Nýi tíminn


Nýi tíminn - 13.02.1958, Blaðsíða 3

Nýi tíminn - 13.02.1958, Blaðsíða 3
.'ilf’F 'iafricfil ,c.F iii^it.r j*rr!iíff'Hf Fimmtudági/r 13. febrúar 1958 — NÝI TÍMINN — (3 f umræðum í neSrideild Alþingis í gær, um bráða- birgðalögin frá í vetur um stóreignaskattinn, skýrði Ey- steinn Jónsson fjármálaráðherra svo frá, að samkvæmt bráðabirgðauppgjöri myndi skatturinn nema um 135 milljónum króna. Björn Ólafsson reis þá upp og taldi illa farið með eignamenn þessa bæjar, fasteignir þeirra metnar alltof hátt, og þungbært að snara út þessum skatti. Minnti hann að skatturinn hefði ekki átt að vera nema 80 mill- jónir og spurði hvort afgangn- um yrði ekki skilað aftur. Eysteinn upp’ýsti að þegar lögin voru sett hafi verið tekið fram að engin tök væru á að gera áætlun um hvað skatturinn gæfi. Talið hefði verið að það yrði ekki minna en 80 milljónir. Að sjálfsögðu yrði ekki um það að ræða að skattlagningu sem þessari yrði breytt eftir á, hvorki til hækkunar eða lækk- unar. Varðandi þrengingarnar sem Björn talaði um minnti Ey- steinn á', að gagnvart stóreigna- skattinum væri allt að einnar milljón króna eign skattfrjáls, og skatturinn einungis lagður á það sem framyfir er. Málið var afgreitt til efri deildar, Bréf Hermcsnns til Búlganíns Stjórnarfrumvarp um ir til að draga úr r kostnaði við rekstur ríkisins Stjómarfrumvarp um ráðstafanir til að draga úr kostnaði við rekstur ríkisins var til 1. umræðu í efri deild Alþingis í gær. Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra flutti framsögu. Er aðalefni frumvarpsins það trúnaðarmenn fjalli ekki aðeins að fela sérstökum trúnaðar- um starfsmannafjölda og veiti mönnum aðhald og eftirlit með aðhald í því efni, heldur er fjölgun starfsmanna ríkis og ríkisstofnana. Trúnaðarmenn þessir skulu vera ráðuneytis- stjórinn í fjármálaráðuneytinu einn maður tilnefndur af rík- isstjórninni til eins árs, sem og einn kosinn af fjárveitinga- nefnd Alþingis til jafnlangs tíma. Er hlutverk þeirra að gera tillögur um aðhald og sparn- að í ríkisrekstrinum, og gert er óheimilt að stofna til nýrr- ar stöðu nokkurs staðar í ríkis- rekstrinum nema málið hafi verið borið undir þá og ráðn- ing eða skipun gerð ógild, ef ekki hefur verið farið eftir þessu ákvæði. Valdið til á- kvörðunar í þessu efni er að sjálfsögðu hjá einnig stungið upp á því, að undir þá skuli bera allar ráð- stafanir, sem verulegum kostn- aðarauka geta valdið, svo sem aukningu húsnæðis, bifreiða- kaup o.fl., sem lýtur að starf- rækslunni. Frumvarpinu var vísað til 2. umræðu og fjárhagsnefndar með samhljóða atkvæðum. Framhald af 1. síðu. við Bandaríkin var gerður. í samræmi við þetta óskaði líka Alþingi 28. marz 1956 eftir end- urskoðun samningsins með brott- flutning hersins fyrir augum, þar sem friðarhorfur höfðu þá farið batnandi um skeið. Vegna óvæntra og hörmulegra atburða, sem gerðust haustið 1956, óx uggur og óvissa í a’þjóðamáb um svo að nýju, að sjaldan hafa horfur verið uggvænlegri, og voru því tilmælin um endurskoð- un samningsins afturkölluð. Ósk þessi hefur ekki verið endurnýj- uð, vegna hins „alvarlega á- stands, sem nú ríkir, og vaxandi ófriðarhættu", eins og þér lýsið ástandi alþjóðamá'a í upphafi bréfs yðar 12. desember. En engir myndu fagna meira en ís- lendingar batnandi friðarhorf- um, sem gerðu erlenda hersetu óþarfa í landi þeirra. f bréfi yðar frá 8. janúar 1958 ræðið þér nokkuð um herstöð Bandaríkjanna á íslandi og seg- ið í því sambandi, að íslenzka vikisstjórnin liafi ekki gefið neina skýra. yfirlýsingu um það, hvort staðsetning kjarnvopna eða eldflauga yrði leyfð á ís- landi. í tilefni af þessu þykir mér rétt að vekja athygli yðar á yfirlýsingu sem íslenzka rík- isstjómin birti 7. maí 1951, þeg- ar varnarsamningurinn við Bandaríkin var gerður, en þar segir orðrétt: „Óþarft er að taka það fram, svo sjálfsagt sem það er, að ráð- stafanir þessar (þ.e. ráðstafan- ir þær, sem rætt er um í samn- ingnum) eru eingöngu varnar- ráðstafanir. Aðilar samningsins eru sammála um, að ætlunin er ekki að koma hér upp mann- virkjum til árásar á aðra, held- Bréf Hermanns rætt á Álþingi í gær Framhald af 1. síðu. að í utanríkismálum hefði Al- þýðubandalagið allt aðra stefnu en hinir stjórnarflokkarnir. f->T' Sá stefnumunur hefði m. a. komið fram í því, að sósíalistar hlutaðeigandi | kröfðust þess að ályktunin frá ráðherra, en ef hann fer ekki 28. marz yrði borin undir at- eftir tillögum trúnaðarmann- kvæði í tvennu lagi, svo þeim anna þá er honum skylt að gæfist kostur á ,að greiða at- gera fjárveitinganefnd Alþing- kvæði gegn þeim hluta henn- ar sem fjallar um samstöðuna í Atlanzhafsbandalaginu. Um þau mál væru uppi þrjár stefnur. Sj álf stæðisf lokkurinn hefði þá stefnu að hafa her í landinu hvað sem öllu öðru liði. Framsókn og Alþýðuflokk- urinn vildu láta herinn fara undir eins og fært þætti. Og svo loks væri það stefna Alþýðu- bandaiagsins að láta herinn fara undir öllum kringumstæðum og að ísland fari úr Atlanzhafs- bandalaginu. Forsætisráðherra kvaðst ekki hafa þurft að bera bréf sitt und- ir Aiþingi né aðra aðila, því það væri í samræmi við þá stefnu sem meirihiutí Alþingis hefði markað. Bjarni Benediktsson lagði á- herzlu á að forsætisráðherra is grein fyrir því, af hverju hann fór ekki eftir tillögum þeirra. Gert er ráð fyrir að þessir Dóttir Churchills dæmd fyrir ölvun Leikkonan Sarah Churchill, 44 ára gömul dóttir Winstons gamla, átti að velja milli 50 dollara sektar og 10 daga varð- halds fyrir lögregluréttinum í Malibu Beach í Kaliforníu í síð- ustu viku. Hún valdi sektina, og bað jafnframt afsökunar á framferði sínu þrem dögum áð- ur. Þá hafði hún í ölæði ausið ókvæðisorðum yfir símastúlku og lögregluþjóna, gefið lög- regluþjóni glóðarauga og klórað annan. Símastúlka sem j hefði átt að hafa samráð við kveðst hafa fengið „gusu af Alþingi og utanríkismálanefnd, klámi og guðlasti“ í eyrað, þegar afgreiðsla gekk seint, eða við Sjálfstæðisflokkinn, vegna þess að í bréfinu hafi sendi lögregluna heim til leik- j verið hafnað því tilboði Búlgan- konunnar. I ins að Sovétríkin ábyrgðust hlutleysi Islands. Slíkt tilboð, frá mesta herveldi heims, hefðu íslendingar aldrei fengið fyrr, og væri það því atriði, sem ekki hefði áður verið tekin afstaða til. Hann væri ekki talsmaður þess að gengið væri að slíku til- boði, en Alþingi hefði þurft að taka afstöðu til þess. Bjami taldi mikilvægar upplýsingar felast í því að í bréfi sínu ræddi Hennann um að „afturkölluð“ hefði verið beiðnin um endur- skoðun hernámssamningsins, en áður hefði einungis verið til- kynnt að ákveðið væri að „fresta“ endurskoðuninni. Hermann svaraði því á þá leið að ekkert nýtt fælist í því orðalagi, heldur væri með orða- lagi bréfsins einungis átt við þá frestun, sem tilkynnt var áður. Loks spurðí Bjarni hvort bú- ið væri að skipa nefnd þá sem tilkynnt var um í nóv. 1950 að ætti að rannsaka friðarhorf- urnar í heiminum á hverjum tíma. Guðmundur í. Guðmundsson utanríkisráðherra upplýsti að sú nefnd hefði verið skipuð og ættu sæti í henni Guðmundur í. Guð- mundsson, Emil Jónsson formað- ur Alþýðuflokksins og Þórarinn Þórarinsson ritstjóri Tímans. Auk þeirra sendiherra Banda- rikjanna í Reykjavík og tveir bandarískir sendiráðsstarfsmenn ur eingöngu til varnar“. Sú afstaða íslands, sem hér kemur fram, er að sjálfsögðu ó- breytt enn. Þessi afstaða leiðir eðlilega til þess, að hér verða ekki leyfðar stöðvar fyrir önn- ur vopn en þau, sem íslending- ar telja nauðsynleg landi sínu til varnar. Um kjamorku- eða eldflaugastöðvar r íslandi hefur aldrei verið rætt og engin ósk komið fram um slíkt. Þér minnist á það í bréfi yð- ar 12. desember. að hugsanlegt sé að veita íslandi öryggi í formi „tryggðs hlutleysis" og muni stjórn yðar fús til að styðja ti’lögur, sem kynnu að koma fram um það. Jafnframt og ég þakka stjórn yðar þann hug til íslands, sem hér kemur fram, vil ég vekja athygli yðar á því, að samkvæmt því, sem er rakið hér á undan, hafa íslend- ingar komizt að þeirri niður- stöðu, að öryggi íslands verði að óbreyttum aðstæðum bezt tryggt með þátttöku í Atlanz- hafsbandalaginu, enda séu þau samtök helzta trygging þess, að friður haldist, meðan ekki næst samkomulag um bætta sambúð stórþjóða og verulega afvopn- un. í framhaldi af þessu finnst mér ekki úr vegi að minna á nokkur ummæli yðar í bréfi frá 12. desember. Þér segið í upp- hafi bréfsins: „Færi svo. að styriöld bryt- ist út til bölvunar öllu mann- kyni, þá er það víst, að ekkert ríki, smátt eða stórt, getur tal- ið sig öruggt“. Þér segið enn fremur nokkru síðar í bréfinu: „Það væri þó háskaleg Wekk- ing að ímynda sér, að nú á tímum yrði hægt að takmarka styrjöld við tiltekið svæði. Hafi báðar heimsstyrjaldirnar hafizt staðbundnum hernaðaraðgerð- um, bá er enn síður ástæða til að ætla, að með þróun hertækn- innar verði hægt að koma í veg fyrir, að hernaðarsvæðin breið- ist út“. Þessi ummæli yðar, berra for- sætisráðherra, sem eru vafalaust hárrétt. benda vissulega til þess, að á stríðstímum yrði hiutleysi lítil vernd fyrir land, sem hef- ur jafnm’kia hernaðarlega þýð- ingu og ísland. Lega íslands er slík, að íslendingum er Það meira hagsmunamál en nokkuð annað, að ekki komi til styrj- aldar. Að óbreyttum aðstæðum eiga beir því samstöðu með þeim samtökum, sem frá sjónarmiði beirra eru nú helzta trygging þess, að friður haldist. Af sömu ástæðum er það iafnmikið hagsmunamál íslend- inga, að sambúð stórveldanna batni og friðurinn í heiminum komist á traustari grundvöll, bví að vopnaður friður verður aldrei tryggur og óhöpp og ill atvik geta leitt til þeirrar tortíming- ar. sem allir vilja þó forðast. Þess vegna fagna íslendingar sérhverju frumkvæði, sem bein- ist að því að finna betri skip- an á sambúðarháttum storveld- anna en þá, sem nú er. Af þess- um ástæðum fögnuðu íslending- ar þeirri ákvörðun nýlokins fundar Atlanzhafsbandalagsins, að gerðar yrðu nýjar tilraunir til að bæta sambúðina milli austurs og vesturs, t.d. með fundj utanríkismálaráðherra. Af sömu ástæðum tel ég mér Iíka fært að lýsa stuðningi við til- lögur ríkisstjórnar Sovétríkj- anna um fund æðstu manna nokkurra ríkja, enda verði ekkí rasað um ráð fram við undir- búning hans. Mörg rök hnlga að því, að gott gæti leitt af slíkum fundi, en þó því aðeins, að hann verði svo vel undirbú- inn, að árangur verði af störf- um hans og hann valdi því ekkl vonbrigðum, er gætu orðið til þess að auka vlðsjár á ný. Af þessum ástæðum virðist heppi- legt. enda virðist ekkert því til fyrirstöðu, að samræma tillögur Atlanzhafsbandalagsins og Sov- étríkjanna, t.d. með þvíaðhalda fund utanríkismálaráðherranna, fyrst eða undirbúa fundinn eftir diplómatiskum leiðum. Það er að sjálfsögðu samningsatriði, hve fjölmenn ráðstefna æðstu manna eigi að vera. Ég tei ekki rétt að bessu sinni að ræða sérstaklega þær tillögur, sem þér ræðið um í bréfum yðar, að heppilegt myndi vera að leggja fyrir slíkan fund. Tillög- ur þessar snerta flestar meira önnur ríki en ísland. og er æski- legt að heyra undirtektir þeirra, áður en endanleg afstaða er tek- in til tillagnanna. Senniíega koma þau með einhver.iar gagn- tillögur. Því virðist eðh'legt, að reynt verði að samræma nokkuð s.jónarmiðin. áður en fundur æðst.u manna er haldinn, því að bað.væri líklegt til að tr.vggja betri árangur af störfum hans. Þótt ég ræði ekki umræddar tillögur yðar frekar að svo stöddu, vil ég taka skvrt fram, að bað er skoFFun bióðar minn- ar. að al’ar tiliögur, sem geta leitt til betri sambúðar bjóða og afvoonunar. beri að athuga vandlega. Eðlilegt vírðist. að slík athueun fari m.a. fram á vegum Sameinuðu þ.ióðanna, og ber bví að vænta, að stinrn yð- ar sjái sér fært að taka sem fvrst aftur bátt í störfnm af- voonunarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Mér er það mikil ánægia að : taka undir ummæli yðar um góða sambúð og samsk’Dtí m.illi íslands og Sovétrikiaona á und- anförnum árum. Ég pet fullviss- að yður um, að íslendmgar bera hlvian hug til bióða Sovétvíkj- anna og hafa áhuga á að fylgj- ast með framförum á sviði at- vinnutækni og menningar í hin- um víðlendu og fjölmennu rikj- u’n beivra. Það hefur komið í ijós í seinni tíð, að miklir möguleikar eru +;1 hagkvæmra vöru=kiota milli íslanris og Sovétrík.ianna. Mér er liúft að minnast þess, að væ«si viðskipti hafa verið oss íslendingum mjög gagnleg. Það hefur sýnt sig. að við höfum get- að fengið frá Sovétríkjunum mikið af vörum. sem eru nauð- synleffar fyrir þióðarbúskap fs’endinga, og ég vona. að þær vörur. sem vér höfum látið Sov- étríkiunum í té, hafi einnig ver- ið beim gagnlegar. Það er von mín. að þessi og önnur samskioti íslands og Sov- étríkianna megi halda áfram og að oss í friðsömum heimi megi lánast að vinna áfram að því að treysta gagnkvæma virðingu og vináttu þ.ióða okkar. Yðar einlægur, Hermann Jónasson.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.