Litli Bergþór - 01.03.1988, Side 3

Litli Bergþór - 01.03.1988, Side 3
3 LITLIBERGÞOR Halló! í gegnum tíðina höfum við á ritstjóminni reynt að bæta og fegra Litla-Bergþór eitthvað á hveiju ári. Hvort þessi breyting, sem nú htur dagsins ljós er til bóta eða ekki verð- ur þú, lesandi góður, að meta með okkur. í upphafi var far- ið út í þetta vegna tímaskorts við uppsetningu, sem hingað til hefur verið unnin þannig að eftir að hafa fengið efnið úr vélritun höfum við hist nokkur kvöld, klippt og pússlað og yfirleitt gengið þannig frá efninu að ekkert hefur verið eftir annað en að renna Begga litla í gegnum fjölfaldarann. Núna var farin sú leið að láta fyrirtækið Nýtt útht á Sel- fossi annast þessa vinnu og koma blaðinu í prentsmiðju. Nokkuð sem ætti bæði að gera uppsetninguna fagmann- legri og prentunina skýrari og betri. Eitthvað verður vinnslan dýrari fyrir vikið en okkur reiknast til að endar nái saman ef árgjöld skila sér vel. Nokkuð er útistandandi enn ffá síðasta ári, og biðjiun við skuldseiga kaupendur að greiða gíróseðilinn sem fyrst Ef búið er að týna honum, hafið þá samband við undirritaðan í síma 99-6813 eða 99-6955 og málin verða leyst. Argjald fyrir þetta ár verður ekki rukkað fyrr en með næsta blaði, sem tiieinkað verður 80 ára afmæli Ung- mennafélagsins. í sambandi við afmælisblaðið væri okkur þökk í, ef les- endur sem eiga í fórum stnum gamlan fróðleik, myndir o.fl. kæmu því til einhvers í ritstjóminni. Annars eigið þið von á símhringingum, heimsóknum eða jafnvel einhverju enn verra af okkar hálfu. En svona í alvöru, þá ætlum við að reyna að gefa út vandað afmælisblað, sem vitanlega verður aldrei fugl né fiskur nema allir leggist á eitt. Njótið vel. Sveinn Málgagn Ungmermafélags Biskupstungna 9. árg. 1. tbl. mars 1988 Ritstjóri og ábyrgð- armaður: Sveinn A. Sæland Tfeikningar að hluta: Anna Sigríður Þ. Snædal Efnisöflun og rit- skoðun: Jón Þór Þórólfsson Sigríður J. Sigurfinnsdóttir Amór Karlsson Þorfinnur Þórarinsson Myndir: Sveinn A. Sæland Sigríður J. Sigurfinnsdóttir Gunnar Sverrisson Vélritun: Erla Káradóttir Útlit og umbrot: Nýtt útlit, Selfossi Prentun: Prentsmiðja Suðurlands Forsíðumynd: Fyrsta gróðurhúsið í Biskups- tungum, reist í Reykholti 1932 af Stefáni Sigurðssyni skólastjóra. Efnisyfirlit: Ritstj órnarspj al 1 Lauga gamla Fréttir Skógrækt (Amór Karlsson) Sveitastjórnarmál Vinnuslys Viðtal við leikstjóra Bændavísur Öskudagur í leikskólanum íþróttaúrslit Eins og mér sýnist Ferðasaga frá 1928 Af atvinnumálum (garðyrkja)

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.