Nýi tíminn


Nýi tíminn - 21.05.1959, Blaðsíða 3

Nýi tíminn - 21.05.1959, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 21. maí 1959 — NÝI TÍMINN — (3 Það er sannarlega einstæð og furðuleg rkisstjórn, sem við höfum haft á íslandi síð- an á Þorláksmessu. Til skýr- ingar á fyrirbærinu koma mér helzt í hug orð gamla testa- mentisins: „Köddin er Jakobs, en hendurnar Esaús“. — Þessi orð voru sem kunnugt er, sögð í sambandi við fúlmann- leg svik. Frumburðarréttinum skyldi náð með svikum. Víkj- um aftur að hæstvirtri ríkis- stjórn: Köddin er Emils og Alþýðuflokksins, en hendurn- og liandaverkin eru sannar- lega íhaldsins. — Loðin loppa íhaldsins var vissulega að verki, þegar lækkað var ný- umsamið fiskverð til sjó- manna — þegar ráðizt var á kaup verkafólks og það lækk- að um 13.4%, þegar ráðizt er á orlofslögin og reynt að eyðileggja þau undir fölsku yfirskini sparnaðar, þegar út- varpið undir tvívaldarði yfir- stjórn Alþýðuflokksins beitti Alþýðusamtökin fáheyrðu ranglæti 1. inaí síðastliðinn, þegar lækkuð voru framlög til verkamannabústaða og til út- rýmingar heilsuspillandi hús- næðis, þegar fellt er niður framlag til lamaðra og falt- aðra, þegar skorin eru niður framlög til verklegra fram- kvæmda og fjárveiting til at- vinnu- og framleiðslubóta stóriækkuð. — Og þannig mætti lengi telja. I öllu þessu þekkjum við loðna loppu Esaús — íhalds- ins, — En röddin er Jakobs. Alþýðuflokkurinn er látinn túlka þetta allt saman fyrir þjóðinni og sérstaklega fyrir alþýðu manna. I því liggja ljótu svikin, eins og í bíblíu- sögunni. Og þá var komið að frumburðarréttinum, þegar ráðizt var á he’gasta rétt verkalýðsfélaganna, samnings- réttinn. — Ég held að varla sé unnt að túlka sannar eða betur, hvilíkt alvörumál og stórmál liér er á ferðum fyrir verkalýðshreyfinguna, en með orðum háttv. 8 landkjörins þingmanns, Björns Jónssonar, formanns Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar. En hann hann hefur nýlega sagt: „Þegar slíkt athæfi er i frammi haft af flokki, sem í öndverðu taldi það sína helg- ustu skyldu og stefnumál að berjast fyrir sjálfsákvörðun- arrétti verkalýðshreyfingar- innar og frelsi hennar til á- kvarðana um lífskjör alþýð- unnar. — Þá hljóta menn að staldra við og spyrja: Hvert er þá orðið okkar starf öll þessi baráttuár, ef það er uú orðið helzta bjargræðið að kippa sjálfum grundvellinum undan verkalýðshreyfingunni með því að afnema samn- ingsréttinn — réttinn, sem brautryðjendumir unnu stétt okkar með svo miklu erfiði og fórnum. Er þá ekki sjálfgert að næsta skrefið geti orðið það að Ieggja verkalýðsfélög- in hreinlega niður með lögum. Því að hvers virði eru þau, ef launakjörin eiga að ákveð- ast af löggjafarvaldinu, hve- nær sem því þóknast“. Þessi orð Bjöms Jónssonar, sýna okkur alvöru málsins: Verkalýðsfélög án samnings- réttar eru ekki mikils virði né mikils megnug. En í þessu ráni frumburðarréttar var flokkur alþýðunnar samt að verki, knúinn áfram af stjórn- anda sínum, íhaldinu. Það er hin hörmulega staðreynd: Köddin var Jakobs — en hendurnar Esaús. Mjög hefur verið reynt að fá launastéttimar til að sætta eig við kaupránið með því að telja þeim trú um, að þær væru að taka þátt í al- mennri þjóðarfóni á örlaga- stundu. Og þess vegna bæri þeim að sætta sig við það möglunarlaust. En hér er mikil blekking á ferðum. Hvað hefur gerzt með kauplækkun- inni? Þetta eitt, að verkamað- urinn, sem vinnur t.d. í Kóka- kólaverksmiðju Björns Ólafs- eonar skilur eftir 7—8 hundr- uð krónur af áður umsömdu kaupi sínu í kassa hans. Séu þeir 50, verkamennirnir, sem þetta gera, er fúlgan sem verður eftir í kassa Björas um hver mánaðamót 35—10 þúsund krónur, eða 420— 480.000 á einu ári. En hverju er þjóðfélagið bættara við þessa tilfærslu tekna úr vasa verkamaimsins í vasa Björns? Því getur víst enginn svarað. — Eða tökum banka með 100 manna starfslið. Laun hvers starfsmanns hafa a.m.k. lækk- að um 900—1000 krónur á mánuði að meðaltali. Þarna hefur mánaðarlega verið fært úr vasa Iaunafólksins yí'ir í kassa bankans 90—100 þús- und krónur. En á einu ári er þetta ein milljón og átta- tíu þúsund til ein milljón og tvö hundruð þúsund krónur. — Nú, og þjóðfélagið? Á- reiðanlega engu bættara. — Ekki hafa menn heyrt um vaxtalækkun. Hinsvegar eru meiri líkur fyrir auknum út- lánum, eða aukinni fjárfest- ingú — og þáð þýðir aukna verðbólgu. — Það er ekki hægt að bugsa sér meiri fjar- stæðu, en að halda því fram að 4000 króna mánaðarkaup verkamannsins sé undirrót verðbólgunnar og stofni þjóð- félaginu í hættu. — Og nú hefur reynslan líka gefið sitt svar. Kaupið hefur verið lækkað, en verðbólguþróunin hefur aldrei verið örari. Þarna er greinilega ekkert sam- band á milli. Grófari ósann- induin hefur aldrei verið beitt, en þegar Alþýðublaðið og Al- þýðuflokksmenn eru að dá- sama íhaldsstjórn Alþýðu- flokksins fyrir að hafa ráðið niðurlögum verðbólgu og dýr- tíðar. Fjárlög eru afgreidd með raunverulegum halla, Út- flutningssjóður verður með stórfelldum halla. Fjárútveg- un vegna niðurgreiðslanna er 6legið á frest fram yfir tvenn- ar kosningar. — Allt eykur þetta hraða verðbólguhjólsins, en stöðvar það ekki. Svokölluð niðurfærsluleið Alþýðuflokksins, er einhliða kauplækltunarleið. Hún er því miður jafnframt verðbólgu- leið. Og dýrtíðin vex líka hröðum skrefum. Enginn get- ur nefnt vörur, sem lækkað hafa í verði, nema niður- greiddu vörurnar, og þá lækk- un á fólkið sjálft eftir að borga að fullu. En menn vita hins vegar að fasteignagjöld hafa verið hækkuð, að húsa- leiga -er á uppleið af þeim sökum, að benzín hefur hækk- að, að rafmagn hefur ’ hækk- að, að tóbak og áfengi hafa verið hækkuð í verði, að egg hafa verið hækkuð stórlega og margar fleiri vörur. Það er hvimleiður skolli, þegar skrá fer í baklás. En nú hefur verra óhapp orðið: Verkalýðsflokkur hefur hrokk- ið í baklás. Það er Alþýðu- flokkurinn. Og þessi bilun hans kemur fram í því, að hann rekur nú í einu og öllu öfuga verkalýðsmálapólitík. Á sama tíma og margir tugir milljóna eru með þess- ari alþýðuflokkspólitík teknir úr vösum verkafólks og ann- arra launþega og færðir yfir í fjárhirzlur atvinnurekenda, eru útgerðarmönnum auk þess réttar 80 milljónir króna, og enn til viðbótar gefnir nokkrir milljónatugir i þurra- fúalánum, án alls tillits til þess hvort þeir eru örsnauðir eða meðal auðugustu manna þjóðarinnar, eins og sumir þeirra era. Það er þetta hróplega mis- rétti, þetta ranglæti, sem verkalýðurinn á verst með að þola. Gióiasta iölsun Hæstvirtur fjármálaráðherra, Guðmundur í. Guðmundsson, las í gærkvöld langan kafla úr grein minni, er birtist í Vinnunni í nóvember í haust. Vildi hann, eins og hæstvirt- ur menntamálaráðherra í vetur láta líta svo út, sem tillögur mínar væru grund- völlur núverandi stjórnar- stefnu. Eftir þeim hefði verið farið í einu og öllu, skildist manni. — Þetta er liin gróf- asta fölsun. Ég ræddi í nefndri grein um verðbólguþróunina, sem væri leið til glötunar. Hana sagði ég að yrði að stöðva og er það í samræmi við marg- yfirlýsta stefnu verkalýðs- samtakanna. —- En ekkert hefur verið gert til þess. Ég sagði, að byrðunum yrði nú að deila á allra bök. Það er nú eitthvað annað, en að svo liafi verið gert, eins og þegar hefur verið sýnt fram á. — Ég sagði að framleiðslan ætti og gæti tekið á sig nokkurn hluta byrðarinnar. Það var ekki gert. Heldur voru margir milljónatugir færðir úr vösum Iaun]iega, til atvinnurekenda og myndarlegir gjafapinklar lagðir þar ofaná. Ég taldi samdrátt nauðsynlegan í rík- isrekstrinum. Framkvæmdin varð þriðjungs hækkun á út- gjöldum fjárlaga. Ég taldi lækkun álagningar sjálfsagða. Hún hefur orðið heldur lítil- væg saman borið við kaup- lækkunina. Ég taldi, að sveit- arfélög og einstaklingar ættu að draga nokkuð úr fjárfest- ingu. Ekki veit ég til, að neinar ráðstafanir hafi verið gerðar til þess. Og að lok- um taldi ég, að ef bændur læklíuðu framleiðsluvörur sín- ar, án niðurgreiðslna, þá bæri verkamönnum að svara því með niðurfellingu nokkurra vísitölustiga af kaupi sinu. — Allt þetta er ég reiðubúinn að standa við enn í dag. — Ég lauk grein minni í Vinn- unni með þessum orðum: „Takmarkið með öllu þessu á að vera það, að kaupgjald og verðlag nemi staðar, þar sem það nú er — þ.e. 185 vísitölustig svö að atvinnulíf- ið geti haldið áfram án nýrr- ar tekjuöflunar eftir þessa að- gerð — og þjóðartekjurnar geti haldið áfram að vaxa, eins og þær gerðu á þessu ári (1958). Og það er raunar það eina, sem tryggt getur varanlegar kjarabætur“. Eins og af þessum seinustu orðum sést, lagði ég aldrei tii, að 10 vísitölustig væru auk alls annars skorin niður bóta- laust og þannig farið með vísitöluna niður í 175 stig. — Þar með er fölsunin á mínum tillögum fullkomnuð. Þessir herrar geta því hvorki sannað á mig skoðanaskipti, með til- vitnun í þessa grein, né held- ur lialdið því fram, að eftir mínum tillögum hafi verið far- ið. — Við þetta vil ég svo einungis bæta því, að Alþýðu- sambandsþing bauð að styðja stöðvanaaðgerðir í efnahags- máluin miðað við 185 vísitölu- stig. En á það var ekki hlust- að, lieldur rokið í stjórnar- slit án þess að reyndar væru nokkrar samkomulagsleiðir um tillögur stjórnarflokkanna. Hin sanna ás!æða til stjómarslitanna Það eitt er yíst, að ástæðan til stjórnarslitanna var ekki' neitun alþýðusambandsþings á frestun 17 vísitölustiga um einn mánuð. — Ekki heldur smávægilegur varjli efnahags- málanna, sem leysa þurfti. Ástæðan var sú, að Fram- sóknarmenn gerðu sér nú fyrst ljóst, að Hræðslubanda- lagið var dautt. Að Alþýðu- flokkurinn var genginn úr írainsóknarvistinni og búinn að gera varanlegan lvjúskapar- sáttmála við íhaldið. — Þetta var ástæðan. Að þessu uppgötvuðu, var það mat Framsóknarmanna, að nú væri gott að standa upp. — Rekstur atvinnuveg- anna stæði með miklum blóma. Atvinnuleysi ekki til. Fólksflóttinn til suðvestur- landsins stöðvaður. Mikið dregið úr* hernámsvinnu. Gjaldeyristekjur vegna auk- innar útflutningsframleiðslu 200 milljónum króna meiri, en árið áður. Fjárhagur ríkis- sjóðs með miklum blóma o.s.frv. Og svo væri gott að knýja Sjálfstæðisflokkinn til þess FYRIR KOSNINGAR að sýna úrræði sín í efnahags- málum. Það er sannfæring mín, að þetta var ástæðan til stjórnar- slitanna í haust. — Hvernig Alþýðuflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn vilja svo deila með sér sökinni af að bregðast þannig málstað vinstri sinnaðra manna í landinu, er algerlega þeirra mál. En aldrei verður það af þeim skafið, að þeir og engir aðrir eru sekir um stjórnar- slitin. Gegn þessum flokkum ber því vinstra sinnuðu fólki að snúa reiði sinni og hegna þeim út af stjórnarrofinu. Hitt er rétt, að síðar — er Sjálf- stæðisflokkurinn liafði gefizt upp á stjórnarmyndun reynd- ist Framsókn fús til að taka upp þráðinn á ný. En þá var Alþýðuflokkurinn fyrir löngu orðinn drepinn í þann íhalds- dróma, sem honum var langt um megn að slíta. Landhelgismálið Langstærsta málið, sem vinstri stjóminni auðnaðist að Framhald á 9 . síðu. Röddin Alþýðuflokksins - hendurnar íhaldsins BB—B—■ II llI I llllllll.Illlll 1111 (■ Úr útvarpsræðu Hannibals Valdimars- sonar 12. maí 1959

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.