Nýi tíminn


Nýi tíminn - 13.02.1958, Blaðsíða 9

Nýi tíminn - 13.02.1958, Blaðsíða 9
4) — Óskastundin Fimmtudagur 13. febrúar 1958 — 4. árgangur 5. tölubla®. STEFÁN JÓNSSON les úvarpssögu barnanna Á þriðjudaginr var hófst ný út- varpssagá fyrir ; börnin og hefm sannarlega tekizt vel um val henn- ; ar. Sagan heitir Hanna Dóra og er næst síðasta bók Stefáns Jónsson- ar, -en hún kom út ^kömmu fyrir jólin í fyrra; þess má geta að þá hvatti Óska-. stundin lesendur sína til að lesa þessa úrvalssögu. Viljum við vekja athygli íoreldra á því, að Hanna Dóra er saga, sem börn og ung- lingar ættu gjar.nan að hiusta á. Stefán Jónsson er löngu viðurkenndur snjallasti barna- og ung- lir.gabóka höfundur e'r við höfum átt, ættu því foreldrar að sjá til þess, að börn þeirra fari ekki á mis við að heyra hann sjálfan lesa eitt af beztu verkum sínum. Útvarpssagan er lesin á þriðjudögum og laug- ardögum kl. 6.30.. Austfirðingar duga vel Við minnumst þess, að í fyrra kvörtuðum við yfir því hve sjaldan Austfirðingar létu í sér heyra í blaðinu okkar. Nú bregður svo við að bréfum rignir yfir okkur með hverri póstferð að austan og líkar okkur það vel, því við viljum gjarnan birta efni frá íem flestum lesendum okkar. ísabelia Ósk á heima á ■rijótsdalshéraði. Hún befur áður sent okkur ofni eins og sj á má á iréfinu. Kæra Óskastund! Nú ætla ég að senda þér þrautir, sem ég bjó ti! (L þraut) og skrítlu, sem mér datt í hug þeg- a> litli bróðir minn var að læra að reikna. Eg þakka þér kærlega mót- tökumar sem gömlu' konurnar mínar fengu í blaðinu. ísabella Ósk. Pósthólfið Kæra Óskastund! Eg óska að komast í bréfasamband við pilt eSá*?túlku á .aldrinum l.Q — 12 ára. Vigdis Ouðrúii Þórðar- dóttir, Bröttuhlíð, Húsa- vík, S.-Þingeyjarsýslu. L-þraút 1. karlmannsnafn. 2. á í Skagafirði. 3. land í Evrópu. ú. bæjamafn. 5 bók eftir Kiljan. 6. finnst við sjó.. | 11. L — ifc L í . L H. L S. L J* L Skrítlan er á 1. síðu. Ritstjóri: Vilborg Dagbjartsdóttir - Útgefandi: ÞjóSviljinn Tökum soman höndum A síðustu árum og áratugum hefir tækn- inni'fleygt svo fram, að daglega er nú flogið heimsálfanna milli, sem áður þurfti daga og vik- jjr á skipum. Leiðir flúg- vélanna liggja sem þjóð- braútir úm loftin blá, millí fjarlægra og fjar- skyldra þjóða. En ve.gná einangrunar um aldarað- ir tala þær ólík tungu- mál, sem torveldar mjög eðlileg og ör viðskipti milli þeirra. Til þess að þjóðirnar geti skjlið hver aðra á auðveldan hátt, þurfa þær að koma sér saman um eitt Sameigin- legt hjálparmál. Með því stæðu þær allar jafnt að vígi til þess að tjá hugs- anir sínar munnlega og skriflega og gætu sparað stórkostlegan tíma og fjármuni við annað málanám. Æskileg skil- yrðu mundu skapast til nánari menningarsam- banda milli þjóðanna og mörgum misskilningi verða útrýmt er varn’eg- ur friður milli þjóðanna hefur oft strandað á. Þetta æskilega hjálp- armál eigum við, og á síðastliðnu ári voru liðin 70 ár frá því fyrsta kennslubókin í því máli var gefin út. Þetta mál er Esperan- to. Höfundur þess, pó'ski læknirinn Ludvik Lasaro Zamenhof, var fæddur lö. desember 1859. ! Málið á ítök í flestum löndum heims og hafa esperantistar með sér al- | þjóðlegt samband og I hald árlega þing, þar sem 2—3 þúsundir esp- 1 erantista úr tugum þjóð’anda mæla sér mót. j Esperantistar gefa út mikið af b’öðum og bók- um á esperanto, bæði frumsamið og þýtt úr þjóðtungunum. Meðal annars hefir sjálfur höf- undur málsins þýtt bibl- i íuna á esperanto og þyk- ir málfræðingum nútím- ans það vera mikið af-! reksverk. Esperantistar ' keppa að þvi, að esper- antó verði tekið upp sem föst kennslugrein í skólakerfi landanna. Þess er einnig vert að geta, að nokkru eftir að esperantó var kunngert, lét frægasti rithöfundur þeirra tíma — Leo Tol- stoj — uppi álit sitt á málinu. Hann sagði að það væri auðvelt til náms, en þó fullkomið. Það væri dýrmætt hjálp- artæki til þess að út- breiða guðsríki og skapa frið á jörðu. (Framh. í næsta blaði). Litli bróðir lærir að reikna. Skáldaþáttur . RifstfSri: Sveinbjörn Beinteinsson. Hvergi á Islandi hefur þró- ast rammari og skáldlegri þjóðtrú en á Snæfellsnesi og hefur svo verið siðan menn festu byggð þar í fyrstu og fram til þessa. Hlíf hestageldir ól Vála hin- um sterka þrjá sonu er allir fóru til Islands. Atli hét einn og nam land á sunnanverðu Snæfellsnesi milli Furu og Lýsu. Ásmundur var sonur Atla,og hét kona hans Þóra; þau hjuggu að Langaholti. Eitthvað hefur þeim hjónum borið á milli er þau eltust og flutti þá Ásmundur að Qxl en Þóra bjó í Langaholti — og lét gera skála um þjóð- braut þvera, og lét þar jafnan standa borð, en sat úti fyr- ir sjálf og laðaði gesti, hvern er mat vildi éta. Hún var köll- KaupiS Nýia timann uð Langaholts-Þóra. Þess má geta til að Ásmundi hafi leiðst gestanauð heima í Langaholti og kosið fremur fámenni og forsælu að Öxl. Ásmundur var heygður á Ásmundarleiði og lagður í skip og þræll hans hjá hon- um. Kona gekk hjá haugi Ás- mundar og heyrði kveðna vísu í haugnum: Einn byggi ég, stoð steina, Stafnrúin Atals hrafni; Skalat of þegn á þiljum þröngbýlt á mar ranga. Rúin er böðvitrum betra brimdýris kná stýri, lifa man það með lofðum lengur, en illt af gengi. Vísan er auðskilin á aðal- atriðum. Haugbúi segir kon- unni að hann vilji vera einn á skipi sínu og betra sé hreystimanni að hafa rúmt um sig en eiga illa fylgd. Þá var þrællinn tekinn úr skipinu. Þessi stutta frásaga ásamt vísunni gefur glögga hugmynd um skaplyndi þeirra hjóna Ásmundar og Þóru; mannblendni hennar og ein- þykkni hans. Slíkar þjóðsög- ur eru ómetanlegar heimildir um lundarfar og lífsviðhorf liðinna kynslóða. Váli sterki afi Ásmundar vá vig í véum í Noregi og var slíkt mikill of- Fimmtudagur 13. febrúar 1958 — NÝI TÍMINN — (9 stopi. Viðurnefni Hlífar bendir til þess að hún hafi ekki ver- ið nein hégómakoha. Um Atla er fátt vitað. Fáorð sagan um Ásmund hendir til þess að hann hafi verið mikill fyrir sér en ekki samþýðst alþýðu ' manna. Má vera að hann haf' ekki notið sín sem skyldi hvort sem valdið hefur at- burðaleysi þar á Nesinu eða konuriki hefur sorfið að hon- um. Þau koma ákaflega ljósl fyrir sjónir bæði og skörulega þessi sundurleitu hjón, hú" ör og sköruleg en hann harð- lyndur og fáskiptinn. Þóra er svo fús til fjöl- mennis að hún horfir í engar kostnað ef þá mætti fiölga gestum hennar. Skap slíkrar konu er ekki líklegt til sam- þykkis við mann sem svo er einrænn að liann ann engum rúms á skipi með sér dauð- um. Skáldskanur sögunnar bygsr- ist á andstæðum og öfgum þeirra liióna eins og sagan um Njörð og Skaði í Snorra- Eddu, og er það reyndar al- geng saga um allar jarðir. IBárður Snæfellsás er fræg- astur allra Snæfellinga fyrr og síðar og sá íslendingur sem hefur komist næst því að vera tekinn í guðatölu. Hefði heiðin trú fengið að þróast í friði hér á landi væri Bárð- ur sennilega einn af guðum þeim sem menn blétu hér í ár. Bárður leitaði úr f jölmenni eins og Ásmundur og þannig var um marga svipmestu ein- staklinga allra tíma að þeir leituðu jafnvægis á fjöllum eða eyðimörkum. Hér verður söguþáttur þessi ekki lengra rakinn að sinni, en því var á hann minnst að hann er merkilegur að mörgu og skýrt dæmi um þann skáldskap sem vex og þróast af sannindum en er ekki upp- loginn. Hœ, hœ! Gaman, gamcn! Þessi mynd þarfnast engrar skýringar. Flestir minnast þess hve gaman var að renna sér þegar þeir voru ungir — en þó gleymist það stundum þegar litla fólkið kemur hdm f botn- lausum buxum. — Myndin tekin á Amarhóli — Ljósm. Sig. G,

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.