Nýi tíminn


Nýi tíminn - 13.02.1958, Blaðsíða 6

Nýi tíminn - 13.02.1958, Blaðsíða 6
6) — NÝI TÍMÍNN — Fimmtudagur 13. febrúar 1958 Nfl TÍMINN Ótaefandl: Sósfalistaflokkurinn. Ritstjon og ftDyrKOarmaOur: Ásmundur Sigur-ðsson. ~ Áskriftargjald kr. 50 & ári. PrentsmiðJa ÞJóðvilJans h.f. ] Einkabréf Hernianns l’Jj’ermann Jónasson forsætis- ráðherra íslands hefur nú svarað bréfum Búlganíns forsæt- isráðherra Sovétríkjanna, og er svar hans birt hér í blað- inu í dag. Er þar skemmst af að segja að bréf Hermanns er ákaf'ega neikvætt og þarflaust plagg; það einkennist af því í einu og öllu að það er ekki hugsað af íslenzkum sjónar- hóli, ekki miðað við hagsmuni og viðhorf íslendinga, heldur þræðir það algerlega viðhorf baridarískra valdamanna og fer meira' að segja aidrei út fyrir stefnu Duliesar hins alræmda. Bréf Hermanns . gæti eins ver- ið s.amið af Guðmundi í. Guð- mi’firdssyni utanríkisráðherra, nema hvað það er yfirleitt kurteislegra í tóninum en ræð- ur hans. í stæðulaust er að ræða ýt- a'-lega sjón.armið þau sem Hermann .Tónasson ber. fram í bréfi sínu; þau eru gamal- kunn og margþvæld. Hann Teyfír sér að hafna h1utleysis- stefnu með yfirlæti, enda þótt gen«i hiutlausu ríkjanna hafi stöðugt farið vaxandi á undan- förnum árum og friðarhorfur séu ekki sízt bundnar við fram- tak þeirra; hann minnist ekki orði á það fordæmi, sem ís- lendingum er þó í fersku minni. er Austurríkismenn los- uðu sig við erlent hernám með því að stórveldin fjögur, Bandaríkin, Bretland, Frakk- l'and og Sovétríkin tóku ábyrgð á h’utleysi bess. Hermann syng- ur Atlanzhafsbandalaginu lof, enda þótt jafnvel upphafs- mönnum þess eins og Kennan heri nú saman um að stefna þess leiði til ófarnaðar og þörf sé gagngerra breytinga á henni ef ekki ejgi illa að fara. (Hins vegar minnist Hermann ekki á husarfarsbreytingu sína í hina á'tina; hann var sem kunnugt er andvígur aðild fsiands að At'anzhafsbandalaginu 1949 og sat h.iá við .atkvæðagreiðsl- unaD Og Hermann treystir sér að halda áfram þeim siðlausa orðaleik að segja .að það sé stefna fslend’inga að hér skuli ekki vera erlendur her á frið- artímum. á sama tíma og hann heldur sem fastast í erlendan her á friðartímum; þá er hrein- Tegra að vera ákveðinn her- námssinni og segia það, en að fela botnlaus óheilindi bak víð orðagjálfur. 17kkert af þessu kemur þó á óvart: þessi sjónarmið eru í samræmi við þjónshlutverk þau sem ýmsir forustumenn Framsóknar og Alþýðuflokks hafa tekið sér að undanfömu, að því er virðist af frjálsum vilja. En það kemur á óvart hversu langt Hermann Jónas- son virðist reiðubúinn ganga. Eldflaugastöðvar sem kunnugt er á dagskrá um þessar mundir, og leggja Bandaríkjamenn ofurkapp á að tryggja sér slíkar stöðvar í sem flestum löndum. Danir og Norðmenn hafa þegar neit- að að heimila slíkar stöðvar í löndum sínum, á sama hátt og þær þjóðir höfðu áður hafn- að bandarískum herstöðvum, og í síðara bréfi sínu spurðist Búlganín forsætisráðherra fyr- ir um afstöðu íslands til eld- flaugastöðva. Sannarlega hefði mátt 'ætla Hermánni Jónas- syni þann manndóm að hann dyrfðist að feta í fótspor Dana og Norðmanna, en því fer fjarri að svo sé gert í bréfinu. Þar er ekki að finna neina yf- irlvsingu um það að eldflauga- stiiðvar verði ekki heimilaðar á ístandi. Kaflinn um það efni er aðeins marklaust orðahjóm þess efnis að hernám fslands sé aðeins til vamar landinu og því verði þær einar herfram- kvæmdir heimilaðar sem flokka megi til varnaraðgerða. Það er alkunna að því er alstaðar haldið fram að eldflaugastöðv- ar eigi að vera „varnarráð- stöfun“. að er mjög alvarleg stað- reynd að forsætisráðherra íslands skulj ekki birta neina afdrátt.arlausa yfirlýsingu um eldftaugastöðvar, og það er siðlaust athæfi að ráðherrann sku’i leyfa sér að afgreiða með marklausu orðahjómi mál, sem er í nánustu tengslum við sjálfa tilveru þjóðarinnar ef illa fer. Um það má svo ef- laust deila hvort hér er að verki þekkingarleysi á aiþjóða- naálum eða eitthvað enn lak- ara. 17’ins og skýrt var frá í blað- ■^inu í gær bar Hermann Jónas- son ekki bréf sitt undir ríkis- stjómina. Varla hefur Her- mann bó þvílíkt álit á sjálfum sér að hann haldi að sovét- stjórnin hafi skrifað honum einkabréf og bíði þess siðan í ofvæni að heyra hvað ein- staklingurinn Hermann Jónas- son hafi að segja um a’þjóða- mál. Bréfið var auðvitað sent íslenzku ríkisst.iórninni og stíl- að á Hermann af beirri ástæðu einnJ að svo hittist á að hann er forsætisráðherra um þessar mundir. Enginn gat samið formlegt svar nema ríkisstjárn íslards, og hví er einkabréf Hermanns af þeirri ástæðu emni hlílegt og marklaust plagg. Þetta hlýtur Hermann að skilja, en hverjar eru þá hvatir hans? Sízt eru þessi vinnubrögð í samræmi við hvatn’ngarorðin sem sézt hafa í málgagni forsætisráðherrans að undanförnu um nauðsyn þess að vinstri flokkarnir vinni nú samian af einlægni og að eru drengskap, Eldflaugarnar bíða búnar til óstöðvandi flugs á skotmörk í mörg þúsund kílómetra fjarlægð, Ekki þarf nema loftstein til að tendra heimsbál ¥ oftsteinar utan úr geimnum, ■“ sem villast inn í loflhjúp jarðar, glóðhitna þar og eyð- ast, hafa löngum ýtt undir í- myndunarafl manna. Ótalin er sú hjátrú og þær sagnir, sem tengdar eru stjörnuhröpum, eins og loftsteinarnir eru nefndir í daglegu tali. Á þess- um síðustu og verstu tímum er mönnum fyrir beztu að veita loftsteinum gaumgæfilega athygli, eins og nú er komið hertækni ríður mannkyninu lífið á að þeir sem dag og nótt standa vörð og skima um him- inhvolfið eftir fjandsamlegum eldflaugum og kjarnorku- sprengjuflugvélum. kunni að gera greinarmun á slíkum vá- gestum og meinlausum loft- steinum. Þetta er álit banda- ríska loftsteinafræðingsins H. H. Niningers, forstöðumanns loftsteinasafnsins í Los Angel- es. Fyrir hálfum mánuði hélt hann fyrirlestur um loftsteina á eldflaugaöld. Villist loftárás- arverðir á loftsteini og eld- flaug, getur það orðið upphaf heimsstyrjaldar, sagði Nininger. Hann hvatti til þess að her- mönnum yrði veitt rækileg fræðsla um ljós- og hljóðein- kenni lofts’teina, ella gæti svo farið, að þeir þekktu þá ekki frá la/ngdrægum eldflaugum, teldu loftárás hafna og gæfu fyrirskipun um gagnárás. ¥¥ugleiðingar Niningers um hættuna sem stafar af ó- nógri þekkingu á loftsteinum eru eitt dæmi af mörgum um áhyggjumar sem menn gera sér vegna styrjaldarviðbúnað- arins á tímum kjamorkuvopna og eldflauga. Til skamms tíma hefur fáum verið fyllilega ljóst, hve lít.ið má út af bera, ef ekki á i'la að fara. Ná- kvæm vitneskja um viðbúnað herstjórnanna hefur verið á al- manna vitorði síðan í nóvem- ber. Skömmu eftir að spútnik annar komst á loft hugðist Power hershöfðingi, yfirmaður kjarnorkuflugflota Bandaríkj- anna, hughreysta landa sína og bandamenn þeirra með því að skýra frá því, hve menn Erlend tíðindi hans væru vel á verði. Á fundi þingmanna A-banda- lagsríkja í París gerði hann kunnugt, að síðan í október- byrjun hefði þriðjungur af 2000 sprengjuþotum undir sinni stjórn stöðugt verið viðbúnar að hefja sig á loft með kort- érs fyrirvara feimdar vetnis- sprengjum. Power skýrði frá því að vélarnar biðu búnar á flugbrautarendum og áhafnirn- ar svæfu við hlið þeirra. Enn- fremur ljóstraði hann því upp að nokkur hluti flugflotans væri jafnan á lofti með vetnis- sprengjur innanborðs, til þess að girða fyrir að hægt væri að eyðileggja hann allan á jörðu niðri með skyndiárás. essi tíðindi höfðu þveröfug áhrif við það sem Power hershöfðingi ætlaðist til. Þjóð- irnar sem heimilað hafa banda- ríkjamönnum flugstöðvar urðu enn kvíðnari en áður, við að vita af flugvélum hlöðnum vetnissprengjum yfir höfði sér dag og nótt. Einkum er mikill uggur í mönnum í Bretlandi, þar sem öflugUstu sprengju- flugsveitir Bandaríkjamanna í Evrópu hafa bækistöðvar. Síð- an Power leysti frá skjóðpnni hefur brezka stjórnin ekki haft neinn frið fyrir fyrir- spurnum yerkamannaflokks- þingmanna um vetnisflugið og kröfum um að fyrir það sé tekið. Svo mikill er uggurinn í Bretum, að Strauss, formanni kjarnorkunefndar Banda- ríkjastjórnar, hefur þótt ráð- legast að reyna að róa þá með því að tilkynna, að það hafi hvað eftir annað komið fyrir í Bandaríkjunum að flugvélum með kjarnorkusprengjur innan- borðs hafi hlekkzt á, en aldrel hafi hlotizt af því kjarnorku- slys. Atti manna við vetnisflugið " á ekk; nema að litlu leyti rætur sínar að rekja til slysa- hættunnar. Það sem skelft hef- ur menn er sú tilhugsun, að meðan viðbúnaðurinn, sem Power hershöfðingi lýsti, er látinn viðgangast, er heimur- inn aldrei nema hársbreidd frá kjarnorkustyrjöld, og hún get- ur skollið á vegna mistaka, misskilnings eða taugaveiklun- ar eins eða fárra manna. Enski herfræðingurinn heims- frægi B. H. Liddell Hart hef- ur nýlega gert eftirfarandi grein fyrir hættunni, sem af þessum sökum vofir yfir mann- kyninu: „Ekki þarf annað en misskilíð dulmálsorð, til að á- höfn flugvélar, sem fermd er vetnissprengjum, hleypi af stað kjamorkustyrjöld — og tortími þar með allri siðmenn- ingu í einu vetfangi. Líkurnar á svona afdriíaríkum mistök- um hafa stóraukizt við síðustu ráðstafanirnar, sem gerðar hafa verið tií að gera flugflot- ann enn reiðubúnari en áður til endurgjaldsárásar, en þessi viðbúnaður er í því fólginn, að stytta frestinn sem vélarnar Framhald á 8. síðu.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.