Nýi tíminn - 15.03.1962, Blaðsíða 10

Nýi tíminn - 15.03.1962, Blaðsíða 10
'S) — ÓSKASTUNDIN t ÓSKASTUNDIN — (3 * Sagan um Wang Li ■ ■ Eftir Elizabeth Ccatsworth Ein höllin er úr hvítu áadé og silfri, önnur er Ibyggð úr marmara og rósaviði, þriðja höllin er ír skíra gulli, og sú íjórða er úr ebenviði. Ef £)ú kemur með mér og giftist mér máttu kjósa Isvaða höll sem þú vilt Sii að búa í, þú færð úr- 'lals gæðinga, sem þú iðnátt þeysa á um himin- tgeiminn, og þú mátt tína áítjörnumar eins og blóm •íftir vild þinni. — Ég er fátækur mað- <4Sr o.g af íátæku íólki ikominn, svaraði Wang U. Hvernig gæti ég kunnað við mig í höll? £n ef ég gef þér frelsi, SBkýjadís, viltu þá lofa mér þvi að senda þessu ógæfusama landj regn, évo uppskeran skrælni ekki, og bjarga þannig þjóð minn; frá því að /erða hungurmorða? Og viltu einnig biðja hann að líta sérstaklega eftir ökrum móður minnar, því hún leggur hart að sér við vinnuna og lang- ar að sjá árangur af starfi sinu? — Svo skal gert sem þú óskar svaraði Skýja- dís og flaug á brott. Wang Li snerj heim á leið. Þegar hann nálg- aðist hús móður sinnar byrjaði að rigna. Hlýtt og mjúkt féll regnið á þurra jörðina, og tók að renna í litlum gjálírandi lækjum. Móðir Wang Lj hróp- aði upp þegar hún sá hann: — Það er byrjað að rigna, einmitt á rétt- um tíma' til að bjarga uppskerunni. Þetta er svo óvænt að ég skil ekki hvað hefur blíðkað skap Guðs uppskerunnar. — Ó, ég veit allt um það, svaraði Wang Li, og sagði henni alla sög- una um atvurðinn hjá íljótinu. Móðir hans varð æfa- reið. — Og þú baðst að- e;ns ,um regn, þegar við • Framhald á 4. síðu. Potturinn sem kunni að tala Framhald af 1. síðu eíjaust kunna s'tthvað fleira, svo. hann féllst á að skipta á honum og kúnni. Síðan hélt hann heim- le'ðis. Þegar hann kom heim lét hann pottinn inn í fjós, þvi hann vildi koma konu sinni á óvart með þennan kostagrip. Því næst fór hann inni eldhús. — Gefðu mér eitthvað gott að borða, kona góð, ég er bæði svangur og þre.vttur. En konan v:ldi fyrst fá að vita hvernig honum hefðj gengið að selja kúna. — Ágætlega, ágætlega. svarað; bóndi. — Það er gott, - sagði konan, því okkur vantar sannarlega peninga. Þá varð bóndi að segja eins og var, að hann hefði enga peninga feng- ið. — Enga peninga. hvað hafð: hann bá fengið fyr- ir kúna? spurði hún. Og hún he'mt.aði að bónd- inn kæmi með sér út og sýndi sér þrifætta pott- inn. Þegar konap sá pott- inn varð hún ævareið. — Að láta feita og fallega kú í skiptum fyr- ir gamlan pott, fyrr mátti nú vera. Þú ert heimsk- ur eins og gæs, sagði hún við manninn sinn, og bjóst til að lumbra ræki- lega á honum. En þá tók potturinn til máls: — Þvoðu mig og fægðu mig og láttu mig á eld- inn. — Ég skal gera það, sagði konan, fyrst þú getur talað er ekki að vita nema þú getir eitt- hvað fleira. Svo fægði hún pottinn vel og vandlega og lét hann yfir eldinn. — Ég vil hlaupa, ég vil hlaupa, sagði þá pott- urinn. — Hve langt viltu hlaupa? spurði konan. — Upp fjall'ð og nið- ins, svaraðj pottur- ur í dalinn. alla leið heim til rika manns- ins, svaraði pottur- inn, og hoppaðj um leið niðúr af eldavélinni, hann hoppaði yfir gólf- ið og út um dyrnar og út á veg.'nn sem lá heim til rika mannsins. Kona ríka mannsin^ var í óða önn að baka gómsæta köku, og á eft- ir ætlaði hún að búa til búð'ng. Potturinn hopp- aði upp á eldhúsborðið og stóð þar grafkyrr. — Þarna var ég hepp- in, sagði kona ríka mannsins, þú ert einmitt pottur.'nn sem mig vant- aði til að sjóða fínasta búðinginn minn í. Síðan fylltj hún pott- inn af rúsinum, hnetum, sykri og fleira góðgæti. Potturinn tók við þessu. öllu saman án þess að segja orð. Síðan lét kon- an pottinn yfir eldinn. En potturinn hoppaði niður á gólf og í áttina til dyr- anna. — Hvað er að s.iá þ’g, hrópaði konan steinhissa. Hvað ertu að gera o.g hvert ert þú að fara? — Ég þarf að flýta mér heim til fátæka mánnsins, svaraði þott- urinn. Og hann hoppaði og skoppaði al]a leið he'm að kofa fátæka mannsms. Þegar þangað kom og hjónin sáu búðinginn, sem var sá bezti sem þau höfðu nokkurn tíma smakkað, urðu bau al- veg h:ssa og þökkuðu pottinum kærlega fyrir. (Framh.) SKRÍTLA Móðirin: — Þú mátt ekki vera eig'ngjarn, Nonni minn. Þú verður að leyfa bróður bínum að hafa sleðann til jafns við þig. • Nonni: — Ég geri það, ég fer alltaf á sleðanum niður brekkuna og bróðir minn dregur hann upp. Banaslys í Ytri-Njarvík Um kl. 3.30 á sunnuðag varð feanaslys í Ytri Njarðvík. Varð tæplega 59 ára gamall maður, Jónas Sígurðsson Suðureyri við §úgandafjörð, fyrir fólksbifreið- ínni G-174 og andaðist rétt á eítir af afleiðingum slyssins. Slysið varð á Reykjanesbraut á thilli húsanna nr. 42 og 44 við i>á götu. Bifreiðarstjórinn segir *ð maðurinn hafi gengið þvert tyrir bifreiðina og hafi hanp ekki getað afstýrt árekstri. Við árekst- urinn kastaðist maðurinn út í grjóturð utan við veginn. Hann var fluttur í sjúkrasúsið í Kefla- vík en andaðist rétt eftir að þangað kom. Við rannsókn máls- ins í gær kom í Ijós, að hand- hemill bifrelðarinnar var óvirk- ur og einnig var hraðamælir bil- aður. Rannsókninni var ekki lok- ið og verður henni haldið áfram í dag. Hinn látni var starfsmað- ur á Keflavíkurflugvelli. SAMNINGAVILJI UM KJARNOBKUVOPH IttOSKVU 12/3 — Sovétríkin eru teiðubúin til að skuldbinda sig til að Iáta ekki öðrum löndum í té kjarnorkuvopn, ef Banda- tríkin, Bretland og Frakkland taka sér sömu skuldbindingar á berðatr, segir í bréfi sem Gromy- Jko utanrikisráðherra hefur sent r Thant framkvæmdastjóra SÞ. Gromyko segir að Sovétríkin itelja það mjög mikilvægt að þau iiönd sem enn hafa ekki kjarn- ©nkuvopn afli sér þeirra ekki hér eftir. Sovétríkin eru staðráðin í *ö gera sitt til þess að Afríka Verði kjamorkulaust belti svo og #ð koma á svipuðum toeltum í 1/Iið-EvrópU, Austurlöndum, Kyrrahafssvæðinu, Baikanlönd- ®num og víðsvegar um heiminn. Soyétríkin vilja gera ailt sem í mannlegu valdi stendur ,til að skapa grundvöll undir hagstæða lausn á mikilvægasta viðfangs- efni okkar tama — að koma i kring algjörri afvopnun undir ströngu alþjóðlegu eftirliti. í öðru bréfi til U Thants framkvæmdastjóra segir Gromy- ko að Sovétríkin leggi mikla á- herzlu á að kvatt verði saman sérstakt þing sem ætlað sé að undirrita samning sem banni notkun kjarnorkuvopna. Slíkur samningur yrði verulegt spor í'átt til algjörs banns við kjarnorku- vopnum, í þá átt að þessi vopn verði fjarlægð úr vígbúnaði þjóð- anna og í átt til þess að eyði- lagðar verði allar birgðir slikra vopna, < * ... og eftir Framhald af 4. síðu. Gaulle vildi ekki af slíku vita, en kvaðst geta fallizt á fund æðstu manna kjarnorkuveldanna 4. Endirinn varð aðefntverður til utanríkisráðherrafundar þar sem Bandaríkin, Bretland og Sovétríkin taka ein þátt, og Kennedy og Macmillan hafa svo gott sem heitið því að á eftir skuli fara fundur æðstu manna með vorinu. Einkum hefur Macmillan verið afdrátt- arlaus í svörum sínum við bréfum Krústjoffs, lát:ð í ljós þá skoðun að æðstu menn eigi að h'ttast hvort sem utanríkis- ráðherrarnir ná árangri á fund sínum eða ekki. Bendir það til að brezki forsætisráðherr- ann sé ekki með öllu afhuga því að gerast mlligöngumaður milli Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna. Astandið innan A-bandalags- ins er vægast sagt heldur bágborið um þessar mundir. Frakkland neitar að taka þátt í viðræðum við Sovétríkin á- samt bandamönnum sínum. Með því að neita að senda Rusk til Bonn hefur Kennedy hafnað kröfu vesturþýzku stjórnarinn- ar um að Þýzkalandsmálin og afvopnunarfnálin verði undir engum kr'ngumstæðum tengd saman í viðræðum þríveldanna. Afstaða engilsaxnesku stór- veldanna bendir til að þau kæri sig ekki um að bíða með samninga við Sovétríkin eftir því að meginlandsríkin, Frakk- land og Vestur-Þýzkaland, eigi meira undir sér en nú. Heppn- ist de G^ulle að sernja írið í voru þrír Alsír án þess að til borgara- styrjaldar komi í Frakklandi, getur hann fyrr alvöru helg- að sig stórveldisdraumum sín- um, sem byggjast á nánu sam- starfi Frakka og Vestur-Þjóð- verja. Macm:'llan og Kennedy virðast telja ráðlegt að ræða málin við Krústjoff út af fyrir sig áður en fransk-þýzku stór- veldj vex fiskur um hrygg. M. T. Ó. Nýlega var stofnsett I Frakk- landi spænsk bókaútgáfa, „Ruedo Iberico". Ungir spænskir rithöf- undar hafa mikinn áhuga á fyr- irtækinu því að það skapar möguleika á að komast hjá rit- skoðuninni. Útgáfufyrirtækið hefur stofnað til bókmenntaverðlauna og kall- 'ar þau eftir spænska skáldinu Antonio Machado. Verðlaun þessi skuli veitt ár hvert í borginni Colliour nálægt spænsku landamærunum við Miðjarðarhaf. Á þeim stað lézt Machado í febrúar 1939, á flótta undan Francofasistunum sem þá höfðu náð yfirhöndinni á Spáni. Verðlaunin erp veitt i tvennu lagi, annarsvegar fyrir skáldsögu (10.000 nýírankar) og hinsvegar fyrir ljóðasafn (2.500 nýfrankar). Verk þessi verða síðan gefin út í Frakklandi — á spænsku. Machadoverðlaununum hefur einu sinni .verið , úthlutað og 32 farast í bílslysi MEXIKOBORG 8/3. — Alls biðu 32 menn bana og 26 særðust þegar áætlunarbifreið rakst á hamravegg í námunda við ferða- mannabæinn Cueranavaca í gær. Hemlamir brugðust þegar bif- reiðinni var ekið á miklum hraða niður langa brekku og rakst hún fyrst á vörubíl en síðan á hamravegginn. Meðal þeirra sem létust voru tólf börn. hlutu þau tveir ungir rithöfund- ar frá Madrid. Hinn 33 ára gamli Armando Lónez Salinas vann til þeirra með skáldsögunni „Ano tras ano“ (Ár eftir ár) og hinn 36 ára gamli González Mén- dez hlaut þau fyrir Ijoðasafnið „Grado elemental" (Byrjunar- stig). • Myndarlegt tíma- rit hestamanna- félaganna Tvö hefti tímarits Lands- sambands hestamannafélaga, Hesturinn okkar, hafa blaðinu borizt, bæði frá síðasta ári: sumar- og jóláhefti. Er þar að finna margvíslegt efni um hesta og hestamennsku, en fjölmargar myndir prýða tímaritið sem er hið myndar- legasta. Ritstjóri er Vignir Guðmundsson blaðamaður. . Gefa út í Frakklandi til a5 losna undan ritskoðun ,, J0) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 15. marz 1962 3 .; - " 'L' ’. r'. > ' f í

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.