Nýi tíminn


Nýi tíminn - 24.09.1959, Side 7

Nýi tíminn - 24.09.1959, Side 7
—- i'immtudagur 24 september 1959 — Nal TÍMINN 5 t seinni tíð höfum við séð margar útlitsteikningar af tunglinu, en einhvernveginn ■ pannig mun umhorfs par efra. Nóttin, sem varir í 14 daga, er á förum, og áhorfand- 1 inn snýr baki að hcekkandi sól. Allt er baðað bláleitri skímu, sem kemur frá yfir- borði jarðar. Hún lýsir 60 sinnum betur en tunglið lýsir okkur. Eins og reykský í túni Ef deilt er í stærð vetrar- brautarinnar með sömu tölu, mundi hún að vísu smækka _£ NS KaOP stödd á er geysigott útsýni til annarra vetrarbrauta, svo af þeim sést mikil mergð í hverja átt sem horft er, þær skipta milljörðum. Ein af hin- um nálægustu kallast And- rómeduþoka, og væri hún í 15 km fjarlægð frá reyknum. Hún er á stærð við vetrar- braut okkar, eða stærri. neptun mturn PLUTO eikistjarnanna í samanburði nema lítið brot af henni á iinni. að sama skapi, en þó ekki meira en svo, að taka mundi margfalt út fyrir braut tungls- ins. Til þess að fá greinilegt yfirlit um stærð hennar, yrði því að deila með trilljón. Við það mundi sólkerfið verða fertugasti partur úr millí- metra, en vetrarbrautin ekki stærri en svo að unnt, væri að átta sig á stærð hennar. Hugsum okkur reykský í túni, einn km að lengd og 150 m á breidd. Hvert agnar- lítið korn af sóti í reyknum ætti að svara til stjörnu á stærð við okkar sól, en revk- urinn allur til vetrarbrautar- innar. í reyknum ætti að vera tvö hundruð milljarða af sót- ögnum svo smáum að þær yrðu’ með engu móti greind- ar í venjulegri smásjá, held- ur væru þær á stærð við veir- ur, og nokkurn veginn jafnt skipað í reyknum, en þó þétt- astar um miðbikið. En þrátt fyrir smæðina mundu þær skína svo að hinar næstu yrðu sýnilegar, og það vegna hins ofboðálega hita á yfirborðinu (mörg þúsund gráður). Jörð'. in okkar mundi inni í þessum reyk, ekki langt frá jaðrin- um, á einum sveipnum í gorm- inum, en sólin vera ein af hinum daufari ögnum. Sumar mundu .vera allt að því hundr- að þúsund sinnum bjartari. Frá þeim stað sem jörðin er Punktur í 1000 blaðsíðna bók Allt er þetta á sífelldri hreyfingu þó það sýnist standa kyrrt. Því valda fjar- lægðirnar, en þó mundum við sjá mun ef okkur yrði nógu langrar ævi auðið. Bergsöe tekur dæmi af því sem kalla mætti stjörnufræðilegan tíma og gerir samanburð á honum og mannsævinni. Hann hugsar sér bók sem sé 1000 blaðsíður, þéttprent- uð og í allstóru broti. í bók þessari er frásaga um jörðina frá upphafi, og nær yfir 3-4 milljarða ára, og frásögunni nákvæmlega jafnt skipt á ald- irnar. Á 800. bls. er þá fyrst sagt frá hinum elztu stein- gervingum. Enginn veit hve- nær líf kviknaði á þessum hnetti, en elztu menjar þess eru 700 milljón ára gamlar. Á bls. 875 væri fvrst farið að segja frá hinum ýmsu jarð- öldum, kambríum-, kola- krít- ar- og tertíeröldunum, og fleiri sem of langt yrði að telja. Hvað yrði þá úr þeim tím- um sem nú standa yfir ? Það fer eftir því hvað við er mið- að. Ekki dygði að leita sér fræðs^u um þessa öld, sem nú er að líða. I bók þessari fær 80 000 ára tímabil ekki nema eina línu, 5000 ár fá eitt orð og 1000 ár einn staf. Öll saga mannkynsins mundi verða að komast fyrir í 10 línum, en tímabilið frá því er ísöld slot- ar og steinöld hefst í fjórum orðum, og tímabilið frá því að sögur hófust í einu orði, hinu síðasta í bókinni. Tímabilið- frá upphafi Islandsbyggðar yrði að láta sér nægja einn staf, en nútíminn svo sem eins og hálfan endapunktinn. Svona er háttað tímatali jarð- arinnar. Svo stutt er manns- ævin. Hér kemur annað dæmi um fjarlægðir og tímalengdir í heimi þessum. Það gerðist endur fyrir löngu og áður en sögur hófust, að ein af sól- unum í vetrarbrautinni sprakk. Þá var steinöld i Danmörku, en Island óbyggt En suður í heimi höfðu þ: mörg fögur dæmi gerzt menningu. Pýramídarnir vori að komast upp. Þessi spreng ing var mjög ofsaleg. Ljós magn stjörnunnar varð marg milljónfallt á við Ijósmag: sólarinnar, og hún fleygði a sér þykkum hjúpi úr loftteg undum og ryki. En engirn hér á jörðu varð þessa var Ljósið, sem bar boð um þenn an atburð, var lengi á leiðinr hingað, svo fljótt sem þaf annars er í förum. Það er ,r mínútur á leiðinni frá sólinr og hingað. Kynslóð af kyr slóð fæddist og dó, og fyrr þegar runnið hafði tímaskei;' tvöhundruð kynslóða, eða fr steinöld til miðalda, náði þessí boðskapur að birtast hér. Tveir stjörnuskoðarar í Asíu (Kína) sáu stjörnuna blossa upp, og skráðu þetta hvor í sínu lagi. Það var árið 1054. Svo var það stuttu fyrir stjórnarbyltinguna í Frakk- landi, að maður nokkur að nafni Messier, vísindamaður og stjörnuathugari, fann daufa þoku á himni. Hann skráði hana í bók sína og kallaði Nr. 1. Þetta voru leif- arnar af hinum mikla blossa. rykský, sem hafði náð að myndast á þessu tímabili. Skýið er kallað krabbaþokan, og sést hún enn, og með afar- nákvæmum mælingum hefur verið unnt að sanna, að hún þenst enn út með ofsahraða, en þynnist jafnframt. En á þeim tíma sem leið þangað til ljósið frá sprengunni næði hingað, gerðist flest hið markverðasta í mannkyns- sögunni, allur þroskaferill þess frá steinöld og fram að nútíð. Þokan mun sundrast og hverfa eins og reykur, en þó mun hún enn verða sýni- leg langt, langt fram í aldir. Samþjöppun efnisinst Stjörnufræðingar kunna að mæla fjarlægðir milli stjarna, en þeir kunna einnig að mæla efni þeirra og þyngd þess. Sumar eru mjög loftkendar, í öðrum er efninu undarlega eaman þjappað. I stjörnunni Betelgeuse er efnið svo þunnt, að það hefur ekki nema tvö- þúsundasta part af þéttleika loftsins (niðri við jörð), en í hinum svokölluðu hvítu idverg- um er efnið þúsund milljón sinnum þéttara. Stjörnur virð- ast vera því þynnri í sér sem þær eru stærri. Ef við tökum dæmi af sólinni smækkaðri í lítið hagl, mundi tilsvarandi stærð rauða risans Ypsílon í Aurigae verða fjórir metrar Framhald á 11. síðu. Stjörnusveipur í stjörnumerkinu Veiðihundarnir, — í miðið eru stjörnurnar svo péttar að ekki er unnt að greina pœr hverja frá annarri. í sveipnum eru 100.000 stjörnur. Þetta er næsti granni vetrarbrautar okkar, Andromeda- pokan, sem lítur út eins og poka vegna hinnar miklu fjar- lœgðar, — hún er 2 millj. Ijósára í burtu, — en sanvan- stendur af milljörðum stjarna.

x

Nýi tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.