Litli Bergþór - 01.03.1988, Side 7
7
sveit og man ég eftir að hún minntist á að hún ætlaði að
finna vinkonu sína, Margréti í Hrosshaga.
Það var um vetur að Lauga veiktist alvarlega og var talið
vera lungnabólga. Foreldrar mínir vitjuðu hennar til skipt-
is og auðvitað sá faðir minn um gegningamar. En þegar
gamla konan var búin að ná sér eftir veikindin, kemur hún
einn daginn með lambgimbur inn á baðstofugólf heima,
sem var greiðsla fyrir hjálpina í veikindunum. Foreldrar
mínir kváðust ekki ætlast til neinnar borgunar íyrir að-
hlynninguna og sögðu henni að fara aftur heim til sín með
lambið. Nei, við það var ekki komandi, hún Guðlaug Run-
ólfsdóttir átti nú ekki annað eftir en láta reka sig til baka
með lambið norður í Tortu, og við það varð að sitja.
Lauga var talsvert á ferðinni og oft að prjóna á labbinu.
Einhvem tíma var hún stödd á Söndunum og bar þá svo
til að Jónas Jónsson þá ráðherra var þar á ferð ásamt Guð-
rúnu konu sinni. Þau gáfu sig á tal við gömlu konuna.
Hvað þeim fór á milli veit ég ekki en nokkm seinna fékk
hún sendingu sem var veggklukka.
Það var engin upphitun í baðstofunni í Tbrtu og um vet-
urinn komst slagi í klukkuna og listar á henni losnuðu.
Lauga mat þetta svo að klukkan væri gallagripur. En
haustið eftir tók svo kella sig til og fór til Reykjavíkur og
heimsótti ráðherrafrúna og afhenti henni reykt sauðafall,
svo ráðherrahjónin skyldu ekki telja til skuldar við hana
fremur en aðrir. Hún lét vel af móttökunum en auðvitað
sagði ég frúnni frá því, hverslags bölvað ólán klukkan
væri. Þessa frásögn hefi ég eftir Sigríði móðursystur
minni, sem þá var á Söndunum hjá Sigurði bróður sínum.
Þegar ég man fyrst eftir Guðlaugu Runólfsdóttur, var
hún komin á sjötugsaldur. Þrátt fyrir aldurinn var hún
óbuguð, bæði til orðs og æðis. Hún var ekki hávaxin en
heldur þrekin með herðakistil, sem ekkert virtist há
henni. Hún gekk í karlmannsfötum, oft í vaðmálsúlpu og
nokkuð víðum buxum, sem hún girti niður í sokkana. Þá
var hún í leðurskóm með hattkúf á höfði. Ég þykist muna
hvað hún var kát þegar hún kom heim að Haukadal í nýj-
um gúmmístígvélum. Hefur áreiðanlega oft verið búin að
vera blaut í fætuma. Það var ekki síst klæðaburður, sem
gerði konuna sérkennilega og frábmgðna öðmm konum í
þá daga. Því man ég eftir, við jarðarför, að hún var mætt
í peysufötum með slegið sjal og skotthúfu. Mikil vom um-
skiptin og það tók mig nokkra stund að átta mig á þeim,
mér fannst þetta ekki vera hún Lauga í Tbrtu.
Þá læt ég þessum minningabrotum um Guðlaugu Run-
óifsdóttur lokið, þó fleira mætti tína til og efalaust em þeir
enn til, sem muna sumt betur. Væri fróðlegt að ná þeim
brotum saman, og fá þannig fram heilstæðari mynd af sér-
stæðri konu, sem varla mun gleymd, þeim sem einu sinni
sáu hana.
Kvæði sem birtist væntanlega, samhliða þessu greinar-
komi, fyllir ef til vill eitthvað út í myndina, þó þar sé frem-
ur um skáldskap að ræða en raunvemleika.
Sigurgeir Kristjánsson.
Hún Lauga gamla í Tortu
var kerling grett og grá.
því gömul var hún þá.
Kreppt í efsta kotinu
hún kúrði yggld á brá.
Margur fór að heiman,
með nesti og nýja skó.
og nóg var kulið þó.
En Lauga berfætt labbaði
um lífsins klakató.
Eg gægðist inn í kofann,
sem gamla konan bjó.
Við gráa öskustó.
þar limið brann í hlóðunum.
það logaði upp og dó.
Hún horfði inn í glæðurnar.
í gegnum ryk og skúm.
og gegnum kvöldsins húm.
hún eygði liðinn ævidag
fyrir utan tíma og rúm.
Eldurinn brenndi eitt sinn land.
ég er fædd við hraun og sand.
Þar brimið söng um brim og grand
bátana veiku muldi.
Stormurinn kaldi á kofunum lágu buldi.
Ég var ung og ósköp smá,
en augun voru skær og blá.
Það var hart í heimi þá
heldur snautt um forða.
Ég fckk ckki alltaf nóg aö borða.
Kjörin voru kröpp og þröng
Kvöldin man ég dimm og löng,
þegar ég kúrði, köld og svöng,
kalin á sál og hjarta.
Þá lauguðu tárin lokkana mína svarta.
Þ(') ég lærði að lesa á bók,
lífið aðrar þarfir jók
skipaði mér í skammakrók.
skapanornirnar hlóu.
þegar vonir. vonirnar mínar dóu.
Snemma fékk ég hnýtta hönd.
ef hugur eygði draumalönd.
reiðan vissi ég refsivönd.
reka mig til starfa.
Ég hef lært þá list aö revta arfa.
Ég liföi mína ævi ein
enginn vcit ég þráði svein.
Þau eru ntörg og ill þau ntein.
sem ögra kölnum greinum.
Það eru margar margar þrár í leynum.
Svo er ég orðin svifasein
svona verða öll lúin bein
en byröina mína bar ég ein.
þó bakið væri lotið.
Byrðina mína ber ég heim í kotið.
Nú er ég grá og gömul norn.
gigtveik, sögð í skapi forn.
Bý við lífsins byggðarhorn.
bráðum ævin runnin.
Lokaþráðurinn loks að fullu spunninn
Þegar ég er fallin frá
fátt mun verða um eftirsjá.
I moldarkofunum kólnar þá,
því kotið fer í eyði.
En aldrei þrífist arfi á mínu leiði.
Ég sé hana í huganum
meö herðakistilinn.
og harðræfilinn sinn.
Labba niður Langamel.
og leiða reiðhestinn.