Nýi tíminn - 15.03.1962, Blaðsíða 6
Hernánissiðgæði
^lltaf er íslenzku þjóðfélagi 'að fara fram. Sú tíð er
_ að þjófnaður þætti eitt af undrum veraldar
á Islandi, að þeir menn virtust sjúklega þjófhræddir
sem læstu húsum sínum og hirzlum, að svik væri eitt-
hvað sem gerðist í hinum stóru og spilltu útlöndum.
Okkur hefur sannarlega farið fram og aldrei eins
ört og síðustu áratugina, og nú er svo komið að við
erum orðnir jafnokar þeira sem fremstir standa; jafn-
vel upphæðir þær sem hér er stolið og rænt myndu
sóma ser hjá hvaða stórþjóð sem er. Og það eru eng-
ir útigan’gsmenn í þjóðfélaginu sem stunda þessa iðju,
heldur þeir æðstu og voldugustu, menn sem hlotið
hafa sérstaka háskólamenntun til þess að vernda lög-
in, eintómir framkvæmdastjórar og forustumenn í
samvinnurekstri og einkarekstri, og aðalleiðtoginn er
æðsti ráðamaður þjóðarinnar í efnahagsmálum, sjálf-
ur seðlabankastjóhi landsins, maðurinn sem hefur
nú jafnvel fengið vald til þess að ákveða gengi ís- •
lenzkrar krónu. Með þvílíku afreki höfum við raun-
ar skotizt langt fram úr öllum nálægum þjóðum; að-
eins í Suður-Ameríku og sumstaðar í Bandaríkjunum
myndi unnt að finna hliðstæður ef vel væri leitað.
JJvernig stendur á þessari öru framþróun í þjófnaði
og svikum, hvað kemur til að kunnir fyrirmenn í
þjóðfélaginu sitja á sakabekik, og það er talað um að
einn hafi stolið níu milljónum króna, aðrir hafi svik-
ið undan gjaldeyri sem nam rúmum sex milljónum
króna, að þeir hafi stundað smygl í stórum stíl, bók-
haldsfalsanir, svik og pretti. Skýringin er augljós, öll
þessi iðja er stunduð í skjóli hemámsins og er bein
afleiðing þess. Olíufélagið h.f., þar sem blandað er sam-
an fjármagni samvinnuhreyfingarinnar og einkaauð-
valdsins, hafði um langt skeið einkarétt á viðskiptum
við hernámsliðið á Keflavíkurflugvelli og í Hvalfirði.
Það fékk tekjur sínar greiddar í dollurum — og eftir-
litið með dollurunum var í höndum Vilhjálms Þórs.
Svikin voru framkvæmd með virkri og vel borgaðri
aðstoð yfirmannanna á Keflavíkurflugvelli, þeir föls-
uðu skýrslur þegar þurfti að smygla varningi til
landsins; í aðalstöðvum Standard Oil í Bandaríkjun-
um var einnig aðstoðað dyggilega við svikin, pening-
arnir voru færðir af einum leynireikningnum á ann-
an, þar til þeir voru komnir í kauphallirnar í
Wall Street og alla leið til Sviss. Þetta stærsta svika-
mál í sögu íslands var skipulagt sameiginlega af
hernámsliði og hermöngurum, og í því birtist hernáms-
siðgæðið eins og í brennigleri. Fínir menn í hópi her-
námssinna segja stundum að þeir vilji ekki láta
ameríkaníséra okkur; en það er verið að ameríkaní-
séra okkur dag hvern, kasta fyrir borð gömlum og úr-
eltum hugmyndum um heiðarleik og siðgæði og sóma-
samlega hegðun, þar til hinir æðstu borgarar birtast
allt í einu sem útfarnir afreksmenn. Það er hernámið
sjálft sem situr á sakabekk í olíumálinu.
I^nnþá hrekkur íslenzkur almenningur við þegar hon-
um berast slíkár fregnir. En þeir menn sem stjórna
þjóðfélaginu kippa sér ekki upp við smámuni. Það
hefur verið vitað í meira en tvö ár að Vilhjálmur Þór
hefði á nýjan leiik gerzt sekur um hin herfilegustu
lögbrot og svik, en engu að síður heldur hann enn
sínu tigna embætti og hefur meiri völd en nokkru
sinni áður. Trúlega hafa stjórnarvöldin áhyggjur af
því einu hvaða orðu eigi að sæma hann daginn sem
hann verður dæmdur, því hann er nú þegar búinn
að fá þær allar. Málsóknin í olíumálinu er leifar frá
liðinni tíð; nútíðin birtist í þvd að hinir seku munu
allir halda aðstöðu sinni og völdum í landinu, ef her-
námssiðgæðið á enn að fá áð halda áfram að sýkja ís-
lenzkt þjóðfélag. — m.
Jakob Jakobsson
„Eiginlegar vetrarsíldveiðar,
þ.e. síldveiðar eftir áramót,
hófust ekki fyrr en 1961. Þær
voru að vísu reyndar 1960, en
um miðjan. janúar hvarf síldin.
í fyrra tókst að fylgja göng-
unni eftir til febrúarloka og
eftir stutt hlé í marz hófst
svo vorsíldarvertíðin|, þannig að
nokkrir bátar stunduöu ein-
göngu síldveiðar með herpinót
á árinu 1961, hreyfðu engin
vciðarfæri önnur en herpinót.
Arið 1961 eru því mörkuð tíma-
mót í íslcnzkum síldveiðum.
Þetta, ásamt góðri sumarvertíð,
gerði það að verkum að síld-
veiðar Islendinga urðu meiri
cn nokkru sinni í sögu lands-
ins.
Það er draumur okkar að
hluti flotans geti stundað slík-
ar veiðar árið um kring“.
Orðin hér að ofan mælti
Jakob Jakobsson fiskifræðing-
ur í þann mund er hann v-ar
að leggja af stað í fyrsta síld-
arleiðangur ársins á Ægi nú
eftir áramótin.
Sú kvað hafa verið tíðin að
Sovétmenn enduðu vart svo
ræðu né samþykkt um fram-
kvæmda- og framfaraáætlanir
sínar að þeir nefndu ekki nafn
Stalíns, — og þótti íhaldskerl-
ingum úti á Islandi að vonum
slíkt fim mikil. Nú ljúka báta-
skipstjórar á Islandi vart svo
nokkurri fundarsamþykkt að
þeir segi ekki: Við heimtum
Jakob yfir síldarleitina! (þegar
skal tekið fram að hér er síður
en svo verið að gefa í skyn
að nokkuð sé líkt með Jakobi
og bátaskipstjórunum annars-
vegar og sovézkum hinsvegar,
fram yfir það sem flestu fólki
er sameiginlegt).
En hver er hann þessi Jakob
sem sjómennirnir heimta?
Við hittum Jakob Jakobsson
uppi í hinu nýja húsi Fiski-
deildarinnar við Skúlagötu, þar
er vinnustaður hans þegar hann
er ekki einhversstaðar úti á
sjó að eltast við síld. Þar uppi
hefur hann ágæta útsýn yfir
sundin blá, Akrafjall og Skarðs-
heiði og alla þá margrómuðu
fjólubláu drauma, en kannski
verður honum eins oft litið á
flösku eina mikla sem hann
hefur á borðinu hjá sér; 'í þess-
ari flösku er nefnilega stærsta
síld heimsins; það er lygilega
mikill fiskur, sennilega norð-
lenzkrar tröllaættar. Þétta 10
ára síldartröll, 46,5 sm langt
veiddi Hrafn Sveinbjamarson
út af Melrakkasléttu sumarið
1955 — og fannst einu dag-
blaðanna þá svo mjög um ágæti
bátsins að það tók fram að
hann hefði komið með þennan
risafisk innanborðs til hafnar.
Jakob er mjög viðfeldinn ung-
ur maður, Austfirðingur og
Tímamót í í
Húnvetningur að ætterni. Faðir
hans, Jakob Jakobsson, var 60
ár á sjó, lengstaf skipstjóri.
Jakob fiskifræðingur hefur
einnig stundað sjó frá ferm-
ingu — og fram á þennan dag
í fríum sínum. Fræði sín lærði
hann í Skotlandi og lauk prófi
þaðan 1956. Hjá Fiskideildinni
vann hann fyrst að veiðarfæra-
tiiraunum og ýmsum síldar-
rannsóknum, en tók við stjórrí
síldarrannsóknanna fyrir réttu
ári. Fyrirrennarar hans í því
starfi voru dr. Árni Friðriks-
son og dr. Hermann Einarsson.
— Og nú skulum við spyrja
Jakob nokkurra fávíslegra spurn-
inga.
— Hver er tilgangurinn með
þessu rannsóknarstarfi ykkar?
— Tilgangurinn með þessum
rannsóknum er að afla eins
mikillar vitneskju og unnt er
um síldina við ísland, svo þá
vitneskju megi nota í þágu síld-
veiðanna á margan hátt, bæði
til að segja fyrir um veiðihorf-
ur og stofnstærð, m.a. með til-
liti til hugsanlegrar ofveiði. Og
þessi vitneskja hefur að sjálf-
sögðu mikil áhrif á veiðarnar.
Það eru miklar sveiflur á
stofninum; en veiði fer einnig
mjög eftir hegðun síldarinnar,
torfustærð og því hvort torf-
urnar hreyfast hratt eða hægt,
ekki sízt vegna þess að herpi-
nótaveiðarnar, sem við stund-
um, takmarkast svo mjög við
torfustærð. Þetta á því fremur
við um síldveiðar en aðrar
veiðar.
— Hvemig farið þið að því
að afla þessarar vitneskju?
— Hvað viðvíkur stofnstærð
notum við einkum þrennskonar
aðferðir. í fyrsta iagi að taka
sýnishorn úr aflanum og rann-
saka þau með tilliti til margs-
konar eiginleika: aldurs, kyn-
þroska, lengdar, þyngdar og
hryggjarliðafj'ölda,
Með þessum athugunum er í
fyrsta lagi unnt að greina síld-
arstofnana út frá þeim sýnis-
hornum sem tekin eru. Þegar
aldursákvarðanir eru bomar
saman frá ári til árs er oft
unnt að reikna út stærð hvers
aldursflokks. Við eigum við
ýmsa örðugleika að etja í þessu
efni, því ef þetta á að vera
öruggt verða sýnishornin að
vera einkennandi fyrir allan
stofninn. Erfitt er að segja
um það, þvi við veiðum síldina
á göngu eða i vetrardvala, en
ekki á hrygningartímanum. Á
hrygningartímanum er maður
viss um að stofninn er til stað-
ar, annars ekki. Sýnishoornin
geta því gefið ranga mynd af
samsetwingu stofnsins hverju
sinni.
Vegna þess hve erfitt er með
þessari aðferð að fá nákvæma
mynd af stofnstærðinni eru
framkvæmdar umfangsmiklar
merkingartilraunir á hverju ári,
þ.e. síldin er veidd, fest í hana
merki og síðan er henni sleppt
aftur í sjóinn. Hlutfallslegur
fjöldi endurheimtra merkja er
notaður til að reikna út stofn-
stærðina.
HVAÐ GERA
ÞEIR (
FISKIDEILDINNI?
Sverrír Guðmundsson, aðstoðarn
Þriðja aðferðin við að ákvarða
stofnstærð er könnun á út-
breiðslu og stærð síldarstofna
með bergmálsleitartækjum eins
og notuð eru í Ægi.
Auk stofnstærðar eru göngur
síldarinnar eitt af aðalviðfangs-
efnum okkar. Við rannsóknir á
göngum- síldarinnar veita merk-
ingarnar öruggasta vitneskju,
auk þess fylgjumst við með
göngunum með notkun síldar-
leitartækjanna. Því má segja að
síldarmerkingarnar og síldar-
leitin þjóni rannsóknunum á
tvennan hátt, þ.e. auki þekkingu
okkar bæði á stof nstærð og
göngum síldarinnar.
— Hefur orðið árangur af
. þessum merkingum ykkar?
— Já, árangur af síldarmerk-
ingum hefu.r orðið mjög mikill,
miklu meiri en hinir bjartsýn-
ustu þorðu að vona.
— Hvenær voru síldarmerk-
ingar fyrst hafnar?
— Síldarmerkingar hófust við
Norðurland árið 1948, en 1953
hófust þær við Suðvesturland.
Dr. Árni Friðriksson var brauf-
ryðjandi amerískrar merkingar-
aðferðar í Evrópu og má með
#■■)' — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 15. marz 1962