að styðja að myndun núverandi ríkisstjómar og mótun þeirrar stefnu sem hún fylgir í framkvæmd. Flestar hafa þær verið gerðar fyrir tilstilli verkalýðssamtakanna og með beinum samningum þeirra við ríkisstjórnina. Þess ar ráðstafanir munu allar hafa þau áhrif að bæta stór- um lífskjör alþýðunnar og afkomu þjóðarinnar allrar. Þær eru vottur um þunga þeirrar sóknar alþýðunnar til aukinna áhrifa og valda sem auðstéttin og íhaldið óttast nú mest og vill allt til vinna að hindra. En það er alþýð- unnar að sjá um að íhaldið verði fyrir vonbrigðum og að spillandi áhrifum kyrrstöðu- stefnu þess og sérréttinda- baráttu verði sem lengst hald ið frá áhrifum á þróun ís- lenzkra þjóðmála. sem steypa eiga goðum Þau eru ægilegri en orrusta góðs og ills í Armageddon Opinber- unarbókaiinnar. Þeir Sehweitz- er og Joliot-Curie tala af þekk- ingu á þessum leik. Annar hlaut friðarverðlaun Nóbels, en hinn eðlisfræðiverðiaun. Þeir þekkja þennan leik betur en við Dulies. Hvorugur okkar er læknir eða eðlisfræðingur. Það er okkur báðum sameiginlegt í þessu máli, en svo skilur rriilli okkar. Eg, einn lítill karl úti á íslandi, er hræddur við afleiðingarnar af kjamorku- vopnum vegna þess að ég treysti lýsingum þeirra Schw- eitzers og Joliot-Curie. Dulles, einn heljarmikill pótentáti vest- ur í Washington, er ekki hræddur við þær. Þó er ég sannfærður um að hann veit um afleiðingar kjarnorkutil- rauna alveg eins vel og ég, eða jafnvel ennþá betur. Hann sagði fyrir nokkru, að það væri sannfæring sín, að sprengju- tilraunirnar hefðu engin áhrif á heilsu manna. Dulles er reynd- ar níu árum eldri en ég, verið orðinn sæmilega læs þegar ég fæddist. Ég er hræddur við tilraunirnar. Ekki mín vegna, heldur vegna þeirra, sem nú eru að alast upp og eiga eftir að alast upp um ókomnar ald- ir. Dulles er sennilega ekki hræddur sín vegna, en hann er heldur ekki hræddur vegna þeirra, sem eiga eftir að fæð- ast vanskapaðir eða hálfvitar. Dulies er líka trúaður vel á kristna vísu, en ég trúarvana. Mér er það hugleikið, að börn- in sem nú eru að alast upp og þau, sem ófædd eru, verði hraust og hamingjusöm. Dull- es, sem er roskinn maður, læt- ur sér það í léttu rúmi liggja. Nú er verið að dreifa eitri um háloftin. Það er verið að spilla andrúmsloftinu og sú spilling hverfur ekki fyrr en eftir marga mannsaldra. Þetta eitur svífur niður á jörðina og eitrar drykkjarvatnið. Það fer ofan í jarðveginn og hafið. Loftið, sem við öndum að oss, verður eitrað — Vatnið sem vér drekkum, verður eitrað. Komið, fiskurinn og kjötið, sem vér etum, verður eitrað. Ef til vill hverfur þetta eitur ekki fyrr en búið er að eyða öllu lífi á jörðinni. Þá skiptir það heldur ekki svo miklu máli. Það er verið að þeyta eitri og brunaeiningum út í and- rúmsloftið. Sennilega verðum við Dulles ekki svo mjög fyrir barðinu á þessari ólyfjan. Við eigum hvort eð er ekki svo ýkja langt eftir ólifað. Dagar okkar eru innan tíðar taldir. En svo koma fleiri tilraunir eftir okkar daga og eftir því sem Ismay lávarður, fram- kvæmdastjóri voldugrar stofn- unar og vinur Dullesar, sagði í vikunni sem leið, er ætlunin að nota þessa ólyfjan í hernað- arþarfir. Þegar það verður gert, eru þeir heppnastir sem farast þegar í sprengingunum eða brenna kvikir til bana á nokkrum klukkustundum. Ism- ay lávarður veit hvað hana syngur. Hann var til skammS tíma framkvæmdastjóri mikils hernaðarbandalags, sem ég er í, Atlanzhafsbandalagsins. Að vísu var ég ekki spurður ráða þegar ég gekk i þetta hemaðar- bandal., frekar en einn litill Sch- ultz suður í Þýzkal. var spurður ráða hvort hann ætti að gerast aðili að öxulveldabandalaginu forðum daga meðan Hitler va* Morgunblaðsins maður. Dulles býst ekki við að kjam- orkuvopnum verði beitt nemS til tilrauna þar til við emm all- ir, hann og ég. Menn geta allt- af vonað og huggað sig váð að sleppa. En hinir, sem á eftir fara, þeir um það. — En það er nú ekki alveg vist, að þeir, sem yngri eru eaa við Dulles, láti sér lynda það *em jafnaldr- ar okkar Dullesar eru að gera nú. Þeir eiga eftir að lifa okk- ur og anda að sér eitrinu, sem þeir Dulles og Ismay telja sér sjálfum hættulaust. Það er ekki vist, að þeir vilji horfa á böm sín fæðast vansköpuð eða fá- vitar. Já, Dulles minn, það er þetta fólk, unga fólkið, sem á að ráða í þessu máli, en ekki þér, framkvæmdastjórinn minn fyrrverandi, hann Ismay láv- arður, eða hetjan hann Heil Hitler Speidel. Þeir eru að undirbúa þing eða ráðstefnu austur í Moskvu. Dullesi finnst áreiðanlega fátt > Albert Schweitzsr *“ j•» um þá ráðstefnu. Hún er ekki af hans anda. Þar á ekki að reikna út hvað mörgum millj- ónum megi farga á broti úr sekúndu með því að varpa kjarnorkusprengju á milljóna- borg, eða hvað margir tugir milljóna verði aumingjar eftir þá hátíðlegu athöfn, sem yður er svo hugleikin, Dulles minn. Nei, það er æskulýðurinn, sem á yfir höfði sér ógæfuna alla, ef hann tekur ekki til sinna ráða. Hinn 28. júlí í sum- ar hefst Æskulýðshátíðin mikla í Moskvu. Hún á að standa til 11. ágúst. Það er sjötta Alþjóða- æskulýðshátíðin, sem haldin er. Þar koma saman ungir meníl frá öllum þjóðum. Þar veitist þúsundum. manna af ólíku Framhald á 11. siðu.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.