Nýi tíminn - 16.05.1957, Blaðsíða 8
|Q|— NÝI TÍMINN — Fimmtudagnjr 16. maí 1957
Hér á ejtir rifjar Gt'sli
Sigurðsson, lögregluþjönn i
Hafnarfírði, uþf> atburdi
<:r kornu fyrir luinn 'og for-
eldra hans fyrir rúrnum
fjárum áratugum, er við lá
afí hann „yrði draugur á
Kviguvogastaþa". Þelta er
ekki aðeins frásögn um bar-
áttu við nátturuöflin, held•
ur bregður hún einnig Ijósi
á kjiir alþýðufólks á íslandi
fyrir nokkrum áratugum
og minnir á hve stórfelld
breyting hefur orðiö á af-
komu alþýðufólks vegna
baráttu verkalýðssamtak-
anna.
• Er ég las bina ágætu grein
Sæmundar Snorrasonar frá
Járngerðarstöðum í Grindavík
i Lesbók Morgunblaðsins 24.
xnarz 1957 hrönnuðust að mér
minningarnar. Ekki var ég þátt-
takandi þess stórbrotna leiks,
er þá var færður á svið í
Grindavík, en atvikin höguðu
því þannig að ég var þar stadd-
ur og minnist enn þeirra tíma.
Ekkert skipa lenti þá í vör í
Þorkötlustaðahverfi. Eitt skipa
Ienti í Járngerðarstaðavör,
nokkur út í Staðahverfi, sum
vestur með nesi, allt út við yztu
tá, og fjögur, sem segir frá í
greininni, komust að „Ester“
kútter úr Reykjavík, þar sem
mannskapnum var bjargað, en
skipin hurfu í hafið.
Er þetta gerðist voru foreldr-
ar mínir, Jóhanna Gestsdóttir
og Sigurður Gíslason flutt til
! Hafnarfjarðar fyrir nær fimm
! árum og bjuggu í húsi Árna
• rafstöðvarstjóra Sigurðssonar,
Bröttugötu 6, með okkur tvo
syni sína, mig og Helga. Við
fcjuggum í tveimur litlum her-
bergjum er sneru í norður. Var
annað herbergið' notað til að
sofa í, og var tæp alin milli
rúmanna. Hitt var eldhús, þar
var eldavélin, skápur, borð,
í skrína og kista til að sitja á.
Við gengum um eldhúsið hjá
þeim hjónum Pálínu Guð-
mundsdóttur og Jóel Jóhanns-
syni, er bjuggu í suðurher-
bergjum loftsins með þrjár
dætur sínar ásamt ömmunni,
Frá aldamótum hafði faðir
minn róið í Grindavík. Var
hann lengst af útgerðarmaður
þeirra hjóna í Hrafnshúsum,
Marínar Jónsdóttur og Jóns
Jónssonar. Var hann hjá þeim í
allt að tuttugu vertíðir og reri
vanalega á skipi Gísla í Vík,
sonar þeirra. Og þessa vertíð
var svo. Eins og að undan-
förnu hafði faðir minn reynt
að birgja heimilið að matar-
forða til vertíðarinnar, en til-
föng hafa víst verið í smærra
lagi. Síðast í janúar hafði ver-
ið smáufsaganga í Firðinum,
sem eins og oft áður var mörgu
heimihnu til bjargar. Faðir
minn var í ádrættinum og fékk
nokkurt magn í hlut sinn. Ufs-
inn er góður matur nýr. En nú
skyldi saltað nokkuð af honum
handa okkur þremur til vertíð-
arforða. Svo myndi pabbi koma
um páskana og færa eitthvað
[ i búið er dyggði til lokanna.
Pabbi fór svo til Grindavík-
ur á tilsettum tíma, en við hin
þrjú sátum og bjuggum að ufs-
anum saltaða. Er nú ekki að
orðlengja það, að er fram kom
í marz, er ufsinn farinn að
skemmast og er hann orðinn
svo mikið óæti, að við getum
ekki lagt okkur hann til munns,
og var maður þó ekki kræsinn
í þá daga. Var þá ekki annað
til fæðu en vatnsgrautur og
brauð af skornum skammti, en
samið hafði verið við bakarann
um ákveðinn skammt til ver-
tíöarinnar.
Var nú úr vöndu að ráða fyr-
ir mömmu. Að vísu hefði verið
leið að fax-a til fátækrafulltrú-
ans og sækja um sveitarstyrk.
En henni Jóhönnu Gestsdóttur
var víst fátt jafnfjarri skapi og
það, að korna manni sínum í
sveitarskuld og marka okkur
öll sveitai-limsstimplinum. Nei,
þá varð að taka til annai’ra
ráða. Móðir mín réði það af, að
Gísll Sigurðsson sem unglingur. —
fara til Grindavíkur, hitta
pabba og reyna að fá hjá hon-
um nokkrar krónur, að við gæt-
um lifað af þó ekki væri nema
til páska. Og þetta varð að
ráði.
Helga var komið fyrir hjá
Gi’óu Bjarnadóttur fx’á Önund-
ai-holti og manni hennar Er-
lendi Jónssyni, sem að vísu
voru fátæk, en áttu það hjarta-
lag, að gefa einn bitann, ef þau
áttu tvo.
Snemma morguns í hægu
veðri björtu og auðri jörð lögð-
um við af stað, móðir mín og
ég þá á þrettánda ári. Bar ekk-
ert til tíðinda svo mér sé minn-
isstætt þessa 40 km leið. Er við
komum í Vogana fórum við út
af veginum og lögðum á hraun-
ið og fórum Skógfellaleið. Síðla
dags um það bil er menn stóðu
í aðgerð komum við til Grinda-
víkur. Var ekki trútt um, að
skrítið væri uppHtið á þeim i
Grindavík, er þessi föruhjú
komu labbandi ofan úr hraun-
inu.Var pabbi ekki hvað minnst
undrandi, og þótti sem ufsinn
hefði ekki dugað eins og efni
stóðu til. En hér varð engu um
þokað; hér vorum við komin,
af því að ufsinn brást. Mömmu
var komið til gistingar í Vík,
hjá þeim Gísla og Kristólínu,
en þar hafði hún verið hluta-
kona vertíðina 1912, en ég vist-
aðist í Hi-afnshúsum hjá pabba.
Fór nú svo, að dvöl okkar varð
nokkru lengri en ráð hafði ver-
ið fyrir gert. Var það ekki tek-
ið í mál af þeim hjónum í Vík
eða Hrafnshúsum, að við fær-
um fylgdarlaus til baka inn í
Voga. En þar sem gæftir voru
alla þessa daga gat pabbi ekki
fi’á skákað.
Minningar æskunnar eru ekki
þræddar upp á þráð almanaks-
daganna, í hæsta lagi eru þær
tengdar árstíðum. Dagarnir og
mánuðirnir hvei’fa. Því eru at-
burðirnii’ aðeins tengdir vetr-
arvertíðinni 1916.
Einn morgun vakna ég við,
að barin eru nokkur högg á
gluggann. Eg vaknaði við, því
nú var verið að kalla pabba til
róðurs. Eg mun fljótt hafa sofn-
að aftur og sofið fram á dag.
Veður var þá bjart er ég kom
út. Mamma ætlaði þennan dag
út í Staðahvei’fi, að heimsækja
frændkonu sína þar, Agnesi
Gamalíelsdóttur, konu Jóns
fyrrverandi vitavarðar á
Reykjanesi Helgasonar. Eg
fylgdi henni út í Járngerða-
staðabót, mun ekki hafa nennt
lengra.
Er ég kom heim úr þessari
ferð hafði dregið upp kolsvart-
an flókabakka yfir fjöllunum
og barst óðum að og virtist vita
á norðanveður með snjókomu.
Jafnframt því sem þyngdi í
lofti fann ég að þyngdi yfir
fólkinu. Það gekk um afskipta-
lítið, þungbúið á svip. Það
komu í mig leiðindi og fór ég að
sjá eftii’, að hafa ekki farið með
mömmu og endurnýjað kunn-
ingsskapinn við hann Manna
frænda frá því á páskunum
1912, að ég dvaldi nokki’a daga
úti á Reykjanesi. Höfðum við
Manni þá orðið einstaklega
samrýmdir. En nú var það
tækifærið gengið úr greipum.
Eg eigraði eitthvað fram og
aftur, að heiman og austur að
vör og til baka aftur. Þeir sem
maður mætti urðu þungbúnari
og þungbúnari á svip. Eg leit-
aði Víkursystkina, leikfélaga
minna, en við gátum ekki gert
okkur neitt til skemmtunar. Eg
fór enn austur í vör. Stóðu þar
þá noklcrir menn og ræddust
Myndirnar eru fceluiar um svipað
Elínu Sæmundsdóttur, sem leyti og atburðir þeir gerðust sem
sagði okkur sögurnar í rökkr- sagt er frá í greininni.
inu þá.
Gísii Sigurðsson:
arz 1916
*
Sigurður Gíslason
við, því út af nesinu sást til
skips. Börðu þeir á árum en
miðaði seint. Aðra stundina
nokkuð, én hina tommaði ekki.
Sáu glöggir rnenn, að þarna var
skip úr Þorkötlustaðahverfi.
Eftir harðan barning og langan
náðu þeir Járngerðarstaðavör.
Allir sem eitthvað gátu tóku á
móti skipinu og var það sett í
einu einu kasti upp í efstu sát-
ur. Þegar skipið hafði verið
skorðað var fyrst tími til að
fagna vinum og frændum og
spyrja tíðinda, en litlar fréttir
var að fá.
Veður var nú orðið hið versta,
snjókoma, frost og ofsarok,
ogþví til lítils að vera úti
fyrir mig. Eg fór því heim
í Hrafnshús og settist á rúm-
ið okkar pabba. Eg horfði frá
einum til annars en ekkert var
sagt. Marlín gekk um með
stilltu fasi og rólegu milli eld-
húss og baðstofu. Enginn drátt-
ur fcærðist í andlitinu. Kyrrum
augum horfði hún út um fram-
baðstofugluggann út í veðui’-
sortann. Jón gekk um gólf,
fi’am í bæjardyr, opnaði hurð-
ina og leit út, lokaði og
kom inn aftur, gekk fram að
glugganum og sást nú varla
grilla í Vallarhúsið. Ekkert var
sagt, en heitar tilfinningarnar
hrönnuðu loftið í litla bænum.
Tveir synir gömlu hjónanna
voru á sjó. Tveir menn af heim-
ilinu auk vina og frænda því
nær á hvei-ju skipi. Kona Jóns
í Sjólist, tengdadóttir þeirra
kom. Hún kemur frá sex eða
sjö barnahóp. Þau talast við og
Jóhanna Gestsdófcfcir
konan fer aftur þróttmeiri en
hún kom. Þannig rniðlar hver
öðrum styi’k. Og heima í hvei’j-
um bæ er beðið með eftirvænt-
ingu og í hverju húsi. Kuldinn
læsir sig inn um hverja smugu
inn í hvern krók og kima.
Stormui’inn skekur húsin og
lemur þekjur bæjanna, það ýl-
ir og vælir allt um kring. Og
þannig líður dagurinn fram I
rökkur.
Allt í einu heyrist mannamál
úti fyrir. Það er stigið þétt til
jarðar, klinku er lyft og hurð
er opnuð og hurð er lokað, það
smellur í klinku. Einhver kem-
ur inn ganginn og pabbi birtist
í baðstofudyrunum. „Sælt veri
blessað fólkið“, segir hann, eins
og hann sé að koma austan úr
hverfi. „Sæll og blessaður og
velkominn", segja görnlu hjón-
in. Þau ganga bæði með sínu
stillta fasi til hans og mynnast
við hann klökugan og kaldan.
Pabbi kemur til mín og segtrs
„Sæll drengur minn“, og kyssit
mig um leið. Svo segir hann:
„Ég kemst víst ekki úr skinn-
klæðunum fyrr en þau hafa
þiðnað lítilsháttar". Og pabbi
stendur nokkurn tíma á gólfinu,
hann getur ekki setzt, svo eru
skinnklæðin frosin á honum.
Svo koma fréttirnar. Þeir náðu
landi í Staðahverfinu. Sigldu
fyrst, en svo brotnaði útleggj-
arinn og þá var tekið til ár-
anna og þarna börðu þeír 1
land. Þeir áttu nokki’ar báts-
lengdir í land og stóðu kyrrir á
annan tíma, svo var veðurofs-
inn mikill, en þá slotaði nokk-
uð og þá náðu þeir landi. Það
leit ekki út fyrir að þeir næðu
í vör. Svo gengu þeir frá skipi
eins og þeir voru komnir og
heim móti stormi og byl. Skips-
hafnir skipanna er lentu í Stað-
arhverfinu urðu samferða heim,
En mörg náðu ekki landi þar,
vonandi ná þau landi út með
nesi. Það verða varla komnaíl
fréttir um alla fyrr en á morg-
un. Seglskip hafði sézt útifyrir,
Þar var björgunarvon.
Á hverju heimili ríkja hinaí
sömu tilfinningar, von og ótti,
ótti og von. Fögnuður, von og
ótti. Þrátt fyrir þó þau Hrafns-
húsahjón heimtu sína menn og
sína syni úr helju, er fas þeirraj
jafnstillt og rólegt, sem fyrr«
Aðeins er svipurinn ekki lengufl
dimmur og þungbúinn, heldu®
bjartur og hlýr.
Daginn eftir hafði frétzt til
allra skipshafnanna, nemai
fjögurra. En á sunnudaginn um
messutímann sást skúta slaga
uppundir. Þótti mega ráða í aíS
þar væru þeir sem saknnð var.
Enda fór það svo, að skúta
þessi, Ester frá Reykjavík, hafðl
bjargað hverjum manni. Hafðl
tekizt svo giftusamlega, að þrátfl
fyrir hrakninga hafði engituf
nxaður farizt.
Þegar nú sýnt var að alliif
voru heilir, gátu menn farið af2
tala um atburðinn og var margfi
um þetta talað. Af því verðup
mér eitt minnisstæðast og þa'ð
eru orð eins útgerðarmannsins,
er missti í þessari hrinu tvcj
tíróin skip. Hann sagði: „Ég
held ég fari upp í lestrarfélag
og fái mér Njálu, það eitt get-
ur haft úr mér leiðindin1'
Er veðrinu slotaði tókum vi’ð
mæðginin að hugsa til heim-
ferðar. Kvöld nokkurt sýndisfl
útlit fyrir gott veður að morgnl
og var því ákveðið að leggjá
þá upp. Pabbi var á fótum kl,
Framhald á 19, síðu.