Nýi tíminn


Nýi tíminn - 13.02.1958, Blaðsíða 1

Nýi tíminn - 13.02.1958, Blaðsíða 1
I 1 Greioið Nýja tímann Firamtiulagur 13. febrúar 1958 — 12. árgan.gur — 6. töiublað. Bréf Hermanns til Búlganíns var ekki boið undir ríkisstjórnina Bréfið, sem er svar islenzka forsætisráðherrans við bréfum Búlganíns frá 12. des. og 8. jan., var afhent í Moskvu fvrir skömmu MoElet ekki ysn eidflsigor' Guy Mollet, foringi franskra sósíaldemókrata og fyrrverandi . . forsætisráðherra, sagði í ræðu nýlega, að sér væri ekkert Um það gefið, að Bandaríkjamönn—> um yrði leyft að koma sér upp eldflaugastöðvum í Frakklandi. Kvaðst Moliet ekki fá séð, hvernig slíkur viöbúnaður ætti að auka öryggi Vestur-Evrópu. Mollet sagði að stjórnum Vesturveldanna bæri að giápa fegins hendi tillögur sovét- stjórnarinnar um ráðstafanir til að binda endi á kalda stríðið og eyða viðsiám í heiminum. Forsætisráðuneytið heíur sent NÝja tímanum fréttatilkynningu um að forsætisráðherra, Hermann Jónasson, hafi svarað bréfum N. Búlganíns, for- sætisráðherra Sovétríkjanna, dagsettum 12. desem- ber og 8. janúar sl. Hafi svarið verið afhent í Moskva Bréf þetta hefur ekki verið borið undir ríkis- stjómina né það rætt af henni. Ríkisstjórnin sem slík á þannig engan hlut að þessu svari, heldur er það einkabréf Hermanns Jónassonar forsætisráð- herra og túlkar hans einkaskoðanir á málum þeim sem um er fjallað. Efni bréfsins er nánar rætt í leiðara blaðsins í dag. Bréf Hermanns Jónassonar forsætisráðherra er svohljóð- andi: Reykjavík, 1. febrúar 1958. Kæri herra forsætisráðherra! Ég hefi með mikilli athygli kynnt mér efni bréfs yðar frá 12. desember og hafði að mestu kom glöggt í ljós, þegar ísland endurheimti sjálfstæði sitt 1918. Þá var lýst yfir því, að fsland myndi ekki hafa her og myndi verða ævarandi hlutlaust. Það var þá einlæg von íslendinga, að land þeirra myndi haldast áfram utan hernaðarátaka stærri lokið svari við því, er ég fékk bréf yðar 8. f.m. Ég hefi einnig kynnt mér gaumgæfilega þetta síðara bréf yðar. Þar sem bréf þessi fjalla um svipuð málefni, finnst mér hlýða að svara þeim báðum í senn. Ég vil fyrst byrja á þvi að þakka yður fyrir viðurkenning- arorð yðar um friðarvi'ja fslend- inga. Ég dreg ekki í efa frið- arvilja neinnar þjóðar, en ég efast um, að friðarviljinn eigi nokkurs staðar dýpri rætur en meðal íslenzku þjóðarinnar. Því veldur meðal annars, að íslend- ingar hafa aldrei átt í vopnuð- um ófriði við neina þjóð og hafa ekki svo að öldum skiptir haft vopn um hönd til að útkljá deilumál innbyrðis. íslendingar kunna því að meta, hve mikils vert það er, að deilur séu leyst- ar án vopnaburðar. Þessi friðarvilji íslendinga Samstarfsmaður nazista dæmdur Einn af æðstu embættismönn- ,um Vichystjórnarinnar í Frakk- landi á hernámsárunum, Jacqu- :es Guerard, var í síðustu viku dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir samvinnu við nazista, en dóm- urinn var skilorðsbundinn og hann var látinn laus þegar í stað. Hann kom nýlega heim til !Frakklands frá Spáni, þar sem hann hefur dvalizt frá stríðslok- um. Talið er að þetta sé síðasti dómurinn sem kveðinn verður upp í Frakklandi vegna sam- starfs við nazista. þjóða. eins og verið liafði öldum saman, og hlutleysi myndi því nægja landinu til öryggis. Síð- ari heimsstyrjöldin leiddi hins vegar áþreifanlega í ljós, að ný tækni hafði gert ísiand hernað- .arlega bvðingarmikið ó stríðs- tímum, ísland var þvi hernumið strax á fyrsta stríðsárinu, og var með því sýnt, að hlutleysið veitti ekki íslendingum lengur öryggi frekar en svo mörgum öðrum. íslendingar lærðu af þessari reynslu, að þeir yrðu í framtíðinni að reyna að tryggja öryggi sitt með öðrum hætti. f samræmi við það var gerður varnarsamningurinn við Banda- ríkin 1941. Árið 1946 gerðist fsland svo aðili að Sameinuðu þjóðun- um í trausti þess, að þannig yrði öryggi þess bezt tryggt. Því mjður hafa Sameinuðu þjóðirnar enn ekki náð þeim viðgangi, að þátttaka í þeim veiti smáríki nægilegt öryggi. Með tilliti til þess gerðist fs- land aðili að Atlanzhafsbanda- laginu 1949, eftir að hafa kynnt sér vandlega, að þar var um hrein varnarsamtök að ræða, en lega landsins og margvíslegur skyldleiki við h'inar bandalags- þjóðirnar gerði þátttöku íslands eðlilega í þessum samtökum. Tveimur árum síðar gerði ísland svo í samræmi við sáttmála Atlarizhafsbandalagsins vartiar- samning við Bandaríkin vegna mjög uggvænlegs útlits, sem þá var í alþjóðamálum. f sambandi við allar þær á- kvarðanir fslendinga, sem greindar eru hér að framan, hef- ur einlægur friðarvilji og frels- isvilji þeirra komið glöggt í ljós. Þeir hafa jafnan tekíð fram, að ^ þeir vildu ekki hafa eigin her, ekki tak'a þótt í hemaðargerðum gegn öðrum þjóðum, ekki segja öðrum þjóðum stríð á hendur, og ef þeir leyfðu erlendum her dvöl í landinu, væri það em- göngu gert í varnarskyni. Þessi afstaða þeirra var t.d. greinilega mörkuð við inngöngu íslands i Atlanzhafsbandalagið. Jafnem- dregið hafa og íslendingar mark- að þá afstöðu sína, að þeir muni ekki leyfa erl. her land- vist á friðartímum. Þetta var markað glögglega í varnarsamn- ingnum við Bandarikin 1941, þar sem tekið var fram. að h erlendi her skyldi hverfa strax af landi burt í stríðslokin. Þetta var áréttað við inngöngu íslands í Sameinuðu þjóðimar og enn vandlegar við inngöngu íslands í Atlanzhafsbandalagið. Þetta var enn á ný áréttað 1951, þeg- ar síðari varnarsamningurinn Framhald á 3. siðu. Hermaims rælt á Hlþixtgi í gær Allmiklar umræður urðu utan dagskrár í neðri deild Alþingis á mánud. og snerust þær aðallega um bréf Her- manns Jónassonar til Búlganíns. Mánudaginn 10. febrúar. Töluðu þeir Ólafur Thórs og Bjarni Benediktsson hvað eftir annað, og ,auk þeirra Hermann Jónasson forsætisráðherra, Guð- mundur I. Guðmundsson utan- ríkisráðherra og Jóhann Haf- stein. Ólafi varð tíðrætt um osam- komulag á stjómarheiinilinu og Tas m. a. með þungum áherzlum sunnudagsleiðara Þjóðviljans! Víttu þeir Bjarni það að svar- ið skyldi ekki hafa verið rætt í utanríkismálanefnd, á Alþmgi eða við Sjálfstæðisflokkinn. Hver gæti treyst því að afstaða Sjálfstæðisflokksins til Atlanz- hafsbandalagsins sé óbreytt fremur en afstaða Hermanns, sem verið hafi andvígur inn- göngu íslands í bandalagið, en telji það nú einu vöm íslend- inga? Ilerniann Jónasson taldi þá Ölaf og Bjarna ekki þurfa að undrast þó ósamkomulag væri innan ríkisstjórnarinnar um ut- anríkismálin. Svo hefði einnig verið í nýsköpúnarstjórninni. Og það væri ekkert launungarmál Framhald á 11- siðiu Stórsigur vinstri manna í Félagi járniðnaðarmanna SvöruBu rógl affurhaldsins meS því oð auka fylgi vinstri manna um rúm 17 % Stjórn Félags járniðnaðarmanna var öll endur- kjörin sl. sunnudag með glæsilegum meirihluta atkvæða. Vinstri menn juku fylgi sitt um rúm 17%, og hafa járniðnaðarmenn þar með gefið afturhaldinu skýlaust svar við rógskrifum þess um félagið og stjórn þess. um að gelta með íhaldinu, en var þó óvenju uppburðarlítið, það sagði: „Stuðningsmenn B-lsstans (lista ílialdsins!) lista lýðræðis- sinna, eru hvattir til að kjósa snemma og vinna vel að sigri B- listans. X B“. A-listinn, listi stjómar og trúnaðarmannaráðs^ hlaut 206 atkv., en B-listinn 158 atkv. í fyrra var stjómin kosin með 176 atkv., en B-listinn fékk þá 160 atkv. Afturhaldið hefur því tapað 2 atkv. en vinstri menn aukið atkvæðatölu sína um 30 atkv. eða rúm 17%. Stjóm Félags jámiðnaðar- manna er þannig skipuð: Snorri Jónsson formaður, Haf- steinn Guðmundsson varafor- maður, Tryggvi Benediktsson ritari, Þorsteinn Guðmundsson vararitari, Guðjón Jónsson fjár- málaritari og gjaldkerj (utan stjómar) Ingimar Sigurðsson. í trúnaðarmannaráð, auk stjórnar voru kosnir: Einar Siggeirsson, Sigurjón Jónsson í Stálsm., Ingi- mundur Bjamason, Erlendur Guðmundsson og B. Frederiksen. Verðugt svar íhaldið hugðist nú taka félags stjómina og hélt uppi hinum lubbalegustu Gróusögum og á- rásum á félagsstjórnina. Hér er aðeins sýnishom af skrifum Moggans s.l. sunnudag: „Féliagsstjómin hefur marg- sinnis gert sig seka um að ganga í berhögg við sín,a eigin félaga, aðeins til að styðja áframhald- andi setu Hannibals í ríkis- stjóm. — Jámiðnaðarmenn, hrindlð áframhaldandi misnotk- un konunúnista á samtökum ykkar með því að tryggja glæsi- legan sigur B-listans.“ Alþýðublað hins innlimaða Al- Snorrj Jónsson Svar jámiðnaðarmanna var skýlaust, og mun íhaldið lengl þýðuflolfcs gat ekki stillt sig<^sviða. *

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.