Nýi tíminn - 15.03.1962, Blaðsíða 3

Nýi tíminn - 15.03.1962, Blaðsíða 3
Jakob Gíslason raforkumólasijóri sextugur Þegar menn verða sextugir þykir nú hlýða að þeirra sé getið að nokkru, Jitið yíir íar- inn veg þeirra, störf þeirra met- in og þau kynnt almenningi. í slíkum afmælisgreinum vill stundum verða um ofmat að ræða. Ekki verður slíku til að dreifa í því sem ér verður sagt um Jakob Gíslason sextug- an. Jakob er svo vel gerður, að mikils mátti af honum vænta, þar sem saman fara h.iá hon- um afburða gáfur, dugnaður, samvizkusemi og þeir mann- kostir aðrir sem bezt prýða góðan dreng. Verður heidur ekki annað sagt, en að hann hafi vel ávaxtað sitt pund og komið miklu í verk það sem aí er ævinni. Eftir heimkomu sína, að námi loknu sem rafmagns- verkfræðingur gengur Jakob í þjónustu rikisins og heíur það notið starfskrafta hans síðan. Það var ríkinu lán, að það sjónarmið Jakobs varð ofan á, að stofnað var rafmagnseftirlit ríkisins sem sjálfstæð stofnun, én hún ekki gerð tagihnýting- ur .annarar ríkisstofnunar, sem var þá ofarlega á baugi. Jakob sá það betur en aðrir, hve tnikilvæg raforkumálin voru iþjóðinni og hye mikilli þróun mátti búast við á þessu sviði þó hann hafi iþá tæplega órað fyrir þeim óhemju vexti á stoínun hans sem raun ber nú vitni um. Það má gera ráð fyrir að þróun í rafmagnsmálum þjóð- arinnar hefði orðið svipuð þó að Jakobs hefði ekki notið þar við, því framvinda og framfar- ir eru ekki eins manns verk, en fullyrða má, að áhrif Jakobs i þeim málum hafa verið holl og mjög til hags. Frá honum er komin hug- fnyndin að mörgum þeim að- gerðum í raforkumálum, sem hæst hefur borið nú undanfar- ið, svo sem 10 ára rafvæðingar- aætluninni. Um framkvæmdir hefur hann hvergi nærri verið einráður, heldur þurft að fylgja þeim línum, sem stjórnmála- menn hafa lagt og fyrirskipað, enda ekki fremur en ýmsir aðr- dr embættismenn þjóðarinnar farið varhluta af því að vinsæl- ar hugmyndir eru stundum not- aðar á annarlegan hátt. Jafnframt því að vera allra manna samvinnuþýðastur hefur hann þá festu og einurð til að bera, sem nægir til þess að tekið er tillit til hans og segja má að hann eigi virðingu hvers manns. Hann rasar heldur ekki um'ráð fram, athyglisgáfu hef- ur hann í bezta lagi og hann þekki ég manna fljótastan í þVí á'ð ájá: hváír kjárhi hvers máls er, sem hann fjallar um, að skilja aðalatriði frá smá- mununum. Jakob er ekki venjulegur emb- ættismaður. Án efa er hann á- gætur embættismaður, en hann er miklu meira en það. Hann hefur ekki látið sér nægja að sinna eingöngu rafmagnsmáium þeim sem undir hans stoínun falla, heldur hefur hann beitt sér fyrir margþættu rannsókn- arsfarfi á sviðum, sem eru langt utan við iþau mál.. Hann hefur-af víðsýn; sinni og hugmyndaauðlegð séð hverj- um málum þjóðin þurfti að sinna og með lægni og hægð komið því fram, að stofnun hans hefur fengið að vinna að rannsóknum slíkra málefna, enda hefur hún fengizt við rannsóknir íjöida slíkra efna, og mörgum þeirra hefði alls ekki verið sinnt, ef Jakobs hefði ekki notið við. Hann hefur safnað á stofnun sína hæfileika- og vísindamönnum og þar hafa þeir átt þess kost að sinna störf- um við sitt hæfi. Má hér einkum nefna jarð- hitann. Jakob sá fljótlega mikil- vægi þeirrar orkulindar fyrir þjóðarbúskapinn og fékk því til leiðar komið, að stofnuð var sérstök deild við stofnun hans til að annast jarðhitarannsókn- ir, bæði grundvallar- og hag- nýtingarrannsóknir. Að deild þessari réði hann dr. Gunnar Böðvarsson, sem forstöðumann. Undir forystu þeirra hefur jarðhitadeildin þró- azt svo að nú eru jarðhitarann- sóknir eitt af þeim fáu rann- sóknarsviðum, þar sem Islend- ingar eru fremur veitendur en þiggjendur. Jakob var í menntaskóla- bekknum fræga, en ekki var -hann þó með þeim talinn, en á sína vísu er hann ekki minni afburðamaður en þeir, sem þar er mest hampað og í samningu tæknisögu þjóðarinnar á hann sæti á innsta bekk. Jakob er í hvívetna snyrti- menni, viðkynningargóður, við- mótshlýr, kurteis og gæddur kímnigáfu í bezta lagi. Honum, fjölskyldu hans og frú Aðalbjörgu móður hans éru hér með sendar beztu árnaðar- óskir. Sigurður Thoroddsen. ★ ★ ★ Jakob Gíslason er fæddur á Húsavík. Hann er sonur hjón- anna Gísia Péturssonar, héraðs- Jæknis á Húsavík og síðar að Eyrarbakka, og Aðalbjargar Jakobsdóttur. Hann lauk prófi í rafmagns- verkfræði 1929. Það ár vann hann að verkfræðistörfum í Kaup- mannahöfn, en gengur síðan í þjónustu ríkisins. Var honum falið eftirlit með raforkuvirkj- um um allt land 1930. Fórstöðu- maður Rafmagnseftirlits ríkisins gerðist hann með stofnun þess 1933 og raforkumálastjóri hefur hann verið síðan 1947, er það embætti kom til með setningu raforkulaganna. Hann hefur setið í ótal nefnd- um og gegnt mörgum trúnaðar- störfum. Hann var í raforku- málanefnd 1929, Samstarfs- nefnd rfkisins, Reykjavík- ur og Hafnarfjarðar um hag- nýtingu jarðhita, formaður landsnefndar Alþjóðaorkumála- ráðstefnunnar frá 1949, xáðu- nautur Sogsvirkjunarstjórnar frá 1949, í stjórn Ljóstæknifé- iags Islands frá 1954, formaður Rafmagnsverkfræðingafélagsins 1941 og 1954, formaður Verk- fræðingafélags Islands 1959— 1961, formaður stjórnunarfélags- ins o. m. fl„ sem hér verður ekki upp talið. Hann hefur ritað mikið um verkfræðileg efni, sem ekki verður hér nefnt og átt mestan 'Þátt í samningu þeirra laga og reglugerða, er rafmagnsmál og járðhitamál varða. Jakob er tvíkvæntur. Fyrri kona hans, Hedvig, var danskr- ar ættar. Þau eignuðust tvo syni, Gísla Ólaf og Jakob, sem báðir eru við nám erlendis. Frú Hedvig lézt 1939. Síðari kona Jakobs er Sigríður Ásmunds- dóttir, fyrrverandi biskups Guðmundssonar. Þau eiga þrjú börn: Ásmund, Aðalbjörgu og Steinunni Sigríði. ★ ★ ★ ■ Menning þjóðar stendur nú á dögum oftast í beinu hlutfalli við það hve þegnarnir hafa ■auðveldan aðgang að raforku og i hve ríkum mæli þeir notfæra sér raforkuna. Menning og raf- væðing fylgjast því að. Það var happaár fyrir ís- lenzku þjóðina, þegar Jakob Gíslason, árið 1930, réðst í þjón- ustu ríkisins til að hafa eftir- ht af hálfu þess með raforku- virkjum um land allt. Þá var vélaafl í orkuverum landsmanna aðeins um 3370 kw og árleg orkuvinnsla 90 kwst á mann. 1 árslok 1961 var afl orkuver- anna á landinu 128 000 kw og árleg notkun 3300 kwst á íbúa. Töiur þessar sýna þróun raf- orkumálanna hérlendis, en íor- ustuma'ður þar hefur Jakob Gíslason verið alla þessa tíð. Jakob var fáliðaður fyrstu ár- in. Lög um raforkuvirki voru sett 1932 en síðan gerð á þeim ailveruleg breyting árið 1930. Árið 1937 var gefin út reg’u- gerð um raforkuvirki og með henni rafmagnseftirlitið stað- , fest sem ríkisstofnun. Þeirri stofnun óx fljótlega fiskur um hrygg og fékk hún þá brátt fleiri verkefni en eítirlitið eitlit göngu. Innan tíðar var hún ía*4 in að áætla og byggja og síff l an reka rafveitur. Arið 1946 samþykkti Alþingt loks heildarlög um raíorkumá. „raforkulög". Þetta voru heiid— ar- og skipulagslög, og me>* þeim voru þá jafnframt úr giidt numin flest hin eldri lög varð* andi rafmagn. Aðalráðgjafi rílw isstjórnarinnar við þessa lag&lj smíði var Jakob Gíslason. Stofnun hans hefur vaxi^< hröðum skrefum, þannig að nri" starfa þar um 200 fastráðnifr; starfsmenn auk fjölda annarrtí; við tímabundin störf. Jakob Gíslason er meðal bez§. lærðu rafmagnsverkfræðing&i landsins, en samfara góðuiPÍ lærdómi fer óvenjuleg viðsýni^, kurteisi og réttsýni, sem skapð að hafa heilsteyptan og ógleyriVJ anlegan persónuleika, gentlðd man. Starfsmenn Jakobs óska hooá um og fjölskyldu hans innilegL til hamingju á þessum merkisí degi. — E. Á. Brennuvargs leitað af frönsku lögreglunni PARlS — Lögreglan í Rúðubo<rg hefur lengi leitaö brennuvargs sem hvTað eftir annað hefur reynt að kveikja i dómhöll borgarinn- ar og hefur nú fundið hann: Brennuvargurinn reyndist vera virðulegur dómari við yfirréttinn í borginni, Alain Dugué að nafni. Hann var handtekinn í skrif- stofu sinni í dómhöllinni, eftir að hafa verið staðinn að verki nóttina áður. Sem áður segir hefur lögreglan í borginni lengi leitað brennu- vargsiins, sem fjórum sinnum hafði reyrit að kveikja í dóm höllinni. Taldi hún liklegast að þar hefði verið að verki einhver sökudólgur sem hefði verið dæmdur í dómhöllinni og vildi þannig hefna sin. Fyrst kviknaði í álmu hallarinnar sem var í við- gerð. Var þá talið að umrenrV ingur hefði valdið eldsvoðanurr^; En skömmu síðar komu upjl þrír eldar í byggingunni oj, jafnframt var kveikt í bíl réttar* forsetans, Honoré dómara, senl hafði embættisbústað í höllinnl^ Komst hann og fjölskylda hana við illan leik úr höllinni miklar skemmdir urðu áður e® eldurinn var slökktur. Tvívegi# enn var reynt að kveikja í hölld inni, en það mistókst. öflugur vörður var settur unl’ bygginguna og þannig tókst lob® að hafa upp á brennuvarginuir^. Dugué dómara, sem staðinn va# að verki þegar hann bar eld 5 húsið í fimmta sinn. Þetta kont mjög á óvart, því að dómarinfll.^ hafði mjög gott orð á sér, maðup’ hámenntaður og lögfróður me) afbrigðum. erum Hram- sóknarris Framsóknarflokkurinn hefur lýst með sterkum orðum and- stöðu sinni við dátasjónvarpið á Keflavíkurflugvelli: Þórarinn Þórarinsson hefur komizt svo að orði að það sé „ósamboðið sjálfstæði og metnaði þjóðar- innar . . . að veita erlendum mönnum eftirlitslaust og að- haldslaust aðstöðu til áhrifa á skoðanir og menningu þjóð- arinnar. Hvar getur verið að finna takmörkin á uppgjöf- inni og afsalinu hjá þessum mönnum?“ Og í útvarpsum- ræðunum um sjónvarpsmálíð komst einn ræðumaður Fram- sóknarflokksins). Karl Krist- jánsson, svo að orði: „Veit nokkur þá þjóð, sem er sjálfri sér ráðandi, en lýtur þó svo lágt að búa við sjónvarp einhverrar erlendrar þjóðar, sem er með sjónvarpi því að stytta hermönnum sínum stundir í dauflegri útivist þeirra? Við íslendingar félitlir og fáir, en svo snauðlr erum við ekki og smáir sem betur íer — að við um að lúta svo lágt. Svo lágt þarf engin frjáls þjóð að lúta, ueina ao nun nugsi sjaii eioai hærra. Hver vill halda þvá fram að íslenzka þjóðin serta þjóð hugsi ekki hærra“. enn sagði Jón Skaftason: „Acfc ætla erlendu herliði að ráðal yfir sterkri sjónvarpsstöð íf landinu, er nái til meginþorrat landsfólksins er bæði rangt 0$ getur verið stórhættulegt . . » Yfirráð útlendinga yfir sjón-> varpsstöð, er næði til megind þorra landsmanna, má líkjtí við á margan hátt, að útlend«t ingar réðu yfir útvarpi okkaty blöðum okkar og skóluitS landsins að meira eða minnal leyti. Hygg ég að flestir getS verið mér samrrialá1 úm, á® slíkt væri óþolandi sjálfstæðrS þjóð,“ Eftir þetta greiddi Fram' sóknarflokkurinn allur ai)» kvæði með stjórnarflokkununt GEGN því að sjónvarpsleyfiS væri afturkallað, þar á meðaít þeir þrír þingmenn sem hép hafa verið nefndir. Hvar er® takmörkin á uppgjöfinni ogí afsalinu hjá Þórarni Þórarins* syiui Hversu hátt er risið Ú hugsun Karls Kristjánssonarí, nvers vegna þolir Jón Skafta* son það sem er óþolandi sjál&i stæðri þjóð? — Austrr*j Fimmtudagur 15. rparz 1962 — NÝI TXMINN — £(&

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.