Nýi tíminn


Nýi tíminn - 13.02.1958, Blaðsíða 10

Nýi tíminn - 13.02.1958, Blaðsíða 10
*• i'j'Sjsbi/línttr8? ’/.KV IV / 2) — óskastundin Kæra Kata mín! Þakka þér fyrir bréfið og myndina. Mig langar afskaplega mikið til að sjá þig sjá’fa. Eg ætla norður á land í sumar- leyfinu. og þá get ég hæglega komið við hjá þér. Ölgerðin Blanda auglýsti eftir manni með ur og sér, að þú ert bara 11 ára krakki? — Og heitir Karítas. Par að auki hef ég marga eida i •járninu í einu og er byrjaður að selja skeggsápu og höf- uðskepnukamba á svört- um markaði. Það er ekki lengi að safnast saman 1 bílverð. Það er fallegur kjóll, sem þú ert í á myndinni. hvernig eru hnapparnir a litinn? Það sést ekki á myndinni. ' I Vertu b]ess! Örn Börkur Atlason. Finnst þér hann ekki vitlaus? Inga: Hvaða mynd sendir þú honum? Hvaða kjól er hann að tala um? Þú átt engan kjól með hnöppum. Kata: Eg átti enga mynd af mér. En mamma á gamlar stúlku- t-n i'í ( t - u ••. » myndir, sem einu sinni komu innan í sigarettu- pökkum. Eg límdi eina þeirra á pappír og sendi honum. Og ég sagði hon- um, að ég héti Katrín, en bað hann að skrifa mig Kötu. Inga: En hvernig ferðu að koma þér úr klíp- líma miða á flöskur. Og ég komst að. gagnfræðapróf til að unni, ef maðurinn kem- Kata: Það má ham- ingjan vita. En ég hugsa að hann komi ekki. Mik- ið iðrast ég eftir þessu. (Síminn hringir. Karítas kemur hlaupandi). Karítas: Hailó. — Sæll og blessaður, Lási minn. Ha — já — já —. Hvað þá? Starfsmaður hjá Út- varpinu. Ekki er það dó.nalegt. Já, já. Það er velkomið. Sæll. (Leggur frá sér tólið). Vitið þið hvað, böm? Hann Lási i Kreppu hringír til mín og segir, að ferðamaður sé á leið- inni. Maður úr Reykja- vík. Hann er gangandi. Nú eru fínir menn farn- ir að taka upp á því, að ferðast gangandi og bera poka. í mínu ungdæmi O ■■•U'ínL (ii • > •’ í$4* . bótti það ekkert fínt að bera poka. Og nú spyr hann Lási, hvort við gætum léð •onurn hest yfir ána. En þetta er ekki allt búið enn: Þetta er maður frá Útvarpinu. Kannski það sé nýi þulurinn. Það gæti líka verið einhver sönglistarmaður. Það er svo margt til af þessu. Kata: Spurðu hann Lása bara, hvað maður- inr. geri. Karítas (í símann): Halló — Lási minn.. Mig langar til að vita eitt- hvað meira um manninn. Hvaó gerir hann? Ha — tókstu ekki eftir, hvað maðurinn starfar við Út- varpið? Jæja, er hann lagður af stað? — — Hvað segirðu. Er það nú atvinna. En það er svo kyndugt margt, sem menn hafa fyrir stafni nú á dögum (við Kötu) Hann segist hugsa, að þetta sé maðurinn, sem kenni fólki sem les upp í útvarp, að taka andköf. Kata: Þetta er eins og hvert annað þvaður i honum Lása. Ilann hefur sjálfsagt spurt manninn, hvað hann starfaði. Bless- uð hringdu aftur og láttu karlfauskinn segja satt. Karítas (í símann): Segðu mér nú eins og er, Lási minn, hvað maður- inr. starfar. Það er leið- inlegt, að vita hvorki upp né niður um mann- inn.-------Hvað — hvað segirðu, Lási? Þetta finnst mér miklu trú- legra. Gunnhildur á Hóli: DRAUMUR Leikrit í einum þætti. HÉR STÓÐ BÆR Eftirfarandi bréf ogmynd, sem heitir „Hér mynd fengum við frá 7 ára dreng, sem á heima í Glóru. Hann heitir Ólafur Stefán. Þið skuluð lesa bréfið, því að það er mjög skemmti- legt. Sæl Óskastund! Eg ætla að senda þér Frímerkja- safnarar Ungur Rússi (17 ára) óskar eftir bréfaskiptum við íslenzkan frímerkja- safnara. Rússinn skrifar á ensku. Utanáskrift halr^s er: Mr. Misha Vladimirsky Bureau de post NV - 218, L.a poste restante, Moscow, U.S.S.R. Óskastundin vill benda iesendum sínum á það að rússnesk frímerki eru afar skrautleg og girni- leg til söfnunar. stóð bær með burstii fjórar“. Hér var lítil gimbur að slasast áðan. Hún meiddi sig þegar hún festist i gaddavír, og við fórum að leita að henni í myrkrinu. Það var látið brunasmyrsl á sárið og vafið utan um það. Eg á eina kind, sem! heitir Dúfa. Ilún átti tvo hrúta í sumar, en mér þótti það leiðinlegt, að þeim var slátrað. Kind- urnar hérna í G’óru eru 27 Eg á líka kött, sem heitir Klessa, en bróðir hennar, sem hét Klump- ur, festist í vír og fót- brotnaði í sumar, svo það varð að lóga honum Svo á ég hund sem heit- ir Kubbi. Hann er mjög stór. Vertu nú blessuð og sæl, Þinn Ólafur Stefán. öskaetundin — (3 12111 Lausn á heila- brotum Eg ætla að byrja á þvi að gera dálitla játningu, ég bjó þrautina ekki til sjálf. Það var þannig, að ég var að kenna reikning og láta krakk- ana reikna þung dæmi, sem enginn gat ráðið við — nema auðvitað kenn- arinn, sem veit allt, þá rétti einn drengur upp hendina og spurði ósköp sakleysislega: „Kennari, hvernig á að skrifa eLefu þúsund ellefu hundruð og ellefu, viltu skrifa það fyrir mig á töfluna?" Og þegar ég var búin að skrifa 111111 hlóu allir. Nú datt mér í hug að snúa á ykkur, þetta gæt- uð þið aldrei, en átta ára | strákur, sem heitir Guð- laugur Ellertsson og á heima í Kópavogi, skrif- ur bara eins og ekkert se 12111. . Eg ætla að ná mér svolítið niðri á honum með því að segja ykkur, að hann skrifar dálítið illa og ég veit af hverju það er: hann nennir ekki að æfa sig. Hins vegar gæti ég trúað honum til að taka sig á og þegar hann hefur æft sig ættí hanfn að taka þátt í skrlítarsamkermtinni —• kannski færi hann verð- laun? 10) — NÍI TÍMINN — Fimmtudagur 13. febrúar 1958 Ferguson dráttarvél á snióbeltum. Snióbelti tfyrir Snjóbelti fyrir dráttarvélar af s"mu gerð og þeirri, sem Hillary notaði í ferð sinni til Suðurheimskautsins, eru nú komin í notkun á nokkrum stöðurn hér á landi, og hafa reynzt með ágætum við hvers konar flutninga og ferðir í snjó. Eru belti þessi framleidd af Eik‘s Maskinfabrik í Staf- angri fyrir Ferguson dráttar- vélar, en hér á landi eru yfir 1800 slikar vélar. Notaði Hill- ary þrjár slílcar vélar með hin- um norsku beltum í ferð sinni til pólsins og rómar mjög, hve dráttarvélor •el þær reyndust. Fyrstu beltin af hinni norsku EIKMASKIN gerð komu hing- að til lands s.l. haust og hafa verið notuð á nokkrum stöð- um á landinu í harðindunum í vetur með mjög góðum árangri. Eru belti þessi af tveim gerð- um, svonefnd „heilbelti“, sem \ fram yfir framhjól drátt- arvélarinnar, og „hálfbelti“, sem ná fram yfir skriðhjólin eða þensluhjólin, en þeim er komið fyrir sitt hvoru megin á vélinni framan við aftur- hjólin. Beltin eru flutt inn af ráttarvélum h.f. Edmund lliiiary og Dr Fuchs hafa báðir notað Fergu- ;on dráttarvélar í Suðurskauts- erðum sínum og eru samtalf 2 slíkar vélar þar syðra. Ei betta sama gerð og framleidc. r fyrir bændur um heim al1 n. Hillary reyndi margai erðir fyrir vélarnar, og valc’ ann hin norsku belti. FRIÐJÓN GUÐMUNDSSON Framhald af 2. síðu. Þó verða þau handaverk hans sem lengst munu standa, nnVk- ur hundruð innbundnar bækur, og samanröðuð og jaínvel sam- skeytt blöð, þvegin og sléttuð. Lengi munum við vinir hans muna varfærnisleg handtök hans á morknum og lúðum, fornum bókaslitrum, þögla í- hugun hans og eftirvæntingu, fáein einlæg og hljóðlát sigur- orð hans, þegar hann gat mælt: Þetta á nú að vera hægt að bæta, eða — Ætli við eigum ekki það sem vantar. — Það er hægt að vera bókagerðarmaður með ýmsum hætti, en nafn sitt hefur Friðjón ekki sett á neina bók. Friðjón tók dauða sínum æðrulaus. Hann vildi ekki mik- ið tilstand í sambandi við út- för sína. Nokkrir vinir hans og ástvinir kvöddu hann fyrir nokkrum dögum í Fossvogs- kirkju. Þangað var kominn um langan veg aldraður og beygður faðir hans til þess að sækja lík- amsleifar einkasonar síns. Þung voru hans spor. Eg bið að þess- ar línur færi honum og öðrum vandamönnum samúðarkveðju mína og nokkura fleiri vina Friðjóns. Við blessum minningu hans. Jón úr Vör. Kol og stemolía á Grænlandi Framhald af 5. síðu. Steinolía á Eisunesi kemur fram í einskonar leirpyttum (,,Lervulkaner“) og síast í gegnum leirlcg í giljum og dölum. En ekki mun enn hafa verið borað þarna eftir olíu, þiótt sennilega sé hún mikil, því stærsta eyja heims- ins virðist ekki vera smágjöful á neitt. Annað olíusvæði á V- Grænlandi er talið vera norð- vestast á Grænlandi, og er olían þar haldin vera í jarð- lögum, er ganga yfir á eyj- arnar fyrir norðan Kanada. Annað mikið kolasvæði er á austurströnd Grænlands fyr- ir norðan 70° nbr. Þau kol eru allt öðruvísi en kolin á V-Grænlandi, en samt mikil og góð, og sömu tegundar og kol- in á Svalbarði, — og sem þau auðunnin. Syðstu kolalögin þar eru norðan við fjörðinn Öllumlengri, nú uppnefndan Scoresbysund í ca. 50 danskra mílna fjarlægð frá Siglufirði og Akureyri eða ísafirði, því til forna var talin 30 danskra mílna sigling til opsins á Öllumlengri, úr Kolbeinsey, en sjálfur er öllumlengri 44 danskar mílur á lengd, og lengsti fjörður í heimi. í norður frá opi hans gengur fjörður, sem greint er frá í Krókarefssögu. Vestan við fjörð þennan og í vesturhlíð dalsins norður af honum koma fram mikil og ágæt kolalög. Á nýtízku stálskipum eru eng- in vandkvæði að sigla til öllumlengri á síðari hluta sumars. Vegna síaukinna þarfa á siglingum langt norð- ur í höf virðast menn nú vera farnir að smíða svo sterk stálskip, að þau geta við- stöðulaust siglt í gegnum lausan ís. Hinar geysimiklu orkulindir V-Grænlands virðast eiga fyr- ir höndum að fá mikla þýð- ingu fyrir viðskiptamál heims- ins. Þær hljóta að fá hina mestu þýðingu fyrir siglingar þær frá og til Hudsonflóans, sem nú virðast nálgast það að hefjast með hinar íslausu hafnir Vestribyggðar sem upplagsstcðvar, svo lieims- verzlunar- og lieimssiglingar- borgir fyrir Austur- og Norð- ur-Kanada hljóta að rísa upp þar. Þá verða þessar orkulindir ekki síður mikilvægar fyrir út- gerð frá Grænlandi og sigl- ingar Grænlanris, og eru það þegar. — En ríkissjóður Dan- merkur telur sig eiga allt Grænland og öll auðæfi þess á landi og sjó, svo Grænlend- ingar eiga ekki svo mikið sem berar sjávarklappirnar, sem þeir kúra á. Allur gróðinn a£ auðæfum Grænlands fer í rík- issjóð Danmerkur í Kaupin- höfn, ekki til Grænlendinga. Einnig í þessu máli ættum við að rétta Grænlendingum skylduga hjálparhönd. Sanna vini og frændur skvldu þeir ætíð eiga austur hér. Hrafnistu 29/1 1958, Jón Dúason.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.