Nýi tíminn - 15.03.1962, Blaðsíða 8
******
Séra Sigurjón Árnason flutti
sunnudagsmessuna og lagði út
af .guðspjalli dagsins, dæmi-
sögunni um sáðmanninn. Lít-
ið rrtan ég úr ræðu hans nú
í vikulokin, og er því líkast
sem fuglar himins hafi étið
þau frcq. er í mitt hjarta áttu
að falla, en hitt man ég, að
mér fannst ræðan nokkuð góð,
meðan ég var að hlusta á
hana. En séra Sigurjón flytur
ræður sínar með þeim
hætti, að því er líkast sem
hann sé dálítið móðgaður óg
sé alltaf að taka upp þykkj-
una fyrir guð. Þó má vera,
að þetta sé bara á yfirborð-
inu, og að hann meini ekkert
með þessu.
Kohunginum
blótaB
Miðdegiserindið var flutt af
séra Jakob Jónssyni og fjall-
aði um purpuraklæðið, iþyrni-
kórónuna og reyrstafinn, og
mun hafa verið innlegg höf-
undar í helgihald föstunnar.
Þó má reyndar segja, að efni
þessa erindis hafi verið frem-
ur almennur fróðleikur en
guðfræði. Rakti höfundur
'þann þátt úr píningarsögu
Krists, sem tengdur er fram-
annefndum' gripum, til æfa-
fomra siða úr gömlum trú-
arathöfnum, sem sé þeim að
blóta konungi eða staðgengli
hans til árs, og nefndi hann
meðal annars sem dæmi af
þessari tegund, er Svíar blót-
uðu Dómalda konungi sínum
til árs, þegar önnur blót
dugðu ekki, enda batnaði þá
þegar árferði.
Síðar, eftir að siður þessi
aftókst í raun, var svo farið
að 'leika þetta, á þann háttj.
meðal annars, að færa dauða-
dæmda menn, einkum þá er
höfðu verið dæmdir fyrir
uppreisn gegn ríkinu og færa
þá í eftirlíkingu af konungs-
skrúða| áður en þeir voru
réttaðir.
Eftir að hafa hlýtt á þennan
foma fróðleik séra Jakobs,
dettur manni ósjálfrátt í hug:
Er ekki friðþægingarkenning
Páls postula einnig eitthvað í
ætt við hinn æfaforna sið að
blóta konungum til árs?
Um kvöldið las Rósberg
Snædal upp frumsamda smá-
sögu, Hefnd. Fór þar saman
bráðsmellin frásögn og ágætur
flutningur.
Einkaufvarp
t þættinum Spurt og spjall-
að var um það rætt, hvort rétt
væri að gefa einstaklingsfram-
takinu kost á að reka útvarp
við hliðina á Ríkisútvarpinu.
Njáll Símonarson og Sveinn
Ásgeirsson vildu að svo yrði
gert, en Benedikt Gröndal og
Guðmundur Hagalín mölduðu
í móinn og vildu óbreytt á-
stand í þessum málum.
Reyndar hefði mátt ætla, að
einstaklingsframtakið ætti svo-
innangengt í Ríkisútvarpið,
bæði um fordyr þess og bak-
• dyr, að slík aðstaða ætti að
nægja því í bili.
Raunar er það alls ekki
undarlegt, þótt krafa um
heimild til útvarpsreksturs
. komi frapi frá einstaklings-
framtakinu nú. Á hinum síð-
ustu tímum hefur trúin á
framtak einstaklingsins verið
útvarpsannáll
VIKAN 25. FEBRÚAR TIL 3. MARZ
boðuð af meiri krafti en
nokkru sinni fyrr, og næstum
eins og hún væri hreint sálu-
hjálparatriði, og þegar talað
er um einstaklingsframtak, er
vitanlega alltaf átt við fjár-
magnað framtak, því einstak-
lingsframtak, án fjármagns er
víst ekki talið á marga fiska.
Og hví skyldu eigendur fjár-
magnsins ekki vilja hafa sitt
útvarp bæði sem tæki til að
láta fjármagnið ávaxtast, en
þó eflaust öllu fremur til að
boða landslýðnum hina einu
sáluhjálplegu trú, trúna á
framtak einstaklingsins?
Maður gæti hugsað séij, að
dagskrá slíks útvarps myndi
verða svona eins og stækkuð
mynd af dagskrá á héraðsmóti
Sjálfstæðismanna norður á
Hólmavík. Það er sannarlega
ekkert undur, þótt Svein Ás
gejrsson klæi í lófana eftir
þv£ að slíkt fyrirtæki komist
á laggirnar hið bráðasta.
ÁuppboS
Benedikt Gröndal hélt því
mjög að hlustendum, að dag-
skrá útvarpsins gæti orðið
miklu betri en nú er, ef stofn-
unin hefði efni -á að greiða
meira fyrir efni hennar.
Eflaust má þetta til sanns
vegar færa, að því er sumt
útvarpsefni snertir, eins og t.
d. hljómlist og leiklist. En að
því er snertir hið talaða orð
á ég ákaflega bágt með að
skilja, að það myndi batna
um helming, þótt útvarpið
hækkaði greiðslur sínar um
helming. Það er vart hægt að
láta sér detta annað í hug, en
að þeir, sem t.d. flytja þátt um
dag og veg, geri eins vel og
þeir eru menn til að gera,
svona sjálfs sín vegna, hvað
sem allri borgun líður. Ef til
vill veit Benedikt Gröndal um
einhverja æskilega útvarps-
menn, sem eru svo dýrseldir
á vinnu sína að útvarpið hefur
ekki efni á að kaupa hana. En
þegar einstaklingsframtakið
kemur til sögunnar, breytist
þetta vonandi til batnaðar, þá
verður farið að bjóða í út-
varpsmenn og verðlagið á
framleiðslu þeirra fer upp úr
öllu valdi.
Mánudagsþáttinn um dag-
inn og veginn heyrði ég ekki.
En leikhúspistil Sveins Ein-
arssonar heyrði ég, og fjallaði
hann að þessu sinni um hið
helzta sem er að gerast í leik-
listarlífi höfuðborgarinnar, og
er slíkt í raun og veru lofs-
verð hugulsemi við hlustend-
ur úti á landi, sem af eigin
raun vita ekki hvað þeir höf-
uðstaðarbúar hafa fyrir
stafnj á þeim vettvangi.
Á þriðjudagskvöld, flutti
Einar Pálsson erindi| er nefnd-
ist Hindin, sem þráir vatns-
lindir, og undirtitil'l: Hugleið-
ing um efnishyggju og bók-
rffÉ'rtWtify'MUfl' verða vikið
nánar--að • þessu erindi í lok
þessa þáttar.
Hver ju a
svo að trúa?
Á sunnudaginn var það út-
varp, á .miðvikudaginn var
komið sjónvarp. Og það sem
meira var: Hið háa Alþingi
hafði málið til meðferðar.
Sjónvarpið á Keflavíkurflug-
velli var sem sé rætt á Al-
þingi, og urðu umræður frek-
ar leíðinlegar. Alþýðubanda-
lagsmenn sóttu að stöð þess-
ari. Stjórnarliðar vörðu hana,
en þó með hangandi hendi, og
viðurkenndu að menn úr ölt-
um flokkum væru henni and-
vígir, þess vegna ætti ekki að
ræða þetta mál á Alþingi, það
væri í raun og veru ópólitískt.
Framsókn var tvístígandi, eins
og stundum áður. Hið versta
í þessum orðræðum var þó
þeð sem er orðinn mjöghvim-
teiður löstur hjá þingmönnum,
þeir deila og deila hvað harð-
ast um það sem ætti að vera
óumdeildar staðreyndir. Dæmi
úr þessum umræðum: Einn
þingmaður les upp bréf, er
hann kveður vera samning um
sjónvarpsrekstur milli her-
stjómarinnar og þáverandi
utanríkisráðherra. Annar þing-
maður rís upp og lýsir því
yfir, að sá fyrri hafi ekki lesið
upp rétt bréf, þetta hafi ekki
verið samningur. Þá kemur
hinn þriðji þingmaður, segir
þingmann númer tvö ljúga og
að bingmaður númer eitt hafi
lesið upp bréf. Hverju á
svo hlustandinn að trúa? Ann-
að dæmi: Einn segir, að það
sé ekki hægt að gera sjónvarp
í Keflavík þannig úr garði, að
það sjáist ekki utan vallarins.
Annar segir að það sé auðvelt.
Hverju á hlustandinn að trúa?
Þriðja dæmi: Sumir ræðu-
menn héldu því fram, að lang-
drægni nefndrar stöðvar
myndi aukast geysimikið við
það að orka hennar verður
fimmfölduð. Aðrir sögðu, að
langdrægnin myndi lítið sem
ekkert aukast. Hverju á maður
að trúa?
Heímsmet
Einn þeirra mannaj er tóku
til máls í þessum umræðum
minnir mig að væri nefndur
Matthías. Hann nefndi orðin
kommúnismi og kommúnisti
svo oft, að þegar hann hafði
talað í nokkrar mínútur,
byrjaði ég á því mér til
dægradvalar, að telja hvað
hann bæri þessi orð oft í
munn sér. Frá því ég byrj-
aði talninguna og þar til máli
hans lauk, komu þessi orð og
fornöfn _af þeim, fjörutíu og
sjÖ sinnum fyrir. Ræðan mun
varla hafa staðið lengur en
fimmtán mínútur, og þar sem
nokkuð var liðið á hana, þeg-
ar talning hófst, er varlega
áætlað að orðin hafi verið
nefnd sextíu sinnum, eða sem
svarar fimmtándu hverja sek-
úndu. Þetta kalla ég vel af
sér vikið og er sennilega
heimsmet í þessari íþrótt.
Dómsmálaþátturinn fimmtu-
dagskvöldið var miklu betri
en sá síðasti, þVf’-h'öfundúrt
vatt sér umsvifalaust að efn-
inu og skýrði frá gangi og
dóinsúrslitum tveggja mála,
er risið höfðu út af leigusamn- -
ingum og var sú frásögn öil
hin skilmerkilegasta.
Sigurður Pétursson, flutti og
þetta kvöld erindi um skel-
fisk og skelfiskseitrun, en
frómt sagt hafði ég ekki meiri
áhuga á þessu viðfangsefni en
svo að ég sofnaði undir lestr-
inum, og missti því af þeim
fróðleik, er erindi þetta hefur
haft að geyma.
Þá var og þetta kvöld flutt
spjall um leiklist, lófaklapp og
skáldskap, í léttum tón. Þetta
var allt fremur þægilegt á að
hlýða, þó frásögn og flutning-
ur væri nokkuð í hraðara lagi.
En flytjendur voru þau Hildur
Kalman og Gísli Alfreðsson.
Eftir Passíusálmi las Hug-
rún upp söguna af litlu telp-
unni sem var svo ógætin að
trúa vinkonu sinni fyrir því,
að hún væri skotin í honum
Bjössa, en vinkonan kjaftaði
svo leyndarmálinu í hina
krakkana, telpunni til sárrar
armæðu og hrellingar, og hefði
þetta verið ágæt saga í barna-
tima.
Sama saga
Það heyrði ég fyrst af
þættinum Efst á baugi, að ver-
ið var að segja sögu Móló-
toffs, og mun það vera í þriðja
sinn á þessum vetri, sem sú
saga er sögð á þessum vett-
vangi, og verður sennilega
nokkurskonar framhaldssaga
þessa þáttar enn um skeið.
Svo var eitthvað bollalagt um
hugsanlegt samstarf Rússa og
Bandaríkjamanna um geim-
ferðir og sjónvarp.
Ljóðaþátturinn var helgaður
Benedikt Gröndal, og las Lárus
Pálsson kvæðin vel og skil-
merkilega, svo sem vænta
mátti.
Laugardagsleikritið var eftir
Strindberg og nefndist Bruna-
rústin, áhrifamikið verk og
næsta óhugnanlega opinskátt
um ástand mannskepnunnar
innanverðrar, vonzku hennar,
fláttskap, þjáningu og kvöl,
fen þó vom. þrátt fyrir allt, eins
og Sveinn Einarsson komst
að orði í forspjalli, en hann
hafði þýtt leikinn og stjórnaði
flutningi hans.
-----
Grein blinda
mannsins
Skal nú vikið nokkuð að er-
indi því er Einar Pálsson
flutti á þriðjudagskvöld og
áður hefur verið nefnt.
Ræðumaður hóf mál sitt
með því að biðja hlustendur
að fylgjast með sér nokkur
ár aftur í tímann og staðnæm-
ast hjá ritsmíð einni, er birzt
hafði í blaði hérlendu, að því
er mér skildist. Ræðumaður
gaf i skyn, að áðurnefnd rit-
smíð hefði verið fyrir neðan
allar hellur, en fór þó ekki
nánar út í þá sálma. Ekki
nafngreindi hann höfúnd grein-
ar þessarar, né heldur blaðið,
eða árið sem hún birtist, svo
hlustendur hefðu verið litlu
nær hvert þeir ættu að leita
eða hvar, ef annað hefði ekki
-‘komið til.
Þess var nefnilega getið, að
höfundur áðurnefndrar grein-
ar væri blindur maður, og þar
• sem ekki er um marga blinda
menn að ræða hér á landi,
sem fást við þessháttar iðju,
gat slík upplýsing orðið hlust-
endum nokkur leiðbeining í
leit sinni að þessum illa inn-
.rætta höfundi.
Næst kom svo til álita,
hvort blindu fylgdi slík andleg
veiklun, að það út af fyrir sig
entist höfundi áðurnefndrar
ritsmíðar til afbötunar. Að
mjög vandlega athuguðu máli
komst höfundur að þeirri nið-
urstöðu, að svo væri ekki.
Blindir menn voru að öðru
jöfnu miklu betri en sjáandi.
Færði ræðumaður fjölmörg
dæmi þeirri skoðun sinni til
sönnunar og dró víða föng a£j,
og yrði of langt upp að telja.
Blindir menn nutu yfirleitt
mikillar virðingar hinna sjá-
andi og ekki að ófyrirsynju,
því þeir höfðu öðlazt þá náð-
argjöf með sjónleysinu, að
skilja og sjá tilveruna innan
frá, og gátu af þeim sökum
reynzt hinum sjáandi ómetan-
anleg hjálparhella, til að ráða
hinar þyngstu og erfiðustu gát-
ur tilverunnar. Blindi maður-
inn á að reynast hinum sjá-
andi bróður, sem ráfar um
eyðimörk efnishyggjunnar,
sem leiðarhnoða, svo að sál
hins sjáandi, sú hin þyrsta
hind, megi finna leiðina að
lind lífsins, uppsprettu guð-
dómsins.
Minna mátti það ekki vera.
En til þess að svo mætti
verða, urðu blindir menn að
uppfylla eitt skilyrði. Þeir áttu
að láta sjáandi mönnum það
eftir að fella sleggjudóma.
Þegar við heyrum blindan
mann kveða upp sleggjudóma,
fallast okkur hendur, sagði
Einar.
Það sem nú hefur verið rak-
ið, kom að vísu ekki allt í
einni bunu hjá ræðumanni,
heldur í smáskömmtum. Hann
endasentist á milli alheims-
ins endimarka, í tíma og rúmi,
og kom ærið víða við, og
sýndi víða allmikinn lærdóm
og þekkingu. En hvert sem
hann fór lá leið hans aftur til
blinda mannsins, og var því
líkast| sem sá blindi væri í
raun og veru þungamiðja al-
heimsins, eða sá öxull, sem
allt snerist um.
Það er skylt að viðurkenna,
að í öllum hugleiðingum Ein-
ars Pálssonar um innanvert
ástand blindra manna, felst
þrátt fyrir allt einn ofurlítill
sannleiksneisti. Hugsun þeirra
getur ef til vill orðið eitthvað
skýrari, vegna þess, að sjón-
in truflar ekki starfsemi hug-
ans, eins og hjá sjáandi mönn-
um. En nákvæmlega sama á-
rangri getur Einar Pálsson
náð, breiði hann feld yfir
höfuð sér, eins og Þorgeir
Ljósvetningagoði, og hafi hann
ekki feld við höndina má með
sama árangri notast við venju-
legt Gefjunarteppi.
Þvert á móti
En að öðru leyti eru bolla-
leggingar hans um andlegt á-
stand blindra manna nokkurn
veginn eins fjarri veru'leikan-
um og verða má. Vitanlega
eru blindir menn af öllum
hugsanlegum manngerðum.
En eitt er þó öllum blindum
mönmlrfí'* sahneiginlegt. Ekki
það, að hugir þeirra beinist
inn á við, eins og Einar Páls-
son virðist halda, heldur hið
gagnstæða.
Hver einasti blindur maður
á þá ósk heitasta að brjótast
út fyrir vítahring myrkursins.
í starfi sínu og hugðarefnum
gleymir ’hann því að hann sé
blindur. Hann vill vera mað-
Framhald á 11 síðu.
eftir SKÚLA GUÐJÓNSSON fró Liófunnarsföðum
NÝl TÍMINN — Fimmtudagur 15. marz 1962
■■■no
m sg’ð. 'ájsí i i liiti
iin n.-iZm'Œ