Nýi tíminn


Nýi tíminn - 13.02.1958, Blaðsíða 7

Nýi tíminn - 13.02.1958, Blaðsíða 7
Firnmtudagur 13;''föbrúar 1958 — NÝI TlMINN — (7 Z;l g iwwis a almœ lí i im Þakka þér fyrir arlisúginn í fjöðurstaf þínum, Sverrir. Það er hressandi að finna í stíl þínum svalann frá liátind- um ritsnilldar nítjándu aldar- innar, — að njóta þess anda, sem þjálfaður er í skóla Ileine og Marx, en tekur á sig þín- ar meitluðu myndir í kraft- auðgri, hvassyrtri ís’enzku þinni. Og það er aldrei eins svalandi að finna þann blæ, er ber oss endurminningar- auðinn frá uþpreisn þjóðar- innar á öldinni, er leið, og fyrirheitið um reisn alþýðu þessarar aldar, eins og þegar holtaþoka þröngsýninnar er að færast yfir andlega flat- neskju hinnar nýríku borgara- stéttar Islands. Þakka þér fyrir víðsýnið í lífssýn þinni, Sverrir. Marx- isminn hefur alltaf verið þér sú Hlifskjálf, hvaðan eigi að- eins mátti sjá um alla heima sögnnnar, heldur og að skil- greina baðan hin margvíslegu tilbrigði og fyrirbrigði manns- sálarinnar. Það gneistar af skilningi þfnum á s; gu vorri, Sverrir, — tendruðum a-f ást binni og aðdáun á baráttuþrótti ís- lenzkrar menningar, tilfinn- ingunni fvrir bréfunum, sem betri borgarar brenna, við- kvæmninni fvrir verzlunar- bókunum. sem barborar tutt- iigustu el'lar bera í bmnna. Hefði flokl-nr nkkar verið rík- ur, hetðír bú ekW aðems feng- ið að helga kr«fta bína rann- sóknunum á, sömi hióð^r vorr- ar, — við sk-WrWrn b'ira hafa eignazt einhvem Hoswell tii nð skrifa unn eftir hér h»r skií- greininca.r á fvrirhrie-ðum Vl lroa|Y|_ ÍSt tíl pð Í lþ+nr ^í^lfnr. I^Ptklkíi. Vr frrv'v hríáfín pra lv^^rfivfinini S'^^r. TMr<a«*iim v’A n iótíi j)eiík’nrt,qr li’nno r. þniloínffþ]* Oo- cníiH. — otr m í Wf ríkara eo»n lo” (rro lí^KK. Heill sé Wr fímmtugum! Einar Olgeirsson. Fyrir tæpum þremur ára- tugum hitti ég fyrst Sverri Kristjánsson í Kaupmanna- höfn. Var hann þá nýkominn þangað til háskólanáms tví- tugur að aldri, námgjarn og brennandi af áhuga á sögu, stjórnmálum og bókmenntum. Var fljótséð, að kominn var í hóp okkar hafnarstúdenta á- gætur húmanisti, sjónnæmur og mikill ræðuskörungur.Hafði hann þá þegar furði; mikið vald yfir íslenzku máli, bæði í ræðu og riti. Þótti okkur því harla mikill fengur að lionum í okkar fámenna hóp. Hann reyndist og bráð- skemmtilegur félagi og naut því mikilla vinsælda meðal stúdenta. Á hafharárunum gerðist Sverrir fjölmenntaður á sviði sagnfræði, félagsfræði, stjóm- mála og bókmennta, og stend- ur menntun hans á breiðari grundvelli en flestra annarra Islendinga, þeirra er þá stund- uðu nám í Kaupmannahöfn. Hans mesta hugðarefni var þá saga 19. aldar einkum þó saga verkalýðshreyfingarinn- ar. Sverrir kom heim frá Kaup- mannahöfn skömmu fyrir stríðið og gerðist brátt kenn- ari og jafnframt rithöfundur. Er hann tvímælalaust meðal snjöllustu stílista, er nú rita á vora tungu, enda nýtur hann mikilla vinsælda og al- mennra'. Á síðari ámm hefur hugur Sverris hnej'gzt mjög að sögu íslands á 19. öld. Hann hef- ur aflað sér viðtækrar þekk- ingar á þ.ví sviði. I inngangi að „Hugvekju til íslendinga“ þeirri er hann samdi árið 1951 og einkum fjallar um fyrirrennara Jóns Sigurðsson- ar, kemur það greinilega 1 ljós, að hann er afburða snjall sagnaritari. Á tveimur síðustu árum hefur hann dvalizt í Kau- mannahöfn og aflað sér mik- illa heimilda um sögu íslend- inga á þessu tímabili. Er það von þeirra er unna honum sæmdar og velfamaðar, að hann eigi eftir að vinna mik- ið starf á því sviði á þeim mörgu starfsárum sem hann væntanlega á eftir. Nú þegar hann leggur upp á sjötta áratuginn vil ég nota tækifærið til að þakka honum þriggja áratuga samfylgd og óska honum ámaðar á þeirri vegferð. Megi hann lifa sem lengst og njóta sinna miklu starfskrafta og ágætu hæfi- leika. Skúli Þórðarson. fyrsta ritsmíð hans og fjaíl- aði um Georg Baandes. Grein- in mun hafa komið í fyrsta fjölritaða Skólablaðinu, en síðar ritaði hann þar um kvenfólkið í menntaskóla, og varð þá einu skólaskáldinu þessi vísa á munni: Konurnar kálfaþykkar kvelja minn skrokk og pína; Brandes og bolsévikkar berjast um sálu mína. I 4. bekk varð Sverrir svo gagntekinn af Georg Brandes, en ást hans á þessum meist- ara leiddi hann á fund annars næsta ár kom greinin Bylting- arhreyfingin í Kína. Hann fór til Hafnar til náms í sagnfræði 1929, var hér heima frá júní til des- ember 1930 og aftur snögga ferð sumarið 1933, en var svo samfleytt í Kaupmanna- höfn og hálft ár í Berlín, þangað til í janúar 1939, að hann kom heim próflaus. í fórum sínum á hann tvær ófullgerðar ritsmíðar, sem hefðu hvor um sig fleytt hon- um gegnum meistarapróf. Þessi hafnarglaði íslendingur Sverrir Kristjdnssoru ------fimmtugur ------ Sverrir Kristjánsson sagn- fræðingur er í heiminn borinn 7. febrúar 1908 í Hjörleifs- húsi við Hverfisgötu. For- eldrar hans voru hjónin Bárður Kristján Guðmunds- son frá Þverdal í Aðalvík á Ströndum og síðari kona hans Guðrún Vigdís Guðmunds- dóttir Gíslasonar frá Ána- naustum. Bárður Krist.ján var einn af fyrstu nemendum Torfa í Ólafsdal og meðal þeirra fyrstu Strandamanna, sem kvaddi Kaldbak og leitaði hlýrri heimkynna, eins og seg- ir í Hðmstrendingabók. Að Sverri standa vestfirzkir fjöl- kyngisménn og fuglafangarar úr Hornbjargi og sunnlenzkir aflakóngar, óróleg ætt seið- manna, sem hafa um aldur boðið öllum hættum byrginn, og rólyndara kyn hagsýnna Reykvíkinga. Sverrir er Aust- urbæingur, vaxinn upp utan áhrifasvæðis Vesturbæjar- aðalsins, en Njála opnar hon- um víðáttur tilverunnar á 8. ári og Kommúnistaávarpið í þýðingu Stefáns Péturssonar á 18. aldursárinu. Þessi rit sviptu tjöldum frá leiksviði lífsins fyrir sjónum barnsins og unglingsins Sverris Krist- jánssonar. „Ég hef aldrei orð- ið jafnsnortinn af öðrum bók- um“, heyrði ég haim segja einhvern tima. Sverrir gekk í menntaskóla í Reykjavik, og þar birtist Brandesarunnenda í þessum bæ. Þá var Árni Pálsson við Landsbókasafnið, en hann hafði elt Brandes um götur Hafnar eins og ungmær hjartaknosandi leikara. Matt- hías Jochumsson kraup eitt sinn við fótskör þessa and- lega snillings, en Indledning til Emigrant-literaturen eft- Brandes varð Sverri opin- berun um stílsnilld óbund- ins máls. Þeir Árni Páls- son urðu einlægir vinir ævi- langt, fyrsti tengiliður þeirra var snilld Brandesar, síðar Bakkus og bóhemismi, en að lokum hreif Vesturbæjaraðall- inn líkkistuþjóðsögu prófess- orsins úr höndum okkar Sverris. Þá urðu „mistök" við jarðarför. Sverrir varð stúdent 1928, og ritaði árið eftir fyrstu greinar sínar, sem birtust á prenti. Sú fyrsta var þýðing: Stefnuskrá Alþjóðasambands kommúnista, samþykkt á 6. heimsþinginu, 1. sept. 1928 í Moskvu, Réttur 1929. Einnig þýddi hann Varnarræðu Max Hoels fyrir dómstólnum í Berlín, Réttur 1929. — Fyrsta frumsamda grein hans mun vera: Baráttan um heimsyfir- ráðin, Réttur 1929, en sama ár birtast einnig í Rétti eftir hann greinamar: Alþjóðasam- bönd verkalýðsins og Ný ó- friðarblika, Deilan milli Kína og Ráðstjórnar-Rússlands, og lauk munnlega hluta prófsins og samdi 100 vélritaðar fólíó- arkir um afstöðu þýzkra sós- íaldemókrata til félagsmála- löggjafar Bismarks, en hljóp þá af hólminum. Þegar próf- essoramir fundu hann loks, var hann settur til að semja ritsmíð um afstöðu borgara- flokkanna til sömu félags- málalöggjafar. Nú samdi hann 180 síður, áður en hann hvarf frá ritvélinni og úr hópi háskólaborgara. Þannig hefur farið fyrir ýmsum ís- lendingum á lokasprettinum, og menn hafa erft misjafn- lega við þá glöpin. Árni Páls- son var gerður að prófessor, Stefán Pétursson að þjóð- skjalaverði, en Sverrir Krist- jánsson er gagnfræðaskóla- kennari, að vísu nú án kennsluskyldu eins og próf- essor Sigurður Nordal. Á háskólaárum sínum þýddi Sverrir ásamt Hjalta Áma- syni Leninismann eftir Stalín, útg. Reykjavík 1930, og fyrir danska ríkið þýddi hann að undirlagi prófessors Eiríks Ar- ups greinagerð prófessors Einars Amórssonar um það, hvort íslendingar ættu nokk- um rétt til Grænlands, og var sú greinagerð lögð fyrir alþjóðadómstólinn í Haag, þegar fjallað var um Græn- landsmálin. í Kaupmannahöfn naut Sverrir leiðsagnar prófessor- anna Alberts Olsens og Eriks Amps. Arup var mikill ís- landsvinur, eins og sagnfræði- rit hans bera vitni, og frá- bær snillingur sem rithöfund- ur. Ég veit, að Sverrir te’ur Arup einhvern glæsilegasta sagnfræðing þéssarar aldar og eiga sér fáa jafningja. En auk þess upptendraðist Sverr- ir á háskólaárum sínum af þýzkum sagnfræðingum og segist sjálfur aldrei bera þess bætur. Eftir heimkomuna stundaði Sverrir ritstörf og kennslu. Fyrsta útvarpserindi hans fjallaði um þýzka sósíalistann Ferdinand Lassalle, en síðan liefur liann fiutt mikinnfjö'da slíkra fyrirlestra og erinda- flokka og hafa tv" fyrir- lestrasöfn verið gefin út eftir hann: Frá Vínarborg til Ver- sala Reykjavík 1943, Siða- skiptamenn og trúarstyrjaldjr, Reykjavík 1942. Af þýðingum eftir Sverrv er mér kunnugt um: Æ!vi Adolfs Hitlers eftir Konrad Heiden, Reykjavik 1943, Evrópjji á glapstigum eftir André Sim- one, án ártals, Allt er fer- tugum fært. eftir Bandaríkja- mann, W. B. Pitkin. I útvarp las hann og þýddi: Fram á 11. stund eftir Agöthu Christ- ie, og varð það til þess, að síðar fengu íslendingar kveðju frá Gregorý. Einnig mun hann hafa þýtt bókina I paid Hitler eftir mér gleymdan höfund og iðjuhöld (Ég borg- aði brúsann), en sú bók er enn þá óútgefin. Með Þor- steini Péturssyni þýddi hanti endur fyrir löngu Den lilla Katekes for Underklassen eft- ir Strindberg eða Spuminga- kver handa alþýðu — óútgef- ið. Eftir Johannes V. Jensen hefur Sverrir þýtt tvær bæk* ur: Jökulinn, kom út í bóka- flokki hjá Helgafelli, og Landið týnda, liggur í hand- riti: — Eftir Thomas Mann þýddi hann kafla úr Jósef og bræður hans, birtist í tímariti Máls og menningar. Kommún- istaávarpið þýddi hann 1948, og kom það út með ýtarleg-*' um, sögulegum formála og skýringum 1949. Eftir Sverri liggur ara- grúi af greinum í blcðum og tímaritum. Fyrsta ritgerð hans eftir heimkomuna birtist i Tímariti Máls og menningar 1939: Byltingin mikla í Frakk- landi. En af öðmm greinum hans í því riti má nefna: Harmleikur franska lýðveldis- ins (1941), Amerískur sendi- herra lýsir Ráðstjórnarríkj- unum (1941), Almenn stjórn- málasaga Skúla Þórðarsonar (1942), Harmleikur Spánar og Post mortem 1949, Fyrir hundrað ámm, 1948, Efnis- byggja og humanismi Steph- ans G. Stephanssonar, Tíu ára kalt stríð 1954 og síðast en ekki sízt ber að nefna snilld- argreinar hans um Heinrich Heine og ferðasögu fr^ Þýzkalandi í síðasta árgangi tímaritsins. — 1 Þjóðviljann hefur hann skrifað fjölda greina í nær 20 ár. Þegar Helgafell hóf göngu sína 1942, varð Sverrir einn af þeim, sem veitti því mest lið. I árganginn 1942 ritar hann: Georg Brandes, aldarminning, Spámaður snýr aftur, Vamir Ráðstjórnar- ríkjanna og fjölmarga rit- ■Framhald á 11. síðu.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.