Samtíðin - 01.12.1949, Side 37

Samtíðin - 01.12.1949, Side 37
SAMTÍÐIN 31 þ.ir VITRU S ÖC3ÐU: IVAN TURGENJEV: „Ég vildi gefa alla frægð mína og list til þess, að það fyndist ein kona, sem ekki léti sér á sama standa, hvort ég kæmi til miðdegisverðar eða ekki“. HENRY FAUCONNIER : „Þegar öllu er á botninn hvolft, er ekkert hlægilegt nema það eitt, er menn ganga með þá hugmynd, að þeir séu hlægilegir“. OSCAR WILDE: „Sérhver heilag- ur maður á sína fortíð, og sérhver syndari á sér framtíð“. ALDOUS HUXLEY: ..Þögn flyt- ur oss boðskap hugsunarinnar, eins og marmarinn flytur oss boðskap myndhöggvaralistarinnar“. JOHS. V. JENSEN: „Þar, sem börn og dýr mætast, er paradís“. SCHOPENHAUER: „Stundum höldum við, að okkur langi til fjar- lægra s t a ð a. En í raun og veru þráum við þann t í m a, sem við eyddum þar, er við vorum yngri og frískari. Ef við förum aftur til þessara staða, munum við verða von- svikin“. ANATOLE FRANCE: „Ef ég hefði skapað manninn og konuna, hefði ég látið þau vera í skordýra- líki. Þá hefðu þau breyzt úr lirfu í fiðrildi, og úr því hefðu þau ekki hugsað um annað en ást. Ég mundi hafa látið mannsævina enda á æsku- árunum“. NANCY BOYD: „Frakkar eru svo kurteisir, að ruddaskapur þeirra er hæversklegri en kurteisi annarra þjóða“. IVÝJAR BÆKUR Oscar Wilde: Myndin af Dorian Gray. Skáldsaga. Sig. Einarsson ísl. 200 bls., íb. kr. 50.00. Halldór Kiljan Laxness: Alþýðubókin. Skáldsaga. 3. útg. 202 bls., íb. kr. 75.00. Jónas Jónsson: Hendingar 1. bindi. 192 bls., íb. kr. 45.00. Aldrei gleymist Austurland. Austfirzk ljóð eftir 73 höfunda. Með myndum af höf- undum. 368 bls., ób. kr. 36.00, ib. 50.00. Blaðamannabókin 1949. MeS myndum. Ritstjóri Vilhj. S. Vilhjálmsson. 304 bls., íb. kr. 55.00 og 68.00. Guðni Jónsson: ísl. sagnaþættir og þjóð- sögur VIII. hefti 160 bls., ób. kr. 12.50. Að vestan. Þjóðsögur og sagnir 1. bindi. Arni Bjarnason safnaði og sá um útgáf- una. 216 bls., ób. kr. 35.00, íb. 45.00. Joseph Conrad: Blómaður um borð. Skáld- saga. Böðvar frá Hnífsdal íslenzkaði. 223 bls., ób. kr. 20.00, íb. kr. 31.00. Piet Bakker: Mannraunir. Skáldsaga. (III. bindi Franz Rottu). Vilhj. S. Vilhjálms- son íslenzkaði. 346 bls., ób. kr. 25.00. Evelyn Stefánsson: Á heimsenda köldum. Byggðir innan norðurbaugsins. Með myndum. Jón Eyþórsson íslenzkaði. 190 bls., ób. kr. 44.00, íb. 56.00. Geir T. Zoega: Ensk-islenzk orðabók. 3. útg. 712 bls., ib. kr. 40.00. Geir T. Zoega: íslenzk-ensk orðabók. 3. útg. 631 bls., ib. kr. 40.00. Björn Þórðarson: Alþingi og konungsvald- ið. Lagasynjanir 1875—1904. 150 bls., ób. kr. 22.50. Sveinbjörn Egilson: Ferðaminningar. Frásögur frá sjóferðum víða um heim. 2. útg. aukin. 451 bls., ib. kr. 75.00 og 90.00. Útvegum allar fáanlegar íslenzkar bæk- ur. Fjölbreytt úrval erlendra bóka. Send- um gegn póstkröfu um land allt. BóLabd Wd og. Laugavegi 19, Reykjavík. Sími 5055. Pósthólf 392. tnenrunffar

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.