Nýi tíminn - 16.05.1957, Blaðsíða 10
ÞÓRÐUR KÁRASON
Sonur Kára Sölmund-
arsonar, þess er komst af
úr Njálsbrennu, hét Þórð-
ur. Hann var dótlursonur
Njáls á Bergþórshvoli og
fóstraður hjá afa sínum.
Þegar Njáll og synir hans
voru brenndir inni á
Bergþórshvoli brann
Þórður einnig. Frá þessu
6egir í Njálssögu:
Flosi bauð þeim Njáli
ög Bergþóru að ganga úr
cldinum, en Njáli vildi
eigi lifa syni sína og
Bergþóra vildi fylgja
mnanni sínum. Þau ganga
eíðan saman í bæinn og
éetia að leggjast til hvíld-
ar hinsta sinni. Bergþóra
Þannig átti að
tala við hana
„Þér þykir ekkert vænt
lim mig“, sagði Sigga
litla volandi við mömmu
isína eftir að hafa fengið
ráðningu fyrir óþægð.
„Jú, víst þykir mér
vænt um þig“, svaraði
mamma.
„Það er að minnsta
kosti ekki hægt að heyra
það á því hvemig þú tal-
br“.
„Og hvernig viltu að ég
tali við þig, Sigga mín?“
„Ég vil að þú talir við
mig eins og þú gerir þeg-
iar eru gestir“.
*---------------------
GÁTAN
Ráðning gátunnar er
lieistinn.
mælti þá við sveininn
Þórð Kárason: „Þik skal
út bera, og skalf þú eigi
inni brenna“. „Hinu hef-
ur þú mér heitit, amma“,
segir sveinninn, „at vit
skyldum aldri skilja, ok
sval svá vera. En mér
þykir miklu betra að
deyja með ykkur en lifa
eftir“. Síðan gengu þau
Njáll og Bergþóra til
hvílu sinnar og lögðust
til svefns með Þórð Kára-
son á milli sín. Þau létu
breiða yfir sig uxahúð, og
síð.ast heyrðist það til
þeirra að þau signdu sig
og drenginn og fólu önd
sína guði.
Menn ~hafa æ síðan
dáðst að tryggð Þórðar,
sem vildi ekki yfirgefa
afa sinn og ömmu á
dauðastund þeirra. Um
þetta orti Ingibjörg Bene-
diktsdóttir kvæðið, sem
við birtum hér. Ingibjörg
var aðeins 14 ára gömul
þegar hún orti kvæðið.
Hún var fædd 1885 en dó
1953. Eftir hana hafa ver-
ið gefnar út tvær ljóða-
bækur.
ÞÓRÐUR KÁRASON
Bergþórshvoll logandi blasir við sýn,
blossinn við himininn dimmbláa skín.
Njáli þar og Bergþóra bíða með ró;
þeim boðin var útganga, en neituðu þó.
Drengur þar stendur við afa síns arm,
öruggur hallast að spekingsins barm.
Horfir hann forviða eldsglæður á,
alvara og staðfesta skín af hans brá.
Gellur þá rödd ein við glymjandi há:
„Gakk litli drengur, út voðanum frá“.
Með alvöru sveinninn þá anzar og tér:
„Ó, afi, mig langar að vera hjá þér“.
„Gakktu út, vinur minn,“ Bergþóra bað.
Barnið þó ei vildi samþykkja það.
„Gróttu ekki, amma mín“, gegndi hann skjótt,
„ég get ekki skilið við ykkur í nótt“.
Heill sé þér, Þórður, því hrein var þín dyggð,
hrein var þín saklausa, bamslega tryggð,
Með hugrekki leist þú híð logandi bál.
Nú lifir þín minning í barnanna sál.
Ingibjörg Benediktsdóttir
U____________________________________________/
VEÐURSPÁ FOSSINS
Leikaraþátturinn
Framhald af 1. síðu.
María, Meðan sólin skín,
Það er aldrei að vita og
Þrjár systur. Loks má
geta þess að í ár fékk
hún listamannalaun frá
ríkinu.
Helga er gift og á eina
dóttur. Maður hennar er
Helgi Skúlason leikari.
KINDANÖFN
Júlíana Magnúsdóttir,
Norðurbrún, Biskupstung-
um, skrifar okkur og
segist eiga þrjár kindur,
en ekki vita hvað hún
eigi að kalla þær. Þess
vegna biður hún okkur
að birta nokkur kinda-
nöfn. Nú er úr vöndu að
ráða, því henni láðist að
segja okkur nokkuð um
lit kindanna eða annað
útlit, það er nefnilega
stórt atriði þegar á að
skíra kind hvernig
hún er lit, hyrnd o.s.frv.
Þrátt fyrir það viljum
við reyna það, sem í okk-
ar valdi stendur. Hér
koma svo nokkur falleg
ærnöfn: Kiða, Hnífla,
Kolla, Hyma, Bauga,
Hálsa, Gerpla, Drottning,
Grettla, Gullbrá, Spóla,
Hnubba, Kría, Fríða,
Grýla, Kilja og Botna.
Óskastundin birtir hér
vísur um Kælufoss og til
að þið getið skilið þær
til fulls fékk hún Svein-
bjöm Ben'teinsson á
Draghálsi, bróður skálds-
ins, til að segja ykkur
nánar frá fossinum veð-
urglögga.
Kælufoss er í Fitjá í
Skorradal, hjá bænum
Sarpi. Höfundur vísnanna
er frá Grafardal, en sá
bær er hér um bil 5 km.
Guðmundur Kr. f síðasta
blaði, þegar við birtum
bréf þitt, láðist okkur að
svara spurningu þinni
um skriftina. Þú vandar
þig ekki nærri- nóg og
lágstafimir eru misstórir,
Hvert á barninu
að bregða?
„Þú ert dæmalaus grís“,
sagði pabbinn við son
sinn fimm ára gamlan.
„Veiztu hvað grís er,
góði minn?“
„Já, pabbi, ég veit það.
Það er litla barnið svíns-
ins“.
milli. I-Ivinurinn í Kælu-
fossi heyrist stundum alla
leið að Grafardal og er
sagt að það viti á norð-
ankælu þegar hátt lætur
í fossinum. í Borgarfirði
var norðanáttin kölluð
háátt, eins og sést á
seinni vísunni. Sveitafólk
var oft mjög næmt fyrir
slíkum veðurmerkjum í
náttúrunni, einnig sjó-
menn. Mörg dýr eru líka
eins eru stafleggimir mis-
langir og hallinn sitt á
hvað. Allt þetta þarftu
að laga og muna að vera
alltaf snyrtilegur i öllu,
sem þú gerir.
Blágresi og Fjóla. Við
hlökkum til að heyra fró
ykkur og seinna birta
textann, sem þið biðjið
um. Tillaga ykkar um
framhaldssögu er ágæt
og við höfum einmitt ver-
ið að velta því fyrir okk-
ur hvort ekki sé skemmti-
legt að hafa spennandi
framhaldssögu í blaðinu
okkar. Nú væri gaman að
heyra frá ykkur hinum.
Hvað finnst ykkur?
frá fossinum og há.ls á veðurglögg.
r--------------------------------------
KÆLUFOSS
Kælufoss er kátlegt lmoss í klettum víðum,
hreinviðrið er hnekkir þíðum
hátt hann ymur rómi stríðum.
í Fitjaá sá fossinn liái fræðir mengi,
háátt spáir þá hörpustrengi
herðir að slá svo dynur vengi.
Einar Benteinsson.
ORÐSENDINGAR
fl.0) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 16. maí 1957
Bð&s&dæfös’IsG III So^éiríkjonna
; Franihald af 7. síðu.
! „Allt, hverju nafni sem
Xiefnist er í hinni einu
ivoldugu hönd ríkisins"
Svo hljóðar þriggja dálka
-eðalfyrirsögn síðari hluta er-
indisins í Tímanum 31. marz.
-Er setningin tekin upp úr
erindinu, en einu orði, þó
■Bleppt, sem gerir þessa aðal-
fyrirsögn að einni rótarlegri
blekkingu. En í annað sinn,
Bkal ég bera í bætifláka fyrir
- félaga Þorstein, því ég tel
i að það muni ekki hans sök,
1 íheldur ritstjórnar Tímans,
sem ,mun hafa leyft, sér að
, rangfæra orð hans til þess, að
„slá upp“ í aðalfyrirsögn
þeirri meiningu sem henni
þótti sér henta, þótt alls ekki
! lægi í hans orðum. Skal það
i nú skýrt nánar.
j Mér fannst það að vísu
Bmákynlegt að heyra bóndann
og samvinnumanninn frá
j Vatnsleysu tala, að því er
' virtist með nokkrum söknuði,
í eða jafnvel vandlætingu um,
að þarna sé „engin heildsala-
klíka til að þjarma að fólk-
i inu, eða slæmir iðnjöfrar til
i að raka saman fé af þraut-
píntlum verksiniðjulýð“. „Allt
i Blíkt hverju nafni sem nefnist
i er í hinni einu voldugu liönd
ríkisins“. Já, rétt er það, þess-
ir hlutir eru í höndum ríkis-
ins, eins og t.d. landbúnaðar-
’ ‘vélaverksmiðjan í Karkoff,
' Bem við skoðuðum, þar sem
85.000 manns vinna. Hún var
j eign ríkisins, en ekki eins eða
fárra iðnjöfra. Ég tel það
kost, en vel má vera um
skoðanamun að ræða milli
okkar í þessu efni.
En bæði Morgunblaðið og
Vísir fundu bragðið og þótti
gott, enda slógu þau tvær
flugur í einu höggi. Þau gáfu
höfundi góða einkunn fyrir,
og sendu Tímanum hnútur í
leiðinni.
En þá skal aftur vikið að
síðari setningunni, að „allt
slíkt, hverju nafni sem nefn-
ist er í hinni voldugu hönd
ríkisins“. Hver maður, sem
les þessa setningu frá hendi
höfundár skilur, að hahn a
við þá starfsemi, sem í öðrum
löndum er rekin af heildsölum
og iðnjöfrum. En blaðið gerir
þessa setningu að aðalfyrir-
sögn og sleppir orðinu „slíkt“.
Þannig hljóðar „uppsláttar-
fyrirsögnin": „Allt, hverju
nafni sem nefnist er í hinni
einu voldugu hönd ríkisins".
Hér er ekkert undan dregið.
Auðvitað er þetta gert til
þess að láta lesenda, þegar
af fyrirsögninni fá þá hug-
mynd, að í þessu landi sé
enginn rekstur leyfður nein-
um öðrum en ríkinu, hvorki
einstaklingar eða félög megi
hreyfa sig til slíks. E.t.v. er
því líka treyst að allmargir
lesenda lesi aðeins fyrirsögn-
ina.
Hvað er svo rétt í þessu ?
Ég er alveg viss um að
Þorsteinn félagi meinar þetta
ekki, enda veit -hann og rit-
stjórn Tímans líka, að land-
búnaðurinn, sem er.annar af
höfuðatvinnuvegum þessara
þjóða er ekki ríkisrekinn
nema að litlu Ieyti. Að lang-
mestu leyti er liann rekinn af
samvinnufélögiun. Mundi Tím-
inn telja það rétta frásögn
hjá rússneskum bónda, sem
hingað kæmi, ef hann síðan
fræddi landa sína á því að
Samband ísl. samvinnufélaga
og kaupfélögin væru rekin af
ríkinu ?
Guð varðveiti ....
Sú aðferð, sem blaðið Tím-
inn beitir hér, með því að
fella niður orð úr setningu
höfundar, svo meining henn-
ar gjörbreytist, um leið og
hún er gerð að aðalfyrirsögn,
er meiri óskammfeilni, en
nokkur blaðamaður má leyfa
sér gagnvart geinarhöfundi,
þótt allt þyki í lagi með það
að láta málstaðinn lönd og
leið. Því þetta er, að bregð-
ast trúnaði höfundarins, sem
hefur falið honum ritsmíð
sína til meðferðar. Og vegna
félaga Þorsteins þá get ég
ekki látið þetta óátalið. Enda
sé ég ekki betur en að hann
verði nú að biðja hinnar
gömlu bænar: „Guð varðveiti
mig fyrir vimun mínum“.
„Rússlandsfarar undar-
leaa hlióðir"
Þá endaði félagi Þorsteinn
erindi sitt með því, að furða
sig á, að allt það fólk, sem
til Sovétrikjanna hefur farið
hefði verið undarlega hljótt
um ferðir sínar.
Þetta er bara smámisskiln-
ingur, sem mjög er fljótlegt
að leiðrétta. Hann er alls ekki
sá fyrsti sem hefur frætt ís-
lenzku þjóðina frá þessum
löndum. Það hafa verið skrif-
aðar fjölda margar blaða- og
tímaritsgreinar af þessu fólki.
Einnig hafa verið flutt út-
varpserindi og meira að segja
gefnar út bækur. En auðvit-
að þarf að Iesa þetta til að
verða því kunnugur og vita
skil á því.
Að lokum vil ég svo þakka
öllum mínum ferðafélögum
fyrir ágætar samverustundir
á ferðalaginu. Ennfremur vil
ég fyrir hönd nefndarinnar
þakka landbúnaðarráðuneyti
Sovétríkjanna fyrir boðið og
hina ágætu fyrirgreiðslu, og
félaginu MÍR fyrir þann þátt,
sem það átti í því að við átt-
um kost þessar ferðar.
Scs mcmn sism dauð-
rolcist í lineicileik
Keppni um samveldismeistaratitil lýkur
með skelfingu
Ung kona horfði á mann sinn barinn til bana í meist-
arakeppni í hnefaleik í Jóhannesarborg síðastliðinn
sunnudag.
Hún heitir Lorraine Elliott
og va.r gift Jimmy Elliott, at-
vinnuhnefaleikara, sem var að
keppa um meistaratitilinn í
miðþungaflokki í brezka sam-
veldinu við brezka meistarann,
Pat McAteer.
Elliott andaðist nokkrum
klukkutímum eftir að McAteer
greiddi honum rothöggið í
sjöttu umferð. Þetta var í
fyrsta skipti í 30 kappleikjum
sem andstæðingi hafði tekizt að
slá Elliott í rot. Læknar gerðu
á honum tveggja klukkutíma
uppskurð, til að ná blóðlega úr
heilanum, en hann kom fyrir
ekki.
Högg á kjálkabarðið
Elliott hafði skorað á McAt-
eer til keppninnar, en hann
hafði borið hærri hlut þegar
þeir áttust við áður. í fyrstu
umferðunum í keppninni hafði.
Elliott yfirhöndina, en þegar á
viðureignina leið sótti MeAteer
í sig veðrið. I sjöttu umferð-
inni greiddi hann Elliott vinstri
handar högg á kjálkabarðið,
svo hann hné niður. Höfuðið
skall í gólfið við fallið. Þegar
dómarinn hafði talið upp að
átta reyndi hann að rísa á fæt-
ur, en tókst það ekki, heldur
féll í öngvit á ný.
Framhald á 11. siðUi