Litli Bergþór - 01.03.1988, Síða 23

Litli Bergþór - 01.03.1988, Síða 23
23 í heild var flatarmál undir gleri á landinu 164.416 fer- metrar í árslok 1987, sem skipta má í fimm meginsvæði. 1. Uppsveitir Ámessýslu 64.365 ferm. 2. Hverag. og Ölfus 54.228 - 3. Borgarfjörður 18.998 - 4. Stór-Reykjav.svæðið 15.255 - 5. Annað 11.570 - Ef gluggað er betur í skiptingu uppsveita Ámessýslu, verður útkoman þessi: Laugarás 19008 ferm. (auk nokkurrar útiræktar) Reykholt 12070 ferm. Syðri-Reykir 8060 ferm. Ánnað í Bisk 2900 ferm. Samtals í Bisk 42038 ferm. Flúðir og nágrenni 19037 ferm. (auk mikillar útiræktar). Laugardalur 2270 ferm. (auk nokkurrar útiræktar). Grímsnes 1020 ferm. (auk nokkurar útiræktar). Alls í uppsveitum 64365 fermetrar. Á þessum yfirlitum má sjá að þáttur okkar hér í Túng- unum í heildarpakkanum er ekki svo lítill. Ef við lítum nánar á stöðu garðyrkjunnar hér í sveitinni má áætla að hún framfleyti 36 fjölskyldum, meðan hefð- bundinn landbúnaður framfleytir u.þ.b. 53 fjölskyldum. Erfiðara er aftur á móti að bera saman afkomuna, þar sem alltaf er hægt að leika sér með tölur. Ef skattskráin er mælikvarði sem hægt er að miða við, kemur í ljós að árið 1986 eru útsvarstekjur sveitarinnar vegna áðumefndra fjölskyldna u.þ.b. 2,4 milljónir af garðyrkju, en um 3 milljónir af hefðbundnum búskap. Svipaða sögu er að segja um aðstöðugjöldin, 840 þúsund af garðyrkju en 1310 þúsund af hefðbundnum landbúnaði. Ofanskráðar tölur benda allar til að garðyrkjan vegi nú um 40% af landbún- aðinum hér í sveitinni. Vissulega er erfitt að meta sum býl- in, þar sem garðyrkja hefur verið rekin sem aukabúgrein, sem og annar búskapur. Þessar tölur verður því að líta á með dálitlum fyrirvara, en hlutföllin virðast þó vera nokk- uð skýr. Einnig er rétt að geta þess að meðan garðyrkjan hefur aukist, hefur hefðbundinn landbúnaður mátt þola mikinn niðurskurð hér í sveitinni, bæði vegna kvóta og riðuveiki. Áðumefnd hlutfoll gætu því verið vegna tímabundinna vandamála í hefðbundnum landbúnaði. Sú aukning sem orðið hefur í garðyrkju undanfarið ár á landinu, hefur óneitanlega orðið til þess að vöruverðið hef- ur lækkað smám saman. Þetta hefur aftur kallað á vand- aðri og nákvæmari rekstur og stækkun rekstrareininga til að framfleyta hverri fjölskyldu. Áður þótti nokkuð gott að hafa 700—1000 fermetra undir gleri til að lifa af, en nú er meðalstærð stöðvar hér eftir áðumefndum fjölskylduút- reikningi 1168 fermetrar, sem telst þokkaleg fjölskyldu- stærð. Þetta fer þó eftir hvað ræktað er. Verulegar breytingar hafa einnig orðið í tæknivæðingu undanfama tvo til þtjá áratugi. Farið var að lýsa uppeldi á grænmeti fljótlega upp úr 1950, en verulegur skriður komst ekki á þau mál fýrr en á áttunda áratugnum, með nýjum lampagerðum. Nú er svo komið að farið er að gjör- lýsa heilu húsin, sem ásamt öðmm vaxtarþáttum eins og koltvísýringsgjöf o.fi. hefur orðið til að lengja ræktunar- tímabihð á ári hveiju vemlega. Gúrkur em famar að koma á markaðinn í byijun mars í stað apríl áður og tómatar fyrir miðjan apríl í stað seinni hluta maí, miðað við eðlilega dagsbirtu. Vissar blómateg- undir em garðyrkjubændur hér famir að ffamleiða allt ár- ið, þannig að með sömu þróun er ekki langt í að íslensk garðyrkja geti fullnægt innlendri þörf allt árið um kring. Ymsar blikur em þó á lofti í þeim effium, eins og hækk- andi raforkuverð, lækkandi tollar á innfluttri vöm, verðlag á koltvísýringi o.fl. Sá brandari sem gekk hvað lengst hér bauka á vetuma“ heyrir þó vonandi sögunni til. Fleiri þættir eiga einnig eftir að hafa veruleg áhrif á af- komu garðyrkjunnar í ffamtíðinni, s.s. samhent stefna í afurðasölumálum, hófleg uppbygging og ekki síst sam- heldni í félagsmálum stéttarinnar í heild. Hér var stofnað Garðyrkjubændafélag uppsveita Ámes- sýslu þann 12. júlí 1963 í Aratungu eftir að Garðyrkju- bændafélag Ámessýslu klofnaði í tvennt. Þetta félag hefur alla tíð verið virkur málsvari garðyrkjubænda hér ásamt því að annast faglega kynningu meðal garðyrkjubænd- anna með fræðslufundum o.fl. að ógleymdum árlegum uppskemhátíðum. Þetta félag er svo eitt af 4 félögum sem mynda Samband garðyrkjubænda, sem hefur alla tíð verið aðal málsvari stéttarinnar í heild, þrátt fyrir að menn hafi á undanföm- um ámm skipst í mismunandi hagsmunahópa varðandi sölu afurða. Þau mál horfa þó til betri vegar, þar sem dreif- ingaraðilum hefur farið fækkandi í blómum og þó aðallega grænmeti. Eins og fram kom f grein eftir Ingólf Guðnason í 2. tbl. 8. árg. um garðrækt í Skálholti, má rekja garðyrkju hér í 'Ihngunum allt aftur tO landnámsáranna. I þessari grein hef ég einungis stiklað á stóm varðandi ylrækt eins og við þekkjum hana í dag hér í TUngunum. Þar sem lítið hefur verið fjallað um þessi mál á opinbemm vettvangi hér, fannst mér nauðsynlegt að gera að einhveiju leyti skil, sög- unni, uppbyggingunni og ekki síst stöðu garðyrkjunnar í samfélaginu hér. Svona stutt grein um alla þessa þætti hlýtur alltaf að verða mjög hrá og lítt tæmandi. Ég vona samt sem áður að hún hafi bmgðið ljósi á helstu þætti þessarar tiltölulega ungu atvinnugreinar. Heimildir: Skýrsla um stöðu garðyrkjunnar 1978. Axel Magnússon garðyrkjuráðunautur. Yfirlit yfir garðyrkjustöðvar 1987. Axel Magnússon garð- yrkjuráðunautur. lOOA Skýrslur (taiðvrkjubændafélags uppsveita Ámessýslu.

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (01.03.1988)
https://timarit.is/issue/355107

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (01.03.1988)

Gongd: