Samtíðin - 01.12.1949, Síða 39
SAMTÍÐIN
Jolabækur
RITSAFN GUÐMUNDAR FRIÐJÓNS-
SONAR, I. bindi. — Þetta er 1. bindi
af heildarútgáfu af verkum Guð-
mundar Friðjónssonar. Eldri útgáfur
af bókum lians eru nú ófáanlegar,
og er því full þörf á þessari nýju
útgáfu, svo að yngri kynslóðin eigi
aðgang að hinum ágætu sögum og
Jjóðum þessa stórbrotna skálds. Til
útgáfunnar er vandað svo sem unnt
er, cn verðinu þó stillt í hóf. Það
mun vissara að tryggja sér eintak
af liverju bindi jafnóðum og þau
koma út.
SKRIFTAMÁL SKURÐLÆKNIS eftir
Georg Sava kom út fyrir jólin í fyrra
og náði geysilegum vinsældum. Nú
kenuir önnur bók eftir þennan höf-
und, og tekur liann þar upp þráðinn,
þar sem fyrri bókinni iýkur.
Vinsælustu barnabækurnar
fyrir þessi jól eru:
„EN HVAÐ ÞAÐ VAR SKRÍTIГ,
vísnabókin eftir Stefán Jónsson
kennara, bókin með litmyndunum á
hverri síðu. Það er bók fyrir alla
krakka, yngri sem eldri.
ÍSLENZIv ÁSTALJÓÐ. Nýtt safn ís-
lenzkra ástaljóða, valið af Snorra
Hjartarsyni í fallegri útgáfu. Þessi
snotra bók mun mörgum verða kær-
komin jólagjöf.
í STRAUMI ÖRLAGANNA eftir Vicki
Baum. — Þetta er stórbrotin skáld-
saga, sem náð liefur geysilegri út-
breiðslu um allan heim og talin er
bezta bók binnar heimsfrægu skáld-
konu. — Bókin er um 500 bls., en
kostar þó aðeins kr. 35,00 innbundin.
Á VALDI RÓMVERJA er spennandi en
fræðandi bók fyrir drengi. Hún seg-
ir frá betjudáðum tveggja bræðra,
sem Rómverjar taka til fanga i Ger-
maníu og flytja á galeiðu til Rómar,
þar sem þeirra bíða mörg ævinýri
og raunir.
RÓSALIND er fallegt litið ævintýri,
skemmtileg, en ódýr bók, sem börn-
um niun fengur að fá með í jólapakk-
anum.
Ofantaldar bækur, svo og allar auglýstar bækur fyrir jólin og
etnnig allar eldri bækur, fáið þér sendar í póstkröfu hvert á land
sem er eftir pöntun og í bókabúðtnm
Æmarieil
Laugaveg 15, sími 7331.