Nýi tíminn - 15.03.1962, Blaðsíða 1

Nýi tíminn - 15.03.1962, Blaðsíða 1
Iíaupið NÍJA TlMANN Nyi timinn blaðgjaldið skilvíslega Fimmtudagurinn 15. marz 1362 — 20. árgangur — 10. tölublað. OLÍUFÉLAGIÐ FYRIR RÉTT: Fjárdráttur, smygl, g jaldeyris- svik, bókhaldsfalsanir Haukur Hvannberg Haukur Hvannberg, Vilhjálmur Þór og sex aðrir olíukóngar ákærðir Saksóknari ríkisins hefur loksins höfðað mál gegn átta forráðamönn- um Olíufélagsins h.f., allt frá Hauki Hvannberg til Vilhjálms Þórs. Er Haukur ákærður fyrir að hafa dregií sér fé úr sjóðum Olíufélagsins og HIS, tæpar níu milljónir króna, og fyrir ýms lögbrot önnur. Vilhjálmur Þór — yfirmaður gjaldeyriseftirlitsins — er ákærður fyrir að hafa ráð- stafað ólöglega 145 þúsundum dollara eða 6,2 milljónum króna á núverandi gengi! Sjö valdámannanna eru ákærðir fyrir að hafa smyglað inn í land- ið í skjóli hernámsliðsins 23 vörusendingum til þess að komast hjá greiðslu aðflutningsgjalda. Nýja Tímanum barst nýlega fréttatilkynning um þetta ef.ii frá saksóknara ríkisins. Er hún í heild á þessa leið: Stórmenni á sakabekk „Saksóknari ríkisins hefur í FÁRVIÐRI Á ATLANZHAFI NEW YORK, LONDON 8/3 — Ægilegt fárviðri geysar nú á Atlanzhafi. Fjöldi skipa hefur lent í erfiðleikum og tjón hefur orðið á mönnum og mannvirkj- um á ströndunum beggja megin hafsins. Einna harðast hefur austurströnd Bandaríkjanna orð- ið úti, en þar hafa 35 menn látið lifið og 6.000 misst lieimili sín. Tjón á mannvirkjum er metið á meir en 100 milljónir dala. Raflínur og hafnarmannvirki Mikið verk aðundirbua olíumálið Nýi Tíminn sncri sér ný- lega til Guðmundar Ingva Sigurðssonar hæstaréttar- lögmanns, sem skipaður hefur verið dómari í olíu- málinu ásamt Gunnari Ilclgasyni héraðsdómslög- manni, og spurðist fyrir um það hvenær . málið kæmi fyrir sakadóm. Kvað Guð- mundur nú verið að ganga frá skjölum og gögnum, taka afrit handa verjendum og sækjanda o.s.frv. Vá;ri það talsvert verk, en að því loknu yrði tekið til óspilltra málanna. meðfram ströndinni hafa orðið fyrir miklu tjóni og í smábæj- unum hafa hús rifnað af grunni. Yfirvöld bæja á ströndinni frá Carolinu til Nýja Englands hafa snúið sér til Hvita hússins og beðið um aðstoð. Kennedy for- seti tilkynnti að hann myndi vinda bráðan bug að því að út- vega nauðsynlega hjálp. Líberíska tankskipið Gem brotnaði í tvennt úti fyrir strönd Norður-Carolínu. Danska skipið Jytte Skou heyrði neyð- armerki frá Gem og er nú reiðu- búið að hjálpa þegar tækifæri gefst. Mörgum öðrum skipum hefur hlekkst á. Timburfarmur banda- risks flutningaskips haggaðist svo að skipið var í þann veginn að velta. Tíu metra háar öldur brutu kinnung annars skips. Fregnir frá London herma að ofviðrið hafi rofið stíflugarða á ströndum Cornwalls og að sjör hefði flætt yfir smábæina Penz- ance og Newlyn. Hundruð manna hafa orðið að flýja hejmili sín. Flóðið velti ljósastaurum um og fyllt; kjallara húsanna af sandi. Járnbrautarstöðin í Penz- ance er undir vatni og járn- brautasamband við borgina rof- ið. Fréttir frá París ■ segja -að fimmtán metra háar öldur hafi brotið niður vatns- og rafmagns- leiðslur á Quiberon-skaga í Bret- agne. Veðrið er talið hið versta sem orðið hefur í 40 ár. Vind- hraðinn náði 150 km á klukku- stund. Frá Belgrad hafa borizt þær fréttir að Eiva Juzna Morava í Serbíu sé undir vatni og að hermenn hafi orðið að aðstoða í fleirj þorpum. Flætt hefur yf- ir hundruð húsa og mikið af ræktarlandi hefur algjörlega orð- ið flóðinu að bráð dag höfðað opinbert mál gegn Hauki Hvannberg lögfræðingi, Kleppsvegi 6, Jóhanni Gunnari Stefánssyni framkvæmdastjóra,' Sjafnargötu 8, Helga Þorsteins- syni framkvaemdastjóra, Skafta- hlíð 30, Skúla Thorarensen fram- kvæmdastjóra, Fjólugötu 11, Ást- þóri Matthíassyni lögfræðingi, Gnoðavogi 30, Jakob' Frímanns- syni framkvæmdastjóra, Þing- vallastræti 2, Akureyri, Karvel ögmundssyni framkvæmdastjóra, Ytri-Njarðvík og Vilhjálmi Þór bankastjóra, Hofsvallagötu 1 og ennfremur gegn núverandi stjórnum Olíufélagsins h/f og Hins íslenzka steinolíuhlutafé- lags. Mál þetta er höfðað á grundvelli dómsrannsóknar í hinu svonefnda „olíumáli". Sú rannsókn hófst í árslok 1958, en fór að mestu leyti fram á árun- um 1959 og 1960. Á því tímabili sem, má9l skiptir var Haukur Hvannberjj framkvæmdastjóri H.I.S., en Jó4 hann Gunnar Stefánsson fram« kvæmdastjóri Olíufélagsins h/^j Vilhjálmur Þór var stjórnarfow maður beggja félaganna til ár»4 loka 1954, en Helgi Þorsteinssoaí frá vori 1955. Aðrir hinir ákærðu voru 5 stjórn félaganna á tímabilinu. Ákæruefni eru í aðalatriðunit þessi:1 í kí Níu millj. króna fjárdráttur „1) Haukur Hvannberg er $4 kærður fyrir, að hafa dregið séf úr sjóðum Olíufélagsins h/f og HlS fjárhæðir, sem nema sam4 tals tæpum níu milljónunal króna, miðað við núvefandj. gengi.“ Smygl í skjóli hernámsins I 2) Haukur Hvannberg, Jóhanlf Gunnar Stefánsson, Helgi ÞoíM steinsson, Skúli Thorarensen, Ástí þór Matthíasson, Jakob FrÍ4 mannsson og Karvel ögmundssont eru ákærðir fyrir að Olíufélagiil h/f og HÍS hafi á tímabilinu frf desember 1956 til desember 195f flutt inn 23 vörusendingar og tiU greint ranglega á innflutningsN skilríkjum að viðtakandi vörunnh ar væri varnarlið Bandaríkjanng á íslandi (Iceland Air DefensS Force), til þess að komast hjái greiðslu aðflutningsgjalda. Enn4 fremur er Haukur Hvannberg á4 kærður fyrir að hafa ranglega skýrt svo frá að bíll, sem HtSÍ Framhald á 11. síðu Stórfelldar álögur á bændur • Ríkisstjórnin lagði nýlega íyr ir Alþingi „írumvarp til laga um Stoínlánadeild landbúnaðarins, land- nám, ræktun og byggingar í sveit- um." Fjallar írumvarpið um samein- ingu Ræktunarsjóðs og Byggingar- sjóðs sveitabæja í „Stofnlánadeild landbúnaðarins", sem fengnar eru miklar tekjur með því að leggja ár- lega 8—10 milljón króna álögur á bændastétt landsins og 5—6 millj.. króna álögur á neytendur landbún- aðarafurða í hækkuðu vöruverði. Loks er gert ráð fyrir að framlag rík- hækkanir isins til sjóðsins verði hækkað vera* lega. j • Stofnlánasjóðir landbúnaðar«» ins hafa verið illa leiknir af gengis*« fellingum viðreisnarinnar og bjarg^ ráð ríkisstjórnar SjálfstæðisflokksinS og Alþýðuflokksins eru hér aðallega þau að velta byrðunum af óstjóng sinni yfir á vinnandi fólk í sveit ocj við sjó. © Frá máli þessu mun nánasf skýrt er það kemur til umræðu- $ þingi. Það er flutt í efri deild.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.